Mestu vaxtalækkanir í áraraðir

Verkfræðingur skrifar um lífeyrissjóði.

Auglýsing

Í kjöl­far vaxta­hækk­ana á hús­næð­is­lánum hjá ein­staka líf­eyr­is­sjóðum hafa spunn­ist upp miklar umræður hvenær rétt­læt­an­legt sé að hækka vexti. Auð­vitað eru mörg sjón­ar­mið sem þar koma inn í, bæði trygg­inga­fræði­leg staða sjóða en einnig skiptir máli að hafa í heiðri hags­muni lán­tak­enda, að hækka vexti ekki um of, út frá sann­girn­is- og sið­ferð­is­legu sjón­ar­miði. Síð­ar­nefndur sjón­ar­miðin hafa til þessa verið á stóru gráu svæði, hér á landi og oft lítil til­lit tekið til þeirra.

Vextir hafa verið að lækka mikið hvort sem horft er til Íslands, Skand­in­av­íu, Evr­u-­svæð­is­ins eða til Banda­ríkj­anna. Við höfum við verið að upp­lifa ein­stakt vaxta­lækk­un­ar­skeið á hús­næð­is­lánum og er langt síðan jafn öfl­ugt lækk­un­ar­ferli hefur sést í töl­um. Nokkur dæmi:

Þróun vaxta á hús­næð­is­lánum á evr­u-­svæð­inu, breyti­legir vextir með yfir 10 ára vaxta­tíma­bil skv. evr­ópska seðla­bank­anum (sjá hér). Vextir eru nú með lægsta móti:

Auglýsing

Tafla númer 1.

Einnig hefur þróun vaxta á 30 ára hús­næð­is­lánum í Banda­ríkj­unum verið að lækka veru­lega hin síð­ari ár (sjá hér). Og ef við lítum aðeins út fyrir hús­næð­is­mark­að­inn þá hafa vextir á 10 ára rík­is­skulda­bréfum í 30 helstu nágrann­lönd­unum hafa lækkað í öllum löndum frá ára­mótum utan við eitt land, Lit­háen þar sem vextir á þeim bréfum hafa staðið í stað (sjá hér):

Vaxtabreytingar.

Þeir líf­eyr­is­sjóðir sem hafa reynt að rök­styðja hækkun vaxta, síð­ustu mán­uði, eru í þeim ákvörð­unum sínum mjög á skjön við alla þróun vaxta, víð­ast hvar í okkar heims­hluta.

Hægt væri e.t.v. að rök­styðja vaxta­hækk­anir hjá líf­eyr­is­sjóðum ef afkoma þeirra væri tví­sýn eða ef trygg­inga­fræði­leg staða hefði veikst hin síð­ustu miss­eri. Þvert á móti þá hafa þær tölur styrkst og er afkoma mjög við­un­andi og horfur góð­ar, sé vitnað í árs­reikn­inga þeirra sjóða sem reynt hafa að ástunda vaxta­hækk­an­ir.

Enn furðu­legra verður málið skoðað þegar krafan á verð­tryggðum rík­is­tryggðum bréfum (HFF) er skoðuð en hún hefur lækkað veru­lega, síð­ustu miss­eri:

Vaxtakrafa, og þróun hennar.

Sú mikla umræða um vaxta­hækk­anir Líf­eyr­i­s­jóðs versl­un­ar­manna hefur reyndar kallað fram hvað stefnu­mótun og skýrar leik­reglur eru í sumum til­vikum byggðar á veikum grunni í líf­eyr­is­kerf­inu. Stjórn­endur sjóða geta hækkað vexti til að treysta góða afkomu sjóðs í næsta árs­reikn­ingi, en eftir þeim nið­ur­stöðum eru þeir að hluta dæmd­ir. Og hver vill ekki fá jákvæðan dóm? Það hlýtur því að vera ákveðin umfram­hvatn­ing sem er í ein­hverjum til­vikum til staðar í líf­eyr­is­sjóðum lands­manna, að hækka vexti meira en nauð­syn­legt er, til að tryggja við­un­andi afkomu. Þessa umfram­rentu verða greið­endur hús­næð­is­lána – almenn­ingur sjálfur – að greiða, í hverjum mán­uði. Veik staða almenn­ings að svara vaxta­hækk­unum hefur lengi verið óvið­und­andi hér á landi því sjóðir og fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa haft ægi­vald yfir vaxta­á­kvörð­unum sem hafa beina teng­ingu við afkom­una. Freistni­vand­inn er því til staðar og því þarf skýr­ari reglur og að skerpa á stefnu­mótun svo að það sé ekki alltaf almenn­ingur sem þarf að breikka bakið ef stjórn­endur sjóða skynja minnsta mögu­lega ótta um að ókyrrð sé í nánd. Og ef vaxta­þróun á Íslandi er skoðuð út frá Hag­tölum Seðla­banka Íslands þá má sjá að við lifum nú lægsta vaxta­skeið í ára­tugi ef undan er skilið mitt ár 2011 þegar eft­ir­leikur hrun­ins kall­aði fram ögn lægri vexti en eru nú, 5,25%. Lægstu óverð­tryggðu vextir af skulda­bréfa­lánum nú eru 5,60% sem er lægsta tala sem sést hefur á góð­ær­is­tímum um langt skeið, hér á land­i: Lægstu vextir. Sama saga er því sögð í öllum töl­um, hér heima og í tölum ann­arra landa: Seðla­bankar, líf­eyr­is­sjóð­ir, bankar og fjár­mála­fyr­ir­tæki eru öll sem eitt að ham­ast við að lækka vexti. Hvernig á íslenskur líf­eyr­is­sjóður í ósköp­unum að rök­styðja það að hækka þurfi vexti? Voru gerð mis­tök í for­tíð­inni sem þarf að breiða yfir nú? Nú­ver­andi ástandi í vaxta­á­kvörð­unum hús­næð­is­lána, sem hafa mikil áhrif á almenn­ing er því eitt stórt, grátt svæði þarf sem skýra þarf leik­regl­ur, sið­ferði og ferli ákvarð­ana, þannig að það sé ekki alltaf öllu velt á hin breiðu bök vinn­andi fólks. 

Hvað með þegar líf­eyr­is­sjóður gerir mis­tök í for­tíð­inni og sér þau ekki fyrr en nokkrum árum síðar í slak­ari trygg­inga­fræði­legri stöðu? Það væri auð­velt að hylma yfir slíkt með því að hækka vexti á allt aðra kyn­slóð en þá sem var til staðar þegar mis­tökin voru gerð. Slíkt hefur komið fyrir í vaxta­á­kvörð­unum líf­eyr­is­sjóða og er enn að koma fyr­ir. Aft­ur, þá er þetta þæg­inda­um­hverfi líf­eyr­is­sjóða eitt­hvað sem þarf að skerpa á með skýr­ari stefnu­mótun í sam­vinnu við FME. 

Lyk­il­at­riðið er að hafa ákvarð­anir um vexti í takt við þróun hér heima og erlend­is. Að vaxta­hækk­anir líf­eyr­is­sjóða sem koma í kjöl­far fádæma vaxta­lækk­ana Seðla­banka séu ekki liðnar nema að til komi hald­bærar skýr­ingar sem setji hina raun­veru­legu ástæðu á borð­ið. Þetta vanda­mál – vaxta­hækk­un­ar­freistni – hefur svo leitt til þess að vextir eru tvö- til þrefalt of háir á Íslandi m.v. nágranna­lönd. Árin hafa liðið og fólk verður sífellt óánægð­ara en lítið ger­ist. Að taka á þessum vanda og opna umræð­una, eins og VR gerði nýlega kallar því fram mikil nei­kvæð við­brögð, fyrst og fremst vegna þess að sjón­ar­mið almenn­ings hafa ekki áður verið lögð á borðið þegar vaxta­á­kvarð­anir eru teknar og líf­eyr­is­sjóðir hafa ekki van­ist því að þurfa að taka til­lit til sjón­ar­miða almenn­ings í sama mæli hér og tíðkast í nágranna­lönd­un­um. Umræðan bendir von­andi til þess að hags­munir almenn­ings verði oftar settir á borðið þegar ákvarð­anir um vextir eru tekn­ar.

Fram­tíðin hlýtur að bjóða almenn­ingi upp á breytt lands­lag í vaxta­á­kvörð­un­um: Að hugsað sé bæði um hag sjóða og hag greið­enda þegar vaxta­á­kvarð­anir fara fram. Allt bendir til þess að nokkuð lengi hafi hallað á annan aðil­ann um of í þessum dansi, að vextir hafa verið of háir og hvorki líf­eyr­is­sjóðir né stjórn­völd hafa gert mikið til að líta til sann­girn­is­sjón­ar­miða fyrir almenn­ing í land­inu. Við vonum að þetta sé að breyt­ast og líf­eyr­is­sjóðir og aðrar fjár­mála­stofn­anir end­ur­skoði þá „þæg­indastra­teg­íu“ að hækka vexti í hvert sinn sem ein­hver óstöð­ug­leiki gerir vart við sig í hinum miklu víð­áttum Excel-skjala.

Höf­undur er verk­fræð­ing­ur.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar