Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris

Hagfræðingur skrifar um lífeyrismál og hvernig mætti bæta lífeyriskerfið.

Auglýsing

Núver­andi fyr­ir­komu­lag skatt­lagn­ingar iðgjalda vegna líf­eyr­is­sparn­aðar og  líf­eyr­is­greiðslna hér á landi er ein­falt. Lög­bundin iðgjöld eða iðgjöld sem ákveðin eru með kjara­samn­ingum eru und­an­þegin tekju­skatti og útsvari þegar greitt er inn í sam­trygg­ing­ar­sjóð (1). 

Mót­fram­lag atvinnu­rek­anda fær­ist ekki sem laun á laun­þega og er frá­drátt­ar­bær kostn­aður í rekstri.  Sama gildir um val­frjálsan sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnað innan þeirra marka sem lög heim­ila.  Iðgjöld laun­þega og mót­fram­lag atvinnu­rek­anda í sér­eigna­sparnað eru und­an­þegin tekju­skatti og útsvari þegar þau eru greidd til ávöxt­un­ar­að­ila. Mót­fram­lag atvinnu­rek­anda telst ekki laun hjá laun­þega og er frá­drátt­ar­bær kostn­aður við rekstur hjá atvinnu­rek­anda.

Mögu­leikar til skatt­lagn­ingar líf­eyr­is­sparn­aðar eru þrír. Skatt­leggja iðgjöld sem laun þegar þau eru lögð inn í líf­eyr­is­sjóð, skatt­leggja fjár­magnstekjur sem falla til árlega og loks að skatt­leggja líf­eyrir sem tek­inn er út.  Hér á landi er þriðja leiðin far­in.

Auglýsing

Þegar taka líf­eyris hefst úr sam­trygg­ing­ar­sjóð, eða sér­eigna­líf­eyrir er tek­inn út eru allar greiðslur skatt­lagðar að fullu með tekju­skatti og útsvari.  Að auki koma greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum aðrar til frá­dráttar elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót almanna­trygg­inga­kerf­is­ins eftir sér­stökum reglum (2) eins og greint er frá í með­fylgj­andi skýr­ing­ar­boxi.

Tekju­teng­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu

Atvinnu­tekj­ur, fjár­magnstekjur og greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum að fjár­hæð 25.000 kr. á mán­uði skerða ekki elli­líf­eyri eða heim­il­is­upp­bót

Atvinnu­tekjur að 100.000 kr. á mán­uði skerða ekki elli­líf­eyri en atvinnu­tekjur umfram það mark skerðir elli­líf­eyrir um 45%,

Hámark elli­líf­eyr­is, 248.105 kr. á mán­uði, falla niður þegar tekjur ná 576.344 kr. á mán­uði,

Atvinnu­tekjur umfram 100.000 kr. á mán­uði skerða heim­il­is­upp­bót um 11,9%

Hámark heim­il­is­upp­bótar er 62.695 kr. á mán­uði, heim­il­is­upp­bót fellur niður þegar tekjur ná kr. 551.849

Í grófum dráttum þýða þessi skerð­ing­ar­á­kvæði að líf­eyr­is­greiðsl­ur, aðrar en greiðslur úr sér­eigna­líf­eyr­is­sjóð­um,  á bil­inu 25 þús.kr. til 570 þús.kr.  skerða elli­líf­eyris og heim­il­is­upp­bót 56,9% sem bæt­ist við  tekju­skatts­hlut­fallið og útsvarið sem eru 36,9% á þessu tekju­bili (lægra skatt­þrep­ið).  Sam­tals er því skerð­ing og skatt­lagn­ingu tekna á þessu bili 93,8%,  Þegar komið er umfram þessi mörk lækkar skatt­lagn­ing aftur niður í 36,9% og hækkar svo í 46,2% þegar efra skatt­þrep­inu er náð við 927 þús.kr. á mán­uði.  Sé ein­stak­lingur með atvinnu­tekj­ur, byrjar þessi skerð­ing við 100 þús.kr. á mán­uði.

Aug­ljóst er að langt er gengið í skatt­lagn­ingu og skerð­ingu tekna áður greiðslur almanna­trygg­inga falla nið­ur. 

Tekjutengingar.

Á und­an­förnum árum hefur gætt vax­andi óánægju hjá almenn­ingi með skatt­lagn­ingu útgreiðslna líf­eyris og þeirrar skerð­inga sem líf­eyr­is­s­greiðslur hafa á greiðslur  frá almanna­trygg­ing­um.  

Óánægja með skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­greiðsla á bæði við um greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum en ekki síður við úttektir eða greiðslur sér­eigna­líf­eyr­is.  Margt kemur hér til. Þeir sem greitt hafa í líf­eyr­is­sjóði og sæta skerð­ingu greiðslna frá almanna­trygg­ingum bera sig saman við þá sem lítil rétt­indi hafa safnað og fá mun hærri líf­eyr­is­s­greiðslur (elli­líf­eyrir og heim­il­is­upp­bót) frá almanna­trygg­ing­um.  

Þeir spyrja sig  hver er þá til­gangur með því greiða iðgjöld til líf­eyr­is­sjóða.  Varð­andi sér­eigna­sparn­að­inn er gerður sam­an­burður við almennan sparnað sem skatt­lagður er með miklu lægra skatt­hlut­falli fjár­magnstekju­skatts aug­ljós­lega óhag­stæð­ur. Þá er sam­an­burður við útlönd einnig óhag­stæður en flest lönd skatt­leggja líf­eyr­is­sparn­að, sér­stak­lega við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað  við útgreiðslu hans með lægra skatt­hlut­falli en launa­tekj­ur.  

Nokkur EES ríki eru mun lægri skatta á líf­eyr­is­greiðslur hvort sem þær væru úr sam­trygg­ing­ar­sjóð eða sér­eign­ar­líf­eyr­ir.  Jafn­vel eru dæmi um skatt­leysi. Þessi staða er hvetur mjög til þess að líf­eyr­is­þegar flytji til ríkja þar sem skatt­lagn­ing er lægri. Rétt er að geta þess að í flestum nágranna­löndum er elli­líf­eyrir frá ríki grunn­stoð líf­eyr­is­kerf­is­ins sem er fjár­magn­aður á sjóðs­söfn­unar beint af fjár­lögum hvers árs.  Líf­eyr­is­sparn­aður er því þar að stærstum hluta það sem við köllum sér­eigna­líf­eyrir (3).

Þó það sé hvergi sagt beint út í íslenskri lög­gjöf  þá þýðir þessi fram­kvæmd, að draga greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­líf­eyr­is­sjóðum frá greiðslum almanna­trygg­inga (56,9%),  að sam­trygg­ing­ar­þáttur líf­eyr­is­kerf­is­ins, með skyldu­að­ild að sjóðum og lög­bundnu lág­marks­ið­gjaldi er í raun fyrsta stoðin í líf­eyr­is­kerfi lands­manna (4).  

Lands­mönnun ber að nýta sér hann áður en til greiðslna frá almanna­trygg­inga­kerf­inu kem­ur. Ein­stak­lingur sem hefur hafið töku líf­eyris úr sam­trygg­ing­ar­sjóði er skylt að nota þær greiðslur til fram­færslu áður en greiðsla úr alm­ana­trygg­ingum getur átt sér stað. Önnur lönd hafa ekki þetta fyr­ir­komu­lag. Líf­eyrir frá ríki, sem fjár­magn­aður er af sköttum hvers árs er ann­ars staðar grunn­stoð líf­eyr­is­kerf­is­ins. Ekki er um að ræða sam­spil hans og þving­aðra greiðslna í sam­trygg­ing­ar­sjóð eins og hér á landi.

Hvað er inn­eign í líf­eyr­is­sjóð­i? 

Líta má svo á að inn­eign í líf­eyr­is­sjóðum sam­an­standi af tveimur þátt­um. Ann­ars vegar iðgjald­inu, hugs­an­lega verð­bættu frá því það var greitt og hins vegar ávöxtun iðgjalds­ins.  Þar sem iðgjaldið var und­an­þegið tekju­skatti og útsvari við inn­borgun í líf­eyr­is­sjóð­inn eins og áður seg­ir, gæti verið rök­rænt að skatt­leggja þann þátt við útgreiðslu líf­eyris með þeim skött­um.  Hins vegar virð­ist harka­legt að skatt­leggja ávöxt­un­ar­þátt­inn með tekju­skatti og útsvari. Rétt­ara væri að skatt­leggja þann þátt með fjár­magnstekju­skatti sem er 22%.  

En hvernig skipt­ist líf­eyr­is­sparn­að­ur­inn milli iðgjalda og ávöxt­un­ar.  Sé greitt inn í líf­eyr­is­sjóð í 40 ár, og miðað við 3,5% vexti og 2,5% verð­bólgu þá er ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn 55% af loka­sparn­að­in­um.   Væru vextir hærri en 3,5% t.d. 5% er ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn 68% en 35% væru vext­irnir 2%. 

Hér er verið tala um vexti ofan á verð­trygg­ingu (raun­vext­i).  Til­tölu­lega auð­velt er fyrir líf­eyr­is­sjóð að reikna út hvernig inn­eign (eða iðgjöld upp­söfnuð og ávöxtuð) skipt­ist milli iðgjalda og ávöxt­un­ar. Leggja mætti þá útreikn­inga til grund­vallar skatt­lagn­ingu.  Hugs­an­lega mætti gera það bæði þegar um væri að ræða greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóð og sér­eigna­sjóð.

Hug­myndir að sann­gjarn­ari skatt­lagn­ingu

Þegar horft er á þetta með þessu hætti mætti láta sér koma til hugar að rétt­lát­ari skatt­lagn­ing í líf­eyr­is­greiðslum sem meiri sátt gæti verið um til lengri tíma gæti verið eft­ir­far­andi eða eitt­hvað af eft­ir­far­andi:

1. Almennt væru líf­eyr­is­greiðslur eða úttektir úr líf­eyr­is­sjóði skatt­lagðar ýmist með tekju­skatti og útsvari eða fjár­magnstekju­skatti eftir því hvort um væri að ræða iðgjöld (verð­leið­rétt) eða ávöxt­un­ar­þátt­ur­inn. Miðað við lík­lega vexti myndi þetta fela í sér að um helm­ingur líf­eyris yrði skatt­lagður sem fjár­magnstekj­ur.  Líf­eyr­is­sjóður eða ávöxt­un­ar­að­ili myndi við upp­haf töku líf­eyris ákvarða skipt­ingu líf­eyris milli iðgjalda og áxöxt­un­ar.

2. Eins mætti hugsa sér að leggja niður frá­dátt­ar­bærni iðgjalda sem greidd eru til sam­trygg­ing­ar­sjóða. Þau eru lög­bundin og þarfn­ast í raun ekki skatt­legra hvata. Sér­stakt eft­ir­lits­kerfi hjá RSK tryggir að iðgjöld eru innt hendi.  Þá mætti skatt­leggja allar útgreiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum með fjár­magnstekju­skatti.

3. Ekki er aug­ljóst að ríkið eigi að skatt­leggja sér­eigna­líf­eyrir eða hluta hans með tekju­skatti yfir­leitt. Hér er um að val­frjálsan sparnað með skatta­legum hvata (ið­gja­öld frá­drátt­ar­bær frá skatt­i). Ekki er almennt hefð fyrir því að ríkið kalli eftir end­ur­greiðslum á skatta­legum hvötum eins og í raun er verið að gera með því skatt­leggja sér­eign með tekju­skatti og útsvari.  Sann­gjarn­ara gæti verið að skatt­leggja útgreiðslur sér­eign­ar­sparn­aðar fjár­magnstekju­skatti ein­göng­u. 

4. Sam­spil lif­eyris úr sam­trygg­inga­sjóðum og elli­líf­eyris frá almanna­trygg­ingum er sér­stakt vanda­mál. Jað­ar­skatt­lagn­ing (og skerð­ing)  yfir 90% á algengu tekju­bili (25 – 560 þús.kr.) hlýtur að leiða atferl­is­breyt­inga og myndar sterkan hvata á þeim hóp sem er á þessu tekju­bili að kom­ast hjá að greiða í líf­eyr­is­sjóð, t.d. með svartri atvinnu­starf­semi (5).  Hugsa mætti ýmsar útfærslur til að milda þessa skatt­lagn­ingu en meg­in­at­riðið hlýtur að vera lækka sam­tölu skatta og skerð­inga niður að 50%. Annað stenst ekki til lengd­ar.





Til­vitnar í texta (númer í sviga).

1. Með sam­trygg­ing­ar­sjóð er átt við líf­eyr­is­sjóð sem veitir elli-,maka, barn og örorku­líf­eyr­ir, þar sem eign sjóð­fé­laga er ekki eyrn­ar­merkt og réttur líf­eyris er til ævi­loka. Nú er skylt að greiða 12% launum í slíkan sjóð.

2. Tekj­ur, og líf­eyr­is­greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­sjóðum skerða einnig sér­stakar  upp­bætur almanna­trygg­ingar til elli­líf­eyr­is­þega, svo sem upp­bót á líf­eyri vegna sér­stakra aðstæðna og upp­bót vegna bif­reið­ar.

3. Sjá t.d. Stock­tak­ing of the tax treat­ment of funded pri­vate pension plans in OECD and EU 2015: htt­p://www.oecd.org­/pensions/­Stock­tak­ing-­Tax-Tr­eat­ment-Pensions-OECD-EU.pdf

4. Nákvæmara væri að segja að almenna frí­tekju­mark­ið, sem 25.000 kr. á mán­uði væri fyrsta stoð­in. En sá þáttur er, vegna þess hvað fjár­hæðin er lág, óveru­legur þáttur elli­líf­eyr­is­ins. Kannski núllta stoð­in. 

5. Hjá þeim sem eru vist­menn á dval­ar­heim­ilum eða hjúkr­un­ar­heim­ilum er þessi skerð­ing enn hærri vegna greiðslu­þátt­töku í dval­ar­kostn­aði.  Vist­menn sem hafa til­teknar tekjur eftir skatt taka þátt í í dval­ar­kostn­aði sínum (dag­gjöld­um). Ef tekjur umfram skatt eru hærri en 95.548 kr.(411 þús.kr. fyrir skatt)  inn­heimtir vist­heim­ili og greiðir til Trygg­ing­ar­stofn­unar allt sem umfram er uns tekjur eftir skatt ná 423.910 kr. (982 þús.kr. fyrir skatt).

Höf­undur starfar hjá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja. Skoð­anir hans í þess­ari grein end­ur­spegla ekki afstöðu þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar