,,En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi". Segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu 1. Júlí sl.
Þessi orð beina athygli minni að skattsvikum á Íslandi, en í sama blaði segir frá því og haft eftir fjármálaráðherra. „Starfshópur á vegum fjármála- og efnahags-ráðuneytisins áætlar að á árunum 2010 til 2013 hafi skattsvik numið um 80 milljörðum króna af árlegu tekjutapi ríkis og sveitarfélaga á tímabilinu.“
Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins.
Þennan vanda er svo sannarlega hægt að skattleggja í burtu ef vilji væri til þess af flokksfélögum Katrínar. En þeir hafa verið seigir við að verja þessa aðila sem stunda skattsvikin með því m.a. að stoppað sé í götin á lögum um skatta.
„Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda“ segir Katrín einnig.
En vinstri menn vilja að skattar séu einnig notaðir til tekju-jöfnunar og til að niðurgreiða nauðsynlega þjónustu fyrir almenning í landinu. Sérstaklega til að halda uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og ýmiskonar nauðsynlegri félagsþjónustu.
Þar með til að niðurgreiða verð á ýmiskonar nauðsynjavöru eins og á lyfjum en til einnig að lækka skatta á hollustuvörum. Sérstaklega eftir 1958 þegar að Sjálfstæðisflokkurinn setti þjóðina í fjötra óbeinna skatta. (söluskattur og virðisaukaskattur)
Ekki tíðkast í nútímanum almennt að banna sölu og neyslu á hættulegum vörum nema að þær séu í alveg sérstökum hættuflokki. Tekjur til að kosta niðurgreiðslur af hollustuvörum koma af sköttum.
Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að skattleggja mjög hættulegar vörur eins sykur til að niðurgreiða verð á hollustuvörum. Dæmi um slíkar vörur eru áfengi og tóbak.
Sykur er mjög hættuleg vara í nútímanum og full ástæða til að gera marga róttæka hluti til að minnka sykurneyslu hjá þjóðinni. Ein leiðin er að hækka verða á vörum sem eru með mikið sykurinnihald.
Það væri t.d. alveg í lagi að leggja sérstakan sykurskatt á vörur sem hafa hærra hlutfall sykurs en t.d. 5%. Skatturinn færi síðan eftir hækkun á innihaldi sykurs í hverri vöru yfir þessum 5%. Þarna mætti svo sannarlega nota skattkerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur að, óbeinu skattarnir.