Lífeyrissjóðir og loftslagsváin

Kristján Guy Burgess fjallar um lífeyrissjóði í aðsendri grein en hann telur að stjórnendur þeirra þurfi að vera miklu duglegri í að fjalla um fjárfestingarákvarðanir sínar og taka á móti rangfærslum í umræðunni með rökum og styrk.

Auglýsing

Víða um heim hafa líf­eyr­is­sjóðir tekið for­yst­una í grænum fjár­fest­ing­um. Stjórn­endur þeirra hafa reiknað saman lang­tíma­á­vöxtun af fjár­fest­ingum og áhættu af þeim til lengri tíma og kom­ist að því að skyn­sam­leg­ast sé að fjár­festa í því sem ekki skaðar umhverfið eða ýtir undir lofts­lags­vá. Í Evr­ópu hafa líf­eyr­is­sjóðir þrýst á fjár­mála­fyr­ir­tæki um stefnu um grænar og ábyrgar fjár­fest­ingar og sums staðar hafa þeir bund­ist sam­tökum við að hafa áhrif á stór­fyr­ir­tæki um að gera grein fyrir áhættu í sínum rekstri vegna lofts­lags­vár.

Margt að ger­ast

Heims­ins stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður – norski olíu­sjóð­ur­inn hefur nýverið losað um fjár­fest­ingar sínar í olíu­fé­lögum fyrir um 13 millj­arða doll­ara. Stefna sjóðs­ins er orðin sú að til að mæta vænt­ingum um lang­tíma­á­vöxt­un, sé ekki skyn­sam­legt að fjár­festa í kola­vinnslu eða olíu­fé­lög­um. Í stað­inn hefur sjóð­ur­inn fjár­fest í auknum mæli í end­ur­nýj­an­legri orku.

Stærsta sjóða­fyr­ir­tæki heims BlackRock hefur gengið fram fyrir skjöldu og skrifað bréf til allra þeirra fyr­ir­tækja­stjórn­enda sem félagið á hlut í, að þeirra hlut­verk sé að starfa í sátt við sam­fé­lögin sem þau starfa í og taka til­lit til lang­tíma­sjón­ar­miða. Við­skipta­vinir BlackRock leggja nú áherslu á að halda fyr­ir­tæk­inu við efnið um að standa við þau fyr­ir­heit sem gefin hafa verið og láta aðgerðir fylgja orð­um.

Auglýsing

Fjár­mála­mark­að­ur­inn í Evr­ópu hefur tekið utan um frum­kvæði Mich­ael Bloomberg fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra New York og Mark Car­ney banka­stjóra Eng­lands­banka um að félög geri grein fyrir lofts­lags­á­hættu í sínum rekstri og telji það fram með réttum hætti í sínum bók­um.

Þá hefur Evr­ópu­sam­bandið hefur sett mikla vinnu í umgjörð fjár­mála­mark­að­ar­ins til að greiða fyrir grænum fjár­fest­ingum og setja við­mið og staðla um slíkar fjár­fest­ing­ar. Það er brýnt til að þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins nái að fjár­magna nauð­syn­legar aðgerðir í lofts­lags­stefnu sinni fyrir árið 2030.

Frum­kvæði skortir hér

Á meðan öllu þessu fer fram úti í heimi, þar sem opin­berir aðil­ar, alþjóð­legir Seðla­bankar og sam­tök fjár­mála­fyri­tækja vinna að því að styrkja umgjörð­ina og ein­staka líf­eyr­is­sjóð­ir, ss. á Norð­ur­lönd­unum og Hollandi taka frum­kvæði, fer ekki mikið fyrir slíkri umræðu hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Íslensku sjóð­irnir eru meðal þeirra stærstu í heimi í hlut­falli við hag­kerf­ið. 50 ára saga af rekstri líf­eyr­is­sjóða, ein­hverri mik­il­væg­ustu fjár­fest­ingu sam­fé­lags­ins, hefur ekki skilað sér í nýsköpun eða frum­kvæði þegar kemur að þessum mál­um. Betur má ef duga skal.

Það eru engin rök fyrir því að íslenskir sjóðir þurfi ekki að taka sam­svar­andi til­lit til lofts­lags­vár­innar og sjóðir í nágranna­lönd­un­um. Nú þegar sjóð­irnir eiga meira en 4700 millj­arða króna og þurfa í auknum mæli að fjár­festa erlend­is, er nauð­syn­legt að gera kröfur til þeirra um að beina þeim fjár­fest­ingum með ábyrgum hætti. Það er eðli­legt að gera þær kröfur að líf­eyr­is­pen­ingum íslenskra laun­þega sé ekki varið til að halda uppi fyr­ir­tækjum sem skaða umhverfi, valda nátt­úru­spjöllum eða skapa neyð­ar­á­stand í lofts­lag­inu.

Tækin eru til staðar

Nú eru komin til sög­unnar fjölda­mörg tæki sem auð­velda fjár­festum að flokka burt slíkar fjár­fest­ingar úr sínu eigna­safni. Þá er hægt að taka frum­kvæði í því að velja til­teknar fjár­fest­inga­leiðir sem auka veg grænna fjár­fest­inga. Í þessa vinnu verða íslenskir fag­fjár­festar að setja mun meiri kraft.

Til við­bótar við þetta er í íslenskum lögum kveðið á um að líf­eyr­is­sjóðir skuli setja sér sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnu sinni. Þar má líta til nor­rænna fyr­ir­mynda þar sem ein­staka fjár­fest­ingar eru úti­lok­aðar út frá sið­ferði­legum gildum en einnig út frá áhættu af fjár­fest­ing­un­um. Það græðir eng­inn á því til lengdar að styðja við fyr­ir­tæki sem mis­bjóða almenn­ingi með því að menga umhverf­ið, rústa nátt­úru, skemma vatns­ból, ástunda þræl­dóm eða man­sal. Laga­á­kvæðið um sið­ferði­leg við­mið má ekki snú­ast um að haka í box, heldur á að vera hvatn­ing um að taka af skarið um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Besta afmæl­is­gjöfin

Nýleg umræða um vaxta­á­kvarð­anir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og stað­reyndin um að fram­lög laun­þega í líf­eyr­is­sjóði séu að hækka, sýnir skýrt að nauð­syn­legt er að taka umræðu um ábyrgð líf­eyr­is­sjóða gagn­vart sam­fé­lag­inu miklu ákveðnar hér á landi. Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða að hugsa um ávöxtun fjár­muna sinna og áhættu í rekstri út frá hags­munum sjóð­fé­laga, við­horfum í sam­fé­lag­inu og eigin orð­spors­hættu.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir verða að leggja mun meiri áherslu á grein­ingu á áhrifum af fjár­fest­ing­ar­á­kvörð­unum sín­um. Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða þurfa að vera miklu dug­legri í að fjalla um fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir sínar og taka á móti rang­færslum í umræð­unni með rökum og styrk en einnig vera reiðu­búnir að snúa af rangri leið og losa um fjár­fest­ingar sem brjóta gegn gildum sjóð­fé­laga. Það eru of miklir hags­munir í húfi til að hægt sé að fela sig fyrir almenn­ings­á­lit­inu.

Á 50 ára afmæli íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru fáar gjafir betur við hæfi en að sjóð­irnir myndu stíga skrefin með afger­andi hætti í átt til grænna fjár­fest­inga og í bar­átt­una við lofts­lags­vána sem gerir fram­tíð­ina bjart­ari fyrir sjóð­ina sjálfa, sjóð­fé­laga þeirra og sam­fé­lögin sem þau búa í.

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar