Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur stendur nú frammi fyrir sínu stærsta verk­efni til þessa, sem er að móta áætlun og stefnu til að bregð­ast við erf­ið­leikum í efna­hags­líf­in­u. 

Eftir mik­inn upp­gangs­tíma og hag­vaxt­ar­skeið - sem keyrt var áfram af vexti í lág­launa­störfum innan ferða­þjón­ust­unnar og bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins - þá er veru­leik­inn breytt­ur. Hag­spár gera ráð fyrir dramat­ískri breyt­ingu frá því sem var í fyrra og að lands­fram­leiðsla verði 0,2 til 0,4 pró­sent minni en hún var í fyrra, þegar hag­vöxtur mæld­ist 4,6 pró­sent. 

Við­snún­ingur til hins verra

Engin dæmi eru um við­líka við­snún­ing til hins verra í efna­hags­líf­inu hjá þró­uðum ríkjum þessi miss­er­in, en hafa ber í huga að fá dæmi voru heldur fyrir þeim mikla upp­gangi - og styrk­ingu á stöðu rík­is­sjóðs sam­hliða afnámi hafta og upp­gjöri slita­búa föllnu bank­ana - sem átti sér stað á Íslandi á árunum 2011 til og með 2018. 

Auglýsing

Það var ekki síst höf­uð­borg­ar­svæðið sem fann fyrir þessu og almenn­ingur fékk að horfa á virði fast­eigna sinna hækka í verði. Stöðnun - og mögu­lega verð­fall - er hins vegar í kort­unum þessi miss­er­in. 

Önnur staða blasir nú við, eftir fall WOW air og sam­drátt í ferða­þjón­ust­unni vegna fyr­ir­sjá­an­legra vanda­mála vegna áfram­hald­andi kyrr­setn­ingar 737 Max véla Boein­g. 

Óþarfi er þó að tala stöð­una niður því inn­viðir á Íslandi er sterkir í alþjóð­legum sam­an­burði og það ætti að vera hægt að spyrna þannig við fót­um, að hag­kerfið jafni sig fljótt á nýjan leik. 

75 pró­sent af heild­inni

Eitt af því sem rík­is­stjórnin mætti hafa í huga, er hvernig hún getur stutt við stöðu lít­illa fyr­ir­tækja þannig að þau kom­ist fljótt í þau stöðu að skapa fleiri störf. Þar ætti að horfa til stuðn­ings­að­gerða við öll fyr­ir­tæki sem eru með undir 100 starfs­menn, en þau mynda um 75 pró­sent af hag­kerf­inu sam­an­lagt, en um 209 þús­und ein­stak­lingar eru nú á vinnu­mark­aði á Íslandi. Þetta eru fyr­ir­tæki í nýsköpun og þjón­ustu ýmis konar og gegna mik­il­vægu hlut­verki, eins og aug­ljóst er öll­u­m. 

Það er gömul saga og ný að heyra þau sjón­ar­mið, frá þeim sem eru í nýsköpun og rekstri lít­illa fyr­ir­tækja, að lækkun trygg­ing­ar­gjalds og ann­arra launa­tengdra gjalda, geti styrkt veru­lega stöðu fyr­ir­tækj­anna og gert þeim mögu­legt að ráða fleiri og styrkja rekst­ur­inn. 

Oft fer umræða um þetta á flug, skömmu fyrir ára­mót ár hvert, en þá reyna þeir sem stunda rekstur lít­illa fyr­ir­tækja af veikum mætti að benda á skað­semi þess að leggja of þung launa­tengd gjöld á lítil fyr­ir­tæki.

Því miður hefur hægt gengið að lækka þessi gjöld frá því þau hækk­uðu í kjöl­far hruns­ins. Í dag eru gjöldin ígildi níunda hvers starfs, að með­al­tali. Allir gera sér grein fyrir að fjár­magna þarf rík­is­sjóð og vel­ferð­ar­kerf­ið, en stuðn­ings­að­gerðir við lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru þekkt alþjóð­legt fyr­ir­bæri, sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og leitt til meiri skatt­tekna fyrir hið opin­bera víða. 

Svig­rúmið nýtt

Ef þessi gjöld lækka, þá ætti að skap­ast betra svig­rúm fyrir fyr­ir­tæki til að ráða fólk í vinnu, og vinna þannig gegn vax­andi atvinnu­leysi. Sterka stöðu rík­is­sjóðs mætti nýta til að styrkja hag­kerfið með þessum hætti, þannig að stuðn­ing­ur­inn skili sér beint inn í rekst­ur­inn hjá þeim fyr­ir­tækjum sem mynda hryggjar­stykkið í hag­kerf­inu. Heild­ar­eignir rík­is­sjóðs í árs­lok 2018 námu 2.224 millj­örðum króna, skuldir voru 1.611 millj­arðar og eigið fé var 613 millj­arð­ar, en það hækk­aði um 117 millj­arða króna milli ára. Svig­rúmið til að styðja við und­ir­stöð­urnar í hag­kerf­inu er því fyrir hendi.

Það er til­raun­ar­innar virði að horfa út fyrir box­ið, nú þegar sam­dráttur blasir við. Stjórn­ar­flokk­arnir mega ekki falla í þá gildru að halda að tekju­stofnar hins opin­bera lifni við af sjálfu sér, vegna þess að sam­drátt­ur­inn muni ekki vara lengi sam­kvæmt spám hag­fræð­inga. Þeir hafa enga vissu fyrir einu eða neinu og spár eru ekk­ert annað en inni­halds­lausar tölur á blaði, annað en raun­töl­urnar úr rekstri fyr­ir­tækj­ana. Nú þegar atvinnu­leysi fer vax­andi ætti það að vera kapps­mál að leita leiða til að styðja við sköpun starfa, ekki síst í nýsköp­un. Þar er lækkun íþyngj­andi launa­tengdra gjalda á lítil fyr­ir­tæki áhrifa­mikil aðgerð, sem án vafa nýtur mik­ils stuðn­ings hjá þjóð­inni og mun renna sterk­ari stoðum undir hag­kerfið til lengdar lit­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari