Betra fólkið

Guðmundur Andri Thorsson segir að reglulega komi nýir sérleiðahafar á vinstri kantinum og segjast vera „betri“ og „réttari“ jafnaðarmenn en aðrir. Hann veltir því fyrir sér hvort þá mætti kannski kalla „Betra fólkið“.

Auglýsing

Fólk spyr: Af hverju eruð þið í Sam­fylk­ing­unni ekki meira eins og dönsku krat­arnir og fáið 30 pró­senta fylgi, til dæmis með því að taka upp harð­ari stefnu gegn inn­flytj­end­um?

Því er til að svara að sú stefna er ómann­úð­leg og fer í bága við grund­vall­ar­lífs­sýn sós­í­alde­mókrat­ism­ans; og raunar umdeild­an­legt hversu mikið krat­arnir græddu á þessum sinna­skipt­um; þeir fengu vissu­lega atkvæði frá Þjóð­ar­flokknum danska en misstu jafn mikið til flokka með mann­úð­legri stefnu, SF og Radikale ven­stre (sem sam­kvæmt dönskum póli­tískum nafna­hefðum eru hvorki rót­tækir né vinstri sinn­aðir heldur mark­aðs­sinn­aðir og frjáls­lyndir úrbanistar).

En fleira kemur til.

Auglýsing

Eins og ann­ars staðar á Norð­ur­löndum eru krat­arnir kjöl­festan í dönskum stjórn­mál­um, stærsti flokk­ur­inn, líkt og Sjall­arnir hér, sá flokkur sem meira hefur mótað sam­fé­lagið en aðrir flokkar – þar voru tengsl flokks og verka­lýðs­hreyf­ingar ekki rofin snemma eins og hér á landi og þar hafði því flokk­ur­inn tvö­falt afl til að móta sam­fé­lagið til jafn­að­ar. Hér á landi náðu stétta­stjórn­mál aldrei alveg að leysa af hólmi sjálf­stæð­is­stjórn­mál­in; hreyf­ing komm­ún­ista og seinna sov­ét­hollra vinstri sós­í­alista varð hér sterk­ari en ann­ars staðar á Norð­ur­löndum vegna úbreiddrar óánægju með aðild að Nató og veru banda­ríska hers­ins hér á landi. Ágrein­ingur um stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna mót­aði miklu meira vinstri hreyf­ing­una hér á landi en ann­ars stað­ar.

Á meðan mót­uðu Sjálf­stæð­is­menn sam­fé­lag­ið.

Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar til að búa til stóran flokk um lífs­við­horf og hug­sjónir jafn­að­ar­stefn­unn­ar, þar sem saman kemur fólk úr alls konar ólíkum áttum og fylkir sér saman um jöfn­uð, umhverf­is­vernd, kven­frelsi og rétt­læti. Þetta tókst með Sam­fylk­ing­unni sem á sér rætur í fjór­flokknum sem þá var á vinstri kant­in­um: A-flokk­unum tveim­ur, Kvenna­list­anum og Þjóð­vaka, sem þá var hinn hefð­bund­inn flokkur krata sem hvergi fundu sig. Þetta er auð­vitað ótta­legt strögl á köflum því að það vilja ekk­ert allir vera með alltaf; því veldur rót­gróin klofn­ings­hefð. Og svo hitt: Reglu­lega koma nýir sér­leiða­hafar á vinstri kant­inum og segj­ast vera „betri“ og „rétt­ari“ jafn­að­ar­menn en við hin.

Mætti kannski kalla þá „Betra fólk­ið“.

Hitt vitum við. Þegar Sam­fylk­ingin er sterk aukast líkur á vinstri stjórn – þegar hún veik­ist getur allt ger­st, eins og dæmin sanna, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum völd­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar