Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu

Kristbjörn Árnason fjallar um íslenska banka, lífeyrissjóði og verkalýðshreyfinguna. Hann segir að þetta sé ekki baráttan um að fá ríkisbankana á markað, heldur einnig um að halda völdum um lífeyrissjóðina.

Kristbjörn Árnason. Ný mynd
Auglýsing

Það eru lið­lega 10 ár frá hruni og við erum mörg sem teljum að enn hafi ekki verið settir nógu traustir örygg­is­ventlar á starf­semi banka og um starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna. 

Oddný Harð­ar­dóttir skrifar stuttan pistil í Mogg­ann 12. júlí um hluta máls­ins en hún er auð­vitað stjórn­mála­maður sem engan vill styggja að óþörfu og segir m.a.:

„Við verðum að koma í veg fyrir að íslenskur almenn­ingur – skatt­greið­end­ur, rík­is­sjóð­ur, spari­fjár­eig­endur - fjár­magni áhættu­söm­ustu banka­við­skipt­in. Það kenndi banka­hrunið þjóð­inni. Að breyta þyrfti banka­kerf­inu þannig að það þjóni hag almenn­ings en ekki bara þeim sem vilja fá aðgang að sparifé almenn­ings“.

Þetta er auð­vitað allt satt og rétt. Almenn­ingur fékk í fangið við banka­hrunið gríð­ar­lega upp­hæðir í krónum talið sem hann átti í erf­ið­leikum með að gera sér grein fyr­ir­. Bara gatið á rík­is­sjóði var upp á 216 millj­arða. Skattfé almenn­ings var nýtt til að rétta við banka­kerf­ið. Þá er óupp­talin þau önnur per­sónu­leg áföll sem almenn­ingur þurfti að bera og ber raunar enn óbætt. 

Auglýsing

Oddný seg­ir:

„Rót efna­hags­hruns­ins var einka­væð­ing bank­anna. Eftir einka­væð­ing­una leyfðu stjórn­völd banka­kerf­inu að vaxa langt út fyrir öll skyn­sem­is­mörk, héldu Fjár­mála­eft­ir­lit­inu veiku og settu sér „djarfa“ stefnu um land fjár­mála­við­skipta. Með stuðn­ingi stjórn­valda lögðu nokkrir menn Ísland undir í veð­máli sem tap­að­ist. Og almenn­ingur bar kostn­að­inn“.

Þetta er auð­vitað ekki allur sann­leik­ur­inn, þetta nær en er full­mikil ein­föld­un. Því við sögu kom auð­vitað einnig ákaf­lega sam­fé­lags and­stæð stjórn­mála stefna (frjáls­hyggj­an) sem hafði gegn­sýrt sam­fé­lagið og stefnu stjórn­valda frá í byrjun 10. ára­tug­ar­ins.Fylgi­fiskur þeirrar stefnu er ólýð­ræð­is­leg vinnu­brögð ásamt ótrú­legri spill­ingu er náði hámarki með einka­væð­ingu rík­is­bank­anna. Það er enn grass­er­andi mikil spill­ing á Íslandi.

Frá því fyrir kosn­ingar 2007 og síð­ustu miss­erin fyrir hrun opn­að­ist upp ræki­lega fyrir almenn­ingi hversu gríð­ar­lega gegn­sýrð þjóð­fé­lags­gerðin var af hvers kyns spill­ingu og bein­línis af mút­u-ó­menn­ingu sem gömlu valda­flokk­arnir voru oft ræki­lega flæktir í með sínum erfðar prins­um. 

Nú þegar stærsti hluti banka­kerf­is­ins er í eigu rík­is­ins og þriðji bank­inn er að mestu kom­inn í eigu erlendra eig­enda eru ekki margar veiði­lendur fyrir helstu gróða­punga og vík­inga þjóð­ar­innar nema þá líf­eyr­is­sjóð­irnir eftir laga­breyt­ingar þær sem rík­is­stjórnin 1998 gerði um umgjörð sjóð­anna. Sem voru þá allt í einu orðnir hreinir fjár­fest­inga­lána­sjóð­ir. 

Und­an­farnar vikur hefur launa­fólk séð magn­ast stríðið um stjórnir líf­eyr­is­-­sjóð­ina. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur tekið stakka­skiptum og nú er ljóst að stærstu verka­lýðs­fé­lögin ætla sér að gera hunda­hreinsun í stjórnum sjóð­anna. Með það fyrir augum að breyta lána­stefnu sjóð­anna og verk­efnum þeirra og um leið rýra völd sam­taka fjár­festa og sam­taka atvinnu­rek­enda yfir sjóð­un­um. 

En atvinnu­rek­endum munar mest um líf­eyr­is­sjóð versl­un­ar­manna og starfs­greina­sam­bands­fé­lag­anna. Eitt er víst, að nauð­syn­legt er að verja líf­eyr­is­sjóða­kerfið og að gera það að því sam­trygg­ing­ar- og eft­ir­launa­kerfi er menn höfðu í huga í upp­hafi innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þessar stök­ur eftir séra Helga Sveins­son bár­ust mér á net­inu:Þegar sektin sækir að

sál­ar­friði manna,

flýja þeir oft í felu­stað

frjálsu góð­gerð­anna.

Til að öðl­ast þjóð­ar­þögn

þegar þeir aðra véla,

gefa sumir agn­ar­ögn

af því sem þeir stela.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar