Um hugsjónir og hindurvitni

Jón Baldvin Hannibalsson svarar Einari Helgasyni.

Auglýsing

Ég skil það svo, að Einar Helga­son hafi hvorki heyrt við­tal við mig á Útvarpi Sögu um orku­pakka 3, né heldur lesið grein eftir mig hér á Kjarn­an­um, þar sem ég lýsi því í stórum drátt­um, hvað gangi að Evr­ópu­sam­band­inu (og sér­stak­lega evru­svæð­inu) að mínu mati. Þar setti ég einnig fram til­lögur um lausnir, sem ég hef líka gert á erlendum vett­vangi (Social Europe). Það er önd­vert að rök­ræða við mann, ef sá hinn sami les hvorki rök­semda­færslu gagn­að­il­ans, né hlustar á hann.

Ég lýsi stundum sjálfum mér á þá leið, að ég sé hug­sjóna­maður (lýð­ræð­is­jafn­að­ar­maður og Evr­ópusinni) en aldrei draum­óra­mað­ur. Ég tel mig vera raun­sæ­is­mann í póli­tík og tel, að póli­tískur fer­ill minn standi undir þeirri lýs­ingu. Dæmin um, að hug­sjóna­menn ger­ist draum­óraglópar - trúi á hug­sjón­ina í blindni en loki aug­unum fyrir veru­leik­anum - eru sorg­lega mörg. Komm­ún­ismi er göfug hug­sjón - afnám arð­ráns manns á manni. En hversu margir voru ekki hug­sjó­naglóp­arn­ir, sem héldu áfram að trúa í blindni, eftir að fram­kvæmdin hafði snú­ist upp í and­hverfu sína, lög­reglu­ríki með öllum sínum þræla­búð­um?

Auglýsing
Allt sem Einar segir um Evr­ópu­hug­sjón­ina er í stórum dráttum satt og rétt. Hann lýsir hörm­ungum Seinni heims­styrj­ald­ar­innar af inn­sæi. Einmitt þess vegna væri það þyngra en tárum taki, ef mis­vitrir leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins á okkar tíð klúðra málum svo mjög, að jafn­vel sam­heldni Evr­ópu­sam­bands­ins er í hættu. Sjálf til­vera Evr­ópu­sam­bands­ins byggir á stríðs­reynslu og frið­ar­hug­sjón eft­ir­stríðs- kyn­slóð­ar­inn­ar. Þeim mun hörmu­legra er til þess að vita, að núver­andi leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa með stefnu sinni og athöfnum alið á sund­ur­virkni og sund­ur­þykkju Evr­ópu­þjóða, svo að úr öllu hófi keyr­ir.

Þetta útskýri ég nánar í grein minni hér á Kjarn­an­um: „Hvað gengur að Evr­ópu: og hvers vegna kippið þið því ekki í lið­inn?" Í fyrri grein á sama vett­vangi: „Leið Íslands út úr Hrun­inu", færi ég rök fyrir því, hvers vegna Ísland kom fyrr og betur út úr Hrun­inu en mörg aðild­ar­ríki evru­sam­starfs­ins. Og mun bet­ur, í ljósi þess sam­an­burð­ar, en ef við hefðum verið full­gildir aðilar að evru­sam­starf­inu og sætt sömu með­ferð og þau aðild­ar­ríki þess, sem harð­ast urðu úti í Hrun­inu. Ég ræði hvort tveggja út frá stað­reynd­um, ekki út frá blindri trú.

En hef ég þar með snúið baki við Evr­ópu­hug­sjón­inni? Því fer fjarri. Ég á mörg skoð­ana­systk­ini innan Evr­ópu­sam­bands­ins, sem gera sér grein fyrir því, að evrusa­sm­starfið er í til­vist­ar­kreppu; að það þarf að hrinda fram rót­tækum umbótum á því sam­starfi, ef það á að þjóna hags­munum almenn­ings - en ekki bara hags­munum fámennrar elítu fjár­magns­eig­enda. Það er ekki öll von úti enn um að það megi takast. En það mun ekki ger­ast með óbreyttri póli­tík. Einar ætti að hafa í huga, að til skamms tíma voru allar rík­is­stjórnir Evr­ópu­sam­bands­ins - utan þrjár - hægri­s­inn­aðar nýfrjáls­hyggju­stjórn­ir. Ég á litla sam­leið með því liði yfir­leitt. Hags­munum almenn­ings verður seint borgið í þeirra hönd­um. 

Ég er sam­mála Ein­ari um það sem hann segir um spill­ing­una í okkar eigin ranni. Við þurfum lífs­nauð­syn­lega að losa okkar fólk úr viðjum skulda­fang­els­is, sem felst í geng­is­felldum og verð­tryggðum gjald­miðli með ofur­vöxtum í kaup­bæti. En reynslan sýn­ir, því mið­ur, að evran er ekki sú patent­lausn, sem margir gerðu sér vonir um. Þvert á móti, það hefur komið á dag­inn, að fast­gengi evr­unnar (sem er miðað við þýska útflutn­ings­hags­muni) veldur fjölda­at­vinnu­leysi í hinum veik­ari aðild­ar­ríkj­um. Ekki viljum við það.

Auglýsing
Við það bæt­ist, að þessum þjóðum eru líka allar bjargir bann­aðar í rík­is­fjár­mál­um. Þær eru m.a.s. til­neyddar að skera niður rík­is­út­gjöld og einka­væða rík­is­eign­ir, sem er kol­vit­laus póli­tík í ríkjum á sam­drátt­ar­skeiði. Afleið­ingin er stöðn­un. Glat­aður ára­tug­ur, hvorki meira né minna. Afleið­ing­arnar blasa við í póli­tískri sund­ur­virkni og upp­drátt­ar­sýki. Einar bindur vonir sínar við, að þetta séu tíma­bundnir erf­ið­leik­ar. Ég ætla líka að leyfa mér að vona það. En meðan sú von lifir á veiku skari, er skyn­sam­legt að ganga hægt um gleð­innar dyr.

P.s. Einar talar illa um aðstand­endur og hlust­endur Útvarps Sögu. Það er helst á honum að skilja, að það sé víta­vert að tala við svo­leiðis fólk. Ég hef tamið mér á mínum stjórn­mála­ferli að fara ekki í mann­grein­ar­á­lit af þessu tagi. Ég hef lært það af langri reynslu, að það er fullt af góðu fólki í öllum flokk­um. Líka hitt, að það væri vand­lifað á Íslandi, ef bara mætti tala við vammi firrta fjöl­miðla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar