Mestu vaxtalækkanir í áraraðir

Verkfræðingur skrifar um lífeyrissjóði.

Auglýsing

Í kjöl­far vaxta­hækk­ana á hús­næð­is­lánum hjá ein­staka líf­eyr­is­sjóðum hafa spunn­ist upp miklar umræður hvenær rétt­læt­an­legt sé að hækka vexti. Auð­vitað eru mörg sjón­ar­mið sem þar koma inn í, bæði trygg­inga­fræði­leg staða sjóða en einnig skiptir máli að hafa í heiðri hags­muni lán­tak­enda, að hækka vexti ekki um of, út frá sann­girn­is- og sið­ferð­is­legu sjón­ar­miði. Síð­ar­nefndur sjón­ar­miðin hafa til þessa verið á stóru gráu svæði, hér á landi og oft lítil til­lit tekið til þeirra.

Vextir hafa verið að lækka mikið hvort sem horft er til Íslands, Skand­in­av­íu, Evr­u-­svæð­is­ins eða til Banda­ríkj­anna. Við höfum við verið að upp­lifa ein­stakt vaxta­lækk­un­ar­skeið á hús­næð­is­lánum og er langt síðan jafn öfl­ugt lækk­un­ar­ferli hefur sést í töl­um. Nokkur dæmi:

Þróun vaxta á hús­næð­is­lánum á evr­u-­svæð­inu, breyti­legir vextir með yfir 10 ára vaxta­tíma­bil skv. evr­ópska seðla­bank­anum (sjá hér). Vextir eru nú með lægsta móti:

Auglýsing

Tafla númer 1.

Einnig hefur þróun vaxta á 30 ára hús­næð­is­lánum í Banda­ríkj­unum verið að lækka veru­lega hin síð­ari ár (sjá hér). Og ef við lítum aðeins út fyrir hús­næð­is­mark­að­inn þá hafa vextir á 10 ára rík­is­skulda­bréfum í 30 helstu nágrann­lönd­unum hafa lækkað í öllum löndum frá ára­mótum utan við eitt land, Lit­háen þar sem vextir á þeim bréfum hafa staðið í stað (sjá hér):

Vaxtabreytingar.

Þeir líf­eyr­is­sjóðir sem hafa reynt að rök­styðja hækkun vaxta, síð­ustu mán­uði, eru í þeim ákvörð­unum sínum mjög á skjön við alla þróun vaxta, víð­ast hvar í okkar heims­hluta.

Hægt væri e.t.v. að rök­styðja vaxta­hækk­anir hjá líf­eyr­is­sjóðum ef afkoma þeirra væri tví­sýn eða ef trygg­inga­fræði­leg staða hefði veikst hin síð­ustu miss­eri. Þvert á móti þá hafa þær tölur styrkst og er afkoma mjög við­un­andi og horfur góð­ar, sé vitnað í árs­reikn­inga þeirra sjóða sem reynt hafa að ástunda vaxta­hækk­an­ir.

Enn furðu­legra verður málið skoðað þegar krafan á verð­tryggðum rík­is­tryggðum bréfum (HFF) er skoðuð en hún hefur lækkað veru­lega, síð­ustu miss­eri:

Vaxtakrafa, og þróun hennar.

Sú mikla umræða um vaxta­hækk­anir Líf­eyr­i­s­jóðs versl­un­ar­manna hefur reyndar kallað fram hvað stefnu­mótun og skýrar leik­reglur eru í sumum til­vikum byggðar á veikum grunni í líf­eyr­is­kerf­inu. Stjórn­endur sjóða geta hækkað vexti til að treysta góða afkomu sjóðs í næsta árs­reikn­ingi, en eftir þeim nið­ur­stöðum eru þeir að hluta dæmd­ir. Og hver vill ekki fá jákvæðan dóm? Það hlýtur því að vera ákveðin umfram­hvatn­ing sem er í ein­hverjum til­vikum til staðar í líf­eyr­is­sjóðum lands­manna, að hækka vexti meira en nauð­syn­legt er, til að tryggja við­un­andi afkomu. Þessa umfram­rentu verða greið­endur hús­næð­is­lána – almenn­ingur sjálfur – að greiða, í hverjum mán­uði. Veik staða almenn­ings að svara vaxta­hækk­unum hefur lengi verið óvið­und­andi hér á landi því sjóðir og fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa haft ægi­vald yfir vaxta­á­kvörð­unum sem hafa beina teng­ingu við afkom­una. Freistni­vand­inn er því til staðar og því þarf skýr­ari reglur og að skerpa á stefnu­mótun svo að það sé ekki alltaf almenn­ingur sem þarf að breikka bakið ef stjórn­endur sjóða skynja minnsta mögu­lega ótta um að ókyrrð sé í nánd. Og ef vaxta­þróun á Íslandi er skoðuð út frá Hag­tölum Seðla­banka Íslands þá má sjá að við lifum nú lægsta vaxta­skeið í ára­tugi ef undan er skilið mitt ár 2011 þegar eft­ir­leikur hrun­ins kall­aði fram ögn lægri vexti en eru nú, 5,25%. Lægstu óverð­tryggðu vextir af skulda­bréfa­lánum nú eru 5,60% sem er lægsta tala sem sést hefur á góð­ær­is­tímum um langt skeið, hér á land­i: Lægstu vextir. Sama saga er því sögð í öllum töl­um, hér heima og í tölum ann­arra landa: Seðla­bankar, líf­eyr­is­sjóð­ir, bankar og fjár­mála­fyr­ir­tæki eru öll sem eitt að ham­ast við að lækka vexti. Hvernig á íslenskur líf­eyr­is­sjóður í ósköp­unum að rök­styðja það að hækka þurfi vexti? Voru gerð mis­tök í for­tíð­inni sem þarf að breiða yfir nú? Nú­ver­andi ástandi í vaxta­á­kvörð­unum hús­næð­is­lána, sem hafa mikil áhrif á almenn­ing er því eitt stórt, grátt svæði þarf sem skýra þarf leik­regl­ur, sið­ferði og ferli ákvarð­ana, þannig að það sé ekki alltaf öllu velt á hin breiðu bök vinn­andi fólks. 

Hvað með þegar líf­eyr­is­sjóður gerir mis­tök í for­tíð­inni og sér þau ekki fyrr en nokkrum árum síðar í slak­ari trygg­inga­fræði­legri stöðu? Það væri auð­velt að hylma yfir slíkt með því að hækka vexti á allt aðra kyn­slóð en þá sem var til staðar þegar mis­tökin voru gerð. Slíkt hefur komið fyrir í vaxta­á­kvörð­unum líf­eyr­is­sjóða og er enn að koma fyr­ir. Aft­ur, þá er þetta þæg­inda­um­hverfi líf­eyr­is­sjóða eitt­hvað sem þarf að skerpa á með skýr­ari stefnu­mótun í sam­vinnu við FME. 

Lyk­il­at­riðið er að hafa ákvarð­anir um vexti í takt við þróun hér heima og erlend­is. Að vaxta­hækk­anir líf­eyr­is­sjóða sem koma í kjöl­far fádæma vaxta­lækk­ana Seðla­banka séu ekki liðnar nema að til komi hald­bærar skýr­ingar sem setji hina raun­veru­legu ástæðu á borð­ið. Þetta vanda­mál – vaxta­hækk­un­ar­freistni – hefur svo leitt til þess að vextir eru tvö- til þrefalt of háir á Íslandi m.v. nágranna­lönd. Árin hafa liðið og fólk verður sífellt óánægð­ara en lítið ger­ist. Að taka á þessum vanda og opna umræð­una, eins og VR gerði nýlega kallar því fram mikil nei­kvæð við­brögð, fyrst og fremst vegna þess að sjón­ar­mið almenn­ings hafa ekki áður verið lögð á borðið þegar vaxta­á­kvarð­anir eru teknar og líf­eyr­is­sjóðir hafa ekki van­ist því að þurfa að taka til­lit til sjón­ar­miða almenn­ings í sama mæli hér og tíðkast í nágranna­lönd­un­um. Umræðan bendir von­andi til þess að hags­munir almenn­ings verði oftar settir á borðið þegar ákvarð­anir um vextir eru tekn­ar.

Fram­tíðin hlýtur að bjóða almenn­ingi upp á breytt lands­lag í vaxta­á­kvörð­un­um: Að hugsað sé bæði um hag sjóða og hag greið­enda þegar vaxta­á­kvarð­anir fara fram. Allt bendir til þess að nokkuð lengi hafi hallað á annan aðil­ann um of í þessum dansi, að vextir hafa verið of háir og hvorki líf­eyr­is­sjóðir né stjórn­völd hafa gert mikið til að líta til sann­girn­is­sjón­ar­miða fyrir almenn­ing í land­inu. Við vonum að þetta sé að breyt­ast og líf­eyr­is­sjóðir og aðrar fjár­mála­stofn­anir end­ur­skoði þá „þæg­indastra­teg­íu“ að hækka vexti í hvert sinn sem ein­hver óstöð­ug­leiki gerir vart við sig í hinum miklu víð­áttum Excel-skjala.

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar