Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju

Páll Valur Björnsson óskar Íslendingum til hamingju með hina fallegu hinsegin daga; daga fjölbreytileikans og daga kærleikans.

Auglýsing

Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju. Kæru Íslendingar til hamingju með þessa fallegu hinsegin daga, daga fjölbreytileikans, daga kærleikans. Þó að víða sé pottur brotinn í mannréttindamálum hjá okkur Íslendingum getum verið stolt af því hvert við erum komin hvað varðar mannréttindi svonefndra jaðarhópa miðað við margar aðrar þjóðir. Kannski er okkur hægt og bítandi að lærast að við erum öll hvert öðru tengd, að við erum öll partur af sama líkama. Félagslegt réttlæti ætti og á að vera fyrsta verkefni okkar allra og því ætti að vera hægt að ná ef við fyllum okkur og umhverfi okkar af anda kærleikans. Kærleikans í garð náunga okkar, án tillits til kynþáttar, litarháttar, trúar eða kynhneigðar.

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með því sem er að gerast í heiminum að hatri, fordómum og sundrungu hefur vaxið ásmegin á síðustu misserum. Það helgast að einhverju leyti af því að í mörgum löndum hafa til forustu valist menn sem sá fræjum tortryggni og sundrungar milli ólíkra hópa samfélagsins. Einn slíkur ku vera á leið hingað til lands í boði ríkisstjórnarinnar og illu heilli finnast þannig stjórnmálamenn hér á landi líka. Menn sem virðast ekki skeyta um eða þekkja ekki söguna um afleiðingar þannig stjórnarhátta, dæmin eru svo óteljandi og nægir bara að nefna seinni heimstyrjöldina því til sönnunar. Höfnum slíkum mönnum.

Auglýsing

Sá merki maður Dalai Lama sagði eitt sinn að eini trausti grunnur alheimsábyrgðar væru kærleikur og samhygð og að þau væru hin fullkomna uppspretta gleði og hamingju. Þegar okkur lærðist að þekkja gildi þeirra og reyndum sjálf að þróa þessa eiginleika með okkur kæmu margir aðrir góðir eiginleikar í ljós. Eiginleikar eins og miskunnsemi, umburðarlyndi o.fl sem myndi vinna bug á ótta og öryggisleysi og væru okkur nauðsynlegir til þess að okkur takist að skapa betri, hamingjuríkari, öruggari og siðmenntaðri heim.

Mikið er ég sammála honum.

Elskum fjölbreytileikann.

Elskum hvert annað.

Elskum lífið

Höfundur er kennari, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar