Betra fólkið

Guðmundur Andri Thorsson segir að reglulega komi nýir sérleiðahafar á vinstri kantinum og segjast vera „betri“ og „réttari“ jafnaðarmenn en aðrir. Hann veltir því fyrir sér hvort þá mætti kannski kalla „Betra fólkið“.

Auglýsing

Fólk spyr: Af hverju eruð þið í Sam­fylk­ing­unni ekki meira eins og dönsku krat­arnir og fáið 30 pró­senta fylgi, til dæmis með því að taka upp harð­ari stefnu gegn inn­flytj­end­um?

Því er til að svara að sú stefna er ómann­úð­leg og fer í bága við grund­vall­ar­lífs­sýn sós­í­alde­mókrat­ism­ans; og raunar umdeild­an­legt hversu mikið krat­arnir græddu á þessum sinna­skipt­um; þeir fengu vissu­lega atkvæði frá Þjóð­ar­flokknum danska en misstu jafn mikið til flokka með mann­úð­legri stefnu, SF og Radikale ven­stre (sem sam­kvæmt dönskum póli­tískum nafna­hefðum eru hvorki rót­tækir né vinstri sinn­aðir heldur mark­aðs­sinn­aðir og frjáls­lyndir úrbanistar).

En fleira kemur til.

Auglýsing

Eins og ann­ars staðar á Norð­ur­löndum eru krat­arnir kjöl­festan í dönskum stjórn­mál­um, stærsti flokk­ur­inn, líkt og Sjall­arnir hér, sá flokkur sem meira hefur mótað sam­fé­lagið en aðrir flokkar – þar voru tengsl flokks og verka­lýðs­hreyf­ingar ekki rofin snemma eins og hér á landi og þar hafði því flokk­ur­inn tvö­falt afl til að móta sam­fé­lagið til jafn­að­ar. Hér á landi náðu stétta­stjórn­mál aldrei alveg að leysa af hólmi sjálf­stæð­is­stjórn­mál­in; hreyf­ing komm­ún­ista og seinna sov­ét­hollra vinstri sós­í­alista varð hér sterk­ari en ann­ars staðar á Norð­ur­löndum vegna úbreiddrar óánægju með aðild að Nató og veru banda­ríska hers­ins hér á landi. Ágrein­ingur um stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna mót­aði miklu meira vinstri hreyf­ing­una hér á landi en ann­ars stað­ar.

Á meðan mót­uðu Sjálf­stæð­is­menn sam­fé­lag­ið.

Nokkrar til­raunir hafa verið gerðar til að búa til stóran flokk um lífs­við­horf og hug­sjónir jafn­að­ar­stefn­unn­ar, þar sem saman kemur fólk úr alls konar ólíkum áttum og fylkir sér saman um jöfn­uð, umhverf­is­vernd, kven­frelsi og rétt­læti. Þetta tókst með Sam­fylk­ing­unni sem á sér rætur í fjór­flokknum sem þá var á vinstri kant­in­um: A-flokk­unum tveim­ur, Kvenna­list­anum og Þjóð­vaka, sem þá var hinn hefð­bund­inn flokkur krata sem hvergi fundu sig. Þetta er auð­vitað ótta­legt strögl á köflum því að það vilja ekk­ert allir vera með alltaf; því veldur rót­gróin klofn­ings­hefð. Og svo hitt: Reglu­lega koma nýir sér­leiða­hafar á vinstri kant­inum og segj­ast vera „betri“ og „rétt­ari“ jafn­að­ar­menn en við hin.

Mætti kannski kalla þá „Betra fólk­ið“.

Hitt vitum við. Þegar Sam­fylk­ingin er sterk aukast líkur á vinstri stjórn – þegar hún veik­ist getur allt ger­st, eins og dæmin sanna, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínum völd­um.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar