Nýir tímar á Norðurslóðum?

Framkvæma á fyrir um 15 milljarða á Keflavíkurflugvelli á næstu misserum, en lítið er um þetta rætt. Flokkur forsætisráðherra er andvígur NATO-aðild. Varaforseti Trumps, Mike Pence væntanlegur og vill ræða hegðun Rússa.

Auglýsing

Það hefur í raun mjög lítið verið fjallað um þetta, umræðan um 3ja orku­pakk­ann er held ég „söku­dólg­ur­inn“, en á næstu miss­erum fara fram í raun mjög umfangs­miklar fram­kvæmdir á vegum banda­ríska hers­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli. Fyrir allt að 10 millj­arða króna. Um er að ræða fyrstu alvöru fram­kvæmd­irnar frá því að fór her­inn fór héðan árið 2006. Þá ætlar NATO að fram­kvæma fyrir um 4,5 millj­arða á næst­unni. Ísland greiðir eitt­hvað lítið brot af þessu og fær hér því í raun „allt fyrir ekk­ert.“

Þetta ger­ist á vakt­inni hjá VG, sem hefur haft það á stefnu­skrá sinni að Ísland gangi úr NATO, en nú er for­maður þess flokks for­sæt­is­ráð­herra. Í stefnu­skrá VG segir orð­rétt: „Ís­land segi sig úr NATO og biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í hern­að­ar­að­gerðum á þeirra veg­um.“ Lítið heyr­ist hins­vegar innan úr VG um þetta mál, sem hlýtur að valda ólgu í gras­rót flokks­ins. Hlýtur það að telj­ast nokkuð sér­kenni­legt. Einnig er ekk­ert að finna um NATO í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar og reyndar allur kafl­inn um utan­rík­is­málin mjög almennt orð­að­ur.

Far­þega­þotu breytt í kaf­báta­leit­ar­vél

Fram­kvæmd­irnar sem á að ráð­ast í eru í raun mjög umfangs­miklar og miða meðal ann­ars  að því að gera aðstöðu fyrir nýj­ustu gerð kaf­báta­leit­ar­flug­véla, sem heitir P8-Pos­eidon, sem tekin var í notkun árið 2009.

Auglýsing
Um er að ræða breytta útgáfu af Boeing 737 far­þega­þotu, en þessi vél leysti af hólmi skrúfu­þot­una Lock­heed Orion, sem lengi hafði þjónað hlut­verki kaf­báta­leit­ar­vél­ar.

Nýja P8-Pos­eidon er um tvö­falt stærri heldur en Orion-­vélin og getur borið vopn gegn kaf­bátum (tund­ur­skeyt­i). Hún er því ekki bara kaf­báta­leit­ar­flug­vél.

Það er varla hægt að líta á þessar fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmdir sem annað en við­brögð banda­rískra stjórn­valda við auk­inni umferð og „virkni“ Rússa á Norð­ur­slóðum á und­an­förnum árum. Eru þær í takti við aukin við­brögð (og áhyggj­ur) bæði Nor­egs og Sví­þjóðar við auknum umsvifum Rússa á N-Atl­ants­hafi og í Eystra­salt­inu. Þá hafa Bretar einnig fundið fyrir miklum breyt­ingum í þessum efn­um. 

Svíar opn­uðu aftur á Gotlandi

Til að mynda hafa Svíar aftur opnað her­flug­völl á Gotlandi í Eystra­salt­inu og Norð­menn hafa einnig nýlega tekið banda­rískar F35 orr­ustu­þotur í notk­un, sem eru þær full­komn­ustu í heimi. Þess má geta að leið fjöl­margra kaf­báta frá Rúss­landi liggur frá Múrm­ansk á Kola­skaga og fram hjá Nor­egi og þaðan í suð­ur, út á Atl­ants­haf, að Íslandi. Svæðið norður af Íslandi og við strendur Nor­egs er því eitt aðal „kaf­báta­svæði“ heims­ins, ef þannig mætti að orðið kom­ast.

Pútín hefur byggt upp her­inn

Þessi aukna virkni Rússa hefur verið í gangi í nokkur ár hefur það í raun verið mark­mið Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, að efla og nútíma­væða rúss­neska her­inn (allar deildir hans). Hvati að því voru meðal ann­ars brestir sem komu ljós í stuttu stríði við Georgíu sum­arið 2008. 

Pútín hefur verið við völd og nán­ast eins­ráður í land­inu í um 20 ár um þessar mundir og sam­kvæmt skipun hans var Krím­skagi (sem til­heyrði Úkra­ínu) inn­limaður í Rúss­land árið 2014. Álíka „taktík“ beitti Adolf Hitler seint á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar hann inn­lim­aði Aust­ur­ríki og svæði í Tékkóslóvakíu inn í sitt þýska ríki. Rúss­land á í stríði við Úkra­ínu á landa­mærum ríkj­anna, meðal ann­ars vegna inn­limunar Krím­skag­ans.

Auglýsing
Árið 2016 eyddu Rússar um 4,5% af lands­fram­leiðslu til hern­að­ar­mála (þá um 60 millj­arðar doll­ara) en það er það mesta síðan Pútín tók við árið 2000. Rúss­land er þó langt í frá það ríki sem eyðir mestu til hern­að­ar­mála, þar tróna Banda­ríkin á toppnum og eyða marg­falt meira en næstu ríki. Árið 2015 eyddu Banda­ríkin um 600 millj­örðum doll­ara til hern­að­ar­mála.

Meiri við­vera á næst­unni?

En hvað ætl­ast menn fyrir hér á landi? Um það er í raun lítil sem engin umræða. Verður meiri við­vera af erlendum her (og hertól­um) hér á landi á næstu árum? Verður meiri loft­rým­is­gæsla? Verður hér t.d. stöðugt kaf­báta­eft­ir­lit þegar fram­kvæmdum er lok­ið? Varla ætla menn að fara að byggja upp aðstöðu og svo nota hana ekk­ert. Eru að verða umskipti í varn­ar­málum Íslands – er að hefj­ast nýr kafli? Og ætlar VG að kyngja þessu öllu sam­an? Eða er þetta með and­stöð­una við NATO bara meira til skrauts?

Í byrjun sept­em­ber kemur vara­for­seti Band­ríkj­anna í heim­sókn til Íslands, en hann mun einnig heim­sækja Írland og Bret­land í sömu ferð. Í til­kynn­ingu á vef Hvíta húss­ins segir að hér muni hann einmitt ræða þau mál sem þessi grein fjallar um, þ.e.a.s auk­inn við­búnað Banda­ríkj­anna og NATO hér á landi, sem og aukna „árás­ar­hegð­un“ Rússa (enska; agression).  

Pence „spotta­kipp­ir“

Það er ekki á hverjum degi sem svo hátt­settur valda­maður Banda­ríkj­anna kemur til Íslands og segja frétta­skýrendur og greina­höf­undar að Mike Pence sé í raun mjög valda­mik­ill vara­for­seti, sé virki­lega dug­legur við að „kippa í spott­ana“ á bak­við tjöld­in. Minnir hann að því leyt­inu til á ann­ars vara­for­seta, Dick Cheney, en hann þjón­aði sem vara­for­seti á valda­tíma George Bush yngri (2001-2009). Hann var einn af „arki­tekt­um“ inn­rás­ar­innar Banda­ríkj­anna inn í Írak árið 2003, sem einmitt Ísland var aðili að.

Vart er annað hægt en að túlka heim­sókn Pence öðru­vísi en aukna áherslu á mál­efni Norð­ur­slóða og N-Atl­ants­hafs­ins af hálfu banda­rískra yfir­valda. Og ekki er langt síðan utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, kom hing­að. 

Er að verða stefnu­breyt­ing og eru ráða­menn í Was­hington að vakna upp við vondan draum? Þýðir það aukna áherslu á upp­bygg­ingu hér á landi? Verða það skila­boð Pence? Og hver verða áhrif alls þessa á inn­an­lands­stjórn­mál­in? Það verður mjög fróð­legt að fylgj­ast með þessum málum á næst­unni.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar