Það er mjög mikilvæg umræða sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari hefur tekið upp um ofbeldi eða einelti. Þ.e.a.s. ofbeldi er fjölmargir grunnskólakennarar fá að þola af nemendum sínum. Einkum í byrjun starfsferils ef þeir þá hrökklast ekki úr starfi sem mjög margir gera. Reyndar á öllum skólastigum grunnskólans.
Í 25 ár starfaði ég sem kennari í grunnskóla og varð hvað eftir annað vitni að því þegar að nýútskrifaðir kennarar sérstaklega komu nánast kjökrandi út úr skólastofunum eftir heldur óblíðar móttökur nemenda. Fyrir utan fjölmargar aðrar ögranir og nánast hótanir sem kennarar hafa orðið fyrir. Hvers vegna er ég að hafa orð á þessu, kennari á eftirlaunum? Jú það var vegna þess að einhverjir grunnhyggnir grunnskólakennarar mótmæltu þessari lýsingu Helgu Daggar á vinnu umhverfi grunnskólakennara. En hún er aðeins að segja frá, sannleikanum samkvæmt.
Það minnti mig auðvitað á, hversu áhugalitlir grunnskólakennarar í þeim skólum sem ég kenndi voru um vinnu umhverfismál sín. Ég var það sem kallað var „öryggistrúnaðarmaður“ kennara í mörg ár í einum grunnskóla borgarinnar. Ef eitthvað kom upp á var ég ævinlega síðastur allra að frétta af því. Hvers vegna, hef ég aldrei skilið. Ég var á þeirri skoðun, að Kennaraháskólinn hafi vanrækt það hlutverk sitt að kenna kennaranemum að takast við samskiptamál í daglegu starfi kennarans. Ný útskrifaðir kunnu einfaldlega ekki að takast á við þetta mótlæti og mótstöðu nemenda. Er iðulegast reyna að komast eins langt og hægt er við að ná yfirráðum í stofunni. Efast reyndar um að Kennaraháskólinn hafi til þess sérhæfða kennara.
Svona ofbeldi sem oftast á sér upptök hjá einstökum nemendum bitnar ekki bara á kennurunum. Heldur bitnar þetta mjög illa á samnemendum óaldarseggjanna og eyðilegur gjarnan nám hjá almennum nemendum í heilum bekkjardeildum skólanna. Venjulegir nemendur þora ekki annað en að vera með í mótþróanum.
Það er a.m.k. öruggt, að þetta ástand hefur mjög slæm áhrif á einkunnir í samræmdum námskönnunum og það er eitthvað sem stjórnvöld hafa áhuga á. Þá varð ég aldrei var við að skólastjórnendur við þessa skóla sem starfaði tækju á þessum málum með skipulögðum hætti. Það var raunar bara litið niður á kennara sem voru í svona basli.
Höfundur er fyrrum kennari.