Hvað gengur að Evrópu?

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, veltir því fyrir sér hvers vegna því sem gengur að Evrópu sé ekki kippt í liðinn.

Auglýsing

Haustið 2012 – fyrir tæpum sjö árum – var ég beð­inn að flytja fram­sögu­ræðu um við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins við fjár­málakrepp­unni. Ég valdi erind­inu sama heiti og þess­ari grein: Hvað gengur að Evr­ópu: og hvers vegna kippið þið því ekki í lið­inn?­Nið­ur­staðan var þá þegar – og er enn – sú sama: Ofvaxið fjár­mála­kerfi í þjón­ustu hinna ofur­ríku hefur haldið evru­svæð­inu í gísl­ingu með þeim afleið­ing­um, að meiri­hluti þjóða Evr­ópu hefur mátt þola glat­aðan ára­tug, sem ein­kenn­ist af sívax­andi ójöfn­uði, stöðn­un, skulda­söfnun og fjölda­at­vinnu­leysi. Ástandið kallar á rót­tækar lausn­ir. Um þetta fjalla ég ræki­lega í bók minni, Tæpitungu­laust, sem er vænt­an­leg á bóka­mark­að­inn í haust. Eft­ir­far­andi grein, sem byggir á erindi, sem ég flutti á fjöl­þjóð­legri ráð­stefnu um sama efni í Viln­í­us, er for­smekkur af þeirri umræðu.

Við skulum byrja á því, nú eins og fyrir sjö árum, að fara að dæmi fræði­manna og telja upp lyk­il­hug­tök umræð­unn­ar, til að skerpa á hugs­un­inni. Hér koma þau:

Eitruð lán. Gjald­þrota bank­ar. Ósjálf­bærar skuld­ir. Banka­björgun (bail-out). Rusl­flokk­un. Þjóð­ar­gjald­þrot. Sam­drátt­ar­skeið. Skatta­skjól. Mark­aðs­mis­notk­un. Inn­herj­a­við­skipti. Bók­halds­hag­ræð­ing (cr­eative account­ing). Sið­ferði­leg bjög­un. Þjóð­fé­lags­sátt­máli. Ójöfn­uð­ur. 1% vs 99“. Harm­kvælapóli­tík (austerity). Auð­ræði gegn lýð­ræði.

Auglýsing

Ekki hljómar það vel, og gleymi ég þó sjálf­sagt ein­hverju. Hvert eitt og ein­asta þess­ara orða segir meira en mörg orð um stöðu mála í Evr­ópu. Hefur þá ekk­ert breyst frá því að ég setti fram sjúk­dóms­grein­ingu mína á Baltic Ass­embly fyrir sjö árum? Sitjum við virki­lega föst í þessu fen­i?Standa leið­togar Evr­ópu virki­lega ráða­lausir frammi fyrir vand­an­um?

1. Meiri­háttar mis­tök

Bók­unum á mínu borði um Evr­u-krepp­una fer stöðugt fjölg­andi. Það er eins og ekk­ert hafi breyst. Og harm­kvælapóli­tíkin – nið­ur­skurður rík­is­út­gjalda plús vænn skammtur af einka­væð­ingu – sem átti að laga ástand­ið, hefur haft þver­öfug áhrif. Nýjasta bókin um þetta ófremd­ar­á­stand heit­ir: „Evr­an: hvernig sam­eig­in­legur gjald­mið­ill ógnar fram­tíð Evr­ópu“. Höf­und­ur­inn er nóbels­verð­laun­aður hag­fræð­ingur í fremstu röð, Jos­eph Stigl­itz. Heyrum hvað hann hefur að segja:

„Upp­taka evr­unnar fyrir 17 árum var hugsað sem fram­fara­skref í sam­runa­ferl­inu, áfangi á langri leið til að skapa sam­kennd með hinum sund­ur­leitu þjóðum Evr­ópu; til að opna landa­mæri og rækta sam­kennd með fyrrum fjend­um. Árang­ur­inn er þver­öf­ugur á við það sem lagt var upp með. Evran hefur ýtt undir árekstra, vakið upp gömul umkvört­un­ar­efni og ýtt undir van­traust sem tor­veldar lausn mála. Evru­sam­starfið – The European Monet­ary Union (EMU) – flokk­ast undir meiri­háttar mis­tök. Sam­eig­in­legi gjald­mið­ill­inn hefur ýtt undir vax­andi ójöfnuð og sundrað Evr­ópu í tvær and­stæðar fylk­ingar – lána­drottna og skuldu­nauta.“

Nið­ur­staða Stigl­itz er á þessa leið: „Fjár­mála­geir­inn hefur rakað til sín gróða sem bygg­ist fyrst og fremst á láns­trausti rík­is­stjórna, án þess að láta í té þá þjón­ustu sem bönkum var upp­haf­lega ætlað að gera. Þetta fjár­mála­kerfi er meg­in­far­vegur og und­ir­rót hrað­vax­andi ójafn­aðar í Evr­ópu og í heim­inum öll­um“ (bls 281).

2. Mislukkað hjóna­band

Rök­semd­ar­færslan er á þessa leið. Hag­kerfin hafa aðal­lega þrenns konar tæki til að laga sig að ytri áföllum eða innri ójöfn­uði: Vaxta­stig (sett af Seðla­banka), geng­is­skrán­ingu, og aðlögun rík­is­fjár­mála – það þýðir breyt­ingu á skatt­byrði eða útgjöldum rík­iss­ins til að örva eða draga úr eft­ir­spurn.­Síð­ast­talda aðferðin er sein­virk en mik­il­væg. Evru­svæðið hefur ekk­ert þess­ara tækja í lagi.

Það sem verra er: Seðla­banki Evr­ópu hefur ekki einu sinni vald til þess að vera lán­veit­andi til þrauta­vara gagn­vart aðild­ar­ríkj­um. Þetta þýðir að skuldug ríki eru hneppt í efna­hags­lega spenni­treyju, sem heldur þeim innikró­uðum í víta­hring sam­dráttar eða efna­hag­skreppu. Aðild­ar­ríkin hafa verið svipt nauð­syn­legum tækjum til að fram­fylgja hag­vaxt­ar­stefnu með fulla atvinnu að mark­miði. Þetta er ótta­lega mislukkað hjóna­band.

Í stað þess að ráð­ast að rótum vand­ans með því að gera nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum og starfs­hátt­um, hafa leið­togar Evr­ópu gert illt verra með því að þröngva harm­kvælapóli­tík – í formi nið­ur­skurðar rík­is­út­gjalda – upp á hag­kerfi sem voru fyrir í lama­sessi og á sam­drátt­ar­skeiði. Allt er þetta gert, segir Siegli­etz, í nafni „hag­fræði­kreddu sem er löngu úrelt og afskrif­uð, nefni­lega að ef þú ein­beitir þér ein­ungis að því að koma í veg fyrir halla­rekstur rík­is­ins og verð­bólgu, þá megi treysta mörk­uð­unum til að tryggja hag­vöxt“. Þeir geta það ekki. Það er marg­sannað mál og hafið yfir allan vafa.

Stað­reynd­irnar tala sínu máli: ára­tug eftir að fjár­málakreppan skall á er Evr­ópa enn á sam­drátt­ar­skeiði. Þetta er að verða glat­aður ára­tug­ur. Stað­reynd­irnar sýna að þessa úrelta hag­fræði­kredda gerir illt verra. Þvert á það sem lofað var, þá er hlut­fall skulda af þjóð­ar­fram­leiðslu mun hærra en það var fyrir kreppu. Í sumum til­vikum er skulda­byrðin aug­ljós­lega ósjálf­bær. Þjóð­ar­fram­leiðsla land­anna sem verst hafa verið leikin hefur enn ekki náð sömu stærðum og fyrir kreppu. Þetta þýðir glatað fram­leiðslu­verð­mæti sem mælist í trilljónum evra. Þar með hafa fyr­ir­heit um sam­svar­andi sköpun nýrra starfa orðið að engu. Tug­millj­ónir starfa hafa farið for­görð­um. Þetta tjón verður seint upp unn­ið. Atvinnu­leysi, sér í lagi atvinnu­leysi ungu kyn­slóð­ar­inn­ar, er inn­byggt í kerf­ið. Það sjást engin merki um bata. Þetta er for­kast­an­leg sólund á mannauði Evr­ópu. 

Á sama tíma keyrir ójöfn­uður ríkra og fátækra úr öllu hófi. Hinir ríku verða stöðugt rík­ari, en hin fátæku verða fátæk­ari. Það er þrengt að milli­stétt­inni á báðum end­um. Miðjan heldur ekki mikið leng­ur. Grund­vall­ar­reglur hins óskráða þjóð­fé­lags­sátt­mála lýð­ræð­is­legs mark­aðs­þjóð­fé­lags hafa verið brotn­ar: Hagn­að­ur­inn var einka­væddur en skuld­irnar eru þjóð­nýtt­ar. Af þessu leiðir að í póli­tík­inni eru djúpir und­ir­straumar von­brigða og van­trausts á póli­tíska for­ystu, sem virð­ist getu­laus til að fást við félags­leg og efna­hags­leg vanda­mál af þess­ari stærð­argráðu. Brexit er skóla­bók­ar­dæmi um þetta. Ef ekki verða gerðar nauð­syn­legar breyt­ingar á fjár­mála­kerf­inu, er við því að búast að Brexit geti leitt af sér Exit fyrir fleiri. Fram­tíð evru­sam­starfs­ins er að öllu óbreyttu mik­illi óvissu und­ir­orp­in.

3. Sjúkt fjár­mála­kerfi

Ofvöxtur fjár­mála­kerf­is­ins á tíma­bili nýfrjáls­hyggj­unnar er helsta und­ir­rót ójafn­að­ar­ins. Frá árinu 1980 til 2014 hefur fjár­mála­kerfið vaxið sex sinnum hraðar en raun­hag­kerf­ið. Ein helsta kenn­ing frjáls­hyggj­unnar er sú að í nafni hag­vaxtar verði að virkja for­stjóra­veldið til þess að hámarka arð hluta­fjár­eig­enda og sanna það árs­fjórð­ungs­lega á kaup­höll­inni. Rétta leiðin til þess telst vera sú að hækka laun for­stjór­anna þrjú til fjögur hund­ruð sinnum umfram laun stars­fmanna, fyrir utan aðra kaupauka og bónusa. Rík­is­valdið á svo að leggja sitt af mörkum með því að snar­lækka skatta á fjár­magnstekj­ur. Af þessu leiðir að þetta stjórn­lausa fjár­mála­kerfi er orðið að meg­in­far­vegi auðs og tekna frá raun­hag­kerf­inu til for­rétt­inda­stétta fjár­magns­eig­enda. Frá 99% til 1%. Hlutur launa í þjóð­ar­fram­leiðslu heims­ins hefur fallið sem nemur hund­ruðum millj­arða á ári, en hlutur fjár­magnstekna, sem auka­of­ur­gróða 1% - elít­unn­ar, hefur vaxið sem því svar­ar. Þetta end­ur­speglar valda­til­færslu frá verka­lýðs­hreyf­ingu og jafn­að­ar­manna­flokkum til fjár­mála­el­ít­unn­ar. Fjár­mála­el­ítan hefur víð­ast hvar sölsað undir sig póli­tíska valdið líka.

Þetta fjár­mála­kerfi þjónar ekki lengur hags­munum sam­fé­lags­ins hvorki fram­leiðslu­fyr­ir­tækja né heim­ila. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki skapa 67% nýrra starfa að jafn­aði í þró­uðum þjóð­fé­lög­um. Þau fá til sín ein­ungis brota­brot af útlánum fjár­mála­kerf­is­ins. Blind sókn fjár­magns­eig­anda eftir skamm­tíma­hagn­aði veldur því að bankar beina útlána­starf­semi sinni fyrst og fremst að verð­bréfa- og fast­eigna­braski. Þar með auka þeir nafn­virði „eigna“ sem fyrir eru – og auðga hina ríku – en þetta bitnar á öllum almenn­ingi með auk­inni tíðni á fast­eigna­bólum og fjár­málakrepp­um. 

Þetta er ástæðan fyrir því að vax­andi ójöfn­uði halda engin bönd leng­ur. Hinir ríku verða rík­ari, hinir fátæku fátæk­ari.

Það er vegna þessa sem að atvinnu­leysið er orðið inn­byggt í kerf­ið. 

Það er vegna þessa sem fátækt fer vax­andi mitt í vel­meg­un­inn­i. 

Það er vegna þessa sem sam­heldni fer þverr­andi og poli­tísk átök harðn­and­i. 

Þar sem leið­tog­arnir virð­ast ekki kunna nein sann­fær­andi ráð né lausnir, end­ur­speglar þjóð­fé­lags­um­ræðan í sívax­andi mæli von­brigði, von­leysi, reiði og van­traust. Lýð­ræðið á í vök að verj­ast fyrir auð­ræð­inu.

Þetta fjár­mála­kerfi er ger­sam­lega ósjálf­bært. Það lítur ekki lengur lýð­ræð­is­legri stjórn. Þetta er hvikult og fót­frátt fjár­magn sem fer á taugum við fyrstu merki um vand­ræði og skilur eftir sig sviðna jörð: Hrunda gjald­miðla, fallna banka og þjóð­ar­gjald­þrot; og skulda­fjöll með kröfu um að almenn­ingur borgi. Nið­ur­staðan er frelsi hinna fáu með for­rétt­ind­um, án nokk­urrar sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar.

Eftir hrunið árið 2008 hefur kerfið verið end­ur­reist að mestu eftir óbreyttri for­skrift. Und­ir­liggj­andi vanda­mál eru óleyst. Þess vegna eru margar þjóðir enn á sam­drátt­ar­skeiði og geta átt von á nýju áfalli fyr­ir­vara­lít­ið. Allur almenn­ing­ur, sem verður að taka afleið­ing­unum þegar illa fer, er við það að glata trú á stjórn­málafor­yst­una og bíður eftir rót­tækum lausn­um. 

Ef þið kunnið að halda að þessi grein­ing end­ur­spegli rót­tækar hug­myndir eða óraun­hæfa draum­óra, væri ráð að hlusta á það sem Mervyn King, fyrr­ver­andi aðal­banka­stjóri Eng­lands­banka, segir um þetta efni að feng­inni langri reynslu. Við yfir­heyrslu þing­nefndar neðri deildar Breska þings­ins sagði hann eft­ir­far­andi:

„Af öllum þeim hugs­an­legu leiðum sem við getum farið til að skipu­leggja fjár­mála­kerfi í þjón­ustu sam­fé­lags­ins, er sú sem við höfum valið the worst imagina­ble – sú versta hugs­an­lega“. 

Hann ætti að vita það.

4. Rót­tækar lausnir

Ég vona að ég hafi sagt nóg til að sann­færa ykkur um að ástandið kallar á rót­tækar lausn­ir. Mála­miðl­anir – of lítið of seint – duga ekki leng­ur. Sem betur fer getum við vísað á hverja rann­sókn­ina annarri betri með raun­særri grein­ingu og yfir­veg­uðum til­lögum um lausn­ir. Allt er það upp á kant við mark­aðstrú­boð nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Ég læt fylgja hér með fylg­is­skjal með 15 til­lögum um lausn­ir. Án rót­tækra umbóta af þessu tagi mun Evr­ópa reyn­ast ófær um að gegna jákvæðu hlut­verki í alþjóða­kerf­inu á kom­andi árum.

Það sem ein­kennir þetta tíma­bil er ris Kína, hnignun Banda­ríkj­anna, hefnd­arpóli­tík Rússa, mann­skætt stjórn­leysi í Mið­aust­ur­löndum og póli­tísk stöðnun og glæfra­leg spill­ing Araba­heims­ins. Til við­bótar er síðan hryðju­verkaógnin og krafan um mann­úð­legar lausnir á flótta­manna­vanda heims­ins.

Að lokum minni ég ykkur á vís­dóms­orð Francis páfa sem end­ur­spegla reynslu hans við að þjóna fátæku fólki í fátækra­hverfum Buenos Aires: „Skurð­goða­dýrkun gull­kálfs­ins forðum daga á sér hlið­stæðu á okkar dögum í gróða­dýrkun kaup­hall­anna og alræði fjár­mála­mark­aða, sem hirða ekk­ert um mann­legar þarf­ir. Mun­um, að pen­ingar eiga að þjóna – ekki ráða“.

Fylgi­skjal:

Til­lögur um upp­stokkun á fjár­mála­kerf­inu:

 • Eld­varn­ar­vegg­ur­inn milli venju­legra við­skipta­banka, sem þjóna sam­fé­lagi og atvinnu­lífi ann­ars veg­ar, og hins vegar „skugga­banka­kerf­is­ins“ (fjár­fest­inga- og áhættu­sjóð­ir) verði end­ur­reist­ur.
 • Lág­marks­inni­stæðu­trygg­ingar spari­fjár­eig­enda nái bara til við­skipta­banka. Áhættu­fíklar taki sjálfir afleið­ingum gerða sinna.
 • Risa­bankar verði leystir upp skv. lögum gegn ein­ok­un.
 • Þak á ofur­laun og kaupauka­fríð­indi fjár­málaf­ursta. Skatt­leggjum fríð­ind­in, ef þeir þrá­ast við.
 • Afnemum inn­byggðan hags­muna­á­rekst­ur, sem í því fel­st, að fjár­mála­stofn­anir greiða sjálfar mats­stofn­unum (rat­ing agencies) fyrir vott­un­ina. Fjár­festar greiði sjálfir fyrir þessa þjón­ustu.
 • Fjár­fest­ing­ar­banki að meiri­hluta í eigu rík­is­ins verði stofn­aður til að fjár­magna van­ræktar lang­tíma­fjár­fest­ingar í innviðum (svo sem varð­andi hreina og end­ur­nýj­an­lega orku, sam­göngur o.fl.).
 • Tökum upp Tobin-skatt­inn (skatt á fjár­magnstil­færslur yfir landa­mæri), bæði til tekju­öfl­unar og sem stjórn­tæki.
 • Stöðvum skatta­sam­keppni niður á við milli þjóð­ríkja innan EES með sam­ræm­ingu á skatt­lagn­ingu fyr­ir­tækja og fjár­magnstekna.
 • Tryggj­um, að fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki greiði skatta, þar sem tekna er afl­að. Náist það ekki fram í fjöl­þjóða­sam­starfi – leggjum þá „lág­marks­skatt“ á fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki.
 • Lokum skatta­skjól­unum – punktur og basta.
 • Seðla­banki Evr­ópu fái óskorað umboð til að vera lán­veit­andi aðild­ar­ríkja til þrauta­vara. Umboð hans nái einnig til fullrar atvinnu og hag­vaxtar – ekki bara verð­bólgu – eins og hjá Seðla­banka Banda­ríkj­anna.
 • Banka­sam­band“ (bank­ing union) nái til allra aðil­ar­ríkja ESB, þ.m.t. sam­eig­in­legar inni­stæðu­trygg­ingar til að koma í veg fyrir fjár­magns­flótta í krepp­um.
 • Gerðar verði ráð­staf­anir til að sam­ræma stefnu í pen­inga­málum og rík­is­fjár­málum innan ESB.
 • Styrkjum rík­is­fjár­mála­arm ESB með því að stofna sam­eig­in­legan auð­legð­ar- og fjár­fest­inga­sjóð fyrir banda­lagið í heild.
 • Varð­andi Ísland: Ríkið reki „sam­fé­lags­banka“. Spari­sjóðir verði end­ur­reist­ir.
 • Ríkið við­haldi þeim höftum sem þarf til að hafa stjórn á geng­is­skrán­ingu; og koma í veg fyrir vaxta- og gegn­is­mun­ar­brask.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar