Hvalárvirkjun og landslög

Formaður Landverndar svarar nýlegri grein upplýsingafulltrúa VesturVerks vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sem er í meiri­hluta eign HS Orku, segir í grein um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 19. júlí síð­ast­lið­inn, að Ramma­á­ætlun sé mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­mun­ir. Hún spyr hvort Land­vernd vilji fara á byrj­un­ar­reit í Ramma­á­ætl­un.

Afar sér­stakt er að þurfa enn einu sinni að benda upp­lýs­inga­full­trú­anum á að þó virkj­ana­til­lögur séu í nýt­inga­flokki Ramma­á­ætl­unar felst engin heim­ild til orku­nýt­ingar í því. Sú flokkun merkir það eitt að við­kom­andi virkj­ana­kosti má skoða til nýt­ingar en þeir eru alltaf háðir umhverf­is­mati og í lög­unum er sjón­ar­miðum umhverf­is- og nátt­úru­verndar gert hátt undir höfði á öllum stig­um.

Það þarf því ekki að fara á byrj­un­ar­reit. Land­vernd er aðeins að fara eftir settum leik­regl­um. Leið­rétta þarf mis­tök.

Auglýsing

Hitt er svo annað og mun alvar­legra mál að ekki var farið að lögum þegar Hvala­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk á sínum tíma.

Tveir fag­hópar Ramma­á­ætl­unar (nr. 2 frá 2011) af fjórum töldu virkj­un­ina ekki upp­fylla skil­yrði um gæði gagna og tveir fag­hópar gáfu henni slæma einkum bæði hvað varðar hag­kvæmni og jákvæð áhrif á sam­fé­lag. Þrátt fyrir þetta féll virkj­unin í nýt­inga­flokk og var sam­þykkt sem slík í þings­á­lykt­un. Síðar kol­féll virkj­un­ar­hug­myndin í umhverf­is­mati.

Lög voru brotin

Í lögum um vernd­ar- og orku­nýt­inga­á­ætl­un, sem gerð Ramma­á­ætl­unar bygg­ist á, segir að þau séu sett til að finna virkj­un­ar­kosti til frek­ari rann­sókna sem bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag. Þá segir að í bið­flokk Ramma­á­ætl­unar skuli falla virkj­un­ar­kost­ir, sem talið er að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um, svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orku­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Þá segir einnig að byggja skuli á fag­legu mati á upp­lýs­ingum sem fyrir liggja, sam­ræmdum við­miðum og almennt við­ur­kenndum aðferðum og að vinna fag­hópa skuli lögð til grund­vallar mat­inu.

Þessum ákvæðum var ekki fylgt þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk.

Lög standa ofar þings­á­lyktun og ákvörð­unin um að setja Hval­ár­virkjun í nýt­ing­ar­flokk er aug­ljós­lega ekki sam­ræmi við fram­an­greind ákvæði laga.

Í þessu ljósi telur Land­vernd að flokkun Hval­ár­virkj­unar sé lög­brot. Í kjöl­farið hafa komið fram upp­lýs­ingar um vill­andi seta landa­merki og um veg sem lagður hefur verið á eign­ar­landi og gerður að virkj­un­ar­vegi án heim­ildar land­eig­enda. Og nú eru áform­aðar frek­ari rann­sóknir sem valda meiri land­spjöllum en rann­sókn­ar­leyfi heim­il­ar, sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur vin­sam­lega beðið fyr­ir­tækið um að halda sig við.

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki virð­ist hafa verið farið að lögum og reglum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Land­vernd hafði fyrst tæki­færi til að leggja fram­an­greind álita­mál fyrir lög­form­lega úrskurð­ar­að­ila þegar fram­kvæmda­leyfið var veitt í júní síð­ast­liðn­um. Sú veg­ferð er fyrst að byrja og Land­vernd mun fylgja eftir umfjöllun um lög­fræði­leg álita­mál eins lengi og það telst nauð­syn­legt í vörn gegn stór­tækum nátt­úru­spjöllum á Dranga­jök­ul­svíð­ern­um.

Fjár­hagur Land­verndar

Upp­lýs­inga­full­trú­inn virð­ist hafa áhyggjur af fjár­hag Land­vernd­ar. Það er óþarfi. Helsta upp­spretta fjár­magns til almenns rekstrar Land­verndar eru fram­lög um sex­þús­und félaga sem vilja stuðla að nauð­syn­legu aðhaldi í sam­fé­lagi þar sem skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið geta valdið miklum skaða á nátt­úru­arfi þjóð­ar­inn­ar, eins og Hval­ár­virkjun er dæmi um. Til við­bótar kemur lít­ils­háttar en mik­il­vægur styrkur úr rík­is­sjóði. Þar að auki leysir Land­vernd mik­il­vægt þjón­ustu­verk­efni vegna umhverf­is­starf­semi í skólum lands­ins og nýtur til þess stuðn­ings úr rík­is­sjóði.

Eitt geta Land­vernd og upp­lýs­inga­full­trú­inn von­andi verið sam­mála um; með lögum skal land byggja og mis­tök eru til að læra af og leið­rétta meðan tími er til. Um það snýst mál­flutn­ingur Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar