Ofbeldi gagnvart grunnskólakennurum er algengt

Auglýsing

Það er mjög mik­il­væg umræða sem Helga Dögg Sverr­is­dóttir grunn­skóla­kenn­ari hefur tekið upp um ofbeldi eða ein­elti. Þ.e.a.s. ofbeldi er fjöl­margir grunn­skóla­kenn­arar fá að þola af nem­endum sín­um. Einkum í byrjun starfs­fer­ils ef þeir þá hrökkl­ast ekki úr starfi sem mjög margir gera. Reyndar á öllum skóla­stigum grunn­skól­ans.

Í 25 ár starf­aði ég sem kenn­ari í grunn­skóla og varð hvað eftir annað vitni að því þegar að nýút­skrif­aðir kenn­arar sér­stak­lega komu nán­ast kjökrandi út úr skóla­stof­unum eftir heldur óblíðar mót­tökur nem­enda. Fyrir utan fjöl­margar aðrar ögr­anir og nán­ast hót­anir sem kenn­arar hafa orðið fyr­ir­. Hvers vegna er ég að hafa orð á þessu, kenn­ari á eft­ir­laun­um? Jú það var vegna þess að ein­hverjir grunn­hyggnir grunn­skóla­kenn­arar mót­mæltu þess­ari lýs­ingu Helgu Daggar á vinnu umhverfi grunn­skóla­kenn­ara. En hún er aðeins að segja frá, sann­leik­anum sam­kvæmt.

Það minnti mig auð­vitað á, hversu áhuga­litlir grunn­skóla­kenn­arar í þeim skólum sem ég kenndi voru um vinnu umhverf­is­mál sín. Ég var það sem kallað var „ör­ygg­is­trún­að­ar­mað­ur“ kenn­ara í mörg ár í einum grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Ef eitt­hvað kom upp á var ég ævin­lega síð­astur allra að frétta af því. Hvers vegna, hef ég aldrei skil­ið. Ég var á þeirri skoð­un, að Kenn­ara­há­skól­inn hafi van­rækt það hlut­verk sitt að kenna kenn­ara­nemum að takast við sam­skipta­mál í dag­legu starfi kenn­ar­ans. Ný útskrif­aðir kunnu ein­fald­lega ekki að takast á við þetta mót­læti og mót­stöðu nem­enda. Er iðu­leg­ast reyna að kom­ast eins langt og hægt er við að ná yfir­ráðum í stof­unni. Efast reyndar um að Kenn­ara­há­skól­inn hafi til þess sér­hæfða kenn­ara.

Auglýsing

Svona ofbeldi sem oft­ast á sér upp­tök hjá ein­stökum nem­endum bitnar ekki bara á kenn­ur­un­um. Heldur bitnar þetta mjög illa á sam­nem­endum óald­ar­seggj­anna og eyði­legur gjarnan nám hjá almennum nem­endum í heilum bekkj­ar­deildum skól­anna. Venju­legir nem­endur þora ekki annað en að vera með í mót­þró­an­um.

Það er a.m.k. öruggt, að þetta ástand hefur mjög slæm áhrif á ein­kunnir í sam­ræmdum námskönn­unum og það er eitt­hvað sem stjórn­völd hafa áhuga á. Þá varð ég aldrei var við að skóla­stjórn­endur við þessa skóla sem starf­aði tækju á þessum málum með skipu­lögðum hætti. Það var raunar bara litið niður á kenn­ara sem voru í svona basli.

Höf­undur er fyrrum kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar