Viljum við fara aftur á byrjunarreit?

Upplýsingafulltrúi Vesturverks fjallar um Hvalárvirkjun.

Auglýsing

Árið 2013 sam­þykkti Alþingi 2. áfanga ramma­á­ætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða en mark­mið hennar er sjálf­bær nýt­ing orku­linda Íslands. Hafði mál­efnið þá verið til umræðu á Alþingi í nær þrjá ára­tugi eða allt frá árinu 1985. Hval­ár­virkjun í Ófeigs­firði á Ströndum er í nýt­ing­ar­flokki áætl­un­ar­inn­ar. Jafn­framt var virkj­unin í stækk­aðri mynd sam­þykkt af verk­efn­is­stjórn um 3. áfanga áætl­un­ar­innar sum­arið 2015.

Um það leyti sem ramma­á­ætlun var að taka á sig mynd fyrir sex árum hafði þjóð­þekktur bar­áttu­maður fyrir nátt­úru­vernd á orði að með áætl­un­inni skap­að­ist „vit­rænn og skipu­legur far­veg­ur“ til skoð­ana­skipta sem væri „grund­völlur sið­aðs lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags­“. 

Þessi orð rifj­ast upp í þeirri miklu og óvægnu orra­hríð sem nú er háð gegn upp­bygg­ingu Hval­ár­virkj­unar og þeim sem að henni standa.

Auglýsing

Atlaga gegn Vest­fjörðum

Mik­il­vægi Hval­ár­virkj­unar fyrir upp­bygg­ingu raf­orku­kerfis Vest­fjarða er óum­deilt meðal sér­fræð­inga á sviði orku­mála. Um það vitnar hver ný skýrslan á fætur annarri. Bar­áttan gegn Hval­ár­virkjun er því um leið atlaga gegn brýnni inn­viða­upp­bygg­ingu á Vest­fjörð­um. Því er meðal ann­ars lýst yfir af nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum að einskis verði látið ófreistað til að stöðva virkj­un­ar­á­form­in. Helgar til­gang­ur­inn mögu­lega öll meðul – bæði lög­mæt og ólög­mæt?

Fylgja athafnir orðum Land­vernd­ar?

Aðferða­fræði þeirra sem hæst láta felst í skæða­drífu órök­studdra full­yrð­inga og aðdrótt­ana sem dynja á verk­efn­inu og fram­kvæmda­að­ilum þess – fyll­yrð­ingar sem síðan er ítrekað vitnað til sem algildra sann­inda með til­heyr­andi til­finn­inga­hita. Slíkur hama­gangur getur komið róti á hug margra en verður seint tal­inn far­sæll far­vegur fyrir skoð­ana­skipti. Hin rík­is­styrktu sam­tök Land­vernd, sem harð­ast hafa barist gegn Hval­ár­virkj­un, ganga svo langt að saka Vest­ur­Verk og aðra aðstand­endur virkj­un­ar­innar um lög­brot. Það eru alvar­legar ásak­anir og ef sann­fær­ing og vissa fylgir mál­flutn­ingi sam­tak­anna ættu þau sem fyrst að leita til dóm­stóla með ásak­anir sín­ar. 

Grænt ljós á öllum stigum máls

Með skipan í orku­nýt­ing­ar­flokk fæst heim­ild til þess að hefja und­ir­bún­ing og rann­sóknir fyrir verk­efni en ekki er þar með sagt að leyfi fáist til fram­kvæmda. Þau koma á síð­ari stig­um. Það ætti ekki að vera hægt að líta fram hjá því í umræð­unni að Hval­ár­virkjun fór í gegnum lög­form­legt umhverf­is­mat árið 2016. Samt er sneitt hjá því. Einnig vill gleym­ast að engir lög­bundnir umsagn­ar­að­il­ar, sem Skipu­lags­stofnun kall­aði til, gerðu athuga­semdir við mat virkj­un­ar­að­ila á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­inn­ar. Þess utan hafa sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps og Skipu­lags­stofnun stað­fest alla áfanga verk­efn­is­ins til þessa og sveit­ar­stjórnin jafn­framt veitt fram­kvæmda­leyfi fyrir und­ir­bún­ingi rann­sókna.

Óvenju­lítið fót­spor

Frá því að umhverf­is­matið fór fram hefur hönnun virkj­un­ar­innar tekið umtals­verðum breyt­ingum og hafa þær allar miðað að því að draga veru­lega úr umhverf­is­á­hrifum henn­ar. Ekki verður hróflað við nátt­úruperlum á borð við fossa, gil og árfar­vegi þótt vissu­lega muni rennsli minnka í þeim á ákveðnum tímum árs, eins og reyndar ger­ist einnig af nátt­úru­legum ástæð­um. Þrjú uppi­stöðu­lón á háheið­inni ásamt stíflu­mann­virkjum verða helstu sjá­an­legu ummerki virkj­un­ar­inn­ar, sem verður að öðru leyti öll neð­an­jarð­ar. Helstu sér­fræð­ingar lands­ins á sviði vatns­afls­virkj­ana telja leitun að virkjun sem fellur jafn vel að umhverfi sínu og Hval­ár­virkj­un.

Hin mik­il­væga vernd

Ramma­á­ætlun er mála­miðlun þar sem saman eru vegnir heild­ar­hags­munir með landið allt undir smá­sjánni. Slíkum mála­miðl­unum getur verið erfitt að una en þær eru engu að síður grund­völlur í sið­uðu lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Póli­tíkin getur koll­varpað þeim og sett nýjar leik­reglur en á meðan það er ekki gert ber okkur öllum skylda til að hlíta þeim leik­reglum sem hafa verið sett­ar. 

Þeir sem ham­ast mest gegn Hval­ár­virkjun um þessar mundir mættu hafa það í huga að sé nýt­ing­ar­flokkur ramma­á­ætl­unar að engu hafður er lík­legt að hin mik­il­væga vernd, sem í henni fel­st, kom­ist einnig í upp­nám. Viljum við virki­lega fara aftur á byrj­un­ar­reit í þessum efn­um?

Höf­undur er upp­lýs­inga­full­trúi Vest­ur­verks.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar