Lífeyrissjóðir og loftslagsváin

Kristján Guy Burgess fjallar um lífeyrissjóði í aðsendri grein en hann telur að stjórnendur þeirra þurfi að vera miklu duglegri í að fjalla um fjárfestingarákvarðanir sínar og taka á móti rangfærslum í umræðunni með rökum og styrk.

Auglýsing

Víða um heim hafa líf­eyr­is­sjóðir tekið for­yst­una í grænum fjár­fest­ing­um. Stjórn­endur þeirra hafa reiknað saman lang­tíma­á­vöxtun af fjár­fest­ingum og áhættu af þeim til lengri tíma og kom­ist að því að skyn­sam­leg­ast sé að fjár­festa í því sem ekki skaðar umhverfið eða ýtir undir lofts­lags­vá. Í Evr­ópu hafa líf­eyr­is­sjóðir þrýst á fjár­mála­fyr­ir­tæki um stefnu um grænar og ábyrgar fjár­fest­ingar og sums staðar hafa þeir bund­ist sam­tökum við að hafa áhrif á stór­fyr­ir­tæki um að gera grein fyrir áhættu í sínum rekstri vegna lofts­lags­vár.

Margt að ger­ast

Heims­ins stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður – norski olíu­sjóð­ur­inn hefur nýverið losað um fjár­fest­ingar sínar í olíu­fé­lögum fyrir um 13 millj­arða doll­ara. Stefna sjóðs­ins er orðin sú að til að mæta vænt­ingum um lang­tíma­á­vöxt­un, sé ekki skyn­sam­legt að fjár­festa í kola­vinnslu eða olíu­fé­lög­um. Í stað­inn hefur sjóð­ur­inn fjár­fest í auknum mæli í end­ur­nýj­an­legri orku.

Stærsta sjóða­fyr­ir­tæki heims BlackRock hefur gengið fram fyrir skjöldu og skrifað bréf til allra þeirra fyr­ir­tækja­stjórn­enda sem félagið á hlut í, að þeirra hlut­verk sé að starfa í sátt við sam­fé­lögin sem þau starfa í og taka til­lit til lang­tíma­sjón­ar­miða. Við­skipta­vinir BlackRock leggja nú áherslu á að halda fyr­ir­tæk­inu við efnið um að standa við þau fyr­ir­heit sem gefin hafa verið og láta aðgerðir fylgja orð­um.

Auglýsing

Fjár­mála­mark­að­ur­inn í Evr­ópu hefur tekið utan um frum­kvæði Mich­ael Bloomberg fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra New York og Mark Car­ney banka­stjóra Eng­lands­banka um að félög geri grein fyrir lofts­lags­á­hættu í sínum rekstri og telji það fram með réttum hætti í sínum bók­um.

Þá hefur Evr­ópu­sam­bandið hefur sett mikla vinnu í umgjörð fjár­mála­mark­að­ar­ins til að greiða fyrir grænum fjár­fest­ingum og setja við­mið og staðla um slíkar fjár­fest­ing­ar. Það er brýnt til að þjóðir Evr­ópu­sam­bands­ins nái að fjár­magna nauð­syn­legar aðgerðir í lofts­lags­stefnu sinni fyrir árið 2030.

Frum­kvæði skortir hér

Á meðan öllu þessu fer fram úti í heimi, þar sem opin­berir aðil­ar, alþjóð­legir Seðla­bankar og sam­tök fjár­mála­fyri­tækja vinna að því að styrkja umgjörð­ina og ein­staka líf­eyr­is­sjóð­ir, ss. á Norð­ur­lönd­unum og Hollandi taka frum­kvæði, fer ekki mikið fyrir slíkri umræðu hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Íslensku sjóð­irnir eru meðal þeirra stærstu í heimi í hlut­falli við hag­kerf­ið. 50 ára saga af rekstri líf­eyr­is­sjóða, ein­hverri mik­il­væg­ustu fjár­fest­ingu sam­fé­lags­ins, hefur ekki skilað sér í nýsköpun eða frum­kvæði þegar kemur að þessum mál­um. Betur má ef duga skal.

Það eru engin rök fyrir því að íslenskir sjóðir þurfi ekki að taka sam­svar­andi til­lit til lofts­lags­vár­innar og sjóðir í nágranna­lönd­un­um. Nú þegar sjóð­irnir eiga meira en 4700 millj­arða króna og þurfa í auknum mæli að fjár­festa erlend­is, er nauð­syn­legt að gera kröfur til þeirra um að beina þeim fjár­fest­ingum með ábyrgum hætti. Það er eðli­legt að gera þær kröfur að líf­eyr­is­pen­ingum íslenskra laun­þega sé ekki varið til að halda uppi fyr­ir­tækjum sem skaða umhverfi, valda nátt­úru­spjöllum eða skapa neyð­ar­á­stand í lofts­lag­inu.

Tækin eru til staðar

Nú eru komin til sög­unnar fjölda­mörg tæki sem auð­velda fjár­festum að flokka burt slíkar fjár­fest­ingar úr sínu eigna­safni. Þá er hægt að taka frum­kvæði í því að velja til­teknar fjár­fest­inga­leiðir sem auka veg grænna fjár­fest­inga. Í þessa vinnu verða íslenskir fag­fjár­festar að setja mun meiri kraft.

Til við­bótar við þetta er í íslenskum lögum kveðið á um að líf­eyr­is­sjóðir skuli setja sér sið­ferði­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnu sinni. Þar má líta til nor­rænna fyr­ir­mynda þar sem ein­staka fjár­fest­ingar eru úti­lok­aðar út frá sið­ferði­legum gildum en einnig út frá áhættu af fjár­fest­ing­un­um. Það græðir eng­inn á því til lengdar að styðja við fyr­ir­tæki sem mis­bjóða almenn­ingi með því að menga umhverf­ið, rústa nátt­úru, skemma vatns­ból, ástunda þræl­dóm eða man­sal. Laga­á­kvæðið um sið­ferði­leg við­mið má ekki snú­ast um að haka í box, heldur á að vera hvatn­ing um að taka af skarið um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Besta afmæl­is­gjöfin

Nýleg umræða um vaxta­á­kvarð­anir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og stað­reyndin um að fram­lög laun­þega í líf­eyr­is­sjóði séu að hækka, sýnir skýrt að nauð­syn­legt er að taka umræðu um ábyrgð líf­eyr­is­sjóða gagn­vart sam­fé­lag­inu miklu ákveðnar hér á landi. Líf­eyr­is­sjóð­irnir verða að hugsa um ávöxtun fjár­muna sinna og áhættu í rekstri út frá hags­munum sjóð­fé­laga, við­horfum í sam­fé­lag­inu og eigin orð­spors­hættu.

Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir verða að leggja mun meiri áherslu á grein­ingu á áhrifum af fjár­fest­ing­ar­á­kvörð­unum sín­um. Stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða þurfa að vera miklu dug­legri í að fjalla um fjár­fest­ing­ar­á­kvarð­anir sínar og taka á móti rang­færslum í umræð­unni með rökum og styrk en einnig vera reiðu­búnir að snúa af rangri leið og losa um fjár­fest­ingar sem brjóta gegn gildum sjóð­fé­laga. Það eru of miklir hags­munir í húfi til að hægt sé að fela sig fyrir almenn­ings­á­lit­inu.

Á 50 ára afmæli íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins eru fáar gjafir betur við hæfi en að sjóð­irnir myndu stíga skrefin með afger­andi hætti í átt til grænna fjár­fest­inga og í bar­átt­una við lofts­lags­vána sem gerir fram­tíð­ina bjart­ari fyrir sjóð­ina sjálfa, sjóð­fé­laga þeirra og sam­fé­lögin sem þau búa í.

Höf­undur er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar