Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju

Páll Valur Björnsson óskar Íslendingum til hamingju með hina fallegu hinsegin daga; daga fjölbreytileikans og daga kærleikans.

Auglýsing

Hinsegin dagar, dagar fjölbreytileika, kærleika og umhyggju. Kæru Íslendingar til hamingju með þessa fallegu hinsegin daga, daga fjölbreytileikans, daga kærleikans. Þó að víða sé pottur brotinn í mannréttindamálum hjá okkur Íslendingum getum verið stolt af því hvert við erum komin hvað varðar mannréttindi svonefndra jaðarhópa miðað við margar aðrar þjóðir. Kannski er okkur hægt og bítandi að lærast að við erum öll hvert öðru tengd, að við erum öll partur af sama líkama. Félagslegt réttlæti ætti og á að vera fyrsta verkefni okkar allra og því ætti að vera hægt að ná ef við fyllum okkur og umhverfi okkar af anda kærleikans. Kærleikans í garð náunga okkar, án tillits til kynþáttar, litarháttar, trúar eða kynhneigðar.

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með því sem er að gerast í heiminum að hatri, fordómum og sundrungu hefur vaxið ásmegin á síðustu misserum. Það helgast að einhverju leyti af því að í mörgum löndum hafa til forustu valist menn sem sá fræjum tortryggni og sundrungar milli ólíkra hópa samfélagsins. Einn slíkur ku vera á leið hingað til lands í boði ríkisstjórnarinnar og illu heilli finnast þannig stjórnmálamenn hér á landi líka. Menn sem virðast ekki skeyta um eða þekkja ekki söguna um afleiðingar þannig stjórnarhátta, dæmin eru svo óteljandi og nægir bara að nefna seinni heimstyrjöldina því til sönnunar. Höfnum slíkum mönnum.

Auglýsing

Sá merki maður Dalai Lama sagði eitt sinn að eini trausti grunnur alheimsábyrgðar væru kærleikur og samhygð og að þau væru hin fullkomna uppspretta gleði og hamingju. Þegar okkur lærðist að þekkja gildi þeirra og reyndum sjálf að þróa þessa eiginleika með okkur kæmu margir aðrir góðir eiginleikar í ljós. Eiginleikar eins og miskunnsemi, umburðarlyndi o.fl sem myndi vinna bug á ótta og öryggisleysi og væru okkur nauðsynlegir til þess að okkur takist að skapa betri, hamingjuríkari, öruggari og siðmenntaðri heim.

Mikið er ég sammála honum.

Elskum fjölbreytileikann.

Elskum hvert annað.

Elskum lífið

Höfundur er kennari, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar