Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu

Kristbjörn Árnason fjallar um íslenska banka, lífeyrissjóði og verkalýðshreyfinguna. Hann segir að þetta sé ekki baráttan um að fá ríkisbankana á markað, heldur einnig um að halda völdum um lífeyrissjóðina.

Kristbjörn Árnason. Ný mynd
Auglýsing

Það eru lið­lega 10 ár frá hruni og við erum mörg sem teljum að enn hafi ekki verið settir nógu traustir örygg­is­ventlar á starf­semi banka og um starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna. 

Oddný Harð­ar­dóttir skrifar stuttan pistil í Mogg­ann 12. júlí um hluta máls­ins en hún er auð­vitað stjórn­mála­maður sem engan vill styggja að óþörfu og segir m.a.:

„Við verðum að koma í veg fyrir að íslenskur almenn­ingur – skatt­greið­end­ur, rík­is­sjóð­ur, spari­fjár­eig­endur - fjár­magni áhættu­söm­ustu banka­við­skipt­in. Það kenndi banka­hrunið þjóð­inni. Að breyta þyrfti banka­kerf­inu þannig að það þjóni hag almenn­ings en ekki bara þeim sem vilja fá aðgang að sparifé almenn­ings“.

Þetta er auð­vitað allt satt og rétt. Almenn­ingur fékk í fangið við banka­hrunið gríð­ar­lega upp­hæðir í krónum talið sem hann átti í erf­ið­leikum með að gera sér grein fyr­ir­. Bara gatið á rík­is­sjóði var upp á 216 millj­arða. Skattfé almenn­ings var nýtt til að rétta við banka­kerf­ið. Þá er óupp­talin þau önnur per­sónu­leg áföll sem almenn­ingur þurfti að bera og ber raunar enn óbætt. 

Auglýsing

Oddný seg­ir:

„Rót efna­hags­hruns­ins var einka­væð­ing bank­anna. Eftir einka­væð­ing­una leyfðu stjórn­völd banka­kerf­inu að vaxa langt út fyrir öll skyn­sem­is­mörk, héldu Fjár­mála­eft­ir­lit­inu veiku og settu sér „djarfa“ stefnu um land fjár­mála­við­skipta. Með stuðn­ingi stjórn­valda lögðu nokkrir menn Ísland undir í veð­máli sem tap­að­ist. Og almenn­ingur bar kostn­að­inn“.

Þetta er auð­vitað ekki allur sann­leik­ur­inn, þetta nær en er full­mikil ein­föld­un. Því við sögu kom auð­vitað einnig ákaf­lega sam­fé­lags and­stæð stjórn­mála stefna (frjáls­hyggj­an) sem hafði gegn­sýrt sam­fé­lagið og stefnu stjórn­valda frá í byrjun 10. ára­tug­ar­ins.Fylgi­fiskur þeirrar stefnu er ólýð­ræð­is­leg vinnu­brögð ásamt ótrú­legri spill­ingu er náði hámarki með einka­væð­ingu rík­is­bank­anna. Það er enn grass­er­andi mikil spill­ing á Íslandi.

Frá því fyrir kosn­ingar 2007 og síð­ustu miss­erin fyrir hrun opn­að­ist upp ræki­lega fyrir almenn­ingi hversu gríð­ar­lega gegn­sýrð þjóð­fé­lags­gerðin var af hvers kyns spill­ingu og bein­línis af mút­u-ó­menn­ingu sem gömlu valda­flokk­arnir voru oft ræki­lega flæktir í með sínum erfðar prins­um. 

Nú þegar stærsti hluti banka­kerf­is­ins er í eigu rík­is­ins og þriðji bank­inn er að mestu kom­inn í eigu erlendra eig­enda eru ekki margar veiði­lendur fyrir helstu gróða­punga og vík­inga þjóð­ar­innar nema þá líf­eyr­is­sjóð­irnir eftir laga­breyt­ingar þær sem rík­is­stjórnin 1998 gerði um umgjörð sjóð­anna. Sem voru þá allt í einu orðnir hreinir fjár­fest­inga­lána­sjóð­ir. 

Und­an­farnar vikur hefur launa­fólk séð magn­ast stríðið um stjórnir líf­eyr­is­-­sjóð­ina. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur tekið stakka­skiptum og nú er ljóst að stærstu verka­lýðs­fé­lögin ætla sér að gera hunda­hreinsun í stjórnum sjóð­anna. Með það fyrir augum að breyta lána­stefnu sjóð­anna og verk­efnum þeirra og um leið rýra völd sam­taka fjár­festa og sam­taka atvinnu­rek­enda yfir sjóð­un­um. 

En atvinnu­rek­endum munar mest um líf­eyr­is­sjóð versl­un­ar­manna og starfs­greina­sam­bands­fé­lag­anna. Eitt er víst, að nauð­syn­legt er að verja líf­eyr­is­sjóða­kerfið og að gera það að því sam­trygg­ing­ar- og eft­ir­launa­kerfi er menn höfðu í huga í upp­hafi innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þessar stök­ur eftir séra Helga Sveins­son bár­ust mér á net­inu:Þegar sektin sækir að

sál­ar­friði manna,

flýja þeir oft í felu­stað

frjálsu góð­gerð­anna.

Til að öðl­ast þjóð­ar­þögn

þegar þeir aðra véla,

gefa sumir agn­ar­ögn

af því sem þeir stela.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar