Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur stendur nú frammi fyrir sínu stærsta verk­efni til þessa, sem er að móta áætlun og stefnu til að bregð­ast við erf­ið­leikum í efna­hags­líf­in­u. 

Eftir mik­inn upp­gangs­tíma og hag­vaxt­ar­skeið - sem keyrt var áfram af vexti í lág­launa­störfum innan ferða­þjón­ust­unnar og bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins - þá er veru­leik­inn breytt­ur. Hag­spár gera ráð fyrir dramat­ískri breyt­ingu frá því sem var í fyrra og að lands­fram­leiðsla verði 0,2 til 0,4 pró­sent minni en hún var í fyrra, þegar hag­vöxtur mæld­ist 4,6 pró­sent. 

Við­snún­ingur til hins verra

Engin dæmi eru um við­líka við­snún­ing til hins verra í efna­hags­líf­inu hjá þró­uðum ríkjum þessi miss­er­in, en hafa ber í huga að fá dæmi voru heldur fyrir þeim mikla upp­gangi - og styrk­ingu á stöðu rík­is­sjóðs sam­hliða afnámi hafta og upp­gjöri slita­búa föllnu bank­ana - sem átti sér stað á Íslandi á árunum 2011 til og með 2018. 

Auglýsing

Það var ekki síst höf­uð­borg­ar­svæðið sem fann fyrir þessu og almenn­ingur fékk að horfa á virði fast­eigna sinna hækka í verði. Stöðnun - og mögu­lega verð­fall - er hins vegar í kort­unum þessi miss­er­in. 

Önnur staða blasir nú við, eftir fall WOW air og sam­drátt í ferða­þjón­ust­unni vegna fyr­ir­sjá­an­legra vanda­mála vegna áfram­hald­andi kyrr­setn­ingar 737 Max véla Boein­g. 

Óþarfi er þó að tala stöð­una niður því inn­viðir á Íslandi er sterkir í alþjóð­legum sam­an­burði og það ætti að vera hægt að spyrna þannig við fót­um, að hag­kerfið jafni sig fljótt á nýjan leik. 

75 pró­sent af heild­inni

Eitt af því sem rík­is­stjórnin mætti hafa í huga, er hvernig hún getur stutt við stöðu lít­illa fyr­ir­tækja þannig að þau kom­ist fljótt í þau stöðu að skapa fleiri störf. Þar ætti að horfa til stuðn­ings­að­gerða við öll fyr­ir­tæki sem eru með undir 100 starfs­menn, en þau mynda um 75 pró­sent af hag­kerf­inu sam­an­lagt, en um 209 þús­und ein­stak­lingar eru nú á vinnu­mark­aði á Íslandi. Þetta eru fyr­ir­tæki í nýsköpun og þjón­ustu ýmis konar og gegna mik­il­vægu hlut­verki, eins og aug­ljóst er öll­u­m. 

Það er gömul saga og ný að heyra þau sjón­ar­mið, frá þeim sem eru í nýsköpun og rekstri lít­illa fyr­ir­tækja, að lækkun trygg­ing­ar­gjalds og ann­arra launa­tengdra gjalda, geti styrkt veru­lega stöðu fyr­ir­tækj­anna og gert þeim mögu­legt að ráða fleiri og styrkja rekst­ur­inn. 

Oft fer umræða um þetta á flug, skömmu fyrir ára­mót ár hvert, en þá reyna þeir sem stunda rekstur lít­illa fyr­ir­tækja af veikum mætti að benda á skað­semi þess að leggja of þung launa­tengd gjöld á lítil fyr­ir­tæki.

Því miður hefur hægt gengið að lækka þessi gjöld frá því þau hækk­uðu í kjöl­far hruns­ins. Í dag eru gjöldin ígildi níunda hvers starfs, að með­al­tali. Allir gera sér grein fyrir að fjár­magna þarf rík­is­sjóð og vel­ferð­ar­kerf­ið, en stuðn­ings­að­gerðir við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru þekkt alþjóð­legt fyr­ir­bæri, sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og leitt til meiri skatt­tekna fyrir hið opin­bera víða. 

Svig­rúmið nýtt

Ef þessi gjöld lækka, þá ætti að skap­ast betra svig­rúm fyrir fyr­ir­tæki til að ráða fólk í vinnu, og vinna þannig gegn vax­andi atvinnu­leysi. Sterka stöðu rík­is­sjóðs mætti nýta til að styrkja hag­kerfið með þessum hætti, þannig að stuðn­ing­ur­inn skili sér beint inn í rekst­ur­inn hjá þeim fyr­ir­tækjum sem mynda hryggjar­stykkið í hag­kerf­inu. Heild­ar­eignir rík­is­sjóðs í árs­lok 2018 námu 2.224 millj­örðum króna, skuldir voru 1.611 millj­arðar og eigið fé var 613 millj­arð­ar, en það hækk­aði um 117 millj­arða króna milli ára. Svig­rúmið til að styðja við und­ir­stöð­urnar í hag­kerf­inu er því fyrir hendi.

Það er til­raun­ar­innar virði að horfa út fyrir box­ið, nú þegar sam­dráttur blasir við. Stjórn­ar­flokk­arnir mega ekki falla í þá gildru að halda að tekju­stofnar hins opin­bera lifni við af sjálfu sér, vegna þess að sam­drátt­ur­inn muni ekki vara lengi sam­kvæmt spám hag­fræð­inga. Þeir hafa enga vissu fyrir einu eða neinu og spár eru ekk­ert annað en inni­halds­lausar tölur á blaði, annað en raun­töl­urnar úr rekstri fyr­ir­tækj­ana. Nú þegar atvinnu­leysi fer vax­andi ætti það að vera kapps­mál að leita leiða til að styðja við sköpun starfa, ekki síst í nýsköp­un. Þar er lækkun íþyngj­andi launa­tengdra gjalda á lítil fyr­ir­tæki áhrifa­mikil aðgerð, sem án vafa nýtur mik­ils stuðn­ings hjá þjóð­inni og mun renna sterk­ari stoðum undir hag­kerfið til lengdar lit­ið.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari