Þetta blettótta lýðræði

Einar Ólafsson fjallar um niðurstöðu forsætisnefndar og spyr hann hvaða afleiðingar við ætlumst til að framferði þingmanna hafi fyrir þá.

Auglýsing

Það hefur orðið mér umhugsunarefni um nokkurt skeið hversu margt upplýst, frjálslynt og gagnrýnið fólk lætur sér stundum góða stjórnsýslu og grunnatriði lýðræðisins í léttu rúmi liggja. Ástæðan kann að vera virðingarverð svo langt sem það nær þegar fólkið missir sig í heilagri vandlætingu um stundar sakir vegna óréttlætis eða siðferðisbrests stjórnmálamanna.

Þetta hefur birst meðal annars í viðbrögðum við Klaustursmálið svokallaða, nú síðast við niðurstöðu siðanefndar og forsætisnefndar vegna málsins. Kvartað er undan því að framferði viðkomandi þingmanna hafi engar raunverulegar afleiðingar. Alþingi og flokkarnir sem þar eiga sæti beri ábyrgð að hafa ekki ráðið við verkefnið og þeir séu allir hluti af vandamálinu.

Hvaða afleiðingar ætlumst við til að framferði þingmannanna hafi fyrir þá? Eðlilega finnst þeim, sem fordæma þetta framferði, að fylgi þeirra ætti að hrynja. En því ráða engir aðrir en kjósendur sjálfir. Hvað er annars hægt að gera? Heyrst hefur að þeir ættu að víkja eða fara í tímabundið leyfi. En þingmenn eru kjörnir en ekki ráðnir. Á meirihluti Alþingis að hafa vald til að víkja kjörnum fulltrúm frá? Hver er réttur kjósenda þeirra? Í lýðræðislegu samfélagi hafa dónar og siðblindingjar rétt til að bjóða sig fram, meðan þeir hafa ekki misst kjörgengi við dóm fyrir glæp, og kjósendur hafa rétt á að kjósa þá. 

Auglýsing

Bent hefur verið á að siðareglunum ætti að fylgja möguleiki á viðurlögum eins og að senda brotlega þingmenn í tímabundið leyfi. Það er svo sem umræðuvert en þó umhugsunarefni hversu lýðræðislegt sé að siðanefndin geti vísað réttkjörnum þingmönnum af Alþingi þótt í ljós hafi komið að þeir séu dónar. Það má segja að með því yrði nefndinni fengið vald sem væri ofar rétti kjósenda. Ég fæ ekki séð að hægt sé innan ramma þess lýðræðis sem við búum við að beita öðrum viðurlögum en sniðganga þá og svipta trúnaðarstörfum á Alþingi eftir því sem þingsköp leyfa, svo sem með því að fela þeim ekki formennsku í nefndum.

Það fylgir lýðræðinu að hvers kyns rumpulýður hefur rétt á að bjóða sig fram til þings eða sveitarstjórna og kjósendur hafa rétt á að kjósa þá. Það er ekki á ábyrgð Alþingis og annarra stjórnmálaflokka ef einhver rumpulýður fær kosningu. Slíkt getur jafnvel gerst þótt allir aðrir flokkar hafi staðið sig með ágætum, þeir geta ekki komið í veg fyrir að einhver hluti kjósenda vilji þennan rumpulýð.

Menn kvarta undan því að þingmenn Miðflokksins standi með pálmann í höndunum eftir það sem á undan er gengið. En það má segja að þeim sé færður þessi pálmi í hendur þegar fordæmingin á framferði þeirra er breidd yfir á alla stjórnmálaflokkana og Alþingi sjálft og framferðið smættað niður í að vera bara hluti af stærra vandamáli.

Höfundur er fyrrverandi bókavörður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent