Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 15. ágúst 2019.

Auglýsing

Síð­sum­arið í borg­inni er afar fal­legt og borg­ar­búar úti­teknir eftir hlýtt og þurrt sum­ar. Mál­efni hausts­ins kalla nú á okkur og skólar hefj­ast á næstu dög­um. Fréttir af ráðn­ingum í skólum og leik­skólum munu skjóta upp koll­inum og áhuga­vert verður að sjá hvernig ráðn­ingar ganga. Umræður um umferða­þunga þegar borg­ar­búar snúa aftur úr sum­ar­fr­íum verður eflaust fyr­ir­ferð­ar­mikil að vanda. Borg­ar­ráð kom saman eftir sum­ar­frí fimmtu­dag­inn 15. ágúst og voru 42 mál á dag­skrá.

Mér eru ofar­lega í huga fréttir sem ber­ast af veit­inga­stöðum og búðum í mið­borg­inni sem sumar læsa nú dyrum fyrir fullt og allt meðan aðrir aðilar kynna nýja veit­inga­staði og versl­an­ir. Þegar fréttir bár­ust um að Osta­búðin væri að loka fyllt­ist ég sökn­uði. Sú búð, ásamt mörgum öðrum, hefur verið fastur punktur í til­ver­unni svo árum skiptir og verður sárt sakn­að. Umræða hefur skap­ast um hvað sé að ger­ast, hvort þessi þróun sé ný eða gömul og hvort eitt­hvað sé hægt að gera. Mikil breyt­ing hefur orðið á mið­borg­inni und­an­farin ár og er hún í mik­illi sókn, 59 nýjir rekstr­ar­að­ilar hófu rekstur í mið­borg­inni á árunum 2018 og 2019, mun færri hafa horfið á braut eða fært sig og þeirra verður sárt sakn­að, það er ég viss um.

Rekstur lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja er mikil vinna og eig­endur geta aldrei slakað á gagn­vart skuld­bind­ingum sínum um t.d. laun, vöru­kaup eða leigu. Rekstr­ar­um­hverfi þarf að vera eins stöðugt og kostur er sem því miður er ekki raunin um þessar mund­ir. Óvissa í efna­hags­mál­um, kjara­samn­ing­ar, hækk­andi kostn­aður og hækk­anir á fast­eigna­verði hafa áhrif ásamt fækkun ferða­manna. Eins er rætt um fram­kvæmdir í mið­borg­inni og áhrif þeirra, göngu­götur o.fl. Sjálf þekki ég vel veru­leika rekstr­ar­að­ila. Mín reynsla er að það eru fjöl­margir þættir sem hafa áhrif á rekstur fyr­ir­tækja og þegar margir sam­hang­andi­þættir koma saman þá getur þol og úthald þrot­ið. Ég skil það vel, fólk er í þessu af lífi og sál og færir margar fórn­ir, oft­ast eru þetta blóð, sviti og tár sem þarf til að halda litlum fyr­ir­tækjum gang­andi og stundum dugar það ekki til. Hugur minn er hjá öllu því harð­dug­lega fólki sem stendur vakt­ina alla daga til að þjón­usta okk­ur.

Auglýsing

Borgin getur margt gert til að bæta rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, eitt af því er að lækka fast­eigna­skatta sem var eitt kosn­ing­ar­lof­orða Við­reisnar og hefur ákvörðun um lækkun fast­eigna­skatta á fyr­ir­tæki verið tekin í borg­ar­stjórn. Sveit­ar­fé­lög verða einnig að skilja þarfir fyr­ir­tækja, halda uppi öfl­ugu sam­tali og sam­vinnu við þau. Ákvarð­anir innan borg­ar­innar þurfa ávallt að vera með hags­muni borg­ar­búa og fyr­ir­tækja að leið­ar­ljósi. Upp­lýs­inga­miðlun spilar einnig stórt hlut­verk, fyr­ir­tæki þurfa að vera með­vituð um þá stefnu sem borg­ar­völd setja svo hægt sé að setja það inn í áætl­anir fyr­ir­tækj­anna.

Betur má ef duga skal og því hefur borgin unnið að því und­an­farna mán­uði að kort­leggja og stilla upp í sam­vinnu við hag­að­ila um hvernig þessum sam­skiptum og skipu­lagi er best far­ið. Sú vinna stendur enn yfir en mik­ill vilji er að vinna að því að bæta umhverfi atvinnu­lífs­ins í Reykja­vík. Við munum kynna þær hug­myndir á næst­unni.

Secret Sol­stice

Mál­efni Secret Sol­stice voru rædd í borg­ar­ráði sl. fimmtu­dag. Hátíðin lit­aði mann­líf borg­ar­innar í sumar og teljum við að vel hafi tek­ist til þó alltaf séu tæki­færi til úrbóta. Unnið hafði verið úr ábend­ingum borg­ar­búa frá hátíð­inni árið á undan og breyt­ingar gerðar í sam­ræmi við þær. Árang­ur­inn var góður því til að mynda komu upp miklu færri fíkni­efna­mál í ár en áður. Stíf­ari rammi var settur utan um allt starf­ið, öfl­ugt sam­starf var unnið af for­varn­ar­fólki borg­ar­inn­ar, lög­reglu og tón­leika­höld­ur­um. Athvarf var starf­rækt á meðan hátíð­inni stóð, lög­regla var sýni­leg og stjórnun á umferð og flæði um hátíð­ina gekk afar vel. Tón­list­ar­há­tíð eins og þessi er, þegar vel tekst til, afar ánægju­leg við­bót við fjöl­breytt líf í borg­inni okk­ar. Það er hlut­verk okkar að halda áfram að betrumbæta okkar störf og því mik­il­vægt að vinna vel úr öllum ábend­ingum og umsögnum sem ber­ast um stóran viðburð sem þennan og vinna vel úr svo áfram­hald­andi sam­starf um tón­list­ar­há­tíð­ina verði okkur öllum til ánægju. Íþrótta- og tóm­stunda­sviði er falið að fara yfir málið og skoða dag­setn­ingar á Secret Sol­stice fyrir 2020.

Sam­göngu­styrkur vin­sæll meðal starfs­manna borg­ar­innar

Fyrir borg­ar­ráð var lagður við­auki við fjár­hags­á­ætlun 2019 þar sem m.a. sam­göngu­styrkir voru á dag­skrá. Við­aukar eru reglu­lega lagðir fyrir borg­ar­ráð til að deila út fjár­mun­um, gera leið­rétt­ingar eða bæta við nýj­ung­um. Í þetta skiptið var sam­þykkt að fjár­heim­ildir hækki um tæpar 94 milj­ónir kr. til sviða borg­ar­innar vegna sam­göngu­samn­inga frá jan­úar til júní 2019. Það er afar ánægju­legt að sjá hvað starfs­menn taka vel í verk­efn­ið. Í sept­em­ber 2017 hóf Reykja­vík­ur­borg að bjóða starfs­mönnum sam­göngu­samn­inga. Mark­miðið er að létta á álags­tímum í umferð­inni, draga úr meng­un, stuðla að heilsu­efl­ingu starfs­manna og bæta kjör starfs­fólks. Starfs­menn skóla- og frí­stunda­sviðs eru sér­lega öflug í að prófa fjöl­breytta sam­göngu­máta en tæp­lega 69 milj­ónir kr. af þeim 94 milj­ónum kr. sem var útdeilt fara til sviðs­ins. Það verður gaman að fylgj­ast með sam­göngu­styrkjum næstu miss­er­in, ég bíð spennt að sjá hvort og hvernig aukn­ing í raf­hjóla­sölu breyti sam­göngu­máta.

Hinsegin dagar

Hinsegin dag­ar, ein af borg­ar­há­tíðum Reykja­vík­ur, hófust í Reykja­vík 8. ágúst og náðu hámarki með gleði­göngu og tón­leikum í Hljóm­skála­garði s.l. laug­ar­dag. Ég vil óska stjórn Hinsegin daga, hinsegin sam­fé­lag­inu og öllum borg­ar­búum til ham­ingju með frá­bær­lega lit­ríka og skemmti­lega hátíð.

Líkt og fyrri ár var frá­bært að fylgj­ast með og taka þátt í þeim fjöl­breyttu við­burðum sem voru á dag­skrá Hinsegin daga sem að þessu sinni voru lengri en áður í til­efni 20 ára afmælis hátíð­ar­inn­ar. Hinsegin dagar eru gríð­ar­lega mik­il­væg hátíð fyrir Reykja­vík­ur­borg, ekki bara því þeir glæða borg­ina lífi heldur einnig því hátíða­höldin snú­ast um mann­rétt­indi og fjöl­breyti­leika auk þess að inn­sigla sam­stöðu borg­ar­búa.

Eitt af því sem Hinsegin dagar beindu sjónum að þetta árið er staða og líðan hinsegin fólks í atvinnu­líf­inu. Þau mál hafa lítið verið rædd hér á landi. Á fundi sem Hinsegin dagar og Nas­daq stóðu fyrir var farið yfir ýmis mál sem stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að huga að til að hlúa að fjöl­breyti­leika enda fyrir löngu sannað að fjöl­breytni skilar betri ákvarð­ana­töku, betra starfi og meiri hagn­aði. Á fund­inum voru kynntar helstu nið­ur­stöður úr net­könnun sem Hinsegin dagar fram­kvæmdu í sum­ar. Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að hér á landi megi gera enn betur til að tryggja jafn­rétti og betri líðan á vinnu­mark­aði. Ég vona svo sann­ar­lega að sú umræða sem hófst á Hinsegin dögum sé bara upp­hafið af enn frekara sam­tali og aðgerðum í rétta átt.

Hér hefur ein­ungis verið fjallað um nokkur af þeim fjöl­mörgu málum sem ein­kenndu síð­ustu viku, þau sem vilja fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar geta gert það á: https://reykja­vik.is/fund­ar­gerdir/fund­ur-n­r-5552

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar