80 milljarða skattsvik á ári

Kristbjörn Árnason fjallar um sykurskattinn en hann segir það fullkomlega eðlilegt að skattleggja mjög hættulegar vörur eins og sykur til að niðurgreiða verð á hollustuvörum.

Auglýsing

,,En ef það væri hægt að skatt­leggja öll vanda­mál í burtu væru senni­lega engin vanda­mál á Íslandi". Segir Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í Frétta­blað­inu 1. Júlí sl.

Þessi orð beina athygli minni að skattsvikum á Íslandi, en í sama blaði segir frá því og haft eftir fjár­mála­ráð­herra. „Starfs­hópur á vegum fjár­mála- og efna­hags-ráðu­neyt­is­ins áætlar að á árunum 2010 til 2013 hafi skatt­svik numið um 80 millj­örðum króna af árlegu tekju­tapi ríkis og sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­in­u.“ 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins.

Þennan vanda er svo sann­ar­lega hægt að skatt­leggja í burtu ef vilji væri til þess af flokks­fé­lögum Katrín­ar. En þeir hafa verið seigir við að verja þessa aðila sem stunda skatt­svikin með því m.a. að stoppað sé í götin á lögum um skatta.

Auglýsing

„Skatt­kerfið á ein­göngu að nýta til að afla rík­inu tekna til nauð­syn­legra verk­efna. Skatt­kerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skatt­greið­enda“ segir Katrín einnig.

En vinstri menn vilja að skattar séu einnig not­aðir til tekju-­jöfn­unar og til að nið­ur­greiða nauð­syn­lega þjón­ustu fyrir almenn­ing í land­inu. Sér­stak­lega til að halda uppi heil­brigð­is­þjón­ustu, mennta­kerfi og ýmis­konar nauð­syn­legri félags­þjón­ustu.

Þar með til að nið­ur­greiða verð á ýmis­konar nauð­synja­vöru eins og á lyfjum en til einnig að lækka skatta á holl­ustu­vör­um. Sér­stak­lega eftir 1958 þegar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setti þjóð­ina í fjötra óbeinna skatta. (sölu­skattur og virð­is­auka­skatt­ur)

Ekki tíðkast í nútím­anum almennt að banna sölu og neyslu á hættu­legum vörum nema að þær séu í alveg sér­stökum hættu­flokki. Tekjur til að kosta nið­ur­greiðslur af holl­ustu­vörum koma af skött­um.

Þess vegna er full­kom­lega eðli­legt að skatt­leggja mjög hættu­legar vörur eins sykur til að nið­ur­greiða verð á holl­ustu­vör­um. Dæmi um slíkar vörur eru áfengi og tóbak.

Sykur er mjög hættu­leg vara í nútím­anum og full ástæða til að gera marga rót­tæka hluti til að minnka syk­ur­neyslu hjá þjóð­inni. Ein leiðin er að hækka verða á vörum sem eru með mikið syk­ur­inni­hald.

Það væri t.d. alveg í lagi að leggja sér­stakan syk­ur­skatt á vörur sem hafa hærra hlut­fall syk­urs en t.d. 5%. Skatt­ur­inn færi síðan eftir hækkun á inni­haldi syk­urs í hverri vöru yfir þessum 5%. Þarna mætti svo sann­ar­lega nota skatt­kerfið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er höf­undur að, óbeinu skatt­arn­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar