Frá #konurtala til #konurþagna?

Þóra Kristín Þórsdóttir segir að tími þolenda sé kominn.

Auglýsing

Það er byltingarárið 2015. Um vorið ætlar Beautytips-byltingin svokallaða þar sem konur tjá sig um kynferðisofbeldi undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala allt um koll að keyra. Af hverju eru innbrot aldrei „meint“, né heldur líkamsárásir á karla, en nauðganir alltaf? Ef karl nauðgar konu, en er aldrei kærður, er hann þá ekki sekur um nauðgun? Af hverju er verið að nota réttarfarslega prinsippið „saklaus uns sekt er sönnuð“ í almennri umræðu? Af hverju er alltaf verið að vernda gerendur, leyfa þeim að njóta vafans, á meðan þolendum er aldrei trúað? Það eru endalausar byltingar, tímar eru að breytast, loksins er tími kvenna, tími þolenda kominn.

Samskiptamiðlarnir eru mekka byltinganna en á sama tíma er óvissa um stöðu þeirra, þ.e. það hvað telst opinber birting. Árið áður hafði karl verið sýknaður í Héraðsdómi fyrir að deila mynd af þekktum karli með orðunum „Fuck you rapist bastard“ á instagram á þeim forsendum að hann hefði aðeins 100 fylgjendur og því teldist birtingin ekki opinber. Hins vegar féll sama dag dómur í öðru máli þar sem kona hafði kallað karl nauðgara á opinni facebook síðu. Þau ummæli voru dæmd dauð og ómerk en málskostnaður felldur niður.

9. nóvember 2015

Í nóvember fara svo að berast fréttir af (meintri) nauðgun í Hlíðunum. Þann 9. nóvember birtist frétt á forsíðu Fréttablaðsins með svohljóðandi fyrirsögn „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Segir í fréttinni „Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar.“ Svo lýkur fréttinni á þessum orðum „Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim“. Síðar átti Héraðsdómur Reykjavíkur eftir að dæma fyrri ummælin dauð og ómerk, sem Hæstiréttur svo staðfesti, en nú er enn mánudagsmorguninn 9. nóvember 2015 og það eitt „vitað“ að karlar sem grunaðir eru um hrottalega árás á konur í sérútbúinni íbúð til þeirra verka eru ekki taldir ógna almannahagsmunum. Af því að það er öryggi kvenna en ekki karla sem er ógnað? Eru konur sum sé ekki almenningur? Ólga bræði fer um netmiðlana. Forkastanlegum vinnubrögðum lögreglu þarf að mótmæla.  Það er í þessari ólgu sem Hildur Lilliendahl kynnir myllumerkið #almannahagsmunir á sínum Facebook-vegg með orðum um að undir því sé fólk á Twitter að ræða „þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Sama dag fer Oddný Arnarsdóttir í viðtal m.a. við skólavefinn Landpóstinn til að segja frá fyrirhuguðum samstöðufundi, og skýrir þar tilkomu fundarins með vísan í fréttir. Enginn er nafngreindur, hvorki hjá henni né í stöðuuppfærslu Hildar. Oddný segir skilmerkilega frá því að hún sé að byggja á fréttum sem birst hafa í miðlum sbr. Fréttablaðinu og Stundinni. Aftur er meginmálið að karlar sem grunaðir eru um svo viðamikla glæpi séu ekki settir í gæsluvarðhald. Áherslan í báðum tilfellum er að gagnrýna störf lögreglu.

Auglýsing

Hlíðamálið er síðar fellt niður þar eð saksóknari telur það ekki líklegt til sakfellingar. Lögmaður karlanna kærir (meinta) þolendur fyrir rangar sakargiftir af því tilefni (síðar fellt niður) og aðra konuna svo fyrir nauðgun (endar einnig með niðurfellingu), ásamt því að á þriðja tug fólks fær hótanir um stefnur vegna meiðyrða, m.a. Hildur og Oddný.

18. júní 2019

Til að nálgast það að skilja dóma Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara, sem dæmdi bæði í málum Oddnýjar og Hildar þann 18. júní síðastliðinn, þarf fyrir það fyrsta að átta sig á að síðan 9. nóvember 2015 hafa fallið nokkrir dómar í skyldum málum, t.d. í máli karls sem dreifði myndum af hinum ákærðu með mjög berum orðum um (meinta) sekt þeirra. Það sem er athyglisvert hins vegar við dómana frá vikunni sem leið, fyrir utan listfengi og lengd dómsorðanna, er að:

  1. Þar eru ummæli kvenna dæmd dauð og ómerk (þ.e. þær eru dæmdar fyrir meiðyrði) þó þær nefni meinta gerendur ekki á nafn í kærðum ummælum, né annað sem gæti auðkennt þá. Það að þær hafi raunverulega verið að gagnrýna lögreglu fyrir að setja ekki karla sem grunaðir voru um hrottalega glæpi í gæsluvarðhald (þ.e. voru í raun að tala um teoríska karla) þá telst það meiðyrði af því að þegar ummæli þeirra birtust höfðu meintir gerendur verið nafngreindir annars staðar á alnetinu. Sbr. „Við ákvörðun fjárhæðar bótanna er óhjákvæmilegt að líta til alvarleika þeirra staðhæfinga sem stefnda lét hafa eftir sér í títtnefndu viðtali, þar sem stefnendur voru bornir þungum sökum, en fyrir liggur að þegar viðtalið birtist höfðu þeir þegar verið nafngreindir á samfélagsmiðlum.“ (Mál E-3248/2018, bls. 17).
  2. Varast skal að ræða fréttir nema man viti nákvæmlega um sannleiksgildi þeirra enda segir svo í báðum dómum: „Með því að hvorki fréttaflutningurinn né fullyrðingar stefndu voru byggðar á raunsönnum staðreyndum getur dómurinn ekki fallist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almennri, heimilli og verndaðri þátttöku í umræðum um kynferðisbrot.“ (sjá t.d. mál E-3248/2018, bls. 14).
  3. Þó allir fjölmiðlar hafi verið undirlagðir af einhverju máli svo dögum skiptir, eins og var hér, er hægt að líta svo á að auðkennalaus ummæli á skólavef eða á eigin fésbókarvegg hafi valdið miska. Og ekki bara það, heldur er hægt að reikna út hve mikill sá miski var.

Ég geri fastlega ráð fyrir að þessum dómum verði báðum áfrýjað og þeir verða vonandi leiðréttir á æðri dómstigum, enda stórfurðulegt að hægt sé að dæma meiðyrði þegar um nafnlausa og auðkennalausa einstaklinga er að ræða og stórhættulegt ef þjóðin á ekki að geta rætt fréttir án þess að setja fyrirvara við hvert orð. Að auki finnst mér kyndugt að hægt sé að dæma í tæplega fjögurra ára gömlu máli út frá því hvernig túlkun laganna hefur orðið á undanförnum tveimur árum, en ég er vissulega ekki lögfræðingur.

Það mikilvægasta er þó það að ef málinu verður áfrýjað til Landsréttar, tala nú ekki um ef það fer alla leið fyrir Hæstarétt, þá geta liðið nokkur ár þar til að úrskurður fæst. Á meðan munu viljugir geta litið til þessarra dóma Arnars Þórs Jónssonar, og túlkunarinnar sem þeir byggjast á. Þar sem samkvæmt honum er hægt að dæma miskabætur fyrir nafn- og auðkennalaus ummæli verða (sumir) lögfræðingar enn viljugri að kæra meiðyrði, sem þýðir auðvitað að þolendur kynferðisbrota verða enn þaggaðri en áður. Þannig að mál sem á uppruna sinn í byltingunum #konurtala og #þöggun getur vel orðið til þess að þagga þolendur enn frekar. Við þetta getum við ekki unað og hvet ég því öll sem geta að kynna sér og styrkja Málfrelsissjóðinn á Karolina Fund. Af því að tími þolenda er kominn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar