Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 15. ágúst 2019.

Auglýsing

Síð­sum­arið í borg­inni er afar fal­legt og borg­ar­búar úti­teknir eftir hlýtt og þurrt sum­ar. Mál­efni hausts­ins kalla nú á okkur og skólar hefj­ast á næstu dög­um. Fréttir af ráðn­ingum í skólum og leik­skólum munu skjóta upp koll­inum og áhuga­vert verður að sjá hvernig ráðn­ingar ganga. Umræður um umferða­þunga þegar borg­ar­búar snúa aftur úr sum­ar­fr­íum verður eflaust fyr­ir­ferð­ar­mikil að vanda. Borg­ar­ráð kom saman eftir sum­ar­frí fimmtu­dag­inn 15. ágúst og voru 42 mál á dag­skrá.

Mér eru ofar­lega í huga fréttir sem ber­ast af veit­inga­stöðum og búðum í mið­borg­inni sem sumar læsa nú dyrum fyrir fullt og allt meðan aðrir aðilar kynna nýja veit­inga­staði og versl­an­ir. Þegar fréttir bár­ust um að Osta­búðin væri að loka fyllt­ist ég sökn­uði. Sú búð, ásamt mörgum öðrum, hefur verið fastur punktur í til­ver­unni svo árum skiptir og verður sárt sakn­að. Umræða hefur skap­ast um hvað sé að ger­ast, hvort þessi þróun sé ný eða gömul og hvort eitt­hvað sé hægt að gera. Mikil breyt­ing hefur orðið á mið­borg­inni und­an­farin ár og er hún í mik­illi sókn, 59 nýjir rekstr­ar­að­ilar hófu rekstur í mið­borg­inni á árunum 2018 og 2019, mun færri hafa horfið á braut eða fært sig og þeirra verður sárt sakn­að, það er ég viss um.

Rekstur lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja er mikil vinna og eig­endur geta aldrei slakað á gagn­vart skuld­bind­ingum sínum um t.d. laun, vöru­kaup eða leigu. Rekstr­ar­um­hverfi þarf að vera eins stöðugt og kostur er sem því miður er ekki raunin um þessar mund­ir. Óvissa í efna­hags­mál­um, kjara­samn­ing­ar, hækk­andi kostn­aður og hækk­anir á fast­eigna­verði hafa áhrif ásamt fækkun ferða­manna. Eins er rætt um fram­kvæmdir í mið­borg­inni og áhrif þeirra, göngu­götur o.fl. Sjálf þekki ég vel veru­leika rekstr­ar­að­ila. Mín reynsla er að það eru fjöl­margir þættir sem hafa áhrif á rekstur fyr­ir­tækja og þegar margir sam­hang­andi­þættir koma saman þá getur þol og úthald þrot­ið. Ég skil það vel, fólk er í þessu af lífi og sál og færir margar fórn­ir, oft­ast eru þetta blóð, sviti og tár sem þarf til að halda litlum fyr­ir­tækjum gang­andi og stundum dugar það ekki til. Hugur minn er hjá öllu því harð­dug­lega fólki sem stendur vakt­ina alla daga til að þjón­usta okk­ur.

Auglýsing

Borgin getur margt gert til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, eitt af því er að lækka fast­eigna­skatta sem var eitt kosn­ing­ar­lof­orða Við­reisnar og hefur ákvörðun um lækkun fast­eigna­skatta á fyr­ir­tæki verið tekin í borg­ar­stjórn. Sveit­ar­fé­lög verða einnig að skilja þarfir fyr­ir­tækja, halda uppi öfl­ugu sam­tali og sam­vinnu við þau. Ákvarð­anir innan borg­ar­innar þurfa ávallt að vera með hags­muni borg­ar­búa og fyr­ir­tækja að leið­ar­ljósi. Upp­lýs­inga­miðlun spilar einnig stórt hlut­verk, fyr­ir­tæki þurfa að vera með­vituð um þá stefnu sem borg­ar­völd setja svo hægt sé að setja það inn í áætl­anir fyr­ir­tækj­anna.

Betur má ef duga skal og því hefur borgin unnið að því und­an­farna mán­uði að kort­leggja og stilla upp í sam­vinnu við hag­að­ila um hvernig þessum sam­skiptum og skipu­lagi er best far­ið. Sú vinna stendur enn yfir en mik­ill vilji er að vinna að því að bæta umhverfi atvinnu­lífs­ins í Reykja­vík. Við munum kynna þær hug­myndir á næst­unni.

Secret Sol­stice

Mál­efni Secret Sol­stice voru rædd í borg­ar­ráði sl. fimmtu­dag. Hátíðin lit­aði mann­líf borg­ar­innar í sumar og teljum við að vel hafi tek­ist til þó alltaf séu tæki­færi til úrbóta. Unnið hafði verið úr ábend­ingum borg­ar­búa frá hátíð­inni árið á undan og breyt­ingar gerðar í sam­ræmi við þær. Árang­ur­inn var góður því til að mynda komu upp miklu færri fíkni­efna­mál í ár en áður. Stíf­ari rammi var settur utan um allt starf­ið, öfl­ugt sam­starf var unnið af for­varn­ar­fólki borg­ar­inn­ar, lög­reglu og tón­leika­höld­ur­um. Athvarf var starf­rækt á meðan hátíð­inni stóð, lög­regla var sýni­leg og stjórnun á umferð og flæði um hátíð­ina gekk afar vel. Tón­list­ar­há­tíð eins og þessi er, þegar vel tekst til, afar ánægju­leg við­bót við fjöl­breytt líf í borg­inni okk­ar. Það er hlut­verk okkar að halda áfram að betrumbæta okkar störf og því mik­il­vægt að vinna vel úr öllum ábend­ingum og umsögnum sem ber­ast um stóran viðburð sem þennan og vinna vel úr svo áfram­hald­andi sam­starf um tón­list­ar­há­tíð­ina verði okkur öllum til ánægju. Íþrótta- og tóm­stunda­sviði er falið að fara yfir málið og skoða dag­setn­ingar á Secret Sol­stice fyrir 2020.

Sam­göngu­styrkur vin­sæll meðal starfs­manna borg­ar­innar

Fyrir borg­ar­ráð var lagður við­auki við fjár­hags­á­ætlun 2019 þar sem m.a. sam­göngu­styrkir voru á dag­skrá. Við­aukar eru reglu­lega lagðir fyrir borg­ar­ráð til að deila út fjár­mun­um, gera leið­rétt­ingar eða bæta við nýj­ung­um. Í þetta skiptið var sam­þykkt að fjár­heim­ildir hækki um tæpar 94 milj­ónir kr. til sviða borg­ar­innar vegna sam­göngu­samn­inga frá jan­úar til júní 2019. Það er afar ánægju­legt að sjá hvað starfs­menn taka vel í verk­efn­ið. Í sept­em­ber 2017 hóf Reykja­vík­ur­borg að bjóða starfs­mönnum sam­göngu­samn­inga. Mark­miðið er að létta á álags­tímum í umferð­inni, draga úr meng­un, stuðla að heilsu­efl­ingu starfs­manna og bæta kjör starfs­fólks. Starfs­menn skóla- og frí­stunda­sviðs eru sér­lega öflug í að prófa fjöl­breytta sam­göngu­máta en tæp­lega 69 milj­ónir kr. af þeim 94 milj­ónum kr. sem var útdeilt fara til sviðs­ins. Það verður gaman að fylgj­ast með sam­göngu­styrkjum næstu miss­er­in, ég bíð spennt að sjá hvort og hvernig aukn­ing í raf­hjóla­sölu breyti sam­göngu­máta.

Hinsegin dagar

Hinsegin dag­ar, ein af borg­ar­há­tíðum Reykja­vík­ur, hófust í Reykja­vík 8. ágúst og náðu hámarki með gleði­göngu og tón­leikum í Hljóm­skála­garði s.l. laug­ar­dag. Ég vil óska stjórn Hinsegin daga, hinsegin sam­fé­lag­inu og öllum borg­ar­búum til ham­ingju með frá­bær­lega lit­ríka og skemmti­lega hátíð.

Líkt og fyrri ár var frá­bært að fylgj­ast með og taka þátt í þeim fjöl­breyttu við­burðum sem voru á dag­skrá Hinsegin daga sem að þessu sinni voru lengri en áður í til­efni 20 ára afmælis hátíð­ar­inn­ar. Hinsegin dagar eru gríð­ar­lega mik­il­væg hátíð fyrir Reykja­vík­ur­borg, ekki bara því þeir glæða borg­ina lífi heldur einnig því hátíða­höldin snú­ast um mann­rétt­indi og fjöl­breyti­leika auk þess að inn­sigla sam­stöðu borg­ar­búa.

Eitt af því sem Hinsegin dagar beindu sjónum að þetta árið er staða og líðan hinsegin fólks í atvinnu­líf­inu. Þau mál hafa lítið verið rædd hér á landi. Á fundi sem Hinsegin dagar og Nas­daq stóðu fyrir var farið yfir ýmis mál sem stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að huga að til að hlúa að fjöl­breyti­leika enda fyrir löngu sannað að fjöl­breytni skilar betri ákvarð­ana­töku, betra starfi og meiri hagn­aði. Á fund­inum voru kynntar helstu nið­ur­stöður úr net­könnun sem Hinsegin dagar fram­kvæmdu í sum­ar. Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að hér á landi megi gera enn betur til að tryggja jafn­rétti og betri líðan á vinnu­mark­aði. Ég vona svo sann­ar­lega að sú umræða sem hófst á Hinsegin dögum sé bara upp­hafið af enn frekara sam­tali og aðgerðum í rétta átt.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um nokkur af þeim fjöl­mörgu málum sem ein­kenndu síð­ustu viku, þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það á: https://reykja­vik.is/fund­ar­gerdir/fund­ur-n­r-5552

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar