Rafbílavæðing á Íslandi

Snorri Þór Christophersson telur að rafbílavæðing sé breyting sem fólk þurfi að sætta sig við hvort sem því líki það betur eða verr. Það ætti ekki að gera mikið mál úr því, þetta sé einungis bíll.

Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hafa komið fréttir um að nýskrán­ing bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti verði bönnuð árið 2030. Ég er hlynntur raf­bíla­væð­ingu á Íslandi og væri ekk­ert á móti því ef bannið tæki gildi fyrr, jafn­vel árið 2025. Þetta á að vera ein af þeim aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari hlýnun jarðar og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þegar frétt­irnar komu út voru skoð­anir fólks mis­jafn­ar, eins og við mátti búast. En sam­kvæmt lít­illi könnun sem Við­skipta­blaðið birti á síðu sinni í byrjun árs 2018 kom fram að meiri­hluti þátt­tak­enda væri and­vígur þessum aðgerðum eða um 44%, á móti 39% sem voru hlynnt þessu og 17% voru hlut­laus.

Það voru um 800 borg­ar­búar sem tóku þátt í könn­un­inni, sem er ekki stór hópur en sýnir samt hverjar skoð­anir fólks eru almennt gagn­vart bann­inu. Það eru margir sem eru mjög hlynntir þessu en einnig mjög margir sem vilja ekki horfast í augu við lofts­lags­breyt­ing­arnar eða „skilja þær ekki“. Þetta bann hefur örugg­lega komið mörgu fólki í opna skjöldu um hversu alvar­legt málið er og að það er ekki hægt að bregð­ast við á morgun heldur þarf að gera það strax, helst í gær. Ég hef sjálfur heyrt í fólki í kringum mig, þá sér­stak­lega eldra fólki, sem heldur að það sé svo lítil reynsla komin á raf­bíla og hefur sagt „hvað ef allt verður raf­magns­laust á Íslandi og ekki hægt að hlaða” eða komið með aðrar afsak­anir til að þurfa ekki að horfast í augu við vanda­mál­ið. Það hefur orðið raf­magns­laust í ein­staka hverfum í óveðrum eða ef bilun hefur orð­ið, en ég man ekki eftir að allt Ísland hafi orðið rafmagns­laust á sama tíma.

Að mínu mati er alveg næg reynsla komin á raf­magns­bíla hér á landi. Frá 2014 hefur fjöldi raf- og tvinn­tengi­bíla stór­auk­ist. Þá sér­stak­lega eftir komu hrað­hleðslu­stöðva frá ON víðs vegar um land­ið. Þegar fyrstu stöðv­arnar komu voru um 100 raf- og tvinn­tengi­bílar á land­inu. En núna í maí á þessu ári eru þeir orðnir tæpir 10.000 og var yfir helm­ingur nýrra bíla árið 2017 raf­bílar.

Auglýsing

Hvað er þá við að eiga? Þetta er bara bíll, nema hann gengur fyrir öðrum orku­gjafa. Ég væri að minnsta kosti mjög ánægður að heyra einu hljóði minna þegar ég er að keyra. Það er alveg nóg að heyra vind- og götu­hljóð, þá þarf ekki vél­ar­hljóðið líka að bæt­ast í hóp­inn. Það er auð­vitað margt sem getur þó spilað inn í að fólk sé ekki búið undir þessar breyt­ing­ar. Flest hús eru með bíl­skúr þar sem hægt væri að setja upp hleðslu­stöð og mörg fjöl­býl­is­hús með bíl­skýli. En svo eru mörg önnur fjöl­býl­is­hús eða íbúðir sem ekki fylgir bíl­skýli eða önnur aðstaða til að setja upp hleðslu­stöðv­ar. Ef það á að banna nýskrán­ingu bens­ín- og dísil­bíla þarf að finna lausn á þessu. Svo er kostn­að­ur. Raf­bílar eru margir hverjir örlítið dýr­ari en „venju­leg­ir“ bílar en þar á móti kemur eng­inn elds­neytis­kostn­aður sem getur hlaupið á tugum þús­unda á mán­uði og verið kom­inn upp í hund­ruðir þús­unda á ári. En fyrir fólk sem á ekki mik­inn pen­ing til að eyða í bíl er auð­velt að finna bens­ín- eða dísil­bíl á 500 þús­und krónur en ódýr­asti not­aði raf­bíl­inn sem ég fann, þegar þessi texti var skrif­að­ur, var settur á tæpa 1,4 millj­ón.

Þetta er samt breyt­ing sem fólk þarf að sætta sig við hvort sem því líkar það betur eða verr. Það ætti ekki að gera mikið mál úr því, þetta er bara bíll. Hann kemur þér á milli staða, aðal­lega inn­an­bæjar en stundum út á land.

Höf­undur er nem­andi í Mennta­skól­anum við Sund. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar