Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur stendur nú frammi fyrir sínu stærsta verk­efni til þessa, sem er að móta áætlun og stefnu til að bregð­ast við erf­ið­leikum í efna­hags­líf­in­u. 

Eftir mik­inn upp­gangs­tíma og hag­vaxt­ar­skeið - sem keyrt var áfram af vexti í lág­launa­störfum innan ferða­þjón­ust­unnar og bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins - þá er veru­leik­inn breytt­ur. Hag­spár gera ráð fyrir dramat­ískri breyt­ingu frá því sem var í fyrra og að lands­fram­leiðsla verði 0,2 til 0,4 pró­sent minni en hún var í fyrra, þegar hag­vöxtur mæld­ist 4,6 pró­sent. 

Við­snún­ingur til hins verra

Engin dæmi eru um við­líka við­snún­ing til hins verra í efna­hags­líf­inu hjá þró­uðum ríkjum þessi miss­er­in, en hafa ber í huga að fá dæmi voru heldur fyrir þeim mikla upp­gangi - og styrk­ingu á stöðu rík­is­sjóðs sam­hliða afnámi hafta og upp­gjöri slita­búa föllnu bank­ana - sem átti sér stað á Íslandi á árunum 2011 til og með 2018. 

Auglýsing

Það var ekki síst höf­uð­borg­ar­svæðið sem fann fyrir þessu og almenn­ingur fékk að horfa á virði fast­eigna sinna hækka í verði. Stöðnun - og mögu­lega verð­fall - er hins vegar í kort­unum þessi miss­er­in. 

Önnur staða blasir nú við, eftir fall WOW air og sam­drátt í ferða­þjón­ust­unni vegna fyr­ir­sjá­an­legra vanda­mála vegna áfram­hald­andi kyrr­setn­ingar 737 Max véla Boein­g. 

Óþarfi er þó að tala stöð­una niður því inn­viðir á Íslandi er sterkir í alþjóð­legum sam­an­burði og það ætti að vera hægt að spyrna þannig við fót­um, að hag­kerfið jafni sig fljótt á nýjan leik. 

75 pró­sent af heild­inni

Eitt af því sem rík­is­stjórnin mætti hafa í huga, er hvernig hún getur stutt við stöðu lít­illa fyr­ir­tækja þannig að þau kom­ist fljótt í þau stöðu að skapa fleiri störf. Þar ætti að horfa til stuðn­ings­að­gerða við öll fyr­ir­tæki sem eru með undir 100 starfs­menn, en þau mynda um 75 pró­sent af hag­kerf­inu sam­an­lagt, en um 209 þús­und ein­stak­lingar eru nú á vinnu­mark­aði á Íslandi. Þetta eru fyr­ir­tæki í nýsköpun og þjón­ustu ýmis konar og gegna mik­il­vægu hlut­verki, eins og aug­ljóst er öll­u­m. 

Það er gömul saga og ný að heyra þau sjón­ar­mið, frá þeim sem eru í nýsköpun og rekstri lít­illa fyr­ir­tækja, að lækkun trygg­ing­ar­gjalds og ann­arra launa­tengdra gjalda, geti styrkt veru­lega stöðu fyr­ir­tækj­anna og gert þeim mögu­legt að ráða fleiri og styrkja rekst­ur­inn. 

Oft fer umræða um þetta á flug, skömmu fyrir ára­mót ár hvert, en þá reyna þeir sem stunda rekstur lít­illa fyr­ir­tækja af veikum mætti að benda á skað­semi þess að leggja of þung launa­tengd gjöld á lítil fyr­ir­tæki.

Því miður hefur hægt gengið að lækka þessi gjöld frá því þau hækk­uðu í kjöl­far hruns­ins. Í dag eru gjöldin ígildi níunda hvers starfs, að með­al­tali. Allir gera sér grein fyrir að fjár­magna þarf rík­is­sjóð og vel­ferð­ar­kerf­ið, en stuðn­ings­að­gerðir við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru þekkt alþjóð­legt fyr­ir­bæri, sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og leitt til meiri skatt­tekna fyrir hið opin­bera víða. 

Svig­rúmið nýtt

Ef þessi gjöld lækka, þá ætti að skap­ast betra svig­rúm fyrir fyr­ir­tæki til að ráða fólk í vinnu, og vinna þannig gegn vax­andi atvinnu­leysi. Sterka stöðu rík­is­sjóðs mætti nýta til að styrkja hag­kerfið með þessum hætti, þannig að stuðn­ing­ur­inn skili sér beint inn í rekst­ur­inn hjá þeim fyr­ir­tækjum sem mynda hryggjar­stykkið í hag­kerf­inu. Heild­ar­eignir rík­is­sjóðs í árs­lok 2018 námu 2.224 millj­örðum króna, skuldir voru 1.611 millj­arðar og eigið fé var 613 millj­arð­ar, en það hækk­aði um 117 millj­arða króna milli ára. Svig­rúmið til að styðja við und­ir­stöð­urnar í hag­kerf­inu er því fyrir hendi.

Það er til­raun­ar­innar virði að horfa út fyrir box­ið, nú þegar sam­dráttur blasir við. Stjórn­ar­flokk­arnir mega ekki falla í þá gildru að halda að tekju­stofnar hins opin­bera lifni við af sjálfu sér, vegna þess að sam­drátt­ur­inn muni ekki vara lengi sam­kvæmt spám hag­fræð­inga. Þeir hafa enga vissu fyrir einu eða neinu og spár eru ekk­ert annað en inni­halds­lausar tölur á blaði, annað en raun­töl­urnar úr rekstri fyr­ir­tækj­ana. Nú þegar atvinnu­leysi fer vax­andi ætti það að vera kapps­mál að leita leiða til að styðja við sköpun starfa, ekki síst í nýsköp­un. Þar er lækkun íþyngj­andi launa­tengdra gjalda á lítil fyr­ir­tæki áhrifa­mikil aðgerð, sem án vafa nýtur mik­ils stuðn­ings hjá þjóð­inni og mun renna sterk­ari stoðum undir hag­kerfið til lengdar lit­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari