Hvað gengur að Evrópu?

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, veltir því fyrir sér hvers vegna því sem gengur að Evrópu sé ekki kippt í liðinn.

Auglýsing

Haustið 2012 – fyrir tæpum sjö árum – var ég beð­inn að flytja fram­sögu­ræðu um við­brögð Evr­ópu­sam­bands­ins við fjár­málakrepp­unni. Ég valdi erind­inu sama heiti og þess­ari grein: Hvað gengur að Evr­ópu: og hvers vegna kippið þið því ekki í lið­inn?­Nið­ur­staðan var þá þegar – og er enn – sú sama: Ofvaxið fjár­mála­kerfi í þjón­ustu hinna ofur­ríku hefur haldið evru­svæð­inu í gísl­ingu með þeim afleið­ing­um, að meiri­hluti þjóða Evr­ópu hefur mátt þola glat­aðan ára­tug, sem ein­kenn­ist af sívax­andi ójöfn­uði, stöðn­un, skulda­söfnun og fjölda­at­vinnu­leysi. Ástandið kallar á rót­tækar lausn­ir. Um þetta fjalla ég ræki­lega í bók minni, Tæpitungu­laust, sem er vænt­an­leg á bóka­mark­að­inn í haust. Eft­ir­far­andi grein, sem byggir á erindi, sem ég flutti á fjöl­þjóð­legri ráð­stefnu um sama efni í Viln­í­us, er for­smekkur af þeirri umræðu.

Við skulum byrja á því, nú eins og fyrir sjö árum, að fara að dæmi fræði­manna og telja upp lyk­il­hug­tök umræð­unn­ar, til að skerpa á hugs­un­inni. Hér koma þau:

Eitruð lán. Gjald­þrota bank­ar. Ósjálf­bærar skuld­ir. Banka­björgun (bail-out). Rusl­flokk­un. Þjóð­ar­gjald­þrot. Sam­drátt­ar­skeið. Skatta­skjól. Mark­aðs­mis­notk­un. Inn­herj­a­við­skipti. Bók­halds­hag­ræð­ing (cr­eative account­ing). Sið­ferði­leg bjög­un. Þjóð­fé­lags­sátt­máli. Ójöfn­uð­ur. 1% vs 99“. Harm­kvælapóli­tík (austerity). Auð­ræði gegn lýð­ræði.

Auglýsing

Ekki hljómar það vel, og gleymi ég þó sjálf­sagt ein­hverju. Hvert eitt og ein­asta þess­ara orða segir meira en mörg orð um stöðu mála í Evr­ópu. Hefur þá ekk­ert breyst frá því að ég setti fram sjúk­dóms­grein­ingu mína á Baltic Ass­embly fyrir sjö árum? Sitjum við virki­lega föst í þessu fen­i?Standa leið­togar Evr­ópu virki­lega ráða­lausir frammi fyrir vand­an­um?

1. Meiri­háttar mis­tök

Bók­unum á mínu borði um Evr­u-krepp­una fer stöðugt fjölg­andi. Það er eins og ekk­ert hafi breyst. Og harm­kvælapóli­tíkin – nið­ur­skurður rík­is­út­gjalda plús vænn skammtur af einka­væð­ingu – sem átti að laga ástand­ið, hefur haft þver­öfug áhrif. Nýjasta bókin um þetta ófremd­ar­á­stand heit­ir: „Evr­an: hvernig sam­eig­in­legur gjald­mið­ill ógnar fram­tíð Evr­ópu“. Höf­und­ur­inn er nóbels­verð­laun­aður hag­fræð­ingur í fremstu röð, Jos­eph Stigl­itz. Heyrum hvað hann hefur að segja:

„Upp­taka evr­unnar fyrir 17 árum var hugsað sem fram­fara­skref í sam­runa­ferl­inu, áfangi á langri leið til að skapa sam­kennd með hinum sund­ur­leitu þjóðum Evr­ópu; til að opna landa­mæri og rækta sam­kennd með fyrrum fjend­um. Árang­ur­inn er þver­öf­ugur á við það sem lagt var upp með. Evran hefur ýtt undir árekstra, vakið upp gömul umkvört­un­ar­efni og ýtt undir van­traust sem tor­veldar lausn mála. Evru­sam­starfið – The European Monet­ary Union (EMU) – flokk­ast undir meiri­háttar mis­tök. Sam­eig­in­legi gjald­mið­ill­inn hefur ýtt undir vax­andi ójöfnuð og sundrað Evr­ópu í tvær and­stæðar fylk­ingar – lána­drottna og skuldu­nauta.“

Nið­ur­staða Stigl­itz er á þessa leið: „Fjár­mála­geir­inn hefur rakað til sín gróða sem bygg­ist fyrst og fremst á láns­trausti rík­is­stjórna, án þess að láta í té þá þjón­ustu sem bönkum var upp­haf­lega ætlað að gera. Þetta fjár­mála­kerfi er meg­in­far­vegur og und­ir­rót hrað­vax­andi ójafn­aðar í Evr­ópu og í heim­inum öll­um“ (bls 281).

2. Mislukkað hjóna­band

Rök­semd­ar­færslan er á þessa leið. Hag­kerfin hafa aðal­lega þrenns konar tæki til að laga sig að ytri áföllum eða innri ójöfn­uði: Vaxta­stig (sett af Seðla­banka), geng­is­skrán­ingu, og aðlögun rík­is­fjár­mála – það þýðir breyt­ingu á skatt­byrði eða útgjöldum rík­iss­ins til að örva eða draga úr eft­ir­spurn.­Síð­ast­talda aðferðin er sein­virk en mik­il­væg. Evru­svæðið hefur ekk­ert þess­ara tækja í lagi.

Það sem verra er: Seðla­banki Evr­ópu hefur ekki einu sinni vald til þess að vera lán­veit­andi til þrauta­vara gagn­vart aðild­ar­ríkj­um. Þetta þýðir að skuldug ríki eru hneppt í efna­hags­lega spenni­treyju, sem heldur þeim innikró­uðum í víta­hring sam­dráttar eða efna­hag­skreppu. Aðild­ar­ríkin hafa verið svipt nauð­syn­legum tækjum til að fram­fylgja hag­vaxt­ar­stefnu með fulla atvinnu að mark­miði. Þetta er ótta­lega mislukkað hjóna­band.

Í stað þess að ráð­ast að rótum vand­ans með því að gera nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum og starfs­hátt­um, hafa leið­togar Evr­ópu gert illt verra með því að þröngva harm­kvælapóli­tík – í formi nið­ur­skurðar rík­is­út­gjalda – upp á hag­kerfi sem voru fyrir í lama­sessi og á sam­drátt­ar­skeiði. Allt er þetta gert, segir Siegli­etz, í nafni „hag­fræði­kreddu sem er löngu úrelt og afskrif­uð, nefni­lega að ef þú ein­beitir þér ein­ungis að því að koma í veg fyrir halla­rekstur rík­is­ins og verð­bólgu, þá megi treysta mörk­uð­unum til að tryggja hag­vöxt“. Þeir geta það ekki. Það er marg­sannað mál og hafið yfir allan vafa.

Stað­reynd­irnar tala sínu máli: ára­tug eftir að fjár­málakreppan skall á er Evr­ópa enn á sam­drátt­ar­skeiði. Þetta er að verða glat­aður ára­tug­ur. Stað­reynd­irnar sýna að þessa úrelta hag­fræði­kredda gerir illt verra. Þvert á það sem lofað var, þá er hlut­fall skulda af þjóð­ar­fram­leiðslu mun hærra en það var fyrir kreppu. Í sumum til­vikum er skulda­byrðin aug­ljós­lega ósjálf­bær. Þjóð­ar­fram­leiðsla land­anna sem verst hafa verið leikin hefur enn ekki náð sömu stærðum og fyrir kreppu. Þetta þýðir glatað fram­leiðslu­verð­mæti sem mælist í trilljónum evra. Þar með hafa fyr­ir­heit um sam­svar­andi sköpun nýrra starfa orðið að engu. Tug­millj­ónir starfa hafa farið for­görð­um. Þetta tjón verður seint upp unn­ið. Atvinnu­leysi, sér í lagi atvinnu­leysi ungu kyn­slóð­ar­inn­ar, er inn­byggt í kerf­ið. Það sjást engin merki um bata. Þetta er for­kast­an­leg sólund á mannauði Evr­ópu. 

Á sama tíma keyrir ójöfn­uður ríkra og fátækra úr öllu hófi. Hinir ríku verða stöðugt rík­ari, en hin fátæku verða fátæk­ari. Það er þrengt að milli­stétt­inni á báðum end­um. Miðjan heldur ekki mikið leng­ur. Grund­vall­ar­reglur hins óskráða þjóð­fé­lags­sátt­mála lýð­ræð­is­legs mark­aðs­þjóð­fé­lags hafa verið brotn­ar: Hagn­að­ur­inn var einka­væddur en skuld­irnar eru þjóð­nýtt­ar. Af þessu leiðir að í póli­tík­inni eru djúpir und­ir­straumar von­brigða og van­trausts á póli­tíska for­ystu, sem virð­ist getu­laus til að fást við félags­leg og efna­hags­leg vanda­mál af þess­ari stærð­argráðu. Brexit er skóla­bók­ar­dæmi um þetta. Ef ekki verða gerðar nauð­syn­legar breyt­ingar á fjár­mála­kerf­inu, er við því að búast að Brexit geti leitt af sér Exit fyrir fleiri. Fram­tíð evru­sam­starfs­ins er að öllu óbreyttu mik­illi óvissu und­ir­orp­in.

3. Sjúkt fjár­mála­kerfi

Ofvöxtur fjár­mála­kerf­is­ins á tíma­bili nýfrjáls­hyggj­unnar er helsta und­ir­rót ójafn­að­ar­ins. Frá árinu 1980 til 2014 hefur fjár­mála­kerfið vaxið sex sinnum hraðar en raun­hag­kerf­ið. Ein helsta kenn­ing frjáls­hyggj­unnar er sú að í nafni hag­vaxtar verði að virkja for­stjóra­veldið til þess að hámarka arð hluta­fjár­eig­enda og sanna það árs­fjórð­ungs­lega á kaup­höll­inni. Rétta leiðin til þess telst vera sú að hækka laun for­stjór­anna þrjú til fjögur hund­ruð sinnum umfram laun stars­fmanna, fyrir utan aðra kaupauka og bónusa. Rík­is­valdið á svo að leggja sitt af mörkum með því að snar­lækka skatta á fjár­magnstekj­ur. Af þessu leiðir að þetta stjórn­lausa fjár­mála­kerfi er orðið að meg­in­far­vegi auðs og tekna frá raun­hag­kerf­inu til for­rétt­inda­stétta fjár­magns­eig­enda. Frá 99% til 1%. Hlutur launa í þjóð­ar­fram­leiðslu heims­ins hefur fallið sem nemur hund­ruðum millj­arða á ári, en hlutur fjár­magnstekna, sem auka­of­ur­gróða 1% - elít­unn­ar, hefur vaxið sem því svar­ar. Þetta end­ur­speglar valda­til­færslu frá verka­lýðs­hreyf­ingu og jafn­að­ar­manna­flokkum til fjár­mála­el­ít­unn­ar. Fjár­mála­el­ítan hefur víð­ast hvar sölsað undir sig póli­tíska valdið líka.

Þetta fjár­mála­kerfi þjónar ekki lengur hags­munum sam­fé­lags­ins hvorki fram­leiðslu­fyr­ir­tækja né heim­ila. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki skapa 67% nýrra starfa að jafn­aði í þró­uðum þjóð­fé­lög­um. Þau fá til sín ein­ungis brota­brot af útlánum fjár­mála­kerf­is­ins. Blind sókn fjár­magns­eig­anda eftir skamm­tíma­hagn­aði veldur því að bankar beina útlána­starf­semi sinni fyrst og fremst að verð­bréfa- og fast­eigna­braski. Þar með auka þeir nafn­virði „eigna“ sem fyrir eru – og auðga hina ríku – en þetta bitnar á öllum almenn­ingi með auk­inni tíðni á fast­eigna­bólum og fjár­málakrepp­um. 

Þetta er ástæðan fyrir því að vax­andi ójöfn­uði halda engin bönd leng­ur. Hinir ríku verða rík­ari, hinir fátæku fátæk­ari.

Það er vegna þessa sem að atvinnu­leysið er orðið inn­byggt í kerf­ið. 

Það er vegna þessa sem fátækt fer vax­andi mitt í vel­meg­un­inn­i. 

Það er vegna þessa sem sam­heldni fer þverr­andi og poli­tísk átök harðn­and­i. 

Þar sem leið­tog­arnir virð­ast ekki kunna nein sann­fær­andi ráð né lausnir, end­ur­speglar þjóð­fé­lags­um­ræðan í sívax­andi mæli von­brigði, von­leysi, reiði og van­traust. Lýð­ræðið á í vök að verj­ast fyrir auð­ræð­inu.

Þetta fjár­mála­kerfi er ger­sam­lega ósjálf­bært. Það lítur ekki lengur lýð­ræð­is­legri stjórn. Þetta er hvikult og fót­frátt fjár­magn sem fer á taugum við fyrstu merki um vand­ræði og skilur eftir sig sviðna jörð: Hrunda gjald­miðla, fallna banka og þjóð­ar­gjald­þrot; og skulda­fjöll með kröfu um að almenn­ingur borgi. Nið­ur­staðan er frelsi hinna fáu með for­rétt­ind­um, án nokk­urrar sam­fé­lags­legrar ábyrgð­ar.

Eftir hrunið árið 2008 hefur kerfið verið end­ur­reist að mestu eftir óbreyttri for­skrift. Und­ir­liggj­andi vanda­mál eru óleyst. Þess vegna eru margar þjóðir enn á sam­drátt­ar­skeiði og geta átt von á nýju áfalli fyr­ir­vara­lít­ið. Allur almenn­ing­ur, sem verður að taka afleið­ing­unum þegar illa fer, er við það að glata trú á stjórn­málafor­yst­una og bíður eftir rót­tækum lausn­um. 

Ef þið kunnið að halda að þessi grein­ing end­ur­spegli rót­tækar hug­myndir eða óraun­hæfa draum­óra, væri ráð að hlusta á það sem Mervyn King, fyrr­ver­andi aðal­banka­stjóri Eng­lands­banka, segir um þetta efni að feng­inni langri reynslu. Við yfir­heyrslu þing­nefndar neðri deildar Breska þings­ins sagði hann eft­ir­far­andi:

„Af öllum þeim hugs­an­legu leiðum sem við getum farið til að skipu­leggja fjár­mála­kerfi í þjón­ustu sam­fé­lags­ins, er sú sem við höfum valið the worst imagina­ble – sú versta hugs­an­lega“. 

Hann ætti að vita það.

4. Rót­tækar lausnir

Ég vona að ég hafi sagt nóg til að sann­færa ykkur um að ástandið kallar á rót­tækar lausn­ir. Mála­miðl­anir – of lítið of seint – duga ekki leng­ur. Sem betur fer getum við vísað á hverja rann­sókn­ina annarri betri með raun­særri grein­ingu og yfir­veg­uðum til­lögum um lausn­ir. Allt er það upp á kant við mark­aðstrú­boð nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Ég læt fylgja hér með fylg­is­skjal með 15 til­lögum um lausn­ir. Án rót­tækra umbóta af þessu tagi mun Evr­ópa reyn­ast ófær um að gegna jákvæðu hlut­verki í alþjóða­kerf­inu á kom­andi árum.

Það sem ein­kennir þetta tíma­bil er ris Kína, hnignun Banda­ríkj­anna, hefnd­arpóli­tík Rússa, mann­skætt stjórn­leysi í Mið­aust­ur­löndum og póli­tísk stöðnun og glæfra­leg spill­ing Araba­heims­ins. Til við­bótar er síðan hryðju­verkaógnin og krafan um mann­úð­legar lausnir á flótta­manna­vanda heims­ins.

Að lokum minni ég ykkur á vís­dóms­orð Francis páfa sem end­ur­spegla reynslu hans við að þjóna fátæku fólki í fátækra­hverfum Buenos Aires: „Skurð­goða­dýrkun gull­kálfs­ins forðum daga á sér hlið­stæðu á okkar dögum í gróða­dýrkun kaup­hall­anna og alræði fjár­mála­mark­aða, sem hirða ekk­ert um mann­legar þarf­ir. Mun­um, að pen­ingar eiga að þjóna – ekki ráða“.

Fylgi­skjal:

Til­lögur um upp­stokkun á fjár­mála­kerf­inu:

 • Eld­varn­ar­vegg­ur­inn milli venju­legra við­skipta­banka, sem þjóna sam­fé­lagi og atvinnu­lífi ann­ars veg­ar, og hins vegar „skugga­banka­kerf­is­ins“ (fjár­fest­inga- og áhættu­sjóð­ir) verði end­ur­reist­ur.
 • Lág­marks­inni­stæðu­trygg­ingar spari­fjár­eig­enda nái bara til við­skipta­banka. Áhættu­fíklar taki sjálfir afleið­ingum gerða sinna.
 • Risa­bankar verði leystir upp skv. lögum gegn ein­ok­un.
 • Þak á ofur­laun og kaupauka­fríð­indi fjár­málaf­ursta. Skatt­leggjum fríð­ind­in, ef þeir þrá­ast við.
 • Afnemum inn­byggðan hags­muna­á­rekst­ur, sem í því fel­st, að fjár­mála­stofn­anir greiða sjálfar mats­stofn­unum (rat­ing agencies) fyrir vott­un­ina. Fjár­festar greiði sjálfir fyrir þessa þjón­ustu.
 • Fjár­fest­ing­ar­banki að meiri­hluta í eigu rík­is­ins verði stofn­aður til að fjár­magna van­ræktar lang­tíma­fjár­fest­ingar í innviðum (svo sem varð­andi hreina og end­ur­nýj­an­lega orku, sam­göngur o.fl.).
 • Tökum upp Tobin-skatt­inn (skatt á fjár­magnstil­færslur yfir landa­mæri), bæði til tekju­öfl­unar og sem stjórn­tæki.
 • Stöðvum skatta­sam­keppni niður á við milli þjóð­ríkja innan EES með sam­ræm­ingu á skatt­lagn­ingu fyr­ir­tækja og fjár­magnstekna.
 • Tryggj­um, að fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki greiði skatta, þar sem tekna er afl­að. Náist það ekki fram í fjöl­þjóða­sam­starfi – leggjum þá „lág­marks­skatt“ á fjöl­þjóða­fyr­ir­tæki.
 • Lokum skatta­skjól­unum – punktur og basta.
 • Seðla­banki Evr­ópu fái óskorað umboð til að vera lán­veit­andi aðild­ar­ríkja til þrauta­vara. Umboð hans nái einnig til fullrar atvinnu og hag­vaxtar – ekki bara verð­bólgu – eins og hjá Seðla­banka Banda­ríkj­anna.
 • Banka­sam­band“ (bank­ing union) nái til allra aðil­ar­ríkja ESB, þ.m.t. sam­eig­in­legar inni­stæðu­trygg­ingar til að koma í veg fyrir fjár­magns­flótta í krepp­um.
 • Gerðar verði ráð­staf­anir til að sam­ræma stefnu í pen­inga­málum og rík­is­fjár­málum innan ESB.
 • Styrkjum rík­is­fjár­mála­arm ESB með því að stofna sam­eig­in­legan auð­legð­ar- og fjár­fest­inga­sjóð fyrir banda­lagið í heild.
 • Varð­andi Ísland: Ríkið reki „sam­fé­lags­banka“. Spari­sjóðir verði end­ur­reist­ir.
 • Ríkið við­haldi þeim höftum sem þarf til að hafa stjórn á geng­is­skrán­ingu; og koma í veg fyrir vaxta- og gegn­is­mun­ar­brask.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar