Enginn orkupakki, enginn sæstrengur?

Skúli Magnússon skrifar um þriðja orkupakkann.

Auglýsing

Í umræð­unni und­an­farið hefur ítrekað verið látið að því liggja að inn­leið­ing svo­nefnds orku­pakka þrjú feli það í sér að íslenska ríkið verði skuld­bundið til þess að leyfa lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til ann­ars rík­is. Jafn­framt er gefið í skyn að synjun orku­pakk­ans jafn­gildi ákvörðun um að sæstrengur verði ekki lagð­ur. 

Orku­pakk­inn fjallar ekki um sæstreng

Hið rétta er að orku­pakki þrjú fjallar ekki með neinum hætti um skyldu ríkj­anna til að koma á eða leyfa sam­teng­ingu um flutn­ing orku sín á milli. Þær yfir­þjóð­legu heim­ildir ESA/ACER, sem lög­fræð­inga greinir vissu­lega á um hvort sam­ræm­ist íslenskri stjórn­skip­un, ná þannig ótví­rætt ekki til ákvarð­ana um hvort byggja skuli ný grunn­virki sem fela í sér teng­ingu orku­mark­aða tveggja eða fleiri ríkja. 

Það er því ein­ungis við þær aðstæður að slík teng­ing liggur þegar fyrir að þessar heim­ildir verða virk­ar. Stjórn­skipu­leg álita­mál lúta að þessum (yf­ir­þjóð­legu) heim­ildum en ekki að hugs­an­legri skyldu til að leyfa sæstreng. Um þetta tel ég t.d. að við Stefán Már Stef­áns­son og Frið­rik Hirst séum sam­mála þótt annað hafi verið gefið í skyn um efni álits­gerðar þeirra.

Auglýsing

Skylda sam­kvæmt almennum reglum EES?

Ef skylda hvílir á íslenska rík­inu til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs getur sú skylda ekki leitt af orku­pakk­an­um. Koma þá til skoð­unar almennar reglur EES-­samn­ings­ins, einkum 11. og 12. gr. samn­ings­ins sem banna magn­tak­mark­anir á inn- og útflutn­ingi “svo og allar ráð­staf­anir sem hafa sam­svar­andi áhrif”. 

Þetta eru reglur sem við höfum verið bundin af í röskan ald­ar­fjórðum án þess að því hafi nokkur tíma verið hreyft, af eft­ir­lits­stofn­unum eða einka­að­il­um, að í þeim fælist ein­hver skylda til að heim­ila lagn­ingu sæstrengs og er hug­myndin um streng þó ekki ný af nál­inn­i. 

Ekk­ert aðild­ar­ríki ESB lítur svo á að í sam­bæri­legum reglum sátt­mála ESB felist téð skylda gagn­vart þeim. Af reglum ESB sjálfs verður einnig dregin ályktun um að þetta atriði sé ótví­rætt á for­ræði ríkj­anna. Gildir þá einu þótt styrk­ing orku­nets Evr­ópu (þ.á m. með sam­tenglum milli ríkja) sé, almennt séð, í sam­ræmi við orku­stefnu ESB, sbr. sbr. einkum reglu­gerð nr. 347/2013/ESB um við­mið­un­ar­reglur fyrir sam­eig­in­lega orku­inn­viði Evr­ópu. 

Fyrir skyldu­kenn­ing­unni, sem raunar virð­ist bundin við Ísland og ákveðna hluta Nor­egs, finnst heldur engin stoð í dómum Evr­ópu­dóm­stóls­ins, EFTA-­dóm­stóls­ins eða gögnum frá Fram­kvæmda­stjórn ESB. Þvert á móti hefur yfir­maður orku­mála hjá fram­kvæmda­stjórn­inni áréttað gagn­vart Íslandi að ákvörðun um þetta atriði sé og verði hjá rík­inu. Við þetta bæt­ist að öll EFTA-­ríkin hafa lýst sömu afstöðu í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inn­i. 

Skylda myndi heyra til stór­tíð­inda

Mér er ekki kunn­ugt um neinn fræði­mann á sviði evr­ópu­réttar sem heldur því fram að í ofan­greindum reglum EES-­samn­ings­ins eða sam­bæri­legum reglum ESB-réttar felist hugs­an­leg skylda aðild­ar­ríkj­anna til að heim­ila lagn­ingu sam­teng­ils, svo sem sæstrengs. Það myndi aug­ljós­lega sæta stór­tíð­indum ef ein­hver af stofn­unum EES/ESB myndi snúa við blað­inu að þessu leyt­i. 

Vafa­laust myndu Íslend­ing­ar, og vænt­an­lega einnig Norð­menn, íhuga vand­lega sinn gang í EES-­sam­starf­inu ef svo afar ólík­lega færi að EFTA-­dóm­stóll­inn féllist á slíkan mál­flutn­ing í máli sem ESA hefði höfðað gegn Íslandi eða vísað hefði verið til dóm­stóls­ins af hálfu íslenskra dóm­stóla. Um slíka aðstöðu og mögu­leika Íslands í því sam­bandi væri auð­vitað hægt að skegg­ræða lengi. Hér verður látið nægja að benda á að slík nið­ur­staða myndi aldrei hafa bein eða milli­liða­laus áhrif að íslenskum rétti.

Á for­ræði Alþingis

Sam­hliða inn­leið­ingu orku­pakk­ans stendur til að slá því föstu í orku­lögum að ákvörðun um sæstreng verði ekki tekin án sam­þykkis Alþing­is. Með inn­leið­ingu orku­pakk­ans væri því ekki mörkuð sú stefna af hálfu íslenskra stjórn­valda að heim­ila lagn­ingu sæstrengs. Án til­lits til þess­arar breyt­ingar er raunar erfitt að sjá fyrir sér að unnt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs án þess að hugað sé lagaum­gjörð slíks verk­efnis en það krefst einnig aðkomu Alþing­is. 

Spurn­ingin um hvort ráð­ast eigi í lagn­ingu sæstrengs, eða heim­ila slíka fram­kvæmd, er því mál sem Íslend­ingar eiga við sjálfa sig og eigin stjórn­ar­stofn­an­ir, einkum Alþingi, en ekki stofn­anir í Evr­ópu.

Synjun við orku­pakk­anum engin trygg­ing

Eins og staðan er í dag er lík­leg­ast að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs hefði ekk­ert með EES-­reglur gera enda er Bret­land á leið úr ESB svo sem kunn­ugt er. Þær stjórn­un­ar­heim­ildir gagn­vart sam­tengli milli ríkja sem orku­pakk­inn felur í sér eru því, þegar af þessum ástæð­um, afar ólík­legar til að koma nokkur tíma til fram­kvæmda gagn­vart íslenskum hags­mun­um. Öllu lík­legra er, ef til lagn­ingar sæstrengs kæmi, að um slíkar heim­ildir yrði samið á grund­velli tví­hliða samn­ings við Bret­land.

Hvað sem þessu líður ætti öllum að vera ljóst að ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs getur verið tekin hvort heldur orku­pakki þrjú er inn­leiddur eða ekki og hvort heldur Bret­land verður áfram í ESB eða ekki. Þetta virð­ist þó fara veru­lega á milli mála í umræð­unni um orku­pakk­ann.

Hver og einn á rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort rétt sé að heim­ila lagn­ingu sæstrengs um flutn­ing raf­orku til og frá Íslandi svo og taka þátt í umræðu um það efni. Hver og einn á einnig rétt á því að hafa sína skoðun á því hvort orku­pakki þrjú sé sam­þykktur eða inn­leið­ingu hans synjað með beinum og óbeinum afleið­ingum fyrir þátt­töku Íslands í EES-­sam­starf­inu sem sumir telja e.t.v hvort sem er að tíma­bært sé að end­ur­skoða frá grunni.

Það er hins vegar vill­andi að láta að því liggja að synjun við inn­leið­ingu orku­pakka þrjú veiti ein­hverja trygg­ingu gagn­vart ákvörð­unum Alþingis um heim­ild til lagn­ingar sæstrengs.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar