Ómöguleiki hinna 300

Hvernig eiga fyrirtæki helst að leita leiða til að fjármagna sig á skráðum markaði?

Auglýsing

Árið 2006 var stór­myndin 300 frum­sýnd, byggð á sam­nefndum teikni­mynda­sög­um. Í stuttu máli fjallar myndin um 300 manna hóp fáklæddra og vöðva­stæltra Spart­verja, með Leonídas kon­ung (Ger­ard Butler) í far­ar­broddi, sem þurfa að takast á við hið ómögu­lega verkerfni að halda aftur af inn­rás­ar­her 300 þús­und Persa. 

Margir virð­ast telja að vaxt­ar­fyr­ir­tæki sem hafa hug á því að fara á First North mark­að­inn standi frammi fyrir svip­uðum ómögu­leika, í tengslum við ann­ars konar 300 manna hóp. Í þeirra til­viki er aftur á móti ekki um að ræða her­menn á leið í orr­ustu upp á líf og dauða heldur þá 300 aðila sem Nas­daq gerir kröfu um að séu hlut­hafar í fyr­ir­tæki við skrán­ingu þess á First North (væg­ari krafa er reyndar gerð til fyr­ir­tækja sem hafa gert samn­ing um við­skipta­vakt). 

Fyr­ir­liggj­andi gögn og upp­lýs­ingar virðast, bless­un­ar­lega, ekki styðja við þessa hræðslu. Frá hruni hafa 14 almenn útboð verið haldin á Íslandi og fjöldi aðila sem sóst hefur eftir að kaupa verið frá ríf­lega fimm hund­ruð aðilum og upp í tæp­lega átta þús­und. Þar á meðal eru fyr­ir­tæki eins og Icelandair Group og Hag­ar, sem ruddu braut­ina með afar vel heppn­uðum útboðum eftir hrun – þegar traust á hluta­bréfa­mörk­uðum var í algjöru lág­marki og margir voru, eðli­lega, efins um þátt­töku almenn­ings. 

Auglýsing

Þrátt fyrir mik­inn áhuga almenn­ings á útboðum má segja að fæst þeirra fyr­ir­tækja sem hafa haldið almenn útboð eftir hrun telj­ast til vaxt­ar­fyr­ir­tækja, sem er sá flokkur fjár­fest­inga sem höfðar einna mest til almenn­ings. 

Vöxtur hluta­bréfa­hóp­fjár­mögn­unar (e. equity crowd­fund­ing) á heims­vísu og ævin­týra­legur upp­gangur First North mark­að­ar­ins í Stokk­hólmi bendir til þess að það er að verða ákveðin vit­und­ar­vakn­ing um að nú, sem endranær, geti verið mikil tæki­færi fyrir spenn­andi vaxt­ar­fyr­ir­tæki í því að líta á almenn­ing sem mögu­legan sam­starfs­að­ila á veg­ferð sinn­i. 

Tæki­færin virð­ast ekki síst vera til staðar hér á landi. Í könnun sem Gallup fram­kvæmdi árið 2018 kom m.a. fram að 28% heim­ila reynd­ust ósam­mála því að kaup á verð­bréfum og hluta­bréfum væru of áhættu­söm fjár­fest­ing fyrir þau. Sama könnun leiddi jafn­framt í ljós að 49% heim­ila töldu sig geta safnað „svolitlu spari­fé“ og 14% „tals­verðu spari­fé“. Þrátt fyrir að leiða megi að því líkum að afstaða almenn­ings hafi breyst að ein­hverju leyti, sam­hliða kólnun í hag­kerf­inu, er engu að síður um ljóst að um tals­vert fjár­magn er að ræða og mik­il, því sem næst ónýtt, tæki­færi.

Ólíkt þeim vanda sem Ger­ard Butler og félagar stóðu frammi fyrir í kvik­mynd­inni 300 þarfn­ast skrán­ing á First North engra blóðsút­hell­inga og kröf­urnar sem gerðar eru við skrán­ingu eru í flestum til­fellum vel við­ráð­an­leg­ar. Skrán­ing­ar­ferlið getur vissu­lega tekið á, en skilar sér í betra skipu­lagi og bættum for­sendum fyrir traustum rekstri. 

Til þess að ein­falda fyr­ir­tækjum að meta stöð­una eða taka stökkið hefur Nas­daq, ásamt sam­starfs­að­il­um, að auki boðið upp á átta mán­aða nám­skeið, First North – næsta skref, um flest allt sem við kemur skrán­ing­ar­ferl­inu, þeim að kostn­að­ar­lausu og án skuld­bind­ing­ar. Skrán­ing fyrir kom­andi vetur stendur nú yfir og eru áhuga­samir stjórn­endur hvattir til að hafa sam­band við und­ir­rit­aðan (bald­ur.thor­laci­us@nas­daq.com). 

Hvað kröf­una um 300 hlut­hafa varðar ættu fyr­ir­tæki frekar að líta á hana sem tæki­færi en hindr­un. Tæki­færi til þess að afla sér fjár­magns frá þeim hópi fjár­festa sem hefur hvað mestan áhuga á spenn­andi vaxt­ar­fyr­ir­tækj­um. Tæki­færi til þess koma sér á kortið og blása til sókn­ar. Tæki­færi til þess að brúa bilið milli atvinnu­lífs og almenn­ings. Tæki­færi til þess að nýta sér skrán­ing­una til fulls og þann sýn­leika sem felst í að vera á mark­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar