80 milljarða skattsvik á ári

Kristbjörn Árnason fjallar um sykurskattinn en hann segir það fullkomlega eðlilegt að skattleggja mjög hættulegar vörur eins og sykur til að niðurgreiða verð á hollustuvörum.

Auglýsing

,,En ef það væri hægt að skatt­leggja öll vanda­mál í burtu væru senni­lega engin vanda­mál á Íslandi". Segir Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í Frétta­blað­inu 1. Júlí sl.

Þessi orð beina athygli minni að skattsvikum á Íslandi, en í sama blaði segir frá því og haft eftir fjár­mála­ráð­herra. „Starfs­hópur á vegum fjár­mála- og efna­hags-ráðu­neyt­is­ins áætlar að á árunum 2010 til 2013 hafi skatt­svik numið um 80 millj­örðum króna af árlegu tekju­tapi ríkis og sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­in­u.“ 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Þor­steins Sæmunds­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins.

Þennan vanda er svo sann­ar­lega hægt að skatt­leggja í burtu ef vilji væri til þess af flokks­fé­lögum Katrín­ar. En þeir hafa verið seigir við að verja þessa aðila sem stunda skatt­svikin með því m.a. að stoppað sé í götin á lögum um skatta.

Auglýsing

„Skatt­kerfið á ein­göngu að nýta til að afla rík­inu tekna til nauð­syn­legra verk­efna. Skatt­kerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skatt­greið­enda“ segir Katrín einnig.

En vinstri menn vilja að skattar séu einnig not­aðir til tekju-­jöfn­unar og til að nið­ur­greiða nauð­syn­lega þjón­ustu fyrir almenn­ing í land­inu. Sér­stak­lega til að halda uppi heil­brigð­is­þjón­ustu, mennta­kerfi og ýmis­konar nauð­syn­legri félags­þjón­ustu.

Þar með til að nið­ur­greiða verð á ýmis­konar nauð­synja­vöru eins og á lyfjum en til einnig að lækka skatta á holl­ustu­vör­um. Sér­stak­lega eftir 1958 þegar að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setti þjóð­ina í fjötra óbeinna skatta. (sölu­skattur og virð­is­auka­skatt­ur)

Ekki tíðkast í nútím­anum almennt að banna sölu og neyslu á hættu­legum vörum nema að þær séu í alveg sér­stökum hættu­flokki. Tekjur til að kosta nið­ur­greiðslur af holl­ustu­vörum koma af skött­um.

Þess vegna er full­kom­lega eðli­legt að skatt­leggja mjög hættu­legar vörur eins sykur til að nið­ur­greiða verð á holl­ustu­vör­um. Dæmi um slíkar vörur eru áfengi og tóbak.

Sykur er mjög hættu­leg vara í nútím­anum og full ástæða til að gera marga rót­tæka hluti til að minnka syk­ur­neyslu hjá þjóð­inni. Ein leiðin er að hækka verða á vörum sem eru með mikið syk­ur­inni­hald.

Það væri t.d. alveg í lagi að leggja sér­stakan syk­ur­skatt á vörur sem hafa hærra hlut­fall syk­urs en t.d. 5%. Skatt­ur­inn færi síðan eftir hækkun á inni­haldi syk­urs í hverri vöru yfir þessum 5%. Þarna mætti svo sann­ar­lega nota skatt­kerfið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er höf­undur að, óbeinu skatt­arn­ir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar