Hvalárvirkjun og landslög

Formaður Landverndar svarar nýlegri grein upplýsingafulltrúa VesturVerks vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sem er í meiri­hluta eign HS Orku, segir í grein um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 19. júlí síð­ast­lið­inn, að Ramma­á­ætlun sé mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­mun­ir. Hún spyr hvort Land­vernd vilji fara á byrj­un­ar­reit í Ramma­á­ætl­un.

Afar sér­stakt er að þurfa enn einu sinni að benda upp­lýs­inga­full­trú­anum á að þó virkj­ana­til­lögur séu í nýt­inga­flokki Ramma­á­ætl­unar felst engin heim­ild til orku­nýt­ingar í því. Sú flokkun merkir það eitt að við­kom­andi virkj­ana­kosti má skoða til nýt­ingar en þeir eru alltaf háðir umhverf­is­mati og í lög­unum er sjón­ar­miðum umhverf­is- og nátt­úru­verndar gert hátt undir höfði á öllum stig­um.

Það þarf því ekki að fara á byrj­un­ar­reit. Land­vernd er aðeins að fara eftir settum leik­regl­um. Leið­rétta þarf mis­tök.

Auglýsing

Hitt er svo annað og mun alvar­legra mál að ekki var farið að lögum þegar Hvala­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk á sínum tíma.

Tveir fag­hópar Ramma­á­ætl­unar (nr. 2 frá 2011) af fjórum töldu virkj­un­ina ekki upp­fylla skil­yrði um gæði gagna og tveir fag­hópar gáfu henni slæma einkum bæði hvað varðar hag­kvæmni og jákvæð áhrif á sam­fé­lag. Þrátt fyrir þetta féll virkj­unin í nýt­inga­flokk og var sam­þykkt sem slík í þings­á­lykt­un. Síðar kol­féll virkj­un­ar­hug­myndin í umhverf­is­mati.

Lög voru brotin

Í lögum um vernd­ar- og orku­nýt­inga­á­ætl­un, sem gerð Ramma­á­ætl­unar bygg­ist á, segir að þau séu sett til að finna virkj­un­ar­kosti til frek­ari rann­sókna sem bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag. Þá segir að í bið­flokk Ramma­á­ætl­unar skuli falla virkj­un­ar­kost­ir, sem talið er að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um, svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orku­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Þá segir einnig að byggja skuli á fag­legu mati á upp­lýs­ingum sem fyrir liggja, sam­ræmdum við­miðum og almennt við­ur­kenndum aðferðum og að vinna fag­hópa skuli lögð til grund­vallar mat­inu.

Þessum ákvæðum var ekki fylgt þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk.

Lög standa ofar þings­á­lyktun og ákvörð­unin um að setja Hval­ár­virkjun í nýt­ing­ar­flokk er aug­ljós­lega ekki sam­ræmi við fram­an­greind ákvæði laga.

Í þessu ljósi telur Land­vernd að flokkun Hval­ár­virkj­unar sé lög­brot. Í kjöl­farið hafa komið fram upp­lýs­ingar um vill­andi seta landa­merki og um veg sem lagður hefur verið á eign­ar­landi og gerður að virkj­un­ar­vegi án heim­ildar land­eig­enda. Og nú eru áform­aðar frek­ari rann­sóknir sem valda meiri land­spjöllum en rann­sókn­ar­leyfi heim­il­ar, sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur vin­sam­lega beðið fyr­ir­tækið um að halda sig við.

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki virð­ist hafa verið farið að lögum og reglum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Land­vernd hafði fyrst tæki­færi til að leggja fram­an­greind álita­mál fyrir lög­form­lega úrskurð­ar­að­ila þegar fram­kvæmda­leyfið var veitt í júní síð­ast­liðn­um. Sú veg­ferð er fyrst að byrja og Land­vernd mun fylgja eftir umfjöllun um lög­fræði­leg álita­mál eins lengi og það telst nauð­syn­legt í vörn gegn stór­tækum nátt­úru­spjöllum á Dranga­jök­ul­svíð­ern­um.

Fjár­hagur Land­verndar

Upp­lýs­inga­full­trú­inn virð­ist hafa áhyggjur af fjár­hag Land­vernd­ar. Það er óþarfi. Helsta upp­spretta fjár­magns til almenns rekstrar Land­verndar eru fram­lög um sex­þús­und félaga sem vilja stuðla að nauð­syn­legu aðhaldi í sam­fé­lagi þar sem skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið geta valdið miklum skaða á nátt­úru­arfi þjóð­ar­inn­ar, eins og Hval­ár­virkjun er dæmi um. Til við­bótar kemur lít­ils­háttar en mik­il­vægur styrkur úr rík­is­sjóði. Þar að auki leysir Land­vernd mik­il­vægt þjón­ustu­verk­efni vegna umhverf­is­starf­semi í skólum lands­ins og nýtur til þess stuðn­ings úr rík­is­sjóði.

Eitt geta Land­vernd og upp­lýs­inga­full­trú­inn von­andi verið sam­mála um; með lögum skal land byggja og mis­tök eru til að læra af og leið­rétta meðan tími er til. Um það snýst mál­flutn­ingur Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar