Enginn orkupakki, enginn sæstrengur?

Skúli Magnússon skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Í umræð­unni und­an­farið hefur ítrekað verið látið að því liggja að inn­leið­ing svo­nefnds orku­pakka þrjú feli það í sér að íslenska ríkið verði skuld­bundið til þess að leyfa lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til ann­ars rík­is. Jafn­framt er gefið í skyn að synjun orku­pakk­ans jafn­gildi ákvörðun um að sæstrengur verði ekki lagð­ur. 

Orku­pakk­inn fjallar ekki um sæstreng

Hið rétta er að orku­pakki þrjú fjallar ekki með neinum hætti um skyldu ríkj­anna til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu um flutn­ing orku sín á milli. Þær yfir­þjóð­legu heim­ildir ESA/ACER, sem lög­fræð­inga greinir vissu­lega á um hvort sam­ræm­ist íslenskri stjórn­skip­un, ná þannig ótví­rætt ekki til ákvarð­ana um hvort byggja skuli ný grunn­virki sem fela í sér teng­ingu orku­mark­aða tveggja eða fleiri ríkja. 

Það er því ein­ungis við þær aðstæður að slík teng­ing liggur þegar fyrir að þessar heim­ildir verða virk­ar. Stjórn­skipu­leg álita­mál lúta að þessum (yf­ir­þjóð­legu) heim­ildum en ekki að hugs­an­legri skyldu til að leyfa sæstreng. Um þetta tel ég t.d. að við Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Hirst séum sam­mála þótt annað hafi verið gefið í skyn um efni álits­gerðar þeirra.

Auglýsing

Skylda sam­kvæmt almennum reglum EES?

Ef skylda hvílir á íslenska rík­inu til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs getur sú skylda ekki leitt af orku­pakk­an­um. Koma þá til skoð­unar almennar reglur EES-­samn­ings­ins, einkum 11. og 12. gr. samn­ings­ins sem banna magn­tak­mark­anir á inn- og útflutn­ingi “svo og allar ráð­staf­anir sem hafa sam­svar­andi áhrif”. 

Þetta eru reglur sem við höfum verið bundin af í röskan ald­ar­fjórðum án þess að því hafi nokkur tíma verið hreyft, af eft­ir­lits­stofn­unum eða einka­að­il­um, að í þeim fælist ein­hver skylda til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs og er hug­myndin um streng þó ekki ný af nál­inn­i. 

Ekk­ert aðild­ar­ríki ESB lítur svo á að í sam­bæri­legum reglum sátt­mála ESB felist téð skylda gagn­vart þeim. Af reglum ESB sjálfs verður einnig dregin ályktun um að þetta atriði sé ótví­rætt á for­ræði ríkj­anna. Gildir þá einu þótt styrk­ing orku­nets Evr­ópu (þ.á m. með sam­tenglum milli ríkja) sé, almennt séð, í sam­ræmi við orku­stefnu ESB, sbr. sbr. einkum reglu­gerð nr. 347/2013/ESB um við­mið­un­ar­reglur fyrir sam­eig­in­lega orku­inn­viði Evr­ópu. 

Fyrir skyldu­kenn­ing­unni, sem raunar virð­ist bundin við Ísland og ákveðna hluta Nor­egs, finnst heldur engin stoð í dómum Evr­ópu­dóm­stóls­ins, EFTA-­dóm­stóls­ins eða gögnum frá Fram­kvæmda­stjórn ESB. Þvert á móti hefur yfir­maður orku­mála hjá fram­kvæmda­stjórn­inni áréttað gagn­vart Íslandi að ákvörðun um þetta atriði sé og verði hjá rík­inu. Við þetta bæt­ist að öll EFTA-­ríkin hafa lýst sömu afstöðu í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inn­i. 

Skylda myndi heyra til stór­tíð­inda

Mér er ekki kunn­ugt um neinn fræði­mann á sviði evr­ópu­réttar sem heldur því fram að í ofan­greindum reglum EES-­samn­ings­ins eða sam­bæri­legum reglum ESB-réttar felist hugs­an­leg skylda aðild­ar­ríkj­anna til að heim­ila lagn­ingu sam­teng­ils, svo sem sæstrengs. Það myndi aug­ljós­lega sæta stór­tíð­indum ef ein­hver af stofn­unum EES/ESB myndi snúa við blað­inu að þessu leyt­i. 

Vafa­laust myndu Íslend­ing­ar, og vænt­an­lega einnig Norð­menn, íhuga vand­lega sinn gang í EES-­sam­starf­inu ef svo afar ólík­lega færi að EFTA-­dóm­stóll­inn féllist á slíkan mál­flutn­ing í máli sem ESA hefði höfðað gegn Íslandi eða vísað hefði verið til dóm­stóls­ins af hálfu íslenskra dóm­stóla. Um slíka aðstöðu og mögu­leika Íslands í því sam­bandi væri auð­vitað hægt að skegg­ræða lengi. Hér verður látið nægja að benda á að slík nið­ur­staða myndi aldrei hafa bein eða milli­liða­laus áhrif að íslenskum rétti.

Á for­ræði Alþingis

Sam­hliða inn­leið­ingu orku­pakk­ans stendur til að slá því föstu í orku­lögum að ákvörðun um sæstreng verði ekki tekin án sam­þykkis Alþing­is. Með inn­leið­ingu orku­pakk­ans væri því ekki mörkuð sú stefna af hálfu íslenskra stjórn­valda að heim­ila lagn­ingu sæstrengs. Án til­lits til þess­arar breyt­ingar er raunar erfitt að sjá fyrir sér að unnt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs án þess að hugað sé lagaum­gjörð slíks verk­efnis en það krefst einnig aðkomu Alþing­is. 

Spurn­ingin um hvort ráð­ast eigi í lagn­ingu sæstrengs, eða heim­ila slíka fram­kvæmd, er því mál sem Íslend­ingar eiga við sjálfa sig og eigin stjórn­ar­stofn­an­ir, einkum Alþingi, en ekki stofn­anir í Evr­ópu.

Synjun við orku­pakk­anum engin trygg­ing

Eins og staðan er í dag er lík­leg­ast að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs hefði ekk­ert með EES-­reglur gera enda er Bret­land á leið úr ESB svo sem kunn­ugt er. Þær stjórn­un­ar­heim­ildir gagn­vart sam­tengli milli ríkja sem orku­pakk­inn felur í sér eru því, þegar af þessum ástæð­um, afar ólík­legar til að koma nokkur tíma til fram­kvæmda gagn­vart íslenskum hags­mun­um. Öllu lík­legra er, ef til lagn­ingar sæstrengs kæmi, að um slíkar heim­ildir yrði samið á grund­velli tví­hliða samn­ings við Bret­land.

Hvað sem þessu líður ætti öllum að vera ljóst að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs getur verið tekin hvort heldur orku­pakki þrjú er inn­leiddur eða ekki og hvort heldur Bret­land verður áfram í ESB eða ekki. Þetta virð­ist þó fara veru­lega á milli mála í umræð­unni um orku­pakk­ann.

Hver og einn á rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort rétt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til og frá Íslandi svo og taka þátt í umræðu um það efni. Hver og einn á einnig rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort orku­pakki þrjú sé sam­þykktur eða inn­leið­ingu hans synjað með beinum og óbeinum afleið­ingum fyrir þátt­töku Íslands í EES-­sam­starf­inu sem sumir telja e.t.v hvort sem er að tíma­bært sé að end­ur­skoða frá grunni.

Það er hins vegar vill­andi að láta að því liggja að synjun við inn­leið­ingu orku­pakka þrjú veiti ein­hverja trygg­ingu gagn­vart ákvörð­unum Alþingis um heim­ild til lagn­ingar sæstrengs.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar