Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi

Auglýsing

Í greinum mínum um ofbeldi í garð kenn­ara hef ég vitnað til nor­rænu land­anna. Því miður eru engar rann­sóknir til hér á landi og því ekki vitað hve víð­tækur vand­inn er. Eins og við gerum gjarnan þá berum við okkur saman við hin Norð­ur­löndin séu rann­sóknir ekki til um mála­flokk­inn. Í fyrstu grein minni benti ég á könnun Vinnu­um­hverf­is­nefndar KÍ meðal grunn­skóla­kenn­ara í apríl s.l. sem gefur til­efni til frek­ari rann­sókn­ar.

Á sam­tölum mínum við kenn­ara má heyra að margir hafa áhyggjur af ástandi mála. Kenn­arar tala líka um að kryfja þurfi vand­ann til að finna út hvað veldur að nem­andi velji ofbeldi fremur er sam­ræð­ur. Kenn­arar sem sagt hafa frá ofbeldi nefna að nem­andi hafi stungið blý­anti í hand­ar­bak, kastað hlut eftir við­kom­andi, sparkað í fót, rekið blý­ant í höf­uð­ið, sparkað í kvið, lamið í upp­hand­legg, tekið utan um kenn­ara og hald­ið, bit­ið, náms­gögnum sam­nema rutt af borð­um, hurð skellt, borðum og stólum velt o.fl. Munn­legt ofbeldi tíðkast líka og ekki minnka áhyggur kenn­ara vegna þessa. Mörg ljót orð eru látin falla um kenn­ara, hann er tussa, mella, hel­vítis gömul kerl­ing, fábjáni, fífl, trunta, „fuck­ing“ frekja, o.s.frv. Læt vera að nefna ljót­ustu orð­in.

Rann­sókn og skýrsla danska vinnu­eft­ir­lits­ins frá 2018 sýnir að ofbeldi í garð kenn­ara er stað­reynd. Þeir gerðu rann­sókn í nokkrum skólum í Dana­veldi. Ofbeldið hefur tíðkast og jókst milli rann­sókna. Frá 2012 hefur ofbeldið auk­ist um 6. 3% frá 13% upp í 19.3% og kenn­arar sem hafa upp­lifað hótun af hálfu nem­anda er tæp 23%. Sömu sögu er að segja um til­kynn­ingar um ofbeldi og hót­an­ir, aukn­ing.

Auglýsing

Í umfjöllun HRS (Human rigths service) kemur fram að í Sví­þjóð eiga mörg hund­ruð kenn­ara við svefn­leysi og streitu að stríða. Ástæðan er rekin til ofbeldis nem­enda í garð kenn­ara. Fjöl­miðlar hafa ekki gefið mál­efn­inu gaum en þegar þeir fengu rann­sókn sænsku kenn­ara­sam­tak­anna í hend­urnar sáu þeir það svart á hvítu. HRS seg­ir: „For i denne und­er­søkel­sen var det påfallende mange lærere som opp­lyste at de rett og slett er blitt mis­hand­let av sine elever.“

Norð­menn hafa áhyggjur rétt eins og Dan­ir. Norska vinnu­eft­ir­litið hefur áhyggjur af fáum til­kynn­ingum um ofbeldi í garð kenn­ara. Þeir hafa líka áhyggjur af bjarg­ar­leysi kenn­ara þegar þeir mæta ofbeld­is­fullum nem­endum í skól­un­um. Vinnu­eft­ir­litið mun í sam­vinnu við skóla vinna með ofbeldið og bjarg­ráð. Sam­vinna milli stjórn­enda og kenn­ara er gott og menn eru sam­mála um að taka þurfi á ofbeld­inu og hót­unum í garð kenn­ara.

Í jan­úar 2017 komu nýjar reglur sem leggur á herðar vinnu­veit­enda í Nor­egi að koma í veg fyrir ofbeldi og hót­an­ir. Regl­unar gera líka ráð fyrir að vinnu­veit­andi kenni og þjálfi kenn­ara í að takast á við ofbeldi sem og lesa í aðstæð­ur­. ­Sam­kvæmt töl­fræði norska vinnu­eft­ir­lits­ins svör­uðu 14% grunn­skóla­kenn­ara að þeir hefðu mátt þola ofbeldi og hót­anir frá nem­end­um.

Respons Ana­lyse gerði rann­sókn fyrir norsku kenn­ara­sam­tök­in, árið 2017, um ofbeldi og hót­anir í garð kenn­ara. Um 35% grunn­skóla­kenn­ara, yngri barna, segj­ast hafa orðið fyrir ofbeldi síð­ast liðið ár, 7% í ung­linga­deildum (ungdoms­skole) og 1% í fram­halds­skóla. Með­al­talið er 19%. Í 99% til­fella er um einn nem­anda að ræða sem beitir ofbeld­inu. Um 27% af kenn­ur­unum telja ofbeldið alvar­legt eða mjög alvar­legt. Um 4% af kenn­ur­unum í rann­sókn­inni sögð­ust hafa lent fimm sinnum eða oftar í ofbeldi.

Þegar upp­lýs­ingar sem þessar liggja fyrir er ljóst að rann­saka þarf mála­flokk­inn hér á landi. Kenn­ara­sam­tökin eiga að hysja upp um sig bux­urn­ar, þó fyrr hefði verið og rann­saka mála­flokki, greina ástæður og ekki síður finna lausn­ir. Tek hatt­inn ofan fyrir danska mennta­mála­ráð­herr­anum sem fór í mál­ið, hún sætti sig ekki við að kenn­arar landsin byggju við ofbeldi. Kenn­ara­sam­tök hinna Norð­ur­land­anna virðst hafa sýnt mála­flokknum áhuga und­an­farin ár og leitað lausna, annað er hér á landi. Þöggun um ofbeldi.

Full ástæða er til að minna kenn­ara á að til­kynna ofbeldi og þannig safna í töl­fræði­bank­ann. Vinnu­erftilitið tekur við til­kynn­ingum og gætið ykkur kenn­arar það er ekki bara á herðum stjórn­enda að skrá til­vik­ið. Reynslan hefur sýnt að til­kynn­inga­skyldan er ekki virt.

Umræða um ofbeld­is­greinar mínar hafa vissu­lega komið mörgum í opna skjöldu. Ein­hver fer í með­virkn­is­gír­inn og skýtur sendi­boð­ann, mig. Mér hefur verið bent á að fá mér annað starf, ég beri út óhróður um börn og ég er vondur kenn­ara, allt ummæli sem dæma sig sjálf af þeim sem láta svona út úr sér. Við­brögð eins og hringja í skóla­stjór­ann minn og kvarta, jafn­vel að fá mig rekna hjálpar umræð­unni ekk­ert og enn síður þeim kenn­urum sem hafa lent í ofbeldi. Vand­inn hverfur ekki við að ég þagni. Löngu tíma­bært að kenn­ar­ar, kenn­ara­for­ystan og sam­fé­lagið í heild vinni að lausn, vanda­málið er til stað­ar, það sanna frá­sagnir kenn­ara, rétt eins og á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höfum hug­fast að góð lausn hefst á því að taka skyn­sama ákvörun um að gera það sem er rétt í óeig­in­gjörnum aðstæð­um. Leggjum þeim kenn­urum lið sem hafa mátt þola ofbeldi, finnum lausn í stað þess að moka vand­an­um, smáum eða stórum, undir tepp­ið. Sýnum þessum kenn­urum sam­stöðu og að okkur sé annt um að þeir haldi heilsu og starfi sínu. Tökum þá að okkur þegar þeir fá vind­inn í fang­ið, sem sam­starfs­menn, yfir­menn og kenn­ara­for­ysta.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Heim­ild­ir:

  • Det Nationale For­sknings­center for Arbejdsmiljø. (e.d.). Und­er­søgelse af chika­ne, trusler om vold og fysisk vold rettet mod und­ervisn­ings­per­sonale i udval­gte fol­keskoler. Sótt 10. maí 2019 af htt­p://nfa.dk/da/­For­skning/Projekt?docId=27ef2dac-dbbf-4821-a3b9-02a514063a06
  • Arbeid­stil­sy­net. (e.d.). Må jobbe bedre med å for­e­bygge vold og trusler. Sótt 10. maí 2019 af https://www.­arbeid­stil­sy­net.no/ny­het­er/ma-jobbe-bedre-­med-a-­for­e­bygge-vold-og-trusler/
  • HRS. (e.d.). Sjokker­ende for­hold i svensk skole: Vold og drapstrusler mot lærerne er utbredt. Sótt 10. maí 2019 af https://www.rights.no/2018/01/­sjokker­ende-­for­hold-i-svensk-skole-vold-og-drapstrusler-mot-la­er­er­ne-er-ut­bredt/

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar