Hvalárvirkjun og landslög

Formaður Landverndar svarar nýlegri grein upplýsingafulltrúa VesturVerks vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sem er í meiri­hluta eign HS Orku, segir í grein um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 19. júlí síð­ast­lið­inn, að Ramma­á­ætlun sé mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­mun­ir. Hún spyr hvort Land­vernd vilji fara á byrj­un­ar­reit í Ramma­á­ætl­un.

Afar sér­stakt er að þurfa enn einu sinni að benda upp­lýs­inga­full­trú­anum á að þó virkj­ana­til­lögur séu í nýt­inga­flokki Ramma­á­ætl­unar felst engin heim­ild til orku­nýt­ingar í því. Sú flokkun merkir það eitt að við­kom­andi virkj­ana­kosti má skoða til nýt­ingar en þeir eru alltaf háðir umhverf­is­mati og í lög­unum er sjón­ar­miðum umhverf­is- og nátt­úru­verndar gert hátt undir höfði á öllum stig­um.

Það þarf því ekki að fara á byrj­un­ar­reit. Land­vernd er aðeins að fara eftir settum leik­regl­um. Leið­rétta þarf mis­tök.

Auglýsing

Hitt er svo annað og mun alvar­legra mál að ekki var farið að lögum þegar Hvala­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk á sínum tíma.

Tveir fag­hópar Ramma­á­ætl­unar (nr. 2 frá 2011) af fjórum töldu virkj­un­ina ekki upp­fylla skil­yrði um gæði gagna og tveir fag­hópar gáfu henni slæma einkum bæði hvað varðar hag­kvæmni og jákvæð áhrif á sam­fé­lag. Þrátt fyrir þetta féll virkj­unin í nýt­inga­flokk og var sam­þykkt sem slík í þings­á­lykt­un. Síðar kol­féll virkj­un­ar­hug­myndin í umhverf­is­mati.

Lög voru brotin

Í lögum um vernd­ar- og orku­nýt­inga­á­ætl­un, sem gerð Ramma­á­ætl­unar bygg­ist á, segir að þau séu sett til að finna virkj­un­ar­kosti til frek­ari rann­sókna sem bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag. Þá segir að í bið­flokk Ramma­á­ætl­unar skuli falla virkj­un­ar­kost­ir, sem talið er að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um, svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orku­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Þá segir einnig að byggja skuli á fag­legu mati á upp­lýs­ingum sem fyrir liggja, sam­ræmdum við­miðum og almennt við­ur­kenndum aðferðum og að vinna fag­hópa skuli lögð til grund­vallar mat­inu.

Þessum ákvæðum var ekki fylgt þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk.

Lög standa ofar þings­á­lyktun og ákvörð­unin um að setja Hval­ár­virkjun í nýt­ing­ar­flokk er aug­ljós­lega ekki sam­ræmi við fram­an­greind ákvæði laga.

Í þessu ljósi telur Land­vernd að flokkun Hval­ár­virkj­unar sé lög­brot. Í kjöl­farið hafa komið fram upp­lýs­ingar um vill­andi seta landa­merki og um veg sem lagður hefur verið á eign­ar­landi og gerður að virkj­un­ar­vegi án heim­ildar land­eig­enda. Og nú eru áform­aðar frek­ari rann­sóknir sem valda meiri land­spjöllum en rann­sókn­ar­leyfi heim­il­ar, sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur vin­sam­lega beðið fyr­ir­tækið um að halda sig við.

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki virð­ist hafa verið farið að lögum og reglum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Land­vernd hafði fyrst tæki­færi til að leggja fram­an­greind álita­mál fyrir lög­form­lega úrskurð­ar­að­ila þegar fram­kvæmda­leyfið var veitt í júní síð­ast­liðn­um. Sú veg­ferð er fyrst að byrja og Land­vernd mun fylgja eftir umfjöllun um lög­fræði­leg álita­mál eins lengi og það telst nauð­syn­legt í vörn gegn stór­tækum nátt­úru­spjöllum á Dranga­jök­ul­svíð­ern­um.

Fjár­hagur Land­verndar

Upp­lýs­inga­full­trú­inn virð­ist hafa áhyggjur af fjár­hag Land­vernd­ar. Það er óþarfi. Helsta upp­spretta fjár­magns til almenns rekstrar Land­verndar eru fram­lög um sex­þús­und félaga sem vilja stuðla að nauð­syn­legu aðhaldi í sam­fé­lagi þar sem skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið geta valdið miklum skaða á nátt­úru­arfi þjóð­ar­inn­ar, eins og Hval­ár­virkjun er dæmi um. Til við­bótar kemur lít­ils­háttar en mik­il­vægur styrkur úr rík­is­sjóði. Þar að auki leysir Land­vernd mik­il­vægt þjón­ustu­verk­efni vegna umhverf­is­starf­semi í skólum lands­ins og nýtur til þess stuðn­ings úr rík­is­sjóði.

Eitt geta Land­vernd og upp­lýs­inga­full­trú­inn von­andi verið sam­mála um; með lögum skal land byggja og mis­tök eru til að læra af og leið­rétta meðan tími er til. Um það snýst mál­flutn­ingur Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar