Hvalárvirkjun og landslög

Formaður Landverndar svarar nýlegri grein upplýsingafulltrúa VesturVerks vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­Verks, sem er í meiri­hluta eign HS Orku, segir í grein um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 19. júlí síð­ast­lið­inn, að Ramma­á­ætlun sé mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­mun­ir. Hún spyr hvort Land­vernd vilji fara á byrj­un­ar­reit í Ramma­á­ætl­un.

Afar sér­stakt er að þurfa enn einu sinni að benda upp­lýs­inga­full­trú­anum á að þó virkj­ana­til­lögur séu í nýt­inga­flokki Ramma­á­ætl­unar felst engin heim­ild til orku­nýt­ingar í því. Sú flokkun merkir það eitt að við­kom­andi virkj­ana­kosti má skoða til nýt­ingar en þeir eru alltaf háðir umhverf­is­mati og í lög­unum er sjón­ar­miðum umhverf­is- og nátt­úru­verndar gert hátt undir höfði á öllum stig­um.

Það þarf því ekki að fara á byrj­un­ar­reit. Land­vernd er aðeins að fara eftir settum leik­regl­um. Leið­rétta þarf mis­tök.

Auglýsing

Hitt er svo annað og mun alvar­legra mál að ekki var farið að lögum þegar Hvala­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk á sínum tíma.

Tveir fag­hópar Ramma­á­ætl­unar (nr. 2 frá 2011) af fjórum töldu virkj­un­ina ekki upp­fylla skil­yrði um gæði gagna og tveir fag­hópar gáfu henni slæma einkum bæði hvað varðar hag­kvæmni og jákvæð áhrif á sam­fé­lag. Þrátt fyrir þetta féll virkj­unin í nýt­inga­flokk og var sam­þykkt sem slík í þings­á­lykt­un. Síðar kol­féll virkj­un­ar­hug­myndin í umhverf­is­mati.

Lög voru brotin

Í lögum um vernd­ar- og orku­nýt­inga­á­ætl­un, sem gerð Ramma­á­ætl­unar bygg­ist á, segir að þau séu sett til að finna virkj­un­ar­kosti til frek­ari rann­sókna sem bygg­ist á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati þar sem tekið er til­lit til vernd­ar­gildis nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, hag­kvæmni og arð­semi ólíkra nýt­ing­ar­kosta og ann­arra gilda sem varða þjóð­ar­hag. Þá segir að í bið­flokk Ramma­á­ætl­unar skuli falla virkj­un­ar­kost­ir, sem talið er að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga um, svo meta megi hvort þeir eigi að falla í orku­nýt­ing­ar­flokk eða vernd­ar­flokk. Þá segir einnig að byggja skuli á fag­legu mati á upp­lýs­ingum sem fyrir liggja, sam­ræmdum við­miðum og almennt við­ur­kenndum aðferðum og að vinna fag­hópa skuli lögð til grund­vallar mat­inu.

Þessum ákvæðum var ekki fylgt þegar Hval­ár­virkjun var sett í nýt­ing­ar­flokk.

Lög standa ofar þings­á­lyktun og ákvörð­unin um að setja Hval­ár­virkjun í nýt­ing­ar­flokk er aug­ljós­lega ekki sam­ræmi við fram­an­greind ákvæði laga.

Í þessu ljósi telur Land­vernd að flokkun Hval­ár­virkj­unar sé lög­brot. Í kjöl­farið hafa komið fram upp­lýs­ingar um vill­andi seta landa­merki og um veg sem lagður hefur verið á eign­ar­landi og gerður að virkj­un­ar­vegi án heim­ildar land­eig­enda. Og nú eru áform­aðar frek­ari rann­sóknir sem valda meiri land­spjöllum en rann­sókn­ar­leyfi heim­il­ar, sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur vin­sam­lega beðið fyr­ir­tækið um að halda sig við.

Allt ber þetta að sama brunni. Ekki virð­ist hafa verið farið að lögum og reglum við und­ir­bún­ing Hval­ár­virkj­un­ar.

Land­vernd hafði fyrst tæki­færi til að leggja fram­an­greind álita­mál fyrir lög­form­lega úrskurð­ar­að­ila þegar fram­kvæmda­leyfið var veitt í júní síð­ast­liðn­um. Sú veg­ferð er fyrst að byrja og Land­vernd mun fylgja eftir umfjöllun um lög­fræði­leg álita­mál eins lengi og það telst nauð­syn­legt í vörn gegn stór­tækum nátt­úru­spjöllum á Dranga­jök­ul­svíð­ern­um.

Fjár­hagur Land­verndar

Upp­lýs­inga­full­trú­inn virð­ist hafa áhyggjur af fjár­hag Land­vernd­ar. Það er óþarfi. Helsta upp­spretta fjár­magns til almenns rekstrar Land­verndar eru fram­lög um sex­þús­und félaga sem vilja stuðla að nauð­syn­legu aðhaldi í sam­fé­lagi þar sem skamm­tíma gróða­sjón­ar­mið geta valdið miklum skaða á nátt­úru­arfi þjóð­ar­inn­ar, eins og Hval­ár­virkjun er dæmi um. Til við­bótar kemur lít­ils­háttar en mik­il­vægur styrkur úr rík­is­sjóði. Þar að auki leysir Land­vernd mik­il­vægt þjón­ustu­verk­efni vegna umhverf­is­starf­semi í skólum lands­ins og nýtur til þess stuðn­ings úr rík­is­sjóði.

Eitt geta Land­vernd og upp­lýs­inga­full­trú­inn von­andi verið sam­mála um; með lögum skal land byggja og mis­tök eru til að læra af og leið­rétta meðan tími er til. Um það snýst mál­flutn­ingur Land­vernd­ar.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar