Einkennist loftslagsumræðan af siðfári?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um umræðuna um loftslagsmál.

Auglýsing

Um fátt er meira rætt þessa dag­ana en lofts­lags­málin og er það af hinu góða. Allir þurfa að vera vak­andi yfir því hvernig við göngum um plánet­una okk­ar, sem er jú ein­stök og bara til eitt stykki af (svo langt sem þekk­ing okkar nær). Um þessar mundir búa rúm­lega sjö millj­arðar manna á henni, en spár telja að allt að 11 millj­arðar verði raunin um árið 2100, eftir um einn manns­aldur eða svo.

Grænir í V-Þýska­landi upp­hafið

Segja má að saga umræð­unnar um lofts­lags og umhverf­is­mál á Vest­ur­löndum hafi byrjað fyrir alvöru með flokki umhverf­is­sinn­aðra Græn­ingja í þáver­andi Vest­ur­-Þýsklandi á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Framan af ein­kennd­ist umræðan meðal ann­ars af áhyggjum manna af kjarn­orku og notkun hennar (ennþá kalt stríð risa­veld­anna), en smám saman bland­að­ist óson­lagið inn í þetta, sem átti að koma gat á og það átti jafn­vel hverfa. Það er þó enn á sínum stað. Hin síð­ari ár hefur málið hins vegar ein­kennst af því sem kall­ast gróð­ur­húsa­á­hrif, hlýnun jarð­ar, bráðnun jökla og fleiru slíku. Sterk orð eru notuð í umræð­unni; neyð­ar­á­stand, ham­fara­hlýnun og fleira slíkt. Það er á stundum óneit­an­lega „dóms­dags­tónn“ í umræð­unni.

Margar skýrslur hafa verið gefnar út (sem valda oft tíma­bundnu fjaðrafoki og umræðu í fjöl­miðl­u­m), allskyns ráð­stefn­ur, fund­ir, mót­mæli og annað slíkt hafa farið fram. Meðal ann­ars hér á Íslandi, með skóla­verk­föllum ungs fólks und­an­far­ið. Ekki má svo gleyma öllum samn­ingum eða sátt­mál­um, þeim helstu frá Ríó-ráð­stefn­unni árið 1992, Kyoto í Japan árið 1997 og París 2016. Eng­inn þess­ara samn­ingar er full­kom­lega bind­andi fyrir þau lönd sem skrifa und­ir, þeir eru meira í ætt við lof­orð eða skuld­bind­ing­ar. Verður það að telj­ast galli, en þetta er jafn­framt erfitt viður­eign­ar, því hver ætti að hafa eft­ir­lit með fram­fylgni ákvæð­anna í þessum samn­ing­um? Enn sem komið er, er ekk­ert slíkt yfir­þjóð­legt vald til, þó að Sam­ein­uðu þjóð­irnar kom­ist senni­lega næst því. Þjóð­ríkin ráða enn mjög miklu í þessum efnum eins og sér.

Auglýsing

Umhverf­is­vit­und fólks hefur því senni­lega aldrei verið meiri en nú og við erum sífellt minnt á nauð­syn þess að hugsa um umhverfið og á því er mjög margarg hlið­ar. Það er jákvætt og af hinu góða.

Hins­vegar er áhuga­vert að velta því fyrir sér hvort umræðan um lofts­lags­málin ein­kenn­ist af því sem kall­ast ,,sið­fár“ eða það sem á ensku er kallað „moral pan­ic“?

Í mót­mælum og öðru slíku hefur til dæmis heyrst það sjón­ar­mið að ef ekk­ert sé gert í þessu, þá muni bara allt fara fjand­ans til á næstu 10-20 árum og að börn fram­tíð­ar­innar muni einmitt ekki eign­ast neitt (eða upp­lifa) það sem kall­ast fram­tíð. Þetta sé bara næstum því búið spil! Þetta heyrð­ist líka í umræð­unni um ósón-lagið á sínum tíma.

Og það örlar nokkuð á hræðslu í þessu og allri vita að það er auð­velt að stjórna okkur og ráðskast með okkur ef við erum hrædd. Hræðsla er áhrifa­ríkt verk­færi og getur hæg­lega verið mis­notað af þeim sem beita hræðslu sem slíku tæki.

Hvað er sið­fár?

En hvað er sið­fár? Í ágætri BA rit­gerð um hing­að­komu erlendra her­manna í seinna stríði (Sið­fár á Íslandi? Sam­skipti íslenskra kvenna og erlendra her­manna á her­náms­ár­unum 1940-1945) sem Una Lind Hauks­dóttir skrif­aði árið 2016 segir þetta: „Þegar sið­fár hel­tekur sam­fé­lag er hægt að tala um að ákveðið ástand, atburð­ur, ein­stak­lingar eða hópar sýni af sér ein­hvers­konar hegð­un, sem álitin er ógn við sam­fé­lags­leg gild­i.“ Í fram­hald­inu segir Una að ástandið geti orðið það alvar­legt að talið sé nauð­syn­legt að grípa til sér­tækra aðgerða til þess að koma í veg fyrir var­an­legan skaða (sem var gert í til­felli ákveð­ins fjölda stúlkna á þessum tíma sem t.d. voru sendar úr borg­inni og upp í sveit, Borg­ar­fjörð, vegna ástands­ins á árunum 1942-3).

E-pillan olli hræðslu

Annar fræði­maður sem fjallað hefur um sið­fár á Íslandi er Dr. Helgi Gunn­laugs­son, afbrota­fræð­ing­ur, en í nýj­ustu bók sinni „Af­brot og íslenskt sam­fé­lag“ (Há­skóla­út­gáfan, 2018) fjallar Helgi um til­komu e-pill­unnar (eit­ur­lyf) á Íslandi í kringum 1990. Helgi segir að hing­að­koma e-töfl­unnar hafi valdið mik­illi hræðslu í sam­fé­lag­inu og fjöl­miðlar hafi fjallað mikið um þetta. Kröfur hafi komið fram um rót­tækar aðgerðir og það strax! Við þessu var meðal ann­ars brugð­ist með auknu fjár­magni til lög­regl­unn­ar, segir Helgi í bók sinni.

Í sam­bandi við sið­fár er einnig talað um þjóð­ar­skelfa („folk devils“) en í þessum tveimur til­fellum eru það þá í fyrsta lagi erlendu her­menn­irnir sem komu hingað til lands og ollu t.d. „ástand­inu“ og í öðru lagi þeir sem fluttu hingað inn og seldu e-töflur (oft kall­aðir „sölu­menn dauð­ans).

Rann­sóknir hafa sýnt að inn í umræð­una um sið­fár bland­ast oft fjórir hópar í sam­fé­lag­inu; fjöl­miðl­ar, þrýsti­hópar, almenn­ingur og aðilar innan stjórn­kerf­is­ins. Í sam­bandi við lofts­lags­málin má segja að fjöl­miðlar séu í lyki­hlut­verki í umræð­unni, en hún vekur upp til­finn­ingar hjá almenn­ingi, hún vekur einnig til lífs og heldur lífi í þrýsti­hópum (að­gerð­ar­hóp­um) og síðan má segja að þetta „leki“ síðan allt inn í stjórn­kerfið í formi póli­tískrar umræðu, stefnu­mörk­unar á sviði lofts­laga­mála og fleira slíkt.

Dæmi um umfjöllun fjöl­miðla eru til dæmis þætt­irnir „Hvað höfum við gert?” á RÚV, en óneit­an­lega gefur tit­ill­inni til kynna að eitt­hvað veru­lega slæmt hafi átt sér stað. Alls voru 10 þættir sýndir og vöktu þeir athygli.

Eru flug­far­þegar nútím­ans þjóð­ar­skelfarn­ir?

En hverjir eru þá „þjóð­ar­skelfarn­ir“ í þessu dæmi? Eru það þeir sem keyra um á bif­reiðum knúnum jarð­efna­elds­neyti og eða þeir sem fljúga á milli staða í flug­vél­um? Nú hefur orðið til orðið nýtt orð; ,,flug­visku­bit“ en það vísar til eins­hvers­konar sam­visku­bits flug­far­þega, sem eru þá vænt­an­lega að ,,menga jörð­ina“ og stuðla að hlýnun jarðar með því að fljúga á milli staða. Sumir ræða jafn­vel um að á næstu árum muni flug­ferðum fólks fækka. Verða fleiri hópar þjóð­ar­skelfar í fram­tíð­inni?

Annað ein­kenni á sið­fári er einnig talið vera að það hjaðn­ar, þ.e.a.s fyr­ir­bærið kemst á flug­(!), umræða verður mik­il, allskyns sér­fræð­ingar eru kvaddir til, almenn­ingur verð­ur­/er ótta­sleg­inn, en svo dofnar þetta kannski og eitt­hvað annað tekur við. Ger­ist það með lofts­lags­mál­in? Það verður kannski að telj­ast hæp­ið, því greini­legt er að þetta er mála­flokkur sem er senni­lega kom­inn var­an­lega á dag­skrá mjög víða.

Nú er ég ekki með þessum orðum mínum á neinn hátt að draga úr eða gera lítið úr umræð­unni um lofts­lags­mál, heldur fyrst og fremst að velta því fyrir mér hvort umræðan geti ein­kennst af því sem kallað er sið­fár. En mögu­lega er ég líka að velta því fyrir mér hvort hér sé að verða til (eða hafi orðið til) ótti og hræðsla, sem kannski er ekki alveg ástæða til. Um það má deila. Það að hræða fólk að óþörfu og skapa ótta um fram­tíð­ina, til þess kannski að hvetja fólk til aðgerða (hræða), er það hin rétta aðferða­fræði? Væri ekki upp­lýs­ing og fræðsla betur til verks­ins fallin (þar sem margt hefur vissu­lega verið gert)? Þá komum við að hlut­verki skóla­kerfa í þessi sam­hengi, sem að mínu mati er mjög mik­il­vægt.

Ég tel hins vegar nauð­syn­legt að stíga var­lega til jarðar í sam­bandi við lofts­lags­málin (eins og í svo mörgu öðru) og að fjöl­miðlar og skoð­ana­mynd­andi aðilar í sam­fé­lag­inu keyri ekki málið út í öfgar og jafn­vel hræði ekki fólka að óþörfu, sér­stak­lega börn. Því öfgar á þessu sviði, eins og öðrum svið­um, eru yfir­leitt ekki til góðs.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar