Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir

Óvægin sérhagsmunagæsla þeirra sem með valdið fara.

Auglýsing

Núna á næstu dögum verður mak­ríll færður í kvóta með sér­lögum á Alþingi. Því er und­ir­rit­aður ekki mót­fall­inn heldur hvernig það er gert. Málið er allt með ólík­indum en for­saga máls­ins er, að þegar mak­ríll byrj­aði að veið­ast í lög­sög­unni þá fór stór hluti afla íslensku upp­sjáv­ar­skip­anna í bræðslu enda mikið afla­reynslu­kapp­hlaup milli útgerð­anna. Afla­reynsla skipa í tonnum skiptir öllu máli þegar að kvóta­setn­ingu kem­ur. Þessi sóun varð Íslandi álits­hnekkir sem ábyrgri fiski­þjóð. Í leið­ara MBL frá 19. júní 2009 er ekki verið að skafa utan af því og segir að „mokveiðar á hor­uðum og smáum mak­ríl bera vitni um van­virð­ingu við auð­lind­ir“ og seinna segir í áður­nefndum leið­ara að „við höfum ekki efni á því að moka verð­mætum afla í bræðslu, eins og óhjá­kvæmi­lega ger­ist þegar allt kapp er lagt á að sýna fram á afla­reynslu“. Úr því að Mogg­inn tal­aði svona geta menn ímyndað sér hvernig norska, írska og skoska pressan tromp­að­ist yfir því að góm­sæti og dýr­mæti mak­ríll­inn „þeirra“ væri veiddur í bræðslu á Íslandi.

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­arnir Einar Kr. og Stein­grímur Sig­fús­son klikk­uðu báðir nokkuð alvar­lega í þessu máli með því að taka þetta risa­stóra mál ekki inn á borð Alþing­is. Slíkt hefði átt að gera árin 2008 / 2009. Þar var for­dæmi frá síld­inni en Alþingi kom margoft að mál­efnum síld­ar­innar þegar hún fór að ganga aft­ur. Ekk­ert var gert og úthafsveiði­lög­unum var leyft að malla með frjálsri sókn í mak­ríl undir heild­ar­afla­marki. Orð­spor Íslands versn­aði þar sem ekki var gripið inn í at­burð­ar­rás­ina og eðli­lega gerði hver útgerð það sem lík­leg­ast var til að skila árangri.

Auglýsing
Jón Bjarna­son fær síðan þann súra kaleik að koma skikk á hlut­ina og bregður á það ráð að koma fleiri skipa­hópum á veiðar þar sem þáver­andi upp­sjáv­ar­floti hafði tak­mark­aða frysti­getu og aukn­ing var á heild­ar­kvóta í mak­ríl. Jón setti auk þess við­mið um mann­eld­is­vinnslu og festi niður afla­reynslu á upp­sjáv­ar­skip­in. Og hér klikkar einn sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann enn þar sem ekki var nægj­an­legt að fram­kvæma þessar breyt­ingar í reglu­gerð heldur hefði þurft laga­setn­ingu til að aftengja úthafsveiði­lög­in. Jón er dæmdur lög­brjótur árið 2018 fyrir að verð­launa ekki umgengn­ina strax árið 2010 og þá í síð­asta lagi árið 2011 þar sem hann lætur ekki upp­sjáv­ar­skipin fá nán­ast allan kvót­ann sam­kvæmt úthafsveiði­lög­un­um. Í hans boði koma inn í veið­arnar þrír skil­greindir skipa­hópar; frysti­tog­ara­hóp­ur, ísfiskara­hópur og línu­skip. Fyrst­nefndu tveir skipa­hóp­arnir þurftu ekki að veiða í sam­keppni inn­byrðis í ólýmpískri veiði heldur var búinn til pottur í þeim hópum að hætti vinstri grænna og svo deilt með fjölda skipa.

Stein­grímur Sig­fús­son, sem orðin var „alls­herj­ar­ráð­herra“ og tók við af Jóni, lok­aði aðgangi að frysti­tog­ara­hópnum eftir ein­ungis eitt ár á veið­um, en leyfði skip­unum stöðugt að fjölga í ísfisk­tog­ara­hópnum og minnk­aði hlut­deild hvers skips þar ár frá ári. Það er ótrú­legt að útgerðir ísfisk­tog­ara á Grund­ar­firði eða ann­ars­staðar hafi ekki látið reyna á þá grófu mis­munun fyrir dóms­stólum sem gerð var á hlut­skipti þess­ara tveggja skipa­hópa. Kannski er ástæða þess að flestir ísfiskar­arnir eru í dag í eigu stór­út­gerð­ar­inn­ar.

Línu­skipin voru hins­vegar öll árin í ólýmpískri veiði eins og upp­sjáv­ar­skipin voru nokkrum árum fyrr. Það er jú nán­ast skil­grein­ing á afla­reynslu og afla­reynslu­kapp­hlaupi, að það sé brjáluð sam­keppni milli skipa í frjálsri sókn - sá dug­leg­asti fái mesta kvót­ann. Þetta rímar illa við tog­ara­hópana tvo sem fengu alla tíð sinn árlega „skammt“ sem hvert skip mátti veiða. Spyrja mætti fyrir dóm­stólum hvort það telj­ist afla­reynsla í skiln­ingi úthafsveiði­lag­anna. Ef þetta fyr­ir­komu­lag hefði verið almennt við lýði, þá hefðu öll skip frá árinu 1984 fengið sömu kvóta­út­hlutun þar sem allir hefðu sömu afla­reynslu. Það blasir við að slíkt stenst ekki skoð­un.

Næst ger­ist það að hver skipa­hóp­ur­inn eftir annan er „kvóta­sett­ur“ sam­kvæmt sinni afla­reynslu. Þá fóru flestir að anda léttar og reyna að hámarka arð­semi veið­anna. Sumir leigðu frá sér heim­ild­irnar og leigðu til sín aðr­ar. En seinna kom í ljós að þessi „kvóta­setn­ing“ áranna 2014 og 2015 var ekki nema að form­inu til þar sem reynt var að end­ur­spegla raun­veru­lega kvóta­setn­ingu í reglu­gerð árlega. Þetta skildu auð­vitað fáir og töldu að kvóta­setn­ing væri þegar komin til fram­kvæmda sam­kvæmt afla­reynslu hvers skips. Í ljósi hæsta­rétt­ar­dóma um nauð­syn­legan almennan skiln­ing fyr­ir­tækja á umhverfi sínu, til dæmis þegar erlendu lánin voru dæmd ólög­leg hjá minni fyr­ir­tækj­um, þá má full­yrða að það umhverfi var mjög ein­falt miðað við lagaum­hverfi mak­ríl­veiði­skipa árum sam­an. Það var kvóta­sett, en svo kom í ljós að það var bara í plati.

Nýr sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Sig­urður Ingi, var fyrsti ráð­herr­ann sem reyndi að koma þessu máli fyrir þingið árið 2015 og full­gilda þá kvóta­setn­ingu sem orðin var. Mikil umræða spannst um málið meðal þjóð­ar­innar og tug­þús­undir skrif­uðu sig á mót­mæla­lista. Sig­urður Ingi aft­ur­kall­aði frum­varp­ið. Þetta mak­ríl­mál vildi ekki í gegnum þing­ið.

Nú er komið í ljós að einn af hæsta­rétt­ar­dóm­urum í mak­ríl­mál­inu, Árni Kol­beins­son, á erfitt með að meta hæfi sitt til dóm­ara­starfa sam­kvæmt nýföllnum dómi Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í öðru máli. Nú er spurt hvort efast megi um hæfi hans í þessu máli, en sonur hans var fram­kvæmda­stjóri LÍÚ og hafði ríka aðkomu að kröfu­gerðum á hendur rík­inu í tengslum við mak­ríl­hags­muni aðila innan LÍÚ, en tveir þeirra höfð­uðu síðan dóms­málið á hendur rík­inu sem faðir hans dæmdi í. Þessu til­við­bótar var fyrr­nefndur hæsta­rétt­ar­dóm­ari ráðu­neyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu árin 1985 til 1998 og hefur auð­vitað sem slík­ur haft ríka aðkomu að gerð úthafsveiði­lag­anna frá árinu 1996 sem dóm­ur­inn snýst allur um.

Gunnar Bragi, Þor­gerður Katrín og Krist­ján Þór úthluta kvóta ár eftir ár á þeim grund­velli sem Jón Bjarna­son bjó til. Ekk­ert þeirra reynir að afla þessum úthlut­unum frek­ari laga­stoðar þó svo að fyrir lægi álit umboðs­manns Alþingis um hugs­an­legt ólög­mæti. Ljóst er að eng­inn sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra að Sig­urði Inga und­an­skildum virð­ist hafa sett sig niður í sögu og grund­völl veið­anna.

En snúum okkur þá að línu­skip­un­um, en und­ir­rit­aður hefur starfað þar sem skip­stjóri og útgerð­ar­maður árum sam­an. Þessi flokkur er stærstur í fjölda útgerða en þar hafa verið yfir 100 skip á veið­um. Sig­urður Ingi úthlut­aði þessum skipa­flokki kvóta sam­kvæmt afla­reynslu hvers skips ásamt frum­kvöðla­á­lagi til þeirra skipa sem hófu veiðar fyrir árið 2013, en slíkt er heim­illt sam­kvæmt úthafsveiði­lög­un­um. En Sig­urður mis­mun­aði þessum skipa­flokki gróf­lega í reglu­gerð árið 2015 sem síðan hélt áfram á sjálfs­stýr­ingu eins og flest annað í þessum mak­ríl­mál­um. Hann lok­aði afla­heim­ildir línu­skip­anna af þannig að þau gátu ein­ungis skipst á afla­heim­ildum sín á milli. Seinna var settur á félags­legur pottur með mjög ríf­legum afla­heim­ildum upp á 2000 tonn þar sem nýir aðilar sem ekki höfðu afla­reynslu gátu leigt kvóta af rík­inu og farið á línu­veið­ar. Allir hinir skipa­flokk­arnir þrír, stór­út­gerðin sjálf - mátti hins­vegar skipta á afla­heim­ildum milli skipa­flokka og mynd­að­ist mark­aðs­verð upp á 40-50 krónur fyrir kílóið af óveiddum mak­ríl. Hjá línu­flokknum var hins­vegar ekki sömu sögu að segja, enda ljóst að ef mak­ríll gekk ekki á grunn­slóð þá var dræm veiði hjá öll­um. Ef ekki veidd­ist þá brann kvóti línu­skip­anna upp og var færður til hinna flokk­anna árið eftir á silf­ur­fati – frítt. Á vakt núver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hafa brunnið upp hjá línu­flokknum sam­tals um 5000 tonn af mak­ríl árin 2017 og 2018. Þessi línu­skip, sem réðu yfir 4-5% af heild­ar­kvóta mak­ríls á Íslands­mið­um, gátu ekki leigt til ann­arra skipa­flokka og ekki nóg með það heldur þurftu þau sam­hliða að  standa í sam­keppni við leigu­miðlun rík­is­ins á félags­legum heim­ild­um, sem ráðu­neytið stundar í gríð og erg.

Auglýsing
Verst er að núver­andi ráð­herra hefur engan áhuga á þessum skipa­flokki og skrif­aði aldrei undir reglu­gerð um að bjarga þessum afla­heim­ildum sem brunnu inni árin 2017 og 2018. Hags­muna­fé­lag þess­ara skipa, Félag mak­ríl­veiði­manna (FM) hefur þegar und­ir­búið stefnu á hendur ráð­herr­anum fyrir þessa mis­munun og því tjóni sem það olli árin 2017 og 2018. Í lög­fræði­á­liti frá Lands­lögum dag­sett 16/4 2019, um þetta mál­efni seg­ir, að „lög­gjaf­inn hafi val um það hvaða leiðir séu farnar við stjórn fisk­veiða svo lengi sem sú aðferð er lög­gjaf­inn not­ast við sé mál­efna­leg og útgerðum sé ekki mis­munað í and­stöðu við grunn­reglu stjórn­ar­skrár­innar um jafn­ræð­i“. Kemur fram sú skoðun Lands­laga, að skip með afla­reynslu, sem fá úthlutað sam­kvæmt afla­reynslu­á­kvæði úthafsveiði­lag­anna, geti ekki verið dregin í dilka og fengið mis­rétt­háar afla­heim­ild­ir.

En vendum þá kvæði okkar í kross. Dóm­ur­inn er fall­inn. Lilja Raf­ney er for­maður Atvinnu­vega­nefnd­ar. Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur sent til nefnd­ar­innar frum­varp sem er mjög ósann­gjarnt en ein­falt. Það er ósann­gjarnt þar sem brugðið er út af grunn­hugsun lag­anna um úthafsveiðar varð­andi það við­mið­un­ar­tíma­bil veið­anna sem leggja skal til grund­vallar þess kvóta sem hvert skip fær. Í frum­varpi Krist­jáns Þórs er afla­reynslan miðuð við 10 bestu ár skip­anna af síð­ustu 11 árum. Úthafsveiði­lögin kveða hins­vegar á um 3 bestu árin af síð­ustu 6 árum. Ekki er ólík­legt að ein­hver muni láta á það reyna hvort ólög­leg mis­munun felist í val­inu á einmitt þessum ára­fjölda. Það er ljóst öllum sem til þekkja að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra ber hags­muni upp­sjáv­ar­skip­anna mjög fyrir brjósti, þar slær hjarta þessa ráð­herra – enda stjórn­ar­for­maður Sam­herja um langt ára­bil.

Hæsti­réttur segir að veiði­stjórn Jóns Bjarna­sonar hafi ekki verið tækni­lega rétt þar sem setja hefði þurft lög til að stjórn veið­anna stæð­ist dóm sem hefði aftengt úthafsveiði­lögin eins og fyrr seg­ir. Allar rík­i­s­tjórnir í nærri ára­tug hafa haldið sig við núver­andi stjórn veiða og fyrir því eru ótal góðar ástæð­ur. En nú með með­byr dóms­ins reynir ráð­herra að snúa vilja allra þess­ara ráð­herra og rík­i­s­tjórna í þágu stærstu útgerð­anna. Hann ætlar með vali sínu á við­mið­un­ar­tíma­bil­inu að færa kvóta frá hinum flokk­unum þremur til upp­sjáv­ar­skip­anna. Þannig er talan 10 ár af 11 árum fundin sem leið til að mis­muna milli skipa – færa heim­ild­irnar til þeirra stóru. Ella hefði þá verið valið 6 ár af síð­ustu 11 árum í anda lag­anna. Þetta val ráð­herr­ans er mjög sér­tækt. Afleið­ing­arnar eru gíf­ur­legar fyrir tugi línu­skipa sem munu skerð­ast að með­al­tali um 45% árið 2019 miðað við árið á undan ef þessi óskapn­aður verður að lög­um. Þessi leik­ur, að mis­muna milli útgerða í sömu stöðu með því að máta allan mögu­legan ára­fjölda, sem í frum­varpið geta far­ið, og velja svo þær tölur sem koma rétt út fyrir rétta aðila, gætu gert þjóð­ina skaða­bóta­skylda – aft­ur.

Rök­in, sem eru færð fyrir því að færa rík­ustu útgerðum Norð­ur­landa mak­ríl­kvóta sem tek­inn er af minnstu útgerðum lands­ins, fara ekki hátt, en því er hvíslað að með þessu ráðslagi séu minni líkur á því að upp­sjáv­ar­út­gerð­irnar fari í skaða­bóta­mál á hendur rík­inu, fái þær meiri kvóta frá og með árinu 2019.

Allt er þetta tóm þvæla. Auð­vitað fara útgerð­irnar í skaða­bóta­mál sama hverju lofað er á göngum Alþing­is, í ein­hverjum póli­tískum skipti­mynt­um. Ég er viss um að stór­út­gerðin reynir að sækja sínar bætur því þeim dugar ekki að eiga grænu baun­irn­ar, Mogg­ann, mjólk­ur­kex­ið, olíu­fé­lög­in, Eim­skip og trygg­inga­fé­lög­in.

Ljóst er að Alþingi getur sett lög um þessi mál og úthlutað Vest­manna­eyja­ferj­unni Herj­ólfi öllum mak­ríl­kvót­anum árið 2019 ef svo ber und­ir. Það hefur engin áhrif á umfang skaða­bóta­kröfu upp­sjáv­ar­út­gerð­anna fyrir tíma­bilið 2011 til og með árs­ins 2018 fram að þeim tíma sem dóm­ur­inn féll. Hins­vegar verður Alþingi að setja lög um úthlut­un­ina til að stöðva klukku skaða­bótakrafn­anna. Þessi skrípa­leikur stýri­manns Sam­herja virð­ist virka. Engin umræða er um málið – hvergi. Engir und­ir­skrifta­list­ar. Mogg­inn þeg­ir, enda er stærsti eig­andi blaðs­ins einn stærsti hags­muna­að­il­inn og var annar tveggja til að höfða mál­ið. Sumir segja að ein­hverjir nefnd­ar­menn hafi verið plat­að­ir, fram­sókn­ar­flokk­ur­inn situr þá í súp­unni og finnst hún vond. Þing­menn virð­ast þrótt­litlir, þreyttir og vilja kom­ast í frí. Eftir höfð­inu dansa lim­irn­ir.

Þá er komið að þætti Lilju for­manns atvinnu­vega­nefnd­ar. Hennar saga hefur sýnt að félags­legar fisk­veiði­heim­ildir eru henni mjög hug­leikn­ar. Land­sam­band smá­báta­eig­enda er strand þar sem stærstur hluti útgerða sem gera út af alvöru á eigin heim­ildum hafa yfir­gefið þennan félags­skap, sem talar mest í gíf­ur­yrðum um að allt eigi að vera frjálst. Ef fer fram sem horfir þá mun þessi félags­skapur verða deild í Trygg­ing­ar­stofnun eða Byggða­stofnun og heimta meiri afla­hlut­deild af atvinnu­mönnum í félags­legar heim­ildir þannig að flug­stjórar og tann­læknar geti leikið sér á strand­veiðum svo dæmi sé tek­ið. For­maður Atvinnu­vega­nefndar er nátengd þessum félags­skap. For­mað­ur­inn og hennar fjöl­skylda gera út bát og grund­vall­ast sú útgerð á félags­legum heim­ildum og sterkum tengslum við LS, sem hugsar Félagi mak­ríl­veiði­manna þegj­andi þörf­ina fyrir að vera í sér félagi. Með frum­varp­inu tekst ráð­herra og for­manni atvinnu­vega­nefndar vel til við að auka enn frekar á sundr­ungu smærri útgerða. Félag Mak­ríl­veiði­manna er hags­muna­fé­lag þeirra atvinnu­manna sem stundað hafa þessar veiðar síð­ustu árin en sam­tals hafa með­limir félags­ins yfir 83% af öllum heim­ildum línu­skipa árið 2018.

Auglýsing
Í þessu skrítna umhverfi hefur for­maður atvinnu­vega­nefndar tekið frum­varp sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og tvö­faldað félags­legan pott í mak­ríl­heim­ildum þannig að sá pottur er orðin 4000 tonn en pottur atvinnu­manna eftir nið­ur­skurð­ar­talna­leik­fimi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra er komin úr 5000 tonnum niður í 2700 tonn. Hvað þýðir þetta ? Jú það eiga ein­hverjir aðrir að veiða mak­ríl á línu en þeir sem hafa verið að veiða mak­ríl á línu. Þar á ríkið að leigja heim­ild­irnar á tvö­földu gjaldi veiði­gjalds­ins, ákveðið magn í einu með ýmsum kvöðum sem ráð­herrar hvers tíma fá að dunda sér við að semja. Til að full­komna vit­leys­una eru svo afla­heim­ildir atvinnu­mann­anna í línu­veiðum læstar inni og mak­ríl­veiði­heim­ildir íslenskra útgerð­anna því orðnar mis­rétt­há­ar.

Afla­heim­ildir línu­skip­anna verða aldrei neins virði í var­an­legum skiptum á afla­heim­ild­um. Línu­skipin verða fyrst til að þorna upp með sína veiði og sitja uppi með verð­lausar heim­ildir í sam­keppni við risa­stóran leigu­pott rík­is­ins. Ef eitt­hvað dregur úr göngu mak­ríls vestur með land­inu þá er þessi hópur verst sett­ur.

Er ekki nóg komið af vit­leys­unni í þessum mál­um. Er ekki rétt að vanda sig og hlífa rík­inu við frek­ari töp­uðum mála­ferðum á næstu 2 árum. Eina vit­ræna nið­ur­staðan er auð­vitað sú að festa núver­andi úthlut­anir í sessi en úthluta frum­kvöðla­á­lagi til þeirra útgerða sem best stóðu sig í sjó­fryst­ingu á mak­ríl í stað þess bræðslu­mokst­urs sem Morg­un­blaðið lýsti ágæt­lega. Þetta kerfi hefur þró­ast á 10 árum í tíð margra ráð­herra þar sem við­leitnin var sífellt að skapa fjöl­breyti­leika og dreif­ingu. Ég skora á þing­menn að fá lög­fræði­á­lit strax á því að festa núver­andi úthlut­anir í sessi og fá úr því skorið hvort áhrif þeirrar úthlut­unnar hafi nokkur áhrif á skaða­bætur áranna 2011 til 2018. Það er mín full­vissa að þeirri drauga­sögu hefur verið komið á flot í reyk­fylltum bak­her­bergj­um.

Höf­undur er eig­andi Búham­ars ehf. sem gerir út Hlödda VE-98.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar