Lífeyrissjóðir „hálfbirta“ gögn

Verkfræðingur skrifar um lífeyrissjóðina og traust til þeirra. Er hægt að treysta upplýsingum um starfsemi þeirra?

Auglýsing

Á árunum fyrir hrun var traust almennings á lífeyrissjóðum fremur hátt eða um 30-40%. Eftir hrun hrapaði traustið niður í um 8% árið 2013 og hefur síðan þá mælst á bilinu 13-20% (MMR) og er því óhætt að segja að enn sé nokkuð í land að traust almennings á lífeyriskerfinu sé á viðunandi stað. 

Í mörg ár hefur almenningur krafist þess að lífeyrissjóðir birti ávöxtun sjóða með aðgengilegum hætti. Í umhverfi þar sem mikið traust ríkir, er slíkt auðsótt mál, enda er um að ræða sjálfsagða kröfu um eðlilegt gagnsæi. En lífeyrissjóðir tóku í fyrstu dræmt í þessa ósk almennings og nefndu að slíkt væri óþarfi, almenningur ætti bara að treysta sjóðunum. Eftir margra ára ítrekanir og þrýsting frá fjölmiðlum sögðust lífeyrissjóðir þó á endanum ætla að birta tölur um ávöxtun og hefur það nú nýlega gerst. Lífeyrissjóðir birtu á dögunum upplýsingar um ávöxtun sinna sameignarsjóða (skyldulífeyrissjóða) á vef sínum, lifeyrismal.is. Olli það þó vonbrigðum þegar í ljós kom hvað lítið af gögnum voru birt og hvað þau voru sett fram á ólæsilegan máta. Má í stuttu máli segja að lífeyrissjóðir hafi rétt svo hálfbirt gögn, og tæplega þó, ef grannt er skoðað.

Lífeyrissjóðir birta nú aðeins gögn aftur til ársins 2009 og sýna engin eldri gögn sem þó liggja fyrir og birta engin gögn af hrunsárunum eða á árunum fyrir hrun. Þó eru til gögn sem liggja fyrir aftur til 1997 fyrir alla sjóði og fyrir marga hverja eru til gögn mun lengra aftur. Að auki eru heildartölur fyrir kerfið tilbúnar aftur til ársins 1971 og því er mikið til af gögnum sem ekki þótti ástæða til að birta nú. Að birta aðeins síðustu 10 árin af þeirri 20-25 ára gagnasögu sem liggur fyrir er ekki til þess fallið að auka traust almennings á lífeyriskerfinu.

Auglýsing

Fyrir einstakling sem fæddur er 1970 má gera ráð fyrir að viðkomandi hafi byrjað að fullu að greiða í lífeyrissjóði um 25 ára aldur, árið 1995. Ef þessi einstaklingur vill skoða stöðu sína í upplýsingaveitu lífeyrissjóða þá fær hann ekkert að vita um ávöxtun sjóða fyrstu 14 greiðsluárin sín. Þó er þarna um að ræða ár þar sem mikið reyndi á kerfið og má sjá út frá gögnum hverjir tóku óþarflega mikla áhættu á mikilvægum augnablikum í fortíðinni. Ekki er hægt að sjá þetta í þeim gögnum sem lífeyrissjóðir birta nú. Viðkomandi einstaklingur fær aðeins að sjá 41,6% af þeim gögnunum sem liggja fyrir en meirihluta gagna (58,3%) er vísvitandi haldið frá.

Auðvitað á lífeyriskerfið að birta öll gögn, eins langt aftur og hægt er og brjóta upp gögn fyrir hvern sjóð og hvert ár. Þegar leitað er eftir svörum hjá lífeyrissjóðum er sagt að slíkt sé óþarfi af því að það séu svo fáir sem vilji sjá alla söguna. Einnig nefna þeir að það sé miklu gagnlegra að skoða bara stutt aftur í tímann, það sé villandi fyrir almenning að vera skoða söguna aftur fyrir hrun. Þetta er auðvitað alrangt. Það er alltaf til gagns að hafa allar upplýsingar þó ekki sé nema til að koma til móts við nútímakröfur um gagnsæi. Að hálfbirta gögn er að segja að gagnsæi sé óþarfi. 

Helmingur gagna gefur auðvitað aðeins hálfa mynd. Núverandi birting á ávöxtunartölum lífeyrissjóðakerfisins kallar nefnilega fram skekkta mynd af niðurstöðum. Dæmi eru um sjóði sem sýnast í gögnum nú vera með þeim bestu þegar lengri saga þeirra myndi sýna að þeir eru með þeim lökustu. Og öfugt. Er það réttlætanlegt hjá lífeyriskerfinu að gefa þannig skakka mynd til almennings? Svona viðheldur lífeyriskerfið skorti á trausti. 

Höfundur er verkfræðingur.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar