Mældu rétt strákur

Björn Gunnar Ólafsson telur að Íslendingum sé ekkert að vanbúnaði að taka upp myntráð við evru eða dal. Kerfið innleiði traustan mælikvarða á verðgildi og spari háar fjárhæðir í viðskiptakostnaði ásamt bættri áætlanagerð fyrirtækja og heimila.

Auglýsing

Í þjóð­sög­unni um Skúla Magn­ús­son, síðar land­fó­geta, fékk hann þá skipun frá vinnu­veit­anda sín­um, dönskum kaup­manni, að setja fölsk lóð á vog­ar­skál­arnar í við­skiptum við Íslend­inga. Nú til dags mun fölsun á máli eða vog varla geta við­geng­ist enda hafa mál og vog verið fest í alþjóð­lega staðla metra­kerf­is­ins. Flestir munu sam­mála um það hag­ræði og öryggi sem felst í alþjóð­legum stöðlum fyrir mál og vog. Öðru máli gegnir um mæli­kvarð­ann á verð­gildi í við­skiptum sem er íslenska krón­an. Hér virð­ist almenn­ingur fylli­lega sáttur við að sá mæli­kvarði sé teigður og tog­aður til að end­ur­spegla það sem kallað er íslenskur veru­leiki.

Hinn íslenski veru­leiki er óvissa og óör­yggi um gengi krón­unnar gagn­vart erlendri mynt. Með ein­hliða upp­töku á evru (eða dal) eða mynt­ráði við evru er hægt að draga veru­lega úr þeirri óvissu og óstöð­ug­leika sem fylgir örmynt. Hag­stjórn undir ein­hliða upp­töku evru eða mynt­ráði er nán­ast eins. Mynt­ráð er mun ódýr­ari leið en ein­hliða upp­taka evru; mynt­sláttu­hagn­aður helst inn­an­lands og viss sveigj­an­leiki er fyrir hendi því skipta má um við­mið­un­ar­mynt án þess að traust á mynt­ráði minnki. Á móti kemur að ein­hliða upp­taka er nán­ast óaft­ur­kræf. Kosti og galla mynt­ráðs þarf að ræða í sam­hengi við ein­hliða upp­töku evru en það hefur ekki verið gert í opin­berum skýrslum um pen­inga­stefnu.

Íslend­ingum er ekk­ert að van­bún­aði að taka upp mynt­ráð við evru (eða dal). Þetta ein­falda kerfi inn­leiðir traustan mæli­kvarða á verð­gildi og sparar háar fjár­hæðir í við­skipta­kostn­aði ásamt bættri áætl­ana­gerð fyr­ir­tækja og heim­ila. Auk þess munu vextir lækka í takt við vaxta­stig á evru­svæði. Sá her fræð­inga sem nú hefur atvinnu af því að spá og spek­úlera um verð­bólgu, gengi og vexti verður óþarfur og rekstr­ar­kostn­aður fjár­mála­kerf­is­ins lækk­ar.

Auglýsing

Ógnir evr­unnar

Ótt­inn við upp­töku evru með mynt­ráði virð­ist aðal­lega vera fóðr­að­ur, fyrir utan stöðugan hræðslu­á­róður gegn ESB, með þeirri stað­hæf­ingu að tekju­skerð­ing í þjóð­ar­bú­inu leiði síður til atvinnu­leysis ef hægt er að breyta mæli­kvarð­anum á verð­gildi, það er fella geng­ið. Gríð­ar­leg geng­is­fell­ing vegna áfalla í þjóð­ar­bú­skapnum 1967-68 og 2008 kom ekki í veg fyrir mikla aukn­ingu atvinnu­leysis og stór­felldan land­flótta. Í fyrra til­vik­inu rétt­ist hagur þjóð­ar­bús­ins við eftir um tvö ár. Sam­drátt­ur­inn vegna banka­krepp­unnar 2008 hefur einnig unn­ist upp og vel það. Vissu­lega hjálp­aði veikt gengi til að auka ferða­manna­straum til lands­ins en fleiri þættir stuðl­uðu að upp­gangi ferða­þjón­ustu. Í hrun­inu olli krónan sjálf, eftir ofris og fall, meiri vand­ræðum fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki heldur en gjald­þrot bank­anna eða sam­dráttur í útflutn­ingi.

Einka­geir­inn lagar sig strax að tíma­bundnum sveiflum í tekjum með upp­sögn­um, minni yfir­vinnu, lægra starfs­hlut­falli eða sókn á nýja mark­aði. Það er hinn mikli fjöldi opin­berra starfs­manna sem gerir geng­is­breyt­ingu þægi­legt efna­hagsúr­ræði frá sjón­ar­hóli stjórn­valda. Hægt er að draga úr kaup­mætti opin­berra starfs­manna án þess að raska kjara­samn­ing­um.

Spurn­ingin er hvort hags­munum opin­berra starfs­manna sé best borgið með því að halda í sveiflu­kennda krónu og háa vexti í stað þess að gera sveigj­an­lega kjara­samn­inga sem geta tekið mið af því ef þjóð­ar­búið verður fyrir veru­legum tekju­missi. Lækkun á gengi leiðir til ófyr­ir­sjá­an­legrar og ógegn­særrar til­færslu á verð­mætum ekki aðeins frá fram­leiðslu og þjón­ustu fyrir inn­an­lands­markað til útflutn­ingat­vinnu­vega heldur einnig til sumra fjár­magns­eig­enda og lán­ar­drottna. Hærra gengi eykur kaup­mátt og þannig virð­ist hagur almenn­ings batna sjálf­krafa við geng­is­hækkun sem fylgir inn­flæði gjald­eyris en sem fyrr er skipt­ing ábatans mjög ójöfn. Fram­boð og eft­ir­spurn ákveða hlut­falls­leg verð á mark­aði og þar með hag­stæð­ustu sam­setn­ingu fram­leiðsl­unnar í nútíma hag­kerfi. Engin þörf er að brengla verð­hlut­föll mark­að­ar­ins með ógegn­sæjum og ófyr­ir­sján­legum sveiflum í gengi krón­unn­ar.

Sjá roð­ann í austri

Óstöð­ug­leiki og ófyr­ir­sjá­an­leiki krón­unnar hefur kynt undir miklum vexti eft­ir­lits­iðn­aðar hér á landi. Eftir banka­hrunið 2008 virð­ist þurfa að fylgj­ast með hverju skrefi fáeinna lít­illa fjár­mála­stofn­ana sem eftir standa. Til­lögur liggja fyrir um sam­ein­ingu Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þar sem komið er á fót eins konar als­herjar eft­ir­lits­stofnun til að tryggja stöð­ug­leika í hag­kerf­inu. Það er eðli eft­ir­lits­iðn­að­ar­ins að hann getur vaxið enda­laust, áhættu má jafnan sjá frá nýjum sjón­ar­hóli og alltaf þarf að fylgj­ast með fleiri og fleiri aðilum til að koma í veg fyrir óvæntar upp­á­kom­ur. Næsta skref er að Eft­ir­lits­stofnun rík­is­ins fylgist með stórum fyr­ir­tækum til að koma í veg fyrir WOW skelli í fram­tíð­inni, síðan mætti herða eft­ir­lit með fjár­fest­ingum smærri fyr­ir­tækja og heim­ila. Bankar og fjár­fest­ing­ar­sjóðir munu alltaf lenda í útlánatapi sama hvað kerf­is­á­hætt­u-fjár­mála­stöð­ug­leika-­þjóð­hagsvarúðar eft­ir­lits­kerfið ger­ir. Gall­inn við ofvöxt eft­ir­lits­iðn­aðar er að hann styrkir ekki raun­veru­legan grund­völl stöð­ug­leika. Til þess þarf traustan gjald­miðil ásamt því að ábyrgð og ákvarð­ana­taka séu á sömu hendi. Mik­il­vægt er að fjár­hagstjón lendi á þeim sem taka ákvarð­anir ekki almenn­ingi.

Ein­falt pen­inga­kerfi

Seðla­bank­inn hefur það hlut­verk að tryggja verð­stöð­ug­leika eða halda verð­bólgu innan vissra marka og til þess er vaxta­tæk­inu aðal­lega beitt. Vegna smæðar hag­kerf­is­ins er inn­flutn­ings­verð afger­andi fyrir verð­þróun og því er stýr­ing á heild­ar­eft­ir­spurn með vöxtum of sein­virk. Stjórn á gengi og /eða fjár­magns­flæði er óhjá­kvæmi­leg fyrir stöðugt verð­lag við íslenskar aðstæð­ur. Fyrir stór hag­kerfi getur verð­bólgu­mark­mið með sjálf­stæðum seðla­banka náð góðum árangri þótt stýri­vextir nálægt núlli eins og nú tíðkast hafi fyrst og fremst örvað hluta­bréfa­markað en ekki almennan hag­vöxt.

Mynt­ráð eða ein­hliða upp­taka evru er vafa­lítið besta og ódýrasta pen­inga­stefnan fyrir örhag­kerfi. Mynt­ráð þarf að starfa sem sjálf­stæð og óháð stofnun líkt og Seðla­bank­inn nú með sitt verð­bólgu­mark­mið. Því miður er gengið gegn hug­mynd­inni um sjálf­stæðan seðla­banka með því að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit. Pen­inga­stefna sem und­ir­deild í stofnun sem ber ábyrgð á öðrum við­fangs­efnum sem ekki falla undir hug­mynda­fræði um sjálf­stæði seðla­banka getur ekki haft sama traust og sjálf­stæð stofnun með vel skil­greint mark­mið. Til dæmis væri lítið traust á sjálf­stæði dóm­stóla ef Lands­dómur væri deild í dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Mynt­ráð er fámenn stofnun sem hefur það meg­in­hlut­verk að tryggja að krónan sé skipt­an­leg í evrur og öfugt. Þannig getur pen­inga­magn í umferð ekki auk­ist veru­lega án þess að gjald­eyr­is­vara­sjóð­ur­inn vaxi sam­hliða. Þetta fyr­ir­komu­lag flytur inn verð­stöð­ug­leika og vaxta­stig evru­svæð­is­ins. Sjálf­stætt mynt­ráð hefur ekk­ert með lán­veit­anda til þrauta­vara að gera. Það hlut­verk á að vera í hendi og á ábyrgð stjórn­valda. Fjár­mála­eft­ir­lit verður sér­stök stofnun óháð starfs­semi mynt­ráðs­ins. Umsýsla pen­inga og varð­veisla gjald­eyr­is­vara­sjóðs getur sam­rýmst starf­semi mynt­ráðs. Með mynt­ráði við evru fæst stöð­ugur og trú­verð­ugur gjald­mið­ill.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar