Þegar ólga er í gamla valdaflokknum eru jafnan tvö mál sem þjappa flokksliðinu saman. Það er umræða um að lækka skatta, þ.e.a.s. ekki skatta á launafólki heldur fyrst og fremst skatta á fyrirtækjum og á fjárfestum.
Hitt málefnið er bráð nauðsynleg sala á eignum samfélagsins. Þ.e.a.s. á þeim eignum sem geta í höndum einkaframtaksins skilað arði og völdum til þeirra er fengju tækifæri til að eiga viðskipti á brunaútsölu með samfélagseignir. Þá er jafnan ekki hugsað til þess virði það er samfélaginu að hafa eignarhaldið á slíkum eignum.
Nú liggur dæmalaust mikið á, að sagt er. Bent er á í umræðunni, að nú styttist í innleiðingu nýrrar tilskipunar Evrópusambandsins, PSD2, en hún gerir ráð fyrir að greiðslumiðlun muni breytast umtalsvert með meiri möguleikum fyrir fjártæknifyrirtækjum, en talið er að það geti breytt fjármálakerfum. Einnig að það rýri hugsanlega verðgildi þessara banka.
Ef þetta er sannleikur er alveg ljóst að atvinnufjárfestar vita allt um þetta og verðfall þá þegar staðreynd, á frjálsum fjármagnsmarkaði. En hefur tæplega hafa samfélagsleg verðmæti fallið er hefur allt önnur viðmið. Einnig hefur óöryggið með yfirráð fjármagns aflanna yfir lífeyrissjóðunum skapað flokkslega undiröldu. En viðurkennt skal að það er tæplega verkefni samfélagsins að reka víðtækt bankakerfi á almennum markaði, þá er það samt hlutverk þess að standa vörð um hagsmuni almennings. Það er ekki lítið hlutverk.
Kunnasta yfirtökuaðferð frjálshyggju fjárfesta er að kaupa vænlegar eignir á verði undir eðlilegu markaðsvirði. Aðferð til þess að greiða verðið er svo að hreinsa út úr fyrirtækjunum efnislegar eignir með því t.d. að skuldsetja þær. Fyrir aðrar óskyldar eignir sem fljóta síðan yfir til fjárfestanna í fyrirtækja-keðjum. Eftir situr svo þessi upphaflega eign algjörlega allslaus af innviðum, skuldug, órekstrarhæf og verðlaus.
Reyndar er það í málefnasamningi flokkana að koma öðrum bankanum í söluferli ef það getur talist vera þjóðfélagslega vænlegur kostur. Það hefur verið stefna VG að annar bankanna yrði rekinn sem samfélagsbanki er tæki yfir starfsemi Íbúðarlánasjóðs og lánasjóðs námsmanna m.a. En slík stefna hefur lítið fylgi á Alþingi.