Undir fölsku flaggi þjóðernispoppúlismans

Þorsteinn Víglundsson segir að hugmyndafræði þjóðernisrembunnar bjóði ekki upp á neinar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag, þvert á móti ali hún aðeins á tortryggni og ótta.

Auglýsing

Sagn­fræði­kennsla er til þess að læra af og forð­ast að end­ur­taka mis­tök for­tíð­ar, eða svo var mér kennt á mennta­skóla­ár­un­um. Eitt­hvað virð­ist þó vera farið að fenna yfir einn helsta lær­dóm sögu 20. ald­ar­innar ef horft er til þess mikla upp­gangs sem þjóð­ern­ispoppúl­ismi hefur notið á und­an­förnum árum. Ný rík­is­stjórn á Bret­landseyjum er enn ein áminn­ingin um þann upp­gang en þær eru fjöl­margar aðrar og því miður í vax­andi mæli á Vest­ur­löndum einnig.

Þá hefur áhrifa þjóð­ern­ispoppúl­ískra flokka gætt í auknum mæli á Norð­ur­lönd­un­um, þar með talið hér á landi í umræð­unni um þriðja orku­pakk­ann, inn­flytj­enda­mál og fram­tíð EES samn­ings­ins og mögu­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Vegna þess­arar þró­unar hefur svo­nefnd lýð­ræð­is­vísi­tala the Economist verið fallandi í heim­inum nær sam­fellt und­an­geng­inn ára­tug.

Alls staðar er stef þjóð­ern­is­rembunnar hið sama. Alið er á ótta og tor­tryggni. Leið­togar þess­ara flokka vísa til áður glæstrar for­tíðar við­kom­andi þjóðar sem heyri sög­unni til vegna óæski­legra útlendra áhrifa. Þar er gjarnan vísað til erlendra ríkja, inn­flytj­enda, alþjóða­væð­ingar eða alls í senn. Þetta er auð­vitað kunn­ug­legt stef í heims­sög­unni. Upp­risa fas­isma í Evr­ópu á þriðja ára­tug síð­ustu aldar byggði á sama grunni. For­tíð­ar­dýrk­unin á sér þó sjaldn­ast stoð í veru­leik­anum og þær lausnir sem boðið er upp á undir for­merkjum þjóð­ern­is­rembunnar mun lík­legri til að grafa undan lífs­kjörum við­kom­andi ríkja en styrkja þau.

Auglýsing

Rúss­land hefur ein­angr­ast efna­hags­lega vegna útþenslu­stefnu Pútíns. Veru­lega er tekið að hægja á hag­vexti í Banda­ríkj­unum og ljóst að ein­angr­un­ar­stefna Trump og ríkur vilji til tolla­stríðs við umheim­inn er að hafa skað­leg áhrif á banda­rískt efna­hags­líf. Nýjasta dæmið er síðan útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu sem haft hefur mjög nei­kvæð áhrif á breskan efna­hag.

Þrátt fyrir að leið­togar þjóð­ern­is­rembunnar flíki föð­ur­lands­ást sinni óspart virð­ist þjóð­ar­hagur sjaldn­ast ráða för í stefnu­málum þeirra. Þar skiptir öllu ímynd hins sterka og óskeik­ula leið­toga. Leið­tog­ans sem sé til­bú­inn að takast á við allar þær ytri ógnir sem steðji að.

Boris á flótta undan eigin ábyrgð

Rík­is­stjórn Boris John­son tók við völdum í Bret­landi í lið­inni viku. Ekk­ert skorti á dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar hins nýja for­sæt­is­ráð­herra. Bret­land skyldi reist til fyrri dýrðar og yrði „besti staður á jarð­ríki“ (gr­eatest place on earth) undir hans stjórn. Einn liður í þeirri veg­ferð væri útgangan úr Evr­ópu­sam­band­inu, sem skyldi eiga sér stað þann 31. októ­ber, með eða án samn­ings.

Það er kannski við hæfi að John­son fái það verk­efni að leysa þann hnút sem Brexit er komið í. Boris var jú helsti hvata­maður Brexit fyrir þremur árum síð­an. Nið­ur­staða kosn­ing­anna var mikið högg fyrir breskan efna­hag. Eitt skýrasta dæmið er að breska pundið féll mikið þegar nið­ur­staðan lá fyrir og er enn 15% lægra gagn­vart evru. Fjöldi fyr­ir­tækja hefur fært starf­semi úr landi, hætt við fjár­fest­ing­ar­á­form eða hyggur á flutn­ing. Áætlað er að á þriðja hund­rað þús­und starfa hafi nú þegar tap­ast vegna Brex­it. Fram­leiðslu­fyr­ir­tæki eru að færa fram­leiðslu sína yfir á meg­in­landið og ljóst að staða Lund­úna sem fjár­mála­mið­stöðvar mun veikj­ast vegna Brex­it.

Litlar líkur eru hins vegar á því að Boris kom­ist lengra í samn­ingum við ESB um Brexit en Ther­esa May. Yfir­lýs­ingar hans um samn­ings­laust Brexit sýna fádæma ábyrgð­ar­leysi en end­ur­spegla um leið eðli poppúlist­ans. Það er mik­il­væg­ara að sýna styrk en stjórn­kænsku. Gildir einu þótt bæði Eng­lands­banki og Skrif­stofa ábyrgra rík­is­fjár­mála hafi varað við krappri efna­hagslægð í Bret­landi verði samn­ings­laust Brexit að veru­leika.

Vax­andi ójöfn­uður rót vand­ans

Í mál­flutn­ingi Brexit sinna hefur ESB verið kennt um flest það sem aflaga hafið farið í breskum stjórn­málum á und­an­förnum ára­tug­um. Reglu­verkið sé íþyngj­andi. Tolla­banda­lagið tak­mark­andi í við­skiptum við ríki utan ESB, aðildin sé allt of kostn­að­ar­söm og síð­ast en ekki síst opni hún á ótak­markað flæði inn­flytj­enda til Bret­lands.

Þessi mál­flutn­ingur fékk ekki hvað síst hljóm­grunn á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna mik­illa breyt­inga á sam­setn­ingu starfa í Bret­landi á und­an­förnum ára­tug­um. Líkt og alls staðar í hinum vest­ræna heimi hefur fram­leiðslu­störfum fækkað en þjón­ustu­störfum fjölgað mikið á móti.

En vand­inn er ekki til­flutn­ingur starfa. Sú þróun er áskorun en ekki vanda­mál. Og vand­inn er heldur ekki alþjóða­væð­ing eða alþjóða­sama­starf. Vest­ræn ríki, ekki síður en þró­un­ar­ríki, hafa hagn­ast á alþjóða­væð­ing­unni. Efna­hags­legur ójöfn­uður þjóða hefur minnkað en á sama tíma hefur ójöfn­uður auk­ist mikið innan ein­stakra landa. Í Bret­landi og Banda­ríkj­unum hefur svo­nefndur gini stuð­ull hækkað um þriðj­ung eða meira á und­an­förnum þremur ára­tug­um. Störf í milli­stétt sem áður gáfu vel af sér gera það ekki leng­ur. Stjórn­völd beggja landa hafa ekki tryggt íbúum þeirra sann­gjarna hlut­deild í ávinn­ingi alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar. Sú óánægja sem þeirri þróun hefur fylgt hefur síðan skapað þjóð­ern­ispoppúlistum tæki­færi til að ná völd­um.

Líka á Íslandi

Þrátt fyrir að jöfn­uður sé hér mik­ill, líkt og á hinum Norð­ur­lönd­un­um, hefur þjóð­ern­ispoppúl­ismi ekk­ert síður sótt í sig veðrið hér á landi en í nágranna­ríkjum okk­ar. Mál­flutn­ingur Mið­flokks­ins í umræð­unni um Þriðja orku­pakk­ann ber t.d. öll megin ein­kenni hans. Erlendir aðilar ásælist auð­lindir okk­ar. Verið sé að fram­selja ákvörð­un­ar­töku­vald um virkjun og nýt­ingu auð­linda til Brus­sel og lagn­ing sæstrengs verði óhjá­kvæmi­leg, sam­þykki Alþingi þriðja orku­pakk­ann. Allar þessar full­yrð­ingar hafa verið hraktar með ítar­legum rökum en það hefur ekki slegið á mál­flutn­ing Mið­flokks­manna.

Raunin er að við, líkt og flestar aðrar þjóð­ir, höfum notið góðs af auknum alþjóða­við­skipt­um. Efna­hags­líf okkar hefur tekið stakka­skiptum fyrir til­stilli EES samn­ings­ins. Útflutn­ings­greinar okkar eru bæði mun öfl­ugri og fjöl­breytt­ari en þær voru fyrir gild­is­töku samn­ings­ins. Aðgengi okkar að 500 milljón manna innri mark­aði hefur skilað okkur ótal tæki­færum sem við höfum náð að hag­nýta okk­ur. Bættur mark­aðs­að­gangur fyrir sjáv­ar­af­urð­ir. Opnun mark­aða fyrir íslenskan iðnað og hug­verka­grein­ar. Svo ekki sé gleymt hlut frjáls flæðis fólks til starfa sem staðið hefur undir efna­hags­upp­gangi und­an­geng­inna ára. Án inn­flytj­enda hefði mik­ill upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar aldrei verið mögu­leg­ur. Eng­inn vafi er heldur á því að EES samn­ing­ur­inn hefur skilað okkur miklum ávinn­ingi í ferða­þjón­ustu enda felur hann í sér fullt frelsi í flugi til og frá Evr­ópu í stað þeirrar verndar sem þjóð­ar­flug­fé­lög nutu áður fyrr.

Mið­flokks­menn lítið ykkur nær

Í mál­flutn­ingi sínum í umræðu um þriðja orku­pakk­ann hafa Mið­flokks­menn ítrekað ýjað að því að inn­leið­ing hans brjóti gegn stjórn­ar­skrá. Að þing­menn sem styðji inn­leið­ingu hans séu að brjóta gegn eið sínum gagn­vart stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins. Með öðrum orðum að við sem aðhyll­umst alþjóð­legt sam­starf og teljum EES samn­ing­inn og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram­fara­skref fyrir þjóð­ina vinnum gegn þjóð­ar­hag.

Fátt er fjær sanni. Stað­reyndin er sú að fátt hefur skilað okkur meiri ávinn­ingi en Evr­ópu­sam­vinn­an. EES samn­ing­ur­inn á ríkan þátt í því að Ísland er meðal best settu þjóða heims þegar horft er til efna­hags­legrar vel­sæld­ar. Að sama skapi kennir sagan okkur að ein­angr­un­ar­hyggja skilar ekki efna­hags­legri vel­sæld. Þvert á móti grefur hún undan lífs­kjör­um.

Þessi orð­ræða minnir óneit­an­lega á umræð­una innan breska Íhalds­flokks­ins, sem á end­anum leiddi til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um Brex­it. Segja má að leið­togar flokks­ins hafi hrak­ist til þeirrar afleitu stöðu sem Bret­land er nú í, vegna kjark­leysis í bar­átt­unni við þjóð­ern­ispoppúl­isma og Evr­ópu­andúð innan flokks­ins. Hið sama má ekki henda hér á landi.

Ekki má heldur gleyma voveif­legum afleið­ingum síð­asta upp­gangs­tíma­bils þjóð­ern­is­remb­ings/fas­isma í Evr­ópu. Það væri kannski rétt að Mið­flokks­menn og íhalds­menn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins litu vand­lega í spegil og rifj­uðu aðeins upp sögu­kunn­áttu sína áður en þeir væna aðra þing­menn um að vinna gegn þjóð­ar­hag.

Hug­mynda­fræði þjóð­ern­is­rembunnar býður ekki fram neinar lausnir á þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Hún elur aðeins á tor­tryggni og ótta og til lengdar mun aukin ein­angr­un­ar­hyggja grafa undan lífs­kjörum þjóð­ar­inn­ar. And­staðan við Þriðja orku­pakk­ann er í raun and­staða við EES samn­ing­inn. Með afstöðu sinni hefur Mið­flokk­ur­inn tekið afstöðu gegn samn­ingi sem skilað hefur íslensku þjóð­inni mesta lífs­kjara­bata und­an­far­ins ald­ar­fjórð­ungs.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar