Frá #konurtala til #konurþagna?

Þóra Kristín Þórsdóttir segir að tími þolenda sé kominn.

Auglýsing

Það er bylt­ing­ar­árið 2015. Um vorið ætl­ar Beautytips-­bylt­ingin svo­kall­aða þar sem konur tjá sig um kyn­ferð­is­of­beldi undir myllu­merkj­unum #þöggun og #kon­ur­tala allt um koll að keyra. Af hverju eru inn­brot aldrei „mein­t“, né heldur lík­ams­árásir á karla, en nauðg­anir alltaf? Ef karl nauðgar konu, en er aldrei kærð­ur, er hann þá ekki sekur um nauðg­un? Af hverju er verið að nota rétt­ar­fars­lega prinsippið „sak­laus uns sekt er sönn­uð“ í almennri umræðu? Af hverju er alltaf verið að vernda ger­end­ur, leyfa þeim að njóta vafans, á meðan þolendum er aldrei trú­að? Það eru enda­lausar bylt­ing­ar, tímar eru að breytast, loks­ins er tími kvenna, tími þolenda kom­inn.

Sam­skipta­miðl­arnir eru ­mekka ­bylt­ing­anna en á sama tíma er óvissa um stöðu þeirra, þ.e. það hvað telst opin­ber birt­ing. Árið áður hafði karl verið sýkn­aður í Hér­aðs­dómi fyrir að deila mynd af þekktum karli með orð­unum „Fuck you rapist bast­ard“ á in­stagram á þeim for­sendum að hann hefði aðeins 100 fylgj­endur og því teld­ist birt­ingin ekki opin­ber. Hins vegar féll sama dag dómur í öðru máli þar sem kona hafði kallað karl nauð­gara á opinn­i face­book ­síðu. Þau ummæli voru dæmd dauð og ómerk en máls­kostn­aður felldur nið­ur.

9. nóv­em­ber 2015

Í nóv­em­ber fara svo að ber­ast fréttir af (meintri) nauðgun í Hlíð­un­um. Þann 9. nóv­em­ber birt­ist frétt á for­síðu Frétta­blaðs­ins með svohljóð­andi fyr­ir­sögn „Íbúð í Hlíð­unum var útbúin til nauð­gana“. Segir í frétt­inni „Lög­regla stað­festir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í mál­inu. Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til ofbeld­isiðk­un­ar.“ Svo lýkur frétt­inni á þessum orðum „Mönn­unum var sleppt að lok­inni frum­rann­sókn lög­reglu. Ekki var farið fram á gæslu­varð­hald yfir þeim“. Síðar átti Hér­aðs­dómur Reykja­víkur eftir að dæma fyrri ummælin dauð og ómerk, sem Hæsti­réttur svo stað­festi, en nú er enn mánu­dags­morg­un­inn 9. nóv­em­ber 2015 og það eitt „vit­að“ að karlar sem grun­aðir eru um hrotta­lega árás á konur í sér­út­bú­inni íbúð til þeirra verka eru ekki taldir ógna almanna­hags­mun­um. Af því að það er öryggi kvenna en ekki karla sem er ógn­að? Eru kon­ur sum sé ekki almenn­ing­ur? Ólga bræði fer um ­net­miðl­ana. For­kast­an­legum vinnu­brögðum lög­reglu þarf að mót­mæla.  Það er í þess­ari ólgu sem Hild­ur Lilli­enda­hl kynnir myllu­merkið #al­manna­hags­munir á sín­um Face­book-­vegg með orðum um að undir því sé fólk á Twitt­er að ræða „þá gríð­ar­lega alvar­legu aðför lög­regl­unnar að öryggi kvenna í Reykja­vík að láta eiga sig að fara fram á gæslu­varð­hald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfir­drifið kerf­is­bundið að þeir hafa til þess sér­út­búna íbúð.“ ­Sama dag fer Oddný Arn­ars­dóttir í við­tal m.a. við skóla­vef­inn Land­póst­inn til að segja frá fyr­ir­hug­uðum sam­stöðu­fundi, og skýrir þar til­komu fund­ar­ins með vísan í frétt­ir. Eng­inn er nafn­greind­ur, hvorki hjá henni né í stöðu­upp­færslu Hild­ar. Oddný segir skil­merki­lega frá því að hún sé að byggja á fréttum sem birst hafa í miðlum sbr. Frétta­blað­inu og Stund­inni. Aftur er meg­inmálið að karlar sem grun­aðir eru um svo viða­mikla glæpi séu ekki settir í gæslu­varð­hald. Áherslan í báðum til­fellum er að gagn­rýna störf lög­reglu.

Auglýsing

Hlíða­málið er síðar fellt niður þar eð sak­sókn­ari telur það ekki lík­legt til sak­fell­ing­ar. Lög­maður karl­anna kærir (mein­ta) þolendur fyrir rangar sak­ar­giftir af því til­efni (síðar fellt nið­ur) og aðra kon­una svo fyrir nauðgun (endar einnig með nið­ur­fell­ing­u), ásamt því að á þriðja tug fólks fær hót­anir um stefnur vegna meið­yrða, m.a. Hildur og Odd­ný.

18. júní 2019

Til að nálg­ast það að skilja dóma Arn­ars Þórs Jóns­son­ar, hér­aðs­dóm­ara, sem dæmdi bæði í málum Odd­nýjar og Hildar þann 18. júní síð­ast­lið­inn, þarf fyrir það fyrsta að átta sig á að síðan 9. nóv­em­ber 2015 hafa fallið nokkrir dómar í skyldum mál­um, t.d. í máli karls sem dreifði myndum af hinum ákærðu með mjög berum orðum um (mein­ta) sekt þeirra. Það sem er athygl­is­vert hins vegar við dómana frá vik­unni sem leið, fyrir utan list­fengi og lengd dóms­orð­anna, er að:

  1. Þar eru ummæli kvenna dæmd dauð og ómerk (þ.e. þær eru dæmdar fyrir meið­yrði) þó þær nefni meinta ger­endur ekki á nafn í kærðum ummæl­um, né annað sem gæti auð­kennt þá. Það að þær hafi raun­veru­lega verið að gagn­rýna lög­reglu fyrir að setja ekki karla sem grun­aðir voru um hrotta­lega glæpi í gæslu­varð­hald (þ.e. voru í raun að tala um te­or­íska karla) þá telst það meið­yrði af því að þegar ummæli þeirra birt­ust höfðu meintir ger­endur verið nafn­greind­ir ann­ars staðar á alnet­inu. Sbr. „Við ákvörðun fjár­hæðar bót­anna er óhjá­kvæmi­legt að líta til alvar­leika þeirra stað­hæf­inga sem stefnda lét hafa eftir sér í títt­nefndu við­tali, þar sem stefn­endur voru bornir þungum sök­um, en fyrir liggur að þegar við­talið birt­ist höfðu þeir þegar verið nafn­greindir á sam­fé­lags­miðl­u­m.“ (Mál E-3248/2018, bls. 17).
  2. Var­ast skal að ræða fréttir nema man viti nákvæm­lega um sann­leiks­gildi þeirra enda segir svo í báðum dóm­um: „­Með því að hvorki frétta­flutn­ing­ur­inn né full­yrð­ingar stefndu voru byggðar á raun­sönnum stað­reyndum getur dóm­ur­inn ekki fall­ist á það að þáttur stefndu hafi einkum falist í almenn­ri, heim­illi og vernd­aðri þátt­töku í umræðum um kyn­ferð­is­brot.“ (sjá t.d. mál E-3248/2018, bls. 14).
  3. Þó allir fjöl­miðlar hafi verið und­ir­lagðir af ein­hverju máli svo dögum skipt­ir, eins og var hér, er hægt að líta svo á að auð­kenna­laus ummæli á skóla­vef eða á eig­in ­fés­bók­ar­vegg hafi valdið miska. Og ekki bara það, heldur er hægt að reikna út hve mik­ill sá miski var.

Ég geri fast­lega ráð fyrir að þessum dómum verði báðum áfrýjað og þeir verða von­andi leið­réttir á æðri dóm­stig­um, enda stórfurðu­legt að hægt sé að dæma meið­yrði þegar um nafn­lausa og auð­kenna­lausa ein­stak­linga er að ræða og stór­hættu­legt ef þjóðin á ekki að geta rætt fréttir án þess að setja fyr­ir­vara við hvert orð. Að auki finnst mér kynd­ugt að hægt sé að dæma í tæp­lega fjög­urra ára gömlu máli út frá því hvernig túlkun lag­anna hefur orðið á und­an­förnum tveimur árum, en ég er vissu­lega ekki lög­fræð­ing­ur.

Það mik­il­væg­asta er þó það að ef mál­inu verður áfrýjað til Lands­rétt­ar, tala nú ekki um ef það fer alla leið fyrir Hæsta­rétt, þá geta liðið nokkur ár þar til að úrskurður fæst. Á meðan munu vilj­ugir geta litið til­ þess­arra ­dóma Arn­ars Þórs Jóns­son­ar, og túlk­un­ar­innar sem þeir byggj­ast á. Þar sem sam­kvæmt honum er hægt að dæma miska­bætur fyrir nafn- og auð­kenna­laus ummæli verða (sum­ir) lög­fræð­ingar enn viljugri að kæra meið­yrði, sem þýðir auð­vitað að þolendur kyn­ferð­is­brota verða enn þagg­aðri en áður. Þannig að mál sem á upp­runa sinn í bylt­ing­unum #kon­ur­tala og #þöggun getur vel orðið til þess að þagga þolendur enn frek­ar. Við þetta getum við ekki unað og hvet ég því öll sem geta að kynna sér og styrkja Mál­frels­is­sjóð­inn á Karol­ina Fund. Af því að tími þolenda er kom­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar