Um hugsjónir og hindurvitni

Jón Baldvin Hannibalsson svarar Einari Helgasyni.

Auglýsing

Ég skil það svo, að Einar Helga­son hafi hvorki heyrt við­tal við mig á Útvarpi Sögu um orku­pakka 3, né heldur lesið grein eftir mig hér á Kjarn­an­um, þar sem ég lýsi því í stórum drátt­um, hvað gangi að Evr­ópu­sam­band­inu (og sér­stak­lega evru­svæð­inu) að mínu mati. Þar setti ég einnig fram til­lögur um lausnir, sem ég hef líka gert á erlendum vett­vangi (Social Europe). Það er önd­vert að rök­ræða við mann, ef sá hinn sami les hvorki rök­semda­færslu gagn­að­il­ans, né hlustar á hann.

Ég lýsi stundum sjálfum mér á þá leið, að ég sé hug­sjóna­maður (lýð­ræð­is­jafn­að­ar­maður og Evr­ópusinni) en aldrei draum­óra­mað­ur. Ég tel mig vera raun­sæ­is­mann í póli­tík og tel, að póli­tískur fer­ill minn standi undir þeirri lýs­ingu. Dæmin um, að hug­sjóna­menn ger­ist draum­óraglópar - trúi á hug­sjón­ina í blindni en loki aug­unum fyrir veru­leik­anum - eru sorg­lega mörg. Komm­ún­ismi er göfug hug­sjón - afnám arð­ráns manns á manni. En hversu margir voru ekki hug­sjó­naglóp­arn­ir, sem héldu áfram að trúa í blindni, eftir að fram­kvæmdin hafði snú­ist upp í and­hverfu sína, lög­reglu­ríki með öllum sínum þræla­búð­um?

Auglýsing
Allt sem Einar segir um Evr­ópu­hug­sjón­ina er í stórum dráttum satt og rétt. Hann lýsir hörm­ungum Seinni heims­styrj­ald­ar­innar af inn­sæi. Einmitt þess vegna væri það þyngra en tárum taki, ef mis­vitrir leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins á okkar tíð klúðra málum svo mjög, að jafn­vel sam­heldni Evr­ópu­sam­bands­ins er í hættu. Sjálf til­vera Evr­ópu­sam­bands­ins byggir á stríðs­reynslu og frið­ar­hug­sjón eft­ir­stríðs- kyn­slóð­ar­inn­ar. Þeim mun hörmu­legra er til þess að vita, að núver­andi leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa með stefnu sinni og athöfnum alið á sund­ur­virkni og sund­ur­þykkju Evr­ópu­þjóða, svo að úr öllu hófi keyr­ir.

Þetta útskýri ég nánar í grein minni hér á Kjarn­an­um: „Hvað gengur að Evr­ópu: og hvers vegna kippið þið því ekki í lið­inn?" Í fyrri grein á sama vett­vangi: „Leið Íslands út úr Hrun­inu", færi ég rök fyrir því, hvers vegna Ísland kom fyrr og betur út úr Hrun­inu en mörg aðild­ar­ríki evru­sam­starfs­ins. Og mun bet­ur, í ljósi þess sam­an­burð­ar, en ef við hefðum verið full­gildir aðilar að evru­sam­starf­inu og sætt sömu með­ferð og þau aðild­ar­ríki þess, sem harð­ast urðu úti í Hrun­inu. Ég ræði hvort tveggja út frá stað­reynd­um, ekki út frá blindri trú.

En hef ég þar með snúið baki við Evr­ópu­hug­sjón­inni? Því fer fjarri. Ég á mörg skoð­ana­systk­ini innan Evr­ópu­sam­bands­ins, sem gera sér grein fyrir því, að evrusa­sm­starfið er í til­vist­ar­kreppu; að það þarf að hrinda fram rót­tækum umbótum á því sam­starfi, ef það á að þjóna hags­munum almenn­ings - en ekki bara hags­munum fámennrar elítu fjár­magns­eig­enda. Það er ekki öll von úti enn um að það megi takast. En það mun ekki ger­ast með óbreyttri póli­tík. Einar ætti að hafa í huga, að til skamms tíma voru allar rík­is­stjórnir Evr­ópu­sam­bands­ins - utan þrjár - hægri­s­inn­aðar nýfrjáls­hyggju­stjórn­ir. Ég á litla sam­leið með því liði yfir­leitt. Hags­munum almenn­ings verður seint borgið í þeirra hönd­um. 

Ég er sam­mála Ein­ari um það sem hann segir um spill­ing­una í okkar eigin ranni. Við þurfum lífs­nauð­syn­lega að losa okkar fólk úr viðjum skulda­fang­els­is, sem felst í geng­is­felldum og verð­tryggðum gjald­miðli með ofur­vöxtum í kaup­bæti. En reynslan sýn­ir, því mið­ur, að evran er ekki sú patent­lausn, sem margir gerðu sér vonir um. Þvert á móti, það hefur komið á dag­inn, að fast­gengi evr­unnar (sem er miðað við þýska útflutn­ings­hags­muni) veldur fjölda­at­vinnu­leysi í hinum veik­ari aðild­ar­ríkj­um. Ekki viljum við það.

Auglýsing
Við það bæt­ist, að þessum þjóðum eru líka allar bjargir bann­aðar í rík­is­fjár­mál­um. Þær eru m.a.s. til­neyddar að skera niður rík­is­út­gjöld og einka­væða rík­is­eign­ir, sem er kol­vit­laus póli­tík í ríkjum á sam­drátt­ar­skeiði. Afleið­ingin er stöðn­un. Glat­aður ára­tug­ur, hvorki meira né minna. Afleið­ing­arnar blasa við í póli­tískri sund­ur­virkni og upp­drátt­ar­sýki. Einar bindur vonir sínar við, að þetta séu tíma­bundnir erf­ið­leik­ar. Ég ætla líka að leyfa mér að vona það. En meðan sú von lifir á veiku skari, er skyn­sam­legt að ganga hægt um gleð­innar dyr.

P.s. Einar talar illa um aðstand­endur og hlust­endur Útvarps Sögu. Það er helst á honum að skilja, að það sé víta­vert að tala við svo­leiðis fólk. Ég hef tamið mér á mínum stjórn­mála­ferli að fara ekki í mann­grein­ar­á­lit af þessu tagi. Ég hef lært það af langri reynslu, að það er fullt af góðu fólki í öllum flokk­um. Líka hitt, að það væri vand­lifað á Íslandi, ef bara mætti tala við vammi firrta fjöl­miðla.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar