Trú, von og framtíð íslenska lýðveldisins

Svanur Kristjánsson birtir ávarp sem hann flutti á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Auglýsing

Í dag 17. júní ætla ég að ræða um trú og von. Fyrst um mitt trú­ar­upp­eldi vestur á fjörð­um. Síðan um íslenska lýð­veldið og hvernig sér­hvert siðað og far­sælt sam­fé­lag nær­ist á sam­eig­in­legri von og fyr­ir­heit­um. Sér­hver ein­stak­lingur og sér­hvert sam­fé­lag þarf á and­legum verð­mætum að halda. Íslenska lýð­veldið þarf að byggja á fal­leg­um, sam­eig­in­legum hug­sjón­um.

Faðir minn Krist­ján J. Jóns­son var sjó­maður og lengi skip­stjóri á fiski­bát­um. Náfrændi minn var sjó­mað­ur. Afar mínir í báðar ættir voru sjó­menn.

Æsku­draum­ur­inn var að fara til sjós strax og ég hafði aldur til og skip­stjóri eins og faðir minn. Þessi æsku­draumur rætt­ist ekki. Ég var ein­fald­lega mjög sjó­veik­ur. Þið vitið sem þá reynslu hafið að sjó­veiki er ekk­ert grin: Getur valdið nán­ast óbæri­legri van­líð­an, ógleði og upp­söl­um. Ég vissi einnig að ég myndi senni­leg­ast ekki verða laus við sjó­veik­ina. Faðir minn fann til sjó­veiki alla tíð í vondum veðrum þó hann léti það ekki hamla sínu starfi.

Auglýsing

Hinn æsku­draum­ur­inn var að verða trú­boði þegar ég væri ekki á sjón­um. Ástæðan var ein­föld: Ég hlaut gott trú­ar­legt upp­eldi. Allt í kringum mig var trúað fólk. Við krakk­arnir voru fermd í þjóð­kirkj­unni en trú­ar­gleðin kom frá barna­starf­inu í Hvíta­sunnu­söfn­uð­inum og Hjálp­ræð­is­hern­um. Þar var söngur og gleði. Fólk sem ekki not­aði trú sína til að upp­hefja sjálfan sig yfir aðra. Trúin var ein­fald­lega hluti af líf­inu einkum þegar mikið lá við. Fólk stóð and­spænis sjúk­dóm­um, sjáv­ar­háska, óveðrum og snjó­flóð­um. Djúpið gaf og Djúpið tók.

Djúpið , Gull­kistan, var ein feng­sæl­ustu fiski­mið lands­ins en hafið getur einnig orðið lífs­hættu­legt. Faðir minn las aldrei í Bibl­í­unni og sótti ekki messur nema á Sjó­manna­dag­inn og á Aðfanga­dag jóla. Hann var málglaður maður og hafði yndi af sögum en ég heyrði hann hins vegar aðeins tvisvar tala um trú sína.

Fyrra skiptið var frá­sögn af því þegar hann 16 ára gam­all var til sjós og skyndi­lega brast á óveð­ur. Allt laus­legt í bátnum var bundið nið­ur. Skip­stjór­inn var einn í brúnni við stýrið en háset­arnir voru í lúk­arn­um. Áhöfnin beið dauða síns. Bát­ur­inn myndi far­ast. „Hvað gerðuð þið” spurði ég föður minn og hann svar­aði: „Við fórum í koj­urn­ar. Breyddum yfir okkur sæng og fórum með Fað­ir­vor­ið.”

Hitt skiptið sem faðir minn tal­aði um trú var þegar útséð var um sjó­mennsku mína. Fór fyrst í mennta­skóla og síðar til náms í Banda­ríkj­un­um. Þegar ég var að fara sagði faðir minn við mig: „Og mundu það Svanur minn að þú ert aldrei einn.”

Trú sner­ist sem sagt um að treysta; að lífið sé ferða­lag í fylgd verð­mæta sem mölur og ryð fá ekki grand­að; að öðl­ast hlut­deild í verð­mætum sem ekki eru af þessum heimi. Verð­mætum sem ekki eru áþreif­an­leg en samt óhagg­an­leg í eilífum sann­indum um grund­völl mann­legrar til­veru.

Í helgri bók, Bibl­í­unni, er trúin ein­ungis skil­greind á einum stað. Þar stendur skrif­að:

„Trúin er full­vissa um það sem menn vona, sann­fær­ing um þá hluti sem ekki er auðið að sjá.”

(Bréfið til Hebrea 11:1).

Ég vildi verða trú­boði til að miðla trú minni til ann­arra.

Sann­leik­ur­inn um ein­stak­linga og sam­fé­lag

Síðar varð ég fræði­maður og háskóla­kenn­ari. Ég varð hvorki sjó­maður eða trú­boði. Ég hygg hins vegar að æsku­draumar mínir tveir end­ur­spegli djúp sann­indi – ekki ein­göngu um mitt líf heldur um líf okkar allra bæði sem ein­stak­linga og sam­fé­lags.

Þarfir okkar allra eru hinar sömu: Hver sem er: hvenær sem og hvar sem er. Ann­ars vegar þurfum við efn­is­leg verð­mæti. Við Íslend­ingar þurfum sjó­menn og alls konar atvinnu­grein­ar. Við þurfum vinnu í víðum skiln­ingi hvort sem er launuð eða ólaun­uð. Okkur hefur oft gengið vel að skapa efn­is­leg verð­mæti. Fyrir það skulum við vera þakk­lát. En við þurfum einnig trú. Við þurfum að geta treyst hvort öðru. Sér­hvert siðað sam­fé­lag þarfn­ast sam­fé­lags­sátt­mála. Þar eru til­greind hvers konar sam­fé­lag við viljum vera; hver eru okkar mark­mið. Hverjar eru okkar sam­fé­lags­legar skyldur og hver eru okkar rétt­indi. Á grund­velli sam­fé­lags­sátt­mála eru síðan sett grund­vall­ar­lög sem venju­lega eru nefnd stjórn­ar­skrá þjóð­fé­lags­ins.

Það er gömul saga og ný að þeim sam­fé­lögum – jafn­vel heims­veld­um– er hætta búin sem ekki leggja rækt við sina sið­ferði­lega und­ir­stöðu og sam­eig­in­leg verð­mæti. Van­traust, tor­tryggni og stjórn­lausar deilur naga rætur slíks þjóð­fé­lags ekki síst á tímum eins og okkar þegar allri til­veru lífs á jörð­inni er ógnað og nauð­syn­legt er að sam­ein­ast um mark­vissar mót­væg­is­að­gerð­ir.

Algjör­lega stöðugt ástand er yfir­leitt ekki í boði. Hvað þá heldur þegar áföll dynja yfir. Áföll breyta lífi ein­stak­linga og til­veru sam­fé­laga. Ekk­ert verður eins og áður. Tveir og ein­ungis tveir kostir eru í boði:

  1. Áfall veldur bit­ur­leika og sjálfseyð­ingu. Því sem áður var hægt að treysta er ekki lengur hægt að treysta. Von­leysi grípur um sig. Þjóð­fé­lög læs­ast inn í víta­hring nei­kvæðrar þró­un­ar. Van­traust og reiði truflar eði­lega starf­semi þjóð­fé­lags og stjórn­mála sem aftur eykur enn á almennt van­traust og reiði.
  2. Áfall kallar á glögga sýn á það sem gerst hef­ur. Æðru­leys­is­bænin er gott vega­nesti:

„Guð, gefðu mér æðru­leysi

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki breytt.

Kjark til að breyta því sem ég

get ekki breytt

og vit til að greina þar á milli.“

Hér og nú á þjóð­há­tíð­ar­degi Íslend­inga 17. júní skulum við und­an­bragða­laust horfast í augu við nokkrar stað­reyndir um íslenska lýð­veldið sem stofnað var 1944. Ísland varð full­valda ríki 1918. Í meir en 100 ár höfðum við ráðið okkur sjálf. Í 75 ár höfum við haft hér lýð­veldi.

Íslenska lýð­veldið í djúpum vanda

Hér eru þrjár stað­reyndir um ástand íslenska lýð­veld­is­ins:

  1. Íslenska lýð­veldið er djúpum vanda. Almennt ríkir van­traust og tor­tryggni í garð stjórn­mála, opin­berra stofn­ana og fjár­mála­stofn­ana.  Þannig sýnir nýleg könnun Gallup að 67% svar­enda telja spill­ing vera alvar­legt vanda­mál í íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu sam­an­borið við 14% í Sví­þjóð, 15% í Dan­mörku, 77% í Úkra­ínu, 80% í Rúss­landi og 86% á Ítal­íu. Sam­kvæmt nýrri könnun MMR treysta 18% svar­enda Alþingi – og það fyrir síð­ustu upp­á­komur á lög­gjaf­ar­sam­komu þjóð­ar­inn­ar. Í Nor­egi treysta tveir þriðju kjós­enda sínu lög­gjaf­ar­þingi.
  2. Ein aðal­or­sök van­trausts­ins er Hrunið 2008. Í hugum þorra Íslend­inga afhjúpaði Hrunið bitran sann­leika um eigið þjóð­fé­lag. Heimskreppa eða styrj­aldir voru ekki þar orsaka­vald­ar. Leið­ar­ljós íslenskra ráða­manna voru sér­hags­munir hinna ríku og vold­ugu. Spill­ing, van­hæfni, fúsk og frænd­hygli stjórn­aði gerðum valda­fólks í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfi og opin­berum stofn­un­um. Nákvæm­lega þeim sem almenn­ingur treystir ekki í dag.
  3. Meir en tíu árum eftir Hrun erum stödd í nei­kvæðri þróun íslensks lýð­ræðis og rétt­ar­rík­is. Gleymum ekki upreist æru kyn­ferð­is­af­brota­manna; eitr­uðu sam­spili fjár­mála, við­skipta­lífs og stjórn­mála; geð­þótta­á­kvörð­unum ráða­manna við skipan dóm­ara í Lands­rétt; úrræða­leysi Alþingi við sjálftöku Alþing­is­manna og sið­ferð­is­brest­um; Klaust­ur­mál­ið.

Að mínu mati eru samt ein mesta ógæfa Íslands fólgin í með­ferð stjórn­ar­skrár­máls­ins og þess að hafa hvorki Sam­fé­lags­sátt­mála eða nýja stjórn­ar­skrá. Við búum enn við stjórn­ar­skrá sem í grund­vall­ar­at­riðum er byggð á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is­ins Dan­mörku – frá 1849.

Nýr sam­fé­lags­sátt­máli

Margar rétt­ar­bætur koma erlendis frá hvort sem er frá Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn í Strass­borg eða alþjóð­lega sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Íslenskir ráða­menn streit­ast oft á móti eins og þeir geta.

Sem betur fer höfum við samið nýjan Sam­fé­lags­sátt­mála og nýja stjórn­ar­skrá. Fyrst var haldin þjóð­fund­ur; síðan kosið Stjórn­laga­þing. Stjórn­laga­ráð skil­aði góðu verki. 20. októ­ber 2012 var haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla þar sem mik­ill meiri­hluti sam­þykkti meg­in­at­riði nýrrar stjórn­ar­skrár. Alþingi er ekk­ert að van­bún­aði að afgreiða nýju stjórn­ar­skránna eftir breyt­ingar sem mætti gera án þess að raska meg­in­at­riðum frum­varps­ins. Munum að engin af und­an­förnum hneyksl­is­málum hefði komið upp væri nýja stjórn­ar­skráin í gildi.

Ég legg til að við hættum að deila um for­tíð­ina í stjórn­ar­skrár­mál­inu.

Við getum ekki breytt hinu liðna. Það er ekki á okkar valdi. Það er hins vegar á okkar valdi að við­ur­kenna í verki að íslenska lýð­veldið verður ekki byggt upp  nema á grund­velli trúar og vonar – nema að við setjum okkur sam­eig­in­leg mark­mið. Ákveðum hvers konar þjóð­fé­lag við viljum hafa í nútíð og fram­tíð. Við getum ekki látið sér­hags­muna­hópa ráða áfram för. Við þurfum nið­ur­stöðu í deilum um Sam­fé­lags­átt­mála og nýja stjórn­ar­skrá. Enda­lausar deilur um grund­vall­ar­lög og leik­reglur hafa til óþurftar markað sögu íslenska lýð­veld­is­ins.

Við þurfum lýð­veldi sem á sér draum því eins og þjóð­skáldið Hannes Pét­urs­son yrkir:

„Og við stóð­umst ekki án drauma

neinn dag til kvölds. …. “

Á þessum sól­skins­degi skulum við strengja þess heit að næsta 17. Júní árið 2020 – á 100 ára afmæli jafns kosn­inga­réttar kvenna sem karla – skuli hafa tekið gildi nýr Sam­fé­lags­sátt­máli og ný stjórn­ar­skrá.

Mikið afskap­lega eru nú Aðfar­ar­orðin – Nýi sam­fé­lags­sátt­mál­inn - að nýju stjórn­ar­skránni fal­legur og ljóð­rænn texti:

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indum að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða.”

Á grunni þessa sam­fé­lags­sátt­mála getur fram­tíð íslenska lýð­veld­is­ins orðið björt og far­sæl.

(Ávarpið var flutt við úti­messu Laug­ar­nessafn­aðar í Laug­ar­dal 17. júní 2019).

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar