Frá #konurtala til #konurþagna?

Þóra Kristín Þórsdóttir segir að tími þolenda sé kominn.

Auglýsing

Það er bylt­ing­ar­árið 2015. Um vorið ætl­ar Beautytips-­bylt­ingin svo­kall­aða þar sem konur tjá sig um kyn­ferð­is­of­beldi undir myllu­merkj­unum #þöggun og #kon­ur­tala allt um koll að keyra. Af hverju eru inn­brot aldrei „mein­t“, né heldur lík­ams­árásir á karla, en nauðg­anir alltaf? Ef karl nauðgar konu, en er aldrei kærð­ur, er hann þá ekki sekur um nauðg­un? Af hverju er verið að nota rétt­ar­fars­lega prinsippið „sak­laus uns sekt er sönn­uð“ í almennri umræðu? Af hverju er alltaf verið að vernda ger­end­ur, leyfa þeim að njóta vafans, á meðan þolendum er aldrei trú­að? Það eru enda­lausar bylt­ing­ar, tímar eru að breytast, loks­ins er tími kvenna, tími þolenda kom­inn.

Sam­skipta­miðl­arnir eru ­mekka ­bylt­ing­anna en á sama tíma er óvissa um stöðu þeirra, þ.e. það hvað telst opin­ber birt­ing. Árið áður hafði karl verið sýkn­aður í Hér­aðs­dómi fyrir að deila mynd af þekktum karli með orð­unum „Fuck you rapist bast­ard“ á in­stagram á þeim for­sendum að hann hefði aðeins 100 fylgj­endur og því teld­ist birt­ingin ekki opin­ber. Hins vegar féll sama dag dómur í öðru máli þar sem kona hafði kallað karl nauð­gara á opinn­i face­book ­síðu. Þau ummæli voru dæmd dauð og ómerk en máls­kostn­aður felldur nið­ur.

9. nóv­em­ber 2015

Í nóv­em­ber fara svo að ber­ast fréttir af (meintri) nauðgun í Hlíð­un­um. Þann 9. nóv­em­ber birt­ist frétt á for­síðu Frétta­blaðs­ins með svohljóð­andi fyr­ir­sögn „Íbúð í Hlíð­unum var útbúin til nauð­gana“. Segir í frétt­inni „Lög­regla stað­festir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í mál­inu. Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til ofbeld­isiðk­un­ar.“ Svo lýkur frétt­inni á þessum orðum „Mönn­unum var sleppt að lok­inni frum­rann­sókn lög­reglu. Ekki var farið fram á gæslu­varð­hald yfir þeim“. Síðar átti Hér­aðs­dómur Reykja­víkur eftir að dæma fyrri ummælin dauð og ómerk, sem Hæsti­réttur svo stað­festi, en nú er enn mánu­dags­morg­un­inn 9. nóv­em­ber 2015 og það eitt „vit­að“ að karlar sem grun­aðir eru um hrotta­lega árás á konur í sér­út­bú­inni íbúð til þeirra verka eru ekki taldir ógna almanna­hags­mun­um. Af því að það er öryggi kvenna en ekki karla sem er ógn­að? Eru kon­ur sum sé ekki almenn­ing­ur? Ólga bræði fer um ­net­miðl­ana. For­kast­an­legum vinnu­brögðum lög­reglu þarf að mót­mæla.  Það er í þess­ari ólgu sem Hild­ur Lilli­enda­hl kynnir myllu­merkið #al­manna­hags­munir á sín­um Face­book-­vegg með orðum um að undir því sé fólk á Twitt­er að ræða „þá gríð­ar­lega alvar­legu aðför lög­regl­unnar að öryggi kvenna í Reykja­vík að láta eiga sig að fara fram á gæslu­varð­hald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfir­drifið kerf­is­bundið að þeir hafa til þess sér­út­búna íbúð.“ ­Sama dag fer Oddný Arn­ars­dóttir í við­tal m.a. við skóla­vef­inn Land­póst­inn til að segja frá fyr­ir­hug­uðum sam­stöðu­fundi, og skýrir þar til­komu fund­ar­ins með vísan í frétt­ir. Eng­inn er nafn­greind­ur, hvorki hjá henni né í stöðu­upp­færslu Hild­ar. Oddný segir skil­merki­lega frá því að hún sé að byggja á fréttum sem birst hafa í miðlum sbr. Frétta­blað­inu og Stund­inni. Aftur er meg­inmálið að karlar sem grun­aðir eru um svo viða­mikla glæpi séu ekki settir í gæslu­varð­hald. Áherslan í báðum til­fellum er að gagn­rýna störf lög­reglu.

Auglýsing

Hlíða­málið er síðar fellt niður þar eð sak­sókn­ari telur það ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar. Lög­maður karl­anna kærir (mein­ta) þolendur fyrir rangar sak­ar­giftir af því til­efni (síðar fellt nið­ur) og aðra kon­una svo fyrir nauðgun (endar einnig með nið­ur­fell­ing­u), ásamt því að á þriðja tug fólks fær hót­anir um stefnur vegna meið­yrða, m.a. Hildur og Odd­ný.

18. júní 2019

Til að nálg­ast það að skilja dóma Arn­ars Þórs Jóns­son­ar, hér­aðs­dóm­ara, sem dæmdi bæði í málum Odd­nýjar og Hildar þann 18. júní síð­ast­lið­inn, þarf fyrir það fyrsta að átta sig á að síðan 9. nóv­em­ber 2015 hafa fallið nokkrir dómar í skyldum mál­um, t.d. í máli karls sem dreifði myndum af hinum ákærðu með mjög berum orðum um (mein­ta) sekt þeirra. Það sem er athygl­is­vert hins vegar við dómana frá vik­unni sem leið, fyrir utan list­fengi og lengd dóms­orð­anna, er að:

  1. Þar eru ummæli kvenna dæmd dauð og ómerk (þ.e. þær eru dæmdar fyrir meið­yrði) þó þær nefni meinta ger­endur ekki á nafn í kærðum ummæl­um, né annað sem gæti auð­kennt þá. Það að þær hafi raun­veru­lega verið að gagn­rýna lög­reglu fyrir að setja ekki karla sem grun­aðir voru um hrotta­lega glæpi í gæslu­varð­hald (þ.e. voru í raun að tala um te­or­íska karla) þá telst það meið­yrði af því að þegar ummæli þeirra birt­ust höfðu meintir ger­endur verið nafn­greind­ir ann­ars staðar á alnet­inu. Sbr. „Við ákvörðun fjár­hæðar bót­anna er óhjá­kvæmi­legt að líta til alvar­leika þeirra stað­hæf­inga sem stefnda lét hafa eftir sér í títt­nefndu við­tali, þar sem stefn­endur voru bornir þungum sök­um, en fyrir liggur að þegar við­talið birt­ist höfðu þeir þegar verið nafn­greindir á sam­fé­lags­miðl­u­m.“ (Mál E-3248/2018, bls. 17).
  2. Var­ast skal að ræða fréttir nema man viti nákvæm­lega um sann­leiks­gildi þeirra enda segir svo í báðum dóm­um: „­Með því að hvorki frétta­flutn­ing­ur­inn né full­yrð­ingar stefndu voru byggðar á raun­sönnum stað­reyndum getur dóm­ur­inn ekki fall­ist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almenn­ri, heim­illi og vernd­aðri þátt­töku í umræðum um kyn­ferð­is­brot.“ (sjá t.d. mál E-3248/2018, bls. 14).
  3. Þó allir fjöl­miðlar hafi verið und­ir­lagðir af ein­hverju máli svo dögum skipt­ir, eins og var hér, er hægt að líta svo á að auð­kenna­laus ummæli á skóla­vef eða á eig­in ­fés­bók­ar­vegg hafi valdið miska. Og ekki bara það, heldur er hægt að reikna út hve mik­ill sá miski var.

Ég geri fast­lega ráð fyrir að þessum dómum verði báðum áfrýjað og þeir verða von­andi leið­réttir á æðri dóm­stig­um, enda stórfurðu­legt að hægt sé að dæma meið­yrði þegar um nafn­lausa og auð­kenna­lausa ein­stak­linga er að ræða og stór­hættu­legt ef þjóðin á ekki að geta rætt fréttir án þess að setja fyr­ir­vara við hvert orð. Að auki finnst mér kynd­ugt að hægt sé að dæma í tæp­lega fjög­urra ára gömlu máli út frá því hvernig túlkun lag­anna hefur orðið á und­an­förnum tveimur árum, en ég er vissu­lega ekki lög­fræð­ing­ur.

Það mik­il­væg­asta er þó það að ef mál­inu verður áfrýjað til Lands­rétt­ar, tala nú ekki um ef það fer alla leið fyrir Hæsta­rétt, þá geta liðið nokkur ár þar til að úrskurður fæst. Á meðan munu vilj­ugir geta litið til­ þess­arra ­dóma Arn­ars Þórs Jóns­son­ar, og túlk­un­ar­innar sem þeir byggj­ast á. Þar sem sam­kvæmt honum er hægt að dæma miska­bætur fyrir nafn- og auð­kenna­laus ummæli verða (sum­ir) lög­fræð­ingar enn viljugri að kæra meið­yrði, sem þýðir auð­vitað að þolendur kyn­ferð­is­brota verða enn þagg­aðri en áður. Þannig að mál sem á upp­runa sinn í bylt­ing­unum #kon­ur­tala og #þöggun getur vel orðið til þess að þagga þolendur enn frek­ar. Við þetta getum við ekki unað og hvet ég því öll sem geta að kynna sér og styrkja Mál­frels­is­sjóð­inn á Karol­ina Fund. Af því að tími þolenda er kom­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar