Hver á að gera hvað?

Sigursteinn Másson skrifar um nýlegt feilspor Félags eldri borgara í Reykjavík.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hef ég fylgst af undrun og dep­urð með feil­spori Félags eldri borg­ara í Reykja­vík sem virð­ist vera að enda fram af hæstu bjarg­brún. Kannski er það hluti af íslenskri menn­ingu að fram­kvæma fyrst og hugsa svo. Mög­lega er þetta svo rót­gróið í land­ann að sama hve oft við rekum okkur á að þá lærum við aldrei. Það að gera kröfu til eldri borg­ara um að greiða millj­ónir króna umfram umsamið kaup­verð nýbyggðra íbúða félags­ins er auð­vitað óásætt­an­legt en að það skuli vera hags­muna­sam­tök aldr­aðra sem þannig ganga fram er þyngra en tárum tek­ur. Stærstu mis­tökin fel­ast ekki endi­lega í van­reikn­aðri hækkun bygg­ing­ar­kostn­að­ar, sem er hrika­legt út af fyrir sig, heldur því að Félag eldri borg­ara, hags­muna­sam­tökin sjálf, skuli hafa farið út í það að byggja fjöl­býl­is­hús til að selja félags­mönnum sínum íbúðir og skapað þannig alvar­lega hags­muna­á­rekstra. Hvað var stjórn félags­ins að hugsa?

Mark­mið sam­kvæmt lögum félags­ins er að efla félags­legt og efna­hags­legt öryggi eldra fólks. Vinna að úr­bótum í húsnæð­is­málum eldri borg­ara og að fylgj­ast með laga­setn­ingu Alþingis sem varðar hags­muni aldr­aðra og beita áhrifum sínum með við­ræð­um, sam­starfi og samn­ingum við stjórn­völd.

Hvernig fara þessi mark­mið saman við það að vera einnig fast­eigna­fé­lag í sölu íbúða til aldr­aðra? Svarið er ein­falt. Það fer alls ekki sam­an. Með því að fara út í þessa veg­ferð hefur félagið gert sig van­hæft um að vinna að þessum mik­il­vægu hags­muna­málum gagn­vart stjórn­völd­um. Hús­næð­is­mál ásamt með fram­færslu­tekjum eru allra mik­il­væg­ustu hags­muna­mál hvers ein­stak­lings og fjöl­skyldu. Grunnur að til­veru fólks. Þegar hags­muna­fé­lög taka að sér að útvega félags­mönnum sínum hús­næði, hvort sem er til leigu eða til kaups, þá geta þau ekki lengur sinnt aðhalds- og hags­muna­hlut­verki sínu hvað hús­næð­is­mál varðar gagn­vart stjórn­völdum og hafa þar af leið­andi farið gegn lög­bundnu hlut­verki sínu.

Auglýsing

Hvað ætlar Félag eldri borg­ara að gera þegar ein­hver kaup­and­inn að íbúð­unum í Árskógum 1 og 3, sem nú er deilt um, mætir á skrif­stofu félags­ins og óskar lið­sinnis hags­mun­fé­lags­ins við að leita réttar síns gagn­vart Félagi eldri borg­ara í Reykja­vik?

Hvort ætli vegi þá þyngra hags­munir skjól­stæð­ings­ins eða fjár­hags­legir hags­munir félags­ins? Svarið liggur í augum uppi og við höfum um það ýmis dæmi.

Þegar ég tók við for­mennsku í Geð­hjálp upp úr alda­mót­unum var eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar að færa ófull­nægj­andi hús­næð­is­kerfi fyrir geð­fatl­aða sem kallað var Stuðn­ings­þjón­usta Geð­hjálpar frá félag­inu til Reykja­vík­ur­borgar þar sem hús­næð­is­kerfi fatl­aðra átti miklu betur heima. Þar með gat félagið loks farið að beita sér í búsetu­málum geð­fatl­aðra og með þrýst­ingi og sam­vinnu við stjórn­völd tókst að koma á fót íbúða­kjörnum fyrir fatl­aða sem reynd­ust ein mesta fram­för í mála­flokknum á fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar. Það hefði aldrei tek­ist ef Geð­hjálp hefði haldið áfram að reka sitt eigið búsetu­fé­lag og það kom aldrei til greina að Geð­hjálp ræki hina nýju búsetu­kjarna.

Eftir að ég sett­ist í stól for­manns Öryrkja­banda­lags Íslands árið 2005 kom fljótt í ljós að hús­næð­is­fé­lag Öryrkja­banda­lags­ins var sama marki brennt og stuðn­ings­þjón­usta Geð­hjálpar hafði áður ver­ið. Hús­næðið var oft óvið­un­andi fyrir fatlað fólk og mikið vant­aði upp á grunn­þjón­ustu við íbú­ana. Byggt hafði verið upp ein­angr­andi og aðgrein­andi hús­næð­is­kerfi á vegum heild­ar­sam­taka fatl­aðra sem gekk þvert gegn yfir­lýstum mark­miðum sam­tak­anna og mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um eitt sam­fé­lag fyrir alla og sam­fé­lag án aðgrein­ing­ar. Þegar á reyndi var ekki skiln­ingur og vilji til að gera breyt­ingar á þessu fyr­ir­komu­lagi og því eru heild­ar­sam­tök fatl­aðra á Ísk­andi enn þann dag í dag van­hæf gagn­vart stjórn­völdum að gera kröfur um raun­veru­legar úrbætur í hús­næð­is­málum fatl­aðra.

Og enn er höggvið í sömu knérunn. Nú er það Alþýðu­sam­band Íslands sem hefur ásamt BSRB, með kröfu­gerð á hendur stjórn­völdum síðan árið 2012, farið af stað með risa áform um bygg­ingu á íbúðum fyrir félags­menn sína. Félögin stofn­uðu bygg­ing­ar­ar­fé­lag sitt Bjarg og gert ráð fyrir að á þessu ári hafi lóðum fyrir 1000 íbúðum verið úthlutað til bygg­ing­ar­fé­lags verka­lýðs­fé­lag­anna í Reykja­vík. Hvert á félags­mað­ur­inn í ASÍ að leyta þegar hann telur að Bjarg hafi gerst brot­legt við leigu­samn­ing? Nú eða verka­mað­ur­inn sem skuldar leigu og er sagt upp leig­unni hjá Bjargi en telur vegið að sér? Snýr hann sér til full­trúa verka­lýðs­fé­lags­ins síns sem á í raun á end­anum íbúð­ina? Hvernig fer ASÍ að því að vera ekki van­hæft þegar upp koma slík rétt­inda­mál?

Hlut­verk hags­muna­sam­taka er gríð­ar­lega mik­il­vægt. Einmitt það að gæta hags­muna umbjóð­enda sinna en vera ekki van­hæf til þess. Við­kvæðið er oft „ein­hver verður að gera þetta. Ef ekki við hver þá?” Engin hug­mynda­fræði­leg umræða, sið­fræði­leg eða alvöru stefnu­mótun af því að þörfin er brýn. Þannig urðu Hátúns­blokk­irnar til, Stuðn­ings­þjón­usta Geð­hjálp­ar, íbúða­æv­in­týri Félags eldri borg­ara og nú verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Ég tek undir það að ríkið og sveit­ar­fé­lög geta verið svifa­sein og oft þarft að varða veg­in. En það ættu þá hags­muna­fé­lögin að gera með úthugs­uðum til­rauna­verk­efnum sem þau fóstra til skamms tíma á meðan þau sanna sig en eru svo færð yfir til sveit­ar­fé­lag­anna eða rík­is­ins alla­vega til þeirra aðila sem ekki hafa jafn­framt skil­greindu hags­muna­gæslu- og aðhalds­hlut­verki að gegna eins og til­fellið er með umrædd frjáls félaga­sam­tök. Þarna verður að gera skýran grein­ar­mun á milli.

Það er ekki bara það að hags­muna­fé­lögin séu með þessu fast­eign-a­brölti sínu að gera sig van­hæf til að sinna hlut­verki sínu og koma aftan að sínum eigin félags­mönn­um. Til að bæta gráu ofan á svart þá lúta slík félög ekki stjórn­sýslu­lögum og upp­lýs­inga­lög­um. Það þýðir að rétt­ar­staða félags­manna sem gera samn­ing við hags­muna­fé­lög sín eða eigna­har­halds­fé­lög þeirra um leigu eða kaup á íbúðum er mun lak­ari en ef um væri að ræða félags­þjón­ustur sveit­ar­fé­lag­anna. Þetta er að mörgu leyti óska­staða stjórn­valda eins og gefur auga leið þar sem þau eru í raun losuð undan ábyrgð en eftir standa löskuð og van­hæf hags­muna­sam­tök fólks­ins í land­inu.

Höf­undur er fjöl­miðla­mað­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar