Lífeyrissjóðir og loftslagsváin

Kristján Guy Burgess fjallar um lífeyrissjóði í aðsendri grein en hann telur að stjórnendur þeirra þurfi að vera miklu duglegri í að fjalla um fjárfestingarákvarðanir sínar og taka á móti rangfærslum í umræðunni með rökum og styrk.

Auglýsing

Víða um heim hafa líf­eyr­is­sjóðir tekið for­yst­una í grænum fjár­fest­ing­um. Stjórn­endur þeirra hafa reiknað saman lang­tíma­á­vöxtun af fjár­fest­ingum og áhættu af þeim til lengri tíma og kom­ist að því að skyn­sam­leg­ast sé að fjár­festa í því sem ekki skaðar umhverfið eða ýtir undir lofts­lags­vá. Í Evr­ópu hafa líf­eyr­is­sjóðir þrýst á fjár­mála­fyr­ir­tæki um stefnu um grænar og ábyrgar fjár­fest­ingar og sums staðar hafa þeir bund­ist sam­tökum við að hafa áhrif á stór­fyr­ir­tæki um að gera grein fyrir áhættu í sínum rekstri vegna lofts­lags­vár.

Margt að ger­ast

Heims­ins stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður – norski olíu­sjóð­ur­inn hefur nýverið losað um fjár­fest­ingar sínar í olíu­fé­lögum fyrir um 13 millj­arða doll­ara. Stefna sjóðs­ins er orðin sú að til að mæta vænt­ingum um lang­tíma­á­vöxt­un, sé ekki skyn­sam­legt að fjár­festa í kola­vinnslu eða olíu­fé­lög­um. Í stað­inn hefur sjóð­ur­inn fjár­fest í auknum mæli í end­ur­nýj­an­legri orku.

Stærsta sjóða­fyr­ir­tæki heims BlackRock hefur gengið fram fyrir skjöldu og skrifað bréf til allra þeirra fyr­ir­tækja­stjórn­enda sem félagið á hlut í, að þeirra hlut­verk sé að starfa í sátt við sam­fé­lögin sem þau starfa í og taka til­lit til lang­tíma­sjón­ar­miða. Við­skipta­vinir BlackRock leggja nú áherslu á að halda fyr­ir­tæk­inu við efnið um að standa við þau fyr­ir­heit sem gefin hafa verið og láta aðgerðir fylgja orð­um.

Auglýsing

Fjár­mála­mark­að­ur­inn í Evr­ópu hefur tekið utan um frum­kvæði Mich­ael Bloomberg fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra New York og Mark Car­ney banka­stjóra Eng­lands­banka um að félög geri grein fyrir lofts­lags­á­hættu í sínum rekstri og telji það fram með réttum hætti í sínum bók­um.

Þá hefur Evr­ópu­sam­bandið hefur sett mikla vinnu í umgjörð fjár­mála­mark­að­ar­ins til að greiða fyrir grænum fjár­fest­ingum og setja við­mið og staðla um slíkar fjár­fest­ing­ar. Það er brýnt til að þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins nái að fjár­magna nauð­syn­legar aðgerðir í lofts­lags­stefnu sinni fyrir árið 2030.

Frum­kvæði skortir hér

Á meðan öllu þessu fer fram úti í heimi, þar sem opin­berir aðil­ar, alþjóð­legir Seðla­bankar og sam­tök fjár­mála­fyri­tækja vinna að því að styrkja umgjörð­ina og ein­staka líf­eyr­is­sjóð­ir, ss. á Norð­ur­lönd­unum og Hollandi taka frum­kvæði, fer ekki mikið fyrir slíkri umræðu hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Íslensku sjóð­irnir eru meðal þeirra stærstu í heimi í hlut­falli við hag­kerf­ið. 50 ára saga af rekstri líf­eyr­is­sjóða, ein­hverri mik­il­væg­ustu fjár­fest­ingu sam­fé­lags­ins, hefur ekki skilað sér í nýsköpun eða frum­kvæði þegar kemur að þessum mál­um. Betur má ef duga skal.

Það eru engin rök fyrir því að íslenskir sjóðir þurfi ekki að taka sam­svar­andi til­lit til lofts­lags­vár­innar og sjóðir í nágranna­lönd­un­um. Nú þegar sjóð­irnir eiga meira en 4700 millj­arða króna og þurfa í auknum mæli að fjár­festa erlend­is, er nauð­syn­legt að gera kröfur til þeirra um að beina þeim fjár­fest­ingum með ábyrgum hætti. Það er eðli­legt að gera þær kröfur að líf­eyr­is­pen­ingum íslenskra laun­þega sé ekki varið til að halda uppi fyr­ir­tækjum sem skaða umhverfi, valda nátt­úru­spjöllum eða skapa neyð­ar­á­stand í lofts­lag­inu.

Tækin eru til staðar

Nú eru komin til sög­unnar fjölda­mörg tæki sem auð­velda fjár­festum að flokka burt slíkar fjár­fest­ingar úr sínu eigna­safni. Þá er hægt að taka frum­kvæði í því að velja til­teknar fjár­fest­inga­leiðir sem auka veg grænna fjár­fest­inga. Í þessa vinnu verða íslenskir fag­fjár­festar að setja mun meiri kraft.

Til við­bótar við þetta er í íslenskum lögum kveðið á um að líf­eyr­is­sjóðir skuli setja sér sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnu sinni. Þar má líta til nor­rænna fyr­ir­mynda þar sem ein­staka fjár­fest­ingar eru úti­lok­aðar út frá sið­ferði­legum gildum en einnig út frá áhættu af fjár­fest­ing­un­um. Það græðir eng­inn á því til lengdar að styðja við fyr­ir­tæki sem mis­bjóða almenn­ingi með því að menga umhverf­ið, rústa nátt­úru, skemma vatns­ból, ástunda þræl­dóm eða man­sal. Laga­á­kvæðið um sið­ferði­leg við­mið má ekki snú­ast um að haka í box, heldur á að vera hvatn­ing um að taka af skarið um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Besta afmæl­is­gjöfin

Nýleg umræða um vaxta­á­kvarð­anir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og stað­reyndin um að fram­lög laun­þega í líf­eyr­is­sjóði séu að hækka, sýnir skýrt að nauð­syn­legt er að taka umræðu um ábyrgð líf­eyr­is­sjóða gagn­vart sam­fé­lag­inu miklu ákveðnar hér á landi. Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða að hugsa um ávöxtun fjár­muna sinna og áhættu í rekstri út frá hags­munum sjóð­fé­laga, við­horfum í sam­fé­lag­inu og eigin orð­spors­hættu.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir verða að leggja mun meiri áherslu á grein­ingu á áhrifum af fjár­fest­ing­ar­á­kvörð­unum sín­um. Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða þurfa að vera miklu dug­legri í að fjalla um fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir sínar og taka á móti rang­færslum í umræð­unni með rökum og styrk en einnig vera reiðu­búnir að snúa af rangri leið og losa um fjár­fest­ingar sem brjóta gegn gildum sjóð­fé­laga. Það eru of miklir hags­munir í húfi til að hægt sé að fela sig fyrir almenn­ings­á­lit­inu.

Á 50 ára afmæli íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru fáar gjafir betur við hæfi en að sjóð­irnir myndu stíga skrefin með afger­andi hætti í átt til grænna fjár­fest­inga og í bar­átt­una við lofts­lags­vána sem gerir fram­tíð­ina bjart­ari fyrir sjóð­ina sjálfa, sjóð­fé­laga þeirra og sam­fé­lögin sem þau búa í.

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar