Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju

Páll Valur Björnsson óskar Íslendingum til hamingju með hina fallegu hinsegin daga; daga fjölbreytileikans og daga kærleikans.

Auglýsing

Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju. Kæru Íslendingar til hamingju með þessa fallegu hinsegin daga, daga fjölbreytileikans, daga kærleikans. Þó að víða sé pottur brotinn í mannréttindamálum hjá okkur Íslendingum getum verið stolt af því hvert við erum komin hvað varðar mannréttindi svonefndra jaðarhópa miðað við margar aðrar þjóðir. Kannski er okkur hægt og bítandi að lærast að við erum öll hvert öðru tengd, að við erum öll partur af sama líkama. Félagslegt réttlæti ætti og á að vera fyrsta verkefni okkar allra og því ætti að vera hægt að ná ef við fyllum okkur og umhverfi okkar af anda kærleikans. Kærleikans í garð náunga okkar, án tillits til kynþáttar, litarháttar, trúar eða kynhneigðar.

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með því sem er að gerast í heiminum að hatri, fordómum og sundrungu hefur vaxið ásmegin á síðustu misserum. Það helgast að einhverju leyti af því að í mörgum löndum hafa til forustu valist menn sem sá fræjum tortryggni og sundrungar milli ólíkra hópa samfélagsins. Einn slíkur ku vera á leið hingað til lands í boði ríkisstjórnarinnar og illu heilli finnast þannig stjórnmálamenn hér á landi líka. Menn sem virðast ekki skeyta um eða þekkja ekki söguna um afleiðingar þannig stjórnarhátta, dæmin eru svo óteljandi og nægir bara að nefna seinni heimstyrjöldina því til sönnunar. Höfnum slíkum mönnum.

Auglýsing

Sá merki maður Dalai Lama sagði eitt sinn að eini trausti grunnur alheimsábyrgðar væru kærleikur og samhygð og að þau væru hin fullkomna uppspretta gleði og hamingju. Þegar okkur lærðist að þekkja gildi þeirra og reyndum sjálf að þróa þessa eiginleika með okkur kæmu margir aðrir góðir eiginleikar í ljós. Eiginleikar eins og miskunnsemi, umburðarlyndi o.fl sem myndi vinna bug á ótta og öryggisleysi og væru okkur nauðsynlegir til þess að okkur takist að skapa betri, hamingjuríkari, öruggari og siðmenntaðri heim.

Mikið er ég sammála honum.

Elskum fjölbreytileikann.

Elskum hvert annað.

Elskum lífið

Höfundur er kennari, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar