Uppbygging við Stekkjabakka, rafhjól og borgarhátíðir

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 4 júlí 2019.

Auglýsing

Yfir hásum­arið fer borg­ar­ráð með afgreiðslu­heim­ildir borg­ar­stjórnar sem ekki fundar í júlí og ágúst . Þetta fyr­ir­komu­lag er til þess gert að afgreiðsla mála innan borg­ar­kerf­is­ins tefj­ist ekki. Á sumrin eru það eru því einna helst skipu­lags­mál sem eru fyr­ir­ferða­mikil á fundum borg­ar­ráðs. Þrjú mál sem nokkuð hafa verið í almennri umræðu voru lögð fyrir borg­ar­ráð í síð­ustu viku en málin eru á ólíkum skipu­lags­stig­um. 

Ný byggð mun rísa í Furu­gerði 23 en búið er að aug­lýsa skipu­lagið og taka til­lit til umsagna og ábend­inga. Þá var ­deiliskipu­lag ­fyrir svæðið við Stýri­manna­skól­ann sam­þykkt til aug­lýs­ingar en nýtt skipu­lag vernd­ar, bæði Salt­fisk­mó­ann og Vatns­hól­inn og þar gerð græn svæði  auk þess sem skipu­lögð er lág­stemmd byggð á svæð­inu þar sem m.a. eru fyr­ir­hug­aðar íbúðir fyrir eldri borg­ara og stúd­enta. 

Græn og fram­sýn upp­bygg­ing við Stekkja­bakka

Þriðja og lík­lega stærsta málið er þróun svæðis við ­Stekkja­bakk­ann ­sem liggur ofna við Elliða­ár­dal­inn. Þar er um að ræða afar jákvæða og græna upp­bygg­ingu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer nú mik­inn í tengslum við það mál og reynir af öllum mætti að slá ryki í augu fólks, t.d. með yfir­lýs­ingum um flýti­með­ferð í borg­ar­ráði og óvönduð vinnu­brögð. Slíkar upp­hróp­anir eru langt frá stað­reyndum máls­ins. Þetta nýja skipu­lag hefur verið í vinnslu í nokkur ár og búið að aug­lýsa til­lög­una vel. Hald­inn var afar vel sóttur fundur með íbú­um, tekið var við mörgum ábend­ingum og umsögn­um, þeim svarað og tekið til­lit til þeirra eins og við á. Nákvæm­lega eins og vinna við deiliskipu­lag fer almennt fram. Hróp og köll um annað eru bara til þess fallin að draga athygl­ina frá þeirri góðu upp­bygg­ingu sem þarna mun verða.

Auglýsing

Deiliskipu­lagið byggir á grænni og sjálf­bærri hug­mynda­fræði. Um er að ræða gróð­ur­hvelf­ingar þar sem nýttur er jarð­varmi til að skapa ákveðna Mið­jarð­ar­­hafs­­stemn­ingu og fjöl­breytta upp­­lifun í fjöl­­skyld­u­vænu um­hverfi fyrir alla ald­ur­s­hópa, svo sem kaffi­­hús og mark­aðs­­torg þar sem m.a. verður hægt að kaupa ferskar mat­­jurtir sem rækt­aðar verða á staðn­um. Þá verður aðstaða fyrir kynn­ingar og mót­­töku hópa, t.d. frá skól­um, leik­­skólum og vinn­u­­stöð­u­m.  

Þessi upp­bygg­ing er  í anda þess sem margir íbúar Breið­holts og Árbæjar hafa einmitt kallað eft­ir. Að halda í græn svæði en einnig stuðla að auknu mann­lífi með auk­inni þjón­ustu, sal­ern­is­að­stöðu og stöðum til að hitt­ast á og eiga góðar stundir með fjöl­skyldu og vin­um.  

Þarna verður hvorki ljós­mengun né hávaða­meng­un. Elliða­árnar verða ekki meng­aðar og líf­ríki þeirra ekki sett í hættu. Þarna verður ekki bíla­um­ferð og ekk­ert rask á nátt­úru- eða söguminj­um. Öll upp­bygg­ing mun fara fram á órækt­uðu, rösk­uðu svæði í útjaðri Elliða­ár­dals­ins sem fáir hafa getað not­ið. Upp­bygg­ingin sem framund­an er mun ein­fald­lega styðja við dal­inn sem nátt­úruparadís, ólíkt því sem upp­hróp­anir aft­ur­halds­ins gefa til kynna. Allar þessar stað­reyndir koma fram í gögnum máls­ins sem ég hvet áhuga­sama til að skoða hér

Einnig hefur verið tekið saman fræð­andi listi af spurn­ingum og svör­u­m. 

Styðjum við nýja ferða­máta

Borg­ar­ráð sam­þykkti einnig verk­lags­reglur vegna starf­semi stöðvalausra hjóla- og raf­hjóla­leiga innan Reykja­vík­ur. Að und­an­förnu hefur orðið mikil aukn­ing á raf­hlaupa­hjólum í borgum nágranna­landa okkar og eru hjólin orð­inn mik­il­vægur þáttur í sam­göngu­kerfi þess­ara borga. Raf­hjól er hand­hægur og þægi­legur ferða­máti sem flestir ráða við og ljóst að þau nýt­ast vel sem sam­göngu­bót, t.d. síð­asta spöl­inn heim og að heim­an. Við viljum vera til­búin fyrir nýj­ungar í sam­göngum og til­gangur þess­ara reglna er því fyrst og fremst að tryggja gagn­sætt og opið verk­lag þegar þar að kemur enda von­umst til að sjá þennan nýja og þægi­lega ferða­máta ná fót­festu hér í borg. 

Borg­ar­há­tíðir 2020-2022 - atvinnu­lífið fær full­trúa í for­vali 

Það er deg­inum ljós­ara að borg­ar­há­tíðir setja mik­inn svip á mann­líf borg­ar­innar og hafa mikil og góð áhrif á borg­ina okk­ar. Sem dæmi má nefna Menn­ing­arnótt, Hinsegin daga, Reykja­vík­ Film ­Festi­val og Reykja­vík­ A­irwa­ves en allar hafa þessar hátíðir sett sitt mark á borg­ar­lífið á und­an­förnum árum og haft gríð­ar­leg áhrif á mann­líf og menn­ingu borg­ar­inn­ar. Samn­ingar sem gerðir voru um borg­ar­há­tíðir árið 2017 renna út á þessu ári og að und­an­förnu hefur því verið unnið að und­ir­bún­ingi þess hvernig standa skuli að vali borg­ar­há­tíða fyrir árin 2020-2022 en á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku voru sam­þykktar nýjar reglur um borg­ar­há­tíðir . Ákveðið var að fá inn í fag­hóp um borg­ar­há­tíðir full­trúa frá atvinnu­líf­in­u þ.e. einn full­trúa frá Sam­tökum versl­unar og þjón­ustu ásamt Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar. Þessi breyt­ing er í sam­ræmi við áherslur okkar um að tengja atvinnu­lífið bet­ur inn í um­gjörð og skipu­lag borg­ar­inn­ar. Það verður fróð­legt að fylgj­ast með störfum fag­hóps­ins og gaman að fylgj­ast með áfram­hald­andi jákvæðum áhrifum borg­ar­há­tíð­anna okkar á iðandi mann­líf Reykja­vík­ur.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um nokkur af um 40 málum sem komu á inn á borð borg­ar­ráðs í síð­ustu viku en þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar