Mældu rétt strákur

Björn Gunnar Ólafsson telur að Íslendingum sé ekkert að vanbúnaði að taka upp myntráð við evru eða dal. Kerfið innleiði traustan mælikvarða á verðgildi og spari háar fjárhæðir í viðskiptakostnaði ásamt bættri áætlanagerð fyrirtækja og heimila.

Auglýsing

Í þjóð­sög­unni um Skúla Magn­ús­son, síðar land­fó­geta, fékk hann þá skipun frá vinnu­veit­anda sín­um, dönskum kaup­manni, að setja fölsk lóð á vog­ar­skál­arnar í við­skiptum við Íslend­inga. Nú til dags mun fölsun á máli eða vog varla geta við­geng­ist enda hafa mál og vog verið fest í alþjóð­lega staðla metra­kerf­is­ins. Flestir munu sam­mála um það hag­ræði og öryggi sem felst í alþjóð­legum stöðlum fyrir mál og vog. Öðru máli gegnir um mæli­kvarð­ann á verð­gildi í við­skiptum sem er íslenska krón­an. Hér virð­ist almenn­ingur fylli­lega sáttur við að sá mæli­kvarði sé teigður og tog­aður til að end­ur­spegla það sem kallað er íslenskur veru­leiki.

Hinn íslenski veru­leiki er óvissa og óör­yggi um gengi krón­unnar gagn­vart erlendri mynt. Með ein­hliða upp­töku á evru (eða dal) eða mynt­ráði við evru er hægt að draga veru­lega úr þeirri óvissu og óstöð­ug­leika sem fylgir örmynt. Hag­stjórn undir ein­hliða upp­töku evru eða mynt­ráði er nán­ast eins. Mynt­ráð er mun ódýr­ari leið en ein­hliða upp­taka evru; mynt­sláttu­hagn­aður helst inn­an­lands og viss sveigj­an­leiki er fyrir hendi því skipta má um við­mið­un­ar­mynt án þess að traust á mynt­ráði minnki. Á móti kemur að ein­hliða upp­taka er nán­ast óaft­ur­kræf. Kosti og galla mynt­ráðs þarf að ræða í sam­hengi við ein­hliða upp­töku evru en það hefur ekki verið gert í opin­berum skýrslum um pen­inga­stefnu.

Íslend­ingum er ekk­ert að van­bún­aði að taka upp mynt­ráð við evru (eða dal). Þetta ein­falda kerfi inn­leiðir traustan mæli­kvarða á verð­gildi og sparar háar fjár­hæðir í við­skipta­kostn­aði ásamt bættri áætl­ana­gerð fyr­ir­tækja og heim­ila. Auk þess munu vextir lækka í takt við vaxta­stig á evru­svæði. Sá her fræð­inga sem nú hefur atvinnu af því að spá og spek­úlera um verð­bólgu, gengi og vexti verður óþarfur og rekstr­ar­kostn­aður fjár­mála­kerf­is­ins lækk­ar.

Auglýsing

Ógnir evr­unnar

Ótt­inn við upp­töku evru með mynt­ráði virð­ist aðal­lega vera fóðr­að­ur, fyrir utan stöðugan hræðslu­á­róður gegn ESB, með þeirri stað­hæf­ingu að tekju­skerð­ing í þjóð­ar­bú­inu leiði síður til atvinnu­leysis ef hægt er að breyta mæli­kvarð­anum á verð­gildi, það er fella geng­ið. Gríð­ar­leg geng­is­fell­ing vegna áfalla í þjóð­ar­bú­skapnum 1967-68 og 2008 kom ekki í veg fyrir mikla aukn­ingu atvinnu­leysis og stór­felldan land­flótta. Í fyrra til­vik­inu rétt­ist hagur þjóð­ar­bús­ins við eftir um tvö ár. Sam­drátt­ur­inn vegna banka­krepp­unnar 2008 hefur einnig unn­ist upp og vel það. Vissu­lega hjálp­aði veikt gengi til að auka ferða­manna­straum til lands­ins en fleiri þættir stuðl­uðu að upp­gangi ferða­þjón­ustu. Í hrun­inu olli krónan sjálf, eftir ofris og fall, meiri vand­ræðum fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki heldur en gjald­þrot bank­anna eða sam­dráttur í útflutn­ingi.

Einka­geir­inn lagar sig strax að tíma­bundnum sveiflum í tekjum með upp­sögn­um, minni yfir­vinnu, lægra starfs­hlut­falli eða sókn á nýja mark­aði. Það er hinn mikli fjöldi opin­berra starfs­manna sem gerir geng­is­breyt­ingu þægi­legt efna­hagsúr­ræði frá sjón­ar­hóli stjórn­valda. Hægt er að draga úr kaup­mætti opin­berra starfs­manna án þess að raska kjara­samn­ing­um.

Spurn­ingin er hvort hags­munum opin­berra starfs­manna sé best borgið með því að halda í sveiflu­kennda krónu og háa vexti í stað þess að gera sveigj­an­lega kjara­samn­inga sem geta tekið mið af því ef þjóð­ar­búið verður fyrir veru­legum tekju­missi. Lækkun á gengi leiðir til ófyr­ir­sjá­an­legrar og ógegn­særrar til­færslu á verð­mætum ekki aðeins frá fram­leiðslu og þjón­ustu fyrir inn­an­lands­markað til útflutn­ingat­vinnu­vega heldur einnig til sumra fjár­magns­eig­enda og lán­ar­drottna. Hærra gengi eykur kaup­mátt og þannig virð­ist hagur almenn­ings batna sjálf­krafa við geng­is­hækkun sem fylgir inn­flæði gjald­eyris en sem fyrr er skipt­ing ábatans mjög ójöfn. Fram­boð og eft­ir­spurn ákveða hlut­falls­leg verð á mark­aði og þar með hag­stæð­ustu sam­setn­ingu fram­leiðsl­unnar í nútíma hag­kerfi. Engin þörf er að brengla verð­hlut­föll mark­að­ar­ins með ógegn­sæjum og ófyr­ir­sján­legum sveiflum í gengi krón­unn­ar.

Sjá roð­ann í austri

Óstöð­ug­leiki og ófyr­ir­sjá­an­leiki krón­unnar hefur kynt undir miklum vexti eft­ir­lits­iðn­aðar hér á landi. Eftir banka­hrunið 2008 virð­ist þurfa að fylgj­ast með hverju skrefi fáeinna lít­illa fjár­mála­stofn­ana sem eftir standa. Til­lögur liggja fyrir um sam­ein­ingu Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar sem komið er á fót eins konar als­herjar eft­ir­lits­stofnun til að tryggja stöð­ug­leika í hag­kerf­inu. Það er eðli eft­ir­lits­iðn­að­ar­ins að hann getur vaxið enda­laust, áhættu má jafnan sjá frá nýjum sjón­ar­hóli og alltaf þarf að fylgj­ast með fleiri og fleiri aðilum til að koma í veg fyrir óvæntar upp­á­kom­ur. Næsta skref er að Eft­ir­lits­stofnun rík­is­ins fylgist með stórum fyr­ir­tækum til að koma í veg fyrir WOW skelli í fram­tíð­inni, síðan mætti herða eft­ir­lit með fjár­fest­ingum smærri fyr­ir­tækja og heim­ila. Bankar og fjár­fest­ing­ar­sjóðir munu alltaf lenda í útlánatapi sama hvað kerf­is­á­hætt­u-fjár­mála­stöð­ug­leika-­þjóð­hagsvarúðar eft­ir­lits­kerfið ger­ir. Gall­inn við ofvöxt eft­ir­lits­iðn­aðar er að hann styrkir ekki raun­veru­legan grund­völl stöð­ug­leika. Til þess þarf traustan gjald­miðil ásamt því að ábyrgð og ákvarð­ana­taka séu á sömu hendi. Mik­il­vægt er að fjár­hagstjón lendi á þeim sem taka ákvarð­anir ekki almenn­ingi.

Ein­falt pen­inga­kerfi

Seðla­bank­inn hefur það hlut­verk að tryggja verð­stöð­ug­leika eða halda verð­bólgu innan vissra marka og til þess er vaxta­tæk­inu aðal­lega beitt. Vegna smæðar hag­kerf­is­ins er inn­flutn­ings­verð afger­andi fyrir verð­þróun og því er stýr­ing á heild­ar­eft­ir­spurn með vöxtum of sein­virk. Stjórn á gengi og /eða fjár­magns­flæði er óhjá­kvæmi­leg fyrir stöðugt verð­lag við íslenskar aðstæð­ur. Fyrir stór hag­kerfi getur verð­bólgu­mark­mið með sjálf­stæðum seðla­banka náð góðum árangri þótt stýri­vextir nálægt núlli eins og nú tíðkast hafi fyrst og fremst örvað hluta­bréfa­markað en ekki almennan hag­vöxt.

Mynt­ráð eða ein­hliða upp­taka evru er vafa­lítið besta og ódýrasta pen­inga­stefnan fyrir örhag­kerfi. Mynt­ráð þarf að starfa sem sjálf­stæð og óháð stofnun líkt og Seðla­bank­inn nú með sitt verð­bólgu­mark­mið. Því miður er gengið gegn hug­mynd­inni um sjálf­stæðan seðla­banka með því að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit. Pen­inga­stefna sem und­ir­deild í stofnun sem ber ábyrgð á öðrum við­fangs­efnum sem ekki falla undir hug­mynda­fræði um sjálf­stæði seðla­banka getur ekki haft sama traust og sjálf­stæð stofnun með vel skil­greint mark­mið. Til dæmis væri lítið traust á sjálf­stæði dóm­stóla ef Lands­dómur væri deild í dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Mynt­ráð er fámenn stofnun sem hefur það meg­in­hlut­verk að tryggja að krónan sé skipt­an­leg í evrur og öfugt. Þannig getur pen­inga­magn í umferð ekki auk­ist veru­lega án þess að gjald­eyr­is­vara­sjóð­ur­inn vaxi sam­hliða. Þetta fyr­ir­komu­lag flytur inn verð­stöð­ug­leika og vaxta­stig evru­svæð­is­ins. Sjálf­stætt mynt­ráð hefur ekk­ert með lán­veit­anda til þrauta­vara að gera. Það hlut­verk á að vera í hendi og á ábyrgð stjórn­valda. Fjár­mála­eft­ir­lit verður sér­stök stofnun óháð starfs­semi mynt­ráðs­ins. Umsýsla pen­inga og varð­veisla gjald­eyr­is­vara­sjóðs getur sam­rýmst starf­semi mynt­ráðs. Með mynt­ráði við evru fæst stöð­ugur og trú­verð­ugur gjald­mið­ill.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar