Hvaða lausafjárskortur?

Doktor í hagfræði skrifar um meintan lausafjárskort og stöðu bankakerfisins.

Auglýsing

Það hefur borið nokkuð á umræðu um lausa­fjár­stöðu bank­anna (sjá t.d. „Lausa­fjár­staðan fer enn versn­andi“ og „Fái ekki að setja fé í inn­lán í Seðla­bank­ann“). Í þess­ari umræðu er ýjað að því að lausa­fjár­staða bank­anna hindri þá frá því að geta búið til þau lán – og þar með pen­inga – sem þeir ann­ars gætu búið til og er vitnað til, að því er virð­ist, óút­kom­innar skýrslu Lands­bank­ans þar sem seg­ir: „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lána­vöxt og arð­greiðslur en eig­in­fjár­kröf­ur.“

Hér er rétt að staldra við. Í fyrsta lagi þurfa bankar ekki lausafé til þess að búa til lán. Því ætti lausafé ekki að vera tak­mark­andi þáttur við myndun láns­ins sjálfs. Í öðru lagi sýna opin­berar skýrslur að nægt lausafé er innan bank­anna. Og í þriðja lagi eru engin merki sýni­leg á mark­aði sem sýna að nokkur laus­fjár­skortur sé til stað­ar. 

Útlána­myndun banka er ekki háð lausa­fjár­stöðu þeirra

Það er algengur mis­skiln­ingur að bankar séu milli­göngu­að­ilar milli þeirra sem spara og þeirra sem taka lán. Eng­inn banki er háður því að nokkur maður leggi sparnað sinn inn í þann banka í formi inn­láns þegar kemur að útlána­á­kvörð­unum bank­ans. Helstu seðla­bankar heims­ins hafa stað­fest þetta sem og Alþjóða­greiðslu­bank­inn í Sviss. Eða eins og þýski seðla­bank­inn orð­aði það í apríl 2017: „geta banka til þess að veita lán og búa til pen­inga hefur ekk­ert með það að gera hvort hann hafi umfram inn­lán hjá seðla­bank­anum eða inn­lán frá við­skipta­vin­um.“

Auglýsing

Þegar banki veitir lán skrifar hann niður á sinn efna­hags­reikn­ing að hann skuldi lán­tak­anum and­virði láns­ins. Á sama tíma er ritað niður að lán­tak­inn skuldi bank­anum and­virði láns­ins. Skuld bank­ans til lán­tak­ans er inn­lán lán­tak­ans í bank­anum sem bank­inn leyfir lán­tak­anum að nota til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu, þökk sé aðild bank­ans að greiðslu­kerfi lands­ins sem Seðla­banki Íslands rekur og gert er upp með inni­stæðum banka hjá Seðla­bank­anum sjálf­um.

Laus­fjár­kröfur eru venju­lega upp­fylltar með téðum inni­stæðum banka hjá Seðla­bank­an­um. Þessar inni­stæður eru aldrei lán­aðar út til almennra lán­taka, enda er það bók­staf­lega ekki hægt, heldur eru þær not­aðar til þess að tryggja skil­virkni greiðslu­kerf­is­ins og getu bank­anna sjálfra til þess að standa að baki sínum eigin skuld­bind­ingum í íslenskri krónu. Um þetta snú­ast lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans.

Eftir að banki hefur búið til útlán og inn­lán við sína útlána­starf­semi getur það komið upp að hann þurfi á auknum inni­stæðum hjá Seðla­bank­anum að halda til að upp­fylla lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans. Hann hefur þrjár leiðir til þess. 

Fyrst getur hann reynt að fá almenn­ing til að selja sér lausa­fé, þ.e. „leggja fé inn í bank­ann“, sem bank­inn kaupir með því að skrifa niður á sinn efna­hags­reikn­ing að hann skuldi inn­lána­eig­and­anum and­virði inn­láns­ins. Þetta er ódýrasta leið­in, enda eru inn­lán oft með 0% vexti, og hluti af full­kom­lega eðli­legri sam­keppni milli banka. 

Næstó­dýrasta leiðin er að fá lánuð inn­lán ann­arra banka hjá Seðla­banka Íslands á því sem er kallað milli­banka­mark­að­ur. Sé mikil lausa­fjár­þurrð getur það skeð að verð­lagn­ing, þ.e. vext­ir, á milli­banka­mark­aði hækki mjög m.v. stýri­vexti. Þá er mikil velta á milli­banka­mark­aði merki um lausa­fjár­þurrð. 

Dýr­ast er að fá lánað hjá Seðla­banka Íslands en þegar Seðla­banki Íslands lánar banka er það gert á nákvæm­lega sama hátt og þegar banki lánar almennum lán­taka: ritað er niður á efna­hags­reikn­ing Seðla­bank­ans að hann skuldi bank­anum and­virði láns­ins í formi inn­láns hjá Seðla­bank­anum meðan Seðla­bank­inn eign­ast skuld bank­ans við Seðla­bank­ann. 

Það góða er að við getum séð það á opin­berum gögnum hvort bank­arnir hafi þörf á þess­ari fjár­mögn­un.

Bank­arnir upp­fylla kröfur Seðla­bank­ans um lausa­fjár­stöðu

Í nýj­ustu skýrslu Seðla­bank­ans um fjár­mála­stöð­ug­leika, sem kom út í apr­íl, má lesa (bls. 27):„­Lausa­fjár­staða bank­anna er áfram vel umfram kröfur Seðla­bank­ans og hefur lítið breyst und­an­farið ár. Lausa­fjár­hlut­fall í íslenskum krónum hefur lækkað en hækkað í erlendum gjald­miðl­um. Fjár­mögnun bank­anna inn­an­lands var í sam­ræmi við við­skipta­á­ætl­anir þeirra en álag á erlendar útgáfur hækk­aði á síð­asta ári sem skil­aði sér í færri útgáfum erlendis en árin á und­an.“

Tvær áhuga­verðar myndir má einnig finna í skýrsl­unni (bls. 31 og 33).

skiptinglausra.jpg

Raunbreyting útlána.

Það sem þessar tvær myndir sýna okkur er að þótt lausar eignir hafi minnkað hjá bönk­unum jókst vöxtur útlána milli ára. Ef lægri lausa­fjár­staða hefur hamlandi áhrif á útlána­getu bank­anna ætti þetta vart að geta átt sér stað. Nema sam­bandið væri ólínu­legt og að bank­arnir væru komnir að þol­mörkum lausa­fjár­hlut­falls síns. En sé svo ætti það að koma fram á milli­banka­mark­aði, í formi hærra vaxta­á­lags eða mik­illar veltu, eða hjá Seðla­bank­anum í formi auk­inna lausa­fjár­lán­veit­inga til banka.

Engin merki um lausa­fjár­þurrð

Það er auð­velt að fletta upp gögnum um það. Hér má sjá að ekk­ert er að ger­ast á milli­banka­mark­aði, þ.e. álagið (REIBOR spr­ead á stýri­vexti) er lágt og lítil sem engin velta er til stað­ar. Bæði er merki um að engin lausa­fjár­skortur sé í banka­kerf­inu.

ribor.jpgAð lokum má sjá hvort bank­arnir séu að neyð­ast til að finna sér lausafé hjá Seðla­banka Íslands, svokölluð lán gegn veði eða REPO við­skipti.

Lán gegn veði.

Og svo er ekki: sé not­ast við mán­að­ar­tölur frá Seðla­banka Íslands má sjá að hann hefur ekki veitt banka­stofnun lán gegn veði síðan í des­em­ber 2012.

Eig­in­fjár­hlut­föll eru ekki það sama og lausa­fjár­hlut­föll

Það er því ekk­ert að ótt­ast hvað varðar lausa­fjár­stöðu bank­anna í íslenskri krónu, hún er ekki að tak­marka útlána­getu þeirra líkt og rætt hefur verið um. 

Það sem við ættum að hafa í huga er hvort lausa­fjár­staða bank­anna í erlendri mynt sé góð (stórir gjald­dagar eru á árunum 2020 og 2021) og hvort eig­in­fjár­hlut­föll bank­anna séu hæfi­leg m.t.t. stöð­ug­leika­krafna og lána­getu, en ólíkt lausa­fjár­kröfum í íslenskri mynt geta eig­in­fjár­hlut­föll verið hamlandi fyrir útlána­getu banka.

Skráð erlend markaðsskuldabréf.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar