Virkari samkeppni heima leiðir til meiri samkeppnishæfni út á við

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins skrifar um samkeppnismál.

Auglýsing

Nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­litin hafa kynnt þá sam­eig­in­legu afstöðu sína að festa í úrlausn sam­runa­mála, í sam­ræmi við núgild­andi reglur á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, sé besta leiðin til þess að tryggja sam­keppn­is­hæfni inn­lendra fyr­ir­tækja gagn­vart erlendum og evr­ópskra fyr­ir­tækja gagn­vart alþjóð­leg­um. 

Í vor ákváðu sam­keppn­is­eft­ir­litin á Norð­ur­lönd­unum að kynna sam­eig­in­lega stefnu sína í með­ferð og úrlausn sam­runa­mála. Sú stefna hefur nú verið sett fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu for­stjóra sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna í Nor­egi, Dan­mörku, Sví­þjóð, Finn­landi og Íslandi. Er yfir­lýs­ingin kynnt á heima­síðum eft­ir­lit­anna og í fjöl­miðlum á Norð­ur­lönd­unum og í Evr­ópu.

Með þessu eru nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­litin að leggja sitt af mörkum í umræðu um sam­runa fyr­ir­tækja sem á sér stað víða í Evr­ópu nú um stund­ir. Til­efnið er einkum ógild­ing fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins á sam­runa fyr­ir­tækj­anna Siem­ens og Alstom, en bæði fyr­ir­tækin eru mik­il­vægir fram­leið­endur járn­braut­ar­lesta og bún­aðar á því sviði. Taldi fram­kvæmda­stjórnin að sam­run­inn hefði skaðað sam­keppni og leitt til hærra verðs, við­skipta­vinum og neyt­endum til tjóns.

Auglýsing

Stjórn­völd í heima­löndum fyr­ir­tækj­anna tveggja, Frakk­landi og Þýska­landi, tóku þess­ari nið­ur­stöðu illa og hafa lagt fram til­lögur um breyt­ingar á sam­runa­reglum Evr­ópu­sam­bands­ins sem miða að því að leyfa í rík­ara mæli stóra sam­runa evr­ópskra fyr­ir­tækja. Telja stjórn­völd ríkj­anna tveggja að fyr­ir­tækin verði þannig betur í stakk búin til þess að bregð­ast við sam­keppni kín­verskra, banda­rískra og ann­arra alþjóð­legra fyr­ir­tækja.

Hér heima þekkjum við vel sam­bæri­lega umræðu um stöðu íslenskra fyr­ir­tækja gagn­vart erlendri sam­keppni. Þannig hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð Íslands talað fyrir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið breyti nálgun sinni við rann­sókn sam­runa­mála og leyfi í rík­ara mæli sam­runa stærri íslenskra fyr­ir­tækja. Með þeim hætti geti fyr­ir­tækin notið meiri stærð­ar­hag­kvæmni sem geri þeim betur kleift að bregð­ast við sam­keppni erlendis frá. Sömu rök voru lögð til grund­vallar þegar afurða­stöðvar í mjólkur­iðn­aði voru und­an­þegnar sam­runa­eft­ir­liti með lögum frá Alþingi árið 2004.

Stefna nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna

Stefna nor­rænna sam­keppn­is­yf­ir­valda í sam­runa­málum er skýr: Festa í úrlausn sam­runa­mála, í sam­ræmi við núgild­andi reglur á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, er besta leiðin til þess að tryggja sam­keppn­is­hæfni inn­lendra fyr­ir­tækja gagn­vart erlendum og evr­ópskra fyr­ir­tækja gagn­vart alþjóð­leg­um. Með þeim hætti verða fyr­ir­tæki skil­virk­ari, vörur og þjón­usta betri og nýsköpun meiri. Í virku sam­keppn­isum­hverfi heima fyrir verða til öflug fyr­ir­tæki sem eru í stakk búin að taka þátt í sam­keppni ann­ars staðar frá. 

Fyr­ir­tæki sem ná árangri í slíku umhverfi eru einmitt lík­leg­ust til þess að ná fót­festu á alþjóð­legum mörk­uð­um. Þetta þekkjum við Íslend­ing­ar, því flest af öfl­ug­ustu fyr­ir­tækjum Íslands hafa mót­ast og eflst í virku alþjóð­legu sam­keppn­isum­hverfi, t.d. á vett­vangi sjáv­ar­út­vegs og tækni­greina.

Að mati nor­rænna sam­keppn­is­yf­ir­valda myndi til­slökun í úrlausn sam­runa­mála að lík­indum hafa þver­öfug áhrif. Hún myndi fela í sér frá­vik frá hag­fræði­lega við­ur­kenndum aðferð­um, í átt til póli­tískra úrlausna, sem fyrst og fremst myndu koma fáum fyr­ir­tækjum til góða, án þess að tryggt væri að við­skipta­vinir og neyt­endur myndu fá hlut­deild í ábat­an­um. Um leið yrði meiri óvissa um úrlausn mála og jafn­ræði fyr­ir­tækja gagn­vart lög­un­um. Með þessu væri vegið að grunn­mark­miðum EES-­samn­ings­ins um sam­eig­in­legan innri mark­að.

Það er einnig mat nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna að til­slökun í sam­runa­reglum á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu myndi koma verst við smærri löndin í Evr­ópu, enda myndu stærri fyr­ir­tæki stærstu land­anna einkum njóta ábatans. Það er því ekki að undra að ráð­herrar rík­is­stjórna Norð­ur­land­anna sem eru aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu, eru á meðal þeirra sem hafa talað gegn hug­myndum franskra og þýskra stjórn­valda um til­slökun í sam­runa­eft­ir­liti.

Um þessar mundir er haldið upp á ald­ar­fjórð­ungs afmæli EES-­samn­ings­ins. Íslend­ingar hafa notið þess að með EES-­samn­ingnum voru teknar upp sam­bæri­legar sam­keppn­is­reglur og gilda ann­ars staðar á Evr­ópska efna­hag­svæð­inu. Þetta felur m.a. í sér að Sam­keppn­is­eft­ir­litið beitir sam­bæri­legum aðferðum og leggur sam­bæri­legt mat á sam­runa fyr­ir­tækja og evr­ópsk sam­keppn­is­eft­ir­lit gera. Þá nýtur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þess að taka þátt í öfl­ugu sam­starfi nor­rænna sam­keppn­is­yf­ir­valda. 

Allt þetta stuðlar að aukn­inni sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs.

Yfir­lýs­ing nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna er aðgengi­leg á ensku á heima­síðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Undir hana rita for­stjórar við­kom­andi eft­ir­lita: Lars Sørg­ard, Nor­egi, Jakob Hald, Dan­mörku, Rik­ard Jermsten, Sví­þjóð og Kirsi Leivo, Finn­landi, auk und­ir­rit­aðs.

Höf­undur er for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar