Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019

Guðjón Sigurðsson, for­­maður MND félags­­ins á Íslandi, hvetur alla velunnara MND félagsins að mæta á Kaffi flóru á morgun á alþjóðlega MND deginum.

Auglýsing

Mikið hlökkum við öll til dags­ins þegar þessi dagur er gleymdur og tröllum gef­in. Þá verður loks­ins fundin lækn­ing við MND og félags­skap­ur­inn orð­inn kaffi­klúbb­ur.

Ég var greindur með MND þann 12. mars árið 2004, fyrir rúmum 15 árum. Flestir sem grein­ast lifa frá tveimur til fimm árum. Sumir ennþá skemur og örfáir aðeins leng­ur.

En eins og staðan er þá er ennþá engin lækn­ing við MND. Frá því að ég greind­ist fyrir 15 árum þá hafa  90 íslenskar ynd­is­legar mann­eskjur lát­ist úr MND. 6 á ári að með­al­tali. Á móti grein­ast 6 nýjar mann­eskjur með þennan bráð­drep­andi tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm svo jafn­vægi næst með um það bil 30 Íslend­ingum sem lifa með þennan hræði­lega sjúk­dóm á hverjum tíma. Við erum 30 en við eigum fjöl­skyldu og vini sem oftar en ekki þjást með ein­stak­ling­unum sem greindir eru með MND.

Auglýsing

Þrátt fyrir erf­ið­leika, þján­ing­ar, hræðslu við það sem framundan er, brostnar vonir og eft­ir­sjá þá reynum við að bera okkur vel. Njóta hvers augna­bliks sem við þó höfum í þessu lang­dregna sorg­ar­ferli sem MND er. „Við veljum líf­ið“ er okkar kjör­orð og reynum að fara eftir því eftir bestu getu.

Þennan dag notum við til að þakka okkar vel­gerð­ar­fólki stuðn­ing­inn á und­an­gengnum árum í von um áfram­hald­andi stuðn­ing. Að þessu sinni ætlum við að hitt­ast í Kaffi Flóru, Grasa­garð­inum í Laug­ar­dal á milli kl. 16:00 og 18:00. Eiga saman góða stund, börn og full­orðn­ir, um leið og við fáum okkur kaffi og köku og börnin ís. Hvetjum alla vel­unn­ara MND félags­ins til að mæta og eiga með okkur gæða­stund.

Verk­efni okkar eru áfram að styrkja MND veika og fjöl­skyldur þeirra, styrkja rann­sóknir og lyfja­til­raun­ir, auka þekk­ingu fag­fólks á sjúk­dómnum og ekki síst að berj­ast fyrir mann­rétt­indum þeirra sem minna mega sín.

Sjá­umst von­andi sem flest.

Guð­jón for­maður MND félags­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar