Rafbílavæðing á Íslandi

Snorri Þór Christophersson telur að rafbílavæðing sé breyting sem fólk þurfi að sætta sig við hvort sem því líki það betur eða verr. Það ætti ekki að gera mikið mál úr því, þetta sé einungis bíll.

Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hafa komið fréttir um að nýskrán­ing bíla sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti verði bönnuð árið 2030. Ég er hlynntur raf­bíla­væð­ingu á Íslandi og væri ekk­ert á móti því ef bannið tæki gildi fyrr, jafn­vel árið 2025. Þetta á að vera ein af þeim aðgerðum til að koma í veg fyrir frek­ari hlýnun jarðar og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Þegar frétt­irnar komu út voru skoð­anir fólks mis­jafn­ar, eins og við mátti búast. En sam­kvæmt lít­illi könnun sem Við­skipta­blaðið birti á síðu sinni í byrjun árs 2018 kom fram að meiri­hluti þátt­tak­enda væri and­vígur þessum aðgerðum eða um 44%, á móti 39% sem voru hlynnt þessu og 17% voru hlut­laus.

Það voru um 800 borg­ar­búar sem tóku þátt í könn­un­inni, sem er ekki stór hópur en sýnir samt hverjar skoð­anir fólks eru almennt gagn­vart bann­inu. Það eru margir sem eru mjög hlynntir þessu en einnig mjög margir sem vilja ekki horfast í augu við lofts­lags­breyt­ing­arnar eða „skilja þær ekki“. Þetta bann hefur örugg­lega komið mörgu fólki í opna skjöldu um hversu alvar­legt málið er og að það er ekki hægt að bregð­ast við á morgun heldur þarf að gera það strax, helst í gær. Ég hef sjálfur heyrt í fólki í kringum mig, þá sér­stak­lega eldra fólki, sem heldur að það sé svo lítil reynsla komin á raf­bíla og hefur sagt „hvað ef allt verður raf­magns­laust á Íslandi og ekki hægt að hlaða” eða komið með aðrar afsak­anir til að þurfa ekki að horfast í augu við vanda­mál­ið. Það hefur orðið raf­magns­laust í ein­staka hverfum í óveðrum eða ef bilun hefur orð­ið, en ég man ekki eftir að allt Ísland hafi orðið rafmagns­laust á sama tíma.

Að mínu mati er alveg næg reynsla komin á raf­magns­bíla hér á landi. Frá 2014 hefur fjöldi raf- og tvinn­tengi­bíla stór­auk­ist. Þá sér­stak­lega eftir komu hrað­hleðslu­stöðva frá ON víðs vegar um land­ið. Þegar fyrstu stöðv­arnar komu voru um 100 raf- og tvinn­tengi­bílar á land­inu. En núna í maí á þessu ári eru þeir orðnir tæpir 10.000 og var yfir helm­ingur nýrra bíla árið 2017 raf­bílar.

Auglýsing

Hvað er þá við að eiga? Þetta er bara bíll, nema hann gengur fyrir öðrum orku­gjafa. Ég væri að minnsta kosti mjög ánægður að heyra einu hljóði minna þegar ég er að keyra. Það er alveg nóg að heyra vind- og götu­hljóð, þá þarf ekki vél­ar­hljóðið líka að bæt­ast í hóp­inn. Það er auð­vitað margt sem getur þó spilað inn í að fólk sé ekki búið undir þessar breyt­ing­ar. Flest hús eru með bíl­skúr þar sem hægt væri að setja upp hleðslu­stöð og mörg fjöl­býl­is­hús með bíl­skýli. En svo eru mörg önnur fjöl­býl­is­hús eða íbúðir sem ekki fylgir bíl­skýli eða önnur aðstaða til að setja upp hleðslu­stöðv­ar. Ef það á að banna nýskrán­ingu bens­ín- og dísil­bíla þarf að finna lausn á þessu. Svo er kostn­að­ur. Raf­bílar eru margir hverjir örlítið dýr­ari en „venju­leg­ir“ bílar en þar á móti kemur eng­inn elds­neytis­kostn­aður sem getur hlaupið á tugum þús­unda á mán­uði og verið kom­inn upp í hund­ruðir þús­unda á ári. En fyrir fólk sem á ekki mik­inn pen­ing til að eyða í bíl er auð­velt að finna bens­ín- eða dísil­bíl á 500 þús­und krónur en ódýr­asti not­aði raf­bíl­inn sem ég fann, þegar þessi texti var skrif­að­ur, var settur á tæpa 1,4 millj­ón.

Þetta er samt breyt­ing sem fólk þarf að sætta sig við hvort sem því líkar það betur eða verr. Það ætti ekki að gera mikið mál úr því, þetta er bara bíll. Hann kemur þér á milli staða, aðal­lega inn­an­bæjar en stundum út á land.

Höf­undur er nem­andi í Mennta­skól­anum við Sund. 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar