Betra fólkið

Guðmundur Andri Thorsson segir að reglulega komi nýir sérleiðahafar á vinstri kantinum og segjast vera „betri“ og „réttari“ jafnaðarmenn en aðrir. Hann veltir því fyrir sér hvort þá mætti kannski kalla „Betra fólkið“.

Auglýsing

Fólk spyr: Af hverju eruð þið í Sam­fylk­ing­unni ekki meira eins og dönsku krat­arnir og fáið 30 pró­senta fylgi, til dæmis með því að taka upp harð­ari stefnu gegn inn­flytj­end­um?

Því er til að svara að sú stefna er ómann­úð­leg og fer í bága við grund­vall­ar­lífs­sýn sós­í­alde­mókrat­ism­ans; og raunar umdeild­an­legt hversu mikið krat­arnir græddu á þessum sinna­skipt­um; þeir fengu vissu­lega atkvæði frá Þjóð­ar­flokknum danska en misstu jafn mikið til flokka með mann­úð­legri stefnu, SF og Radikale ven­stre (sem sam­kvæmt dönskum póli­tískum nafna­hefðum eru hvorki rót­tækir né vinstri sinn­aðir heldur mark­aðs­sinn­aðir og frjáls­lyndir úrbanistar).

En fleira kemur til.

Auglýsing

Eins og ann­ars staðar á Norð­ur­löndum eru krat­arnir kjöl­festan í dönskum stjórn­mál­um, stærsti flokk­ur­inn, líkt og Sjall­arnir hér, sá flokkur sem meira hefur mótað sam­fé­lagið en aðrir flokkar – þar voru tengsl flokks og verka­lýðs­hreyf­ingar ekki rofin snemma eins og hér á landi og þar hafði því flokk­ur­inn tvö­falt afl til að móta sam­fé­lagið til jafn­að­ar. Hér á landi náðu stétta­stjórn­mál aldrei alveg að leysa af hólmi sjálf­stæð­is­stjórn­mál­in; hreyf­ing komm­ún­ista og seinna sov­ét­hollra vinstri sós­í­alista varð hér sterk­ari en ann­ars staðar á Norð­ur­löndum vegna úbreiddrar óánægju með aðild að Nató og veru banda­ríska hers­ins hér á landi. Ágrein­ingur um stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna mót­aði miklu meira vinstri hreyf­ing­una hér á landi en ann­ars stað­ar.

Á meðan mót­uðu Sjálf­stæð­is­menn sam­fé­lag­ið.

Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar til að búa til stóran flokk um lífs­við­horf og hug­sjónir jafn­að­ar­stefn­unn­ar, þar sem saman kemur fólk úr alls konar ólíkum áttum og fylkir sér saman um jöfn­uð, umhverf­is­vernd, kven­frelsi og rétt­læti. Þetta tókst með Sam­fylk­ing­unni sem á sér rætur í fjór­flokknum sem þá var á vinstri kant­in­um: A-flokk­unum tveim­ur, Kvenna­list­anum og Þjóð­vaka, sem þá var hinn hefð­bund­inn flokkur krata sem hvergi fundu sig. Þetta er auð­vitað ótta­legt strögl á köflum því að það vilja ekk­ert allir vera með alltaf; því veldur rót­gróin klofn­ings­hefð. Og svo hitt: Reglu­lega koma nýir sér­leiða­hafar á vinstri kant­inum og segj­ast vera „betri“ og „rétt­ari“ jafn­að­ar­menn en við hin.

Mætti kannski kalla þá „Betra fólk­ið“.

Hitt vitum við. Þegar Sam­fylk­ingin er sterk aukast líkur á vinstri stjórn – þegar hún veik­ist getur allt ger­st, eins og dæmin sanna, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum völd­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar