Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra skrifar svargrein við grein Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu um liðna helgi.

Auglýsing

Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, skrifar pistla í helg­ar­blað­ið. Ég verð að játa að ég les ekki pistla hans að stað­aldri, en athygli mín var vakin á skrifum hans þann 17. ágúst. Í grein­inni kemur fram djúp­stæður mis­skiln­ingur Styrmis á eðli alþjóða­sam­starfs og hún er full af rang­færsl­u­m. 

Stað­reyndin er sú að engum er mik­il­væg­ara en smá­ríkjum að alþjóð­legar reglur gildi og séu virtar af hinum stærri ríkjum sem gætu beitt valdi til þess að ná sínu fram. Um 300 ung­menni keyptu opnu­aug­lýs­ingu í Frétta­blað­inu 20. maí síð­ast­lið­inn með þessum boð­skap: „Ekki spila með fram­tíð okk­ar. Við styðjum áfram­hald­andi aðild Íslands að EES-­samn­ingn­um. Við viljum frjál­st, opið og alþjóð­legt sam­fé­lag og stöndum saman gegn ein­angr­un­ar­hyggju.“ Boð­skapur unga fólks­ins er kjarni máls­ins.

Nú er ekk­ert að því að menn hafi sterkar skoð­anir og styðji þær rök­um. Aftur á móti er alvar­legt þegar menn snúa ver­öld­inni á hvolf til þess að styðja sína skoðun og bendir ekki til þess að mál­stað­ur­inn sé sterk­ur. Rök­þrota menn freist­ast oft til þess að gera lítið úr and­stæð­ingum sínum með því að líkja þeim við ill­menni. Björn Bjarna­son orð­aði það þannig að „þegar menn fara út í þann for­arpytt að líkja and­stæð­ingum sínum við nas­ista þá eru þeir komnir út af borð­inu … og þá er eig­in­lega ekki hægt að ræða sjón­ar­mið þeirra leng­ur.“

Auglýsing
Styrmir notar ekki sam­lík­ing­una við nas­ista heldur líkir Evr­ópu­sam­band­inu við gömlu nýlendu­veld­in. Sá mál­flutn­ingur er af sama tagi og Björn lýs­ir, en þrátt fyrir það ætla ég að ræða sjón­ar­mið Styrmis í þetta eina sinn.

Grund­vall­armis­skiln­ingur Styrmis felst í því að með því að setja sam­eig­in­legar reglur öðlist Evr­ópu­sam­bandið yfir­ráð af ein­hverju tagi yfir því sem regl­urnar gilda um. Þetta er frá­leitt. Það sem mestu máli skiptir er að reglur séu sann­gjarnar og skyn­sam­leg­ar, ekki hver semur þær. 

Þing­menn setja lög af ýmsu tagi. Áður komu lög frá kon­ung­um. Jóns­bók er lög­bók sem Jón Eiríks­son lög­maður kynnti Íslend­ingum árið 1280. Ýmis ákvæði í Jóns­bók gilda enn þann dag í dag. Hefur Jón Eiríks­son þá ráðið yfir þeim sviðum mann­lífs­ins í meira en 700 ár? Auð­vitað ekki.

Í Jóns­bók er kafli sem nefndur er þjófa­bálkur og fjallar um auðg­un­ar­brot. Enn í dag er sagt að eitt­hvað taki út yfir allan þjófa­bálk. Það merkir að eitt­hvað er óheyri­legt eða hefur keyrt um þver­bak. Segja má með sanni að grein Styrmis taki út yfir allan þjófa­bálk.

Ég spurði Styrmi að því á fundi í jan­úar 2009 hvort hann þekkti eitt­hvert dæmi þess að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hefðu stolið auð­lindum af ein­hverju aðild­ar­ríkj­anna. Ég bíð enn svars.

Nýlendu­herrar og fiski­miðin

Greinin hefst á því að lýsa hvernig gömlu Evr­ópu­ríkin byggðu upp nýlendu­veldi og arð­rændu þjóðir ann­ars staðar í heim­in­um. Bretar neit­uðu meðal ann­ars að við­ur­kenna land­helgi Íslands og sendu hingað her­skip. Þetta er sann­ar­lega ljót saga, en þar með má segja að stað­reynda­kafla pistils Styrmis ljúki. Hann heldur áfram:

„Þegar Alþingi sam­þykkti að sækja um aðild fyrir Íslands hönd að Evr­ópu­sam­band­inu sum­arið 2009 var alltaf ljóst að með aðild mundu fiski­miðin við Ísland fær­ast undir stjórn emb­ætt­is­manna í Brus­sel í smáu og stóru vegna þess að þá hefði Ísland fallið undir sam­eig­in­lega fisk­veiði­stefnu ESB.“

Þetta er rangt. Nú þegar er það svo að Haf­rann­sókn­ar­stofnun leggur mat á veiði­þol stofna við Ísland byggt á rann­sóknum vís­inda­manna. Þessar rann­sóknir eru unnar í sam­starfi við vís­inda­menn erlend­is. Veiði­ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofn­unar byggir á alþjóða­samn­ingum um sjálf­bærni og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Ýmsar alþjóð­legar stofn­an­ir, OSPAR og Alþjóða­haf­rann­sókna­ráðið (ICES) veita ráð­gjöf. Fjallað er um stofn­mat og ráð­gjöf flestra helstu nytja­stofna við Ísland af Alþjóða­haf­rann­sókna­ráð­inu (ICES). Ekk­ert bendir til þess að þetta breyt­ist við fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Um veiðar úr deili- og flökku­stofnum hafa Íslend­ingar skuld­bundið sig til þess að semja við aðrar þjóðir sem eiga hags­muna að gæta. 

Við fulla aðild yrðu miðin við Ísland skil­greind sem sér­stakt veiði­svæði. Hafró yrði í sama hlut­verki og nú. Sú mýta er þrá­lát að fulla aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu öðlist aðrar þjóðir rétt til veiða í íslenskri fisk­veiði­lög­sögu. Ekk­ert er fjær sanni. Veiði­rétt­indi innan sam­bands­ins byggja á veiði­reynslu þjóða. Íslend­ingar hafa verið ein­ráðir á sínum miðum í 40 ár og engir aðrir fengju veiði­rétt nema við vildum veita hann, rétt eins og nú.

Nýlendu­herrar og orku­lindir

Nú kemur Styrmir að kjarn­anum í boð­skap sínum þessa dag­ana:

„Það var ekki mark­mið þeirra, sem gerðu EES-­samn­ing­inn, að hleypa gömlu nýlendu­veld­unum í Evr­ópu til áhrifa í nýt­ingu á hinni mestu auð­lind þjóð­ar­inn­ar, þ.e. orku fall­vatn­anna. En sam­þykki Alþingi orku­pakka 3 er það ígildi þess að við hefðum fall­izt á að færa yfir­ráð yfir fiski­miðum okkar til Brus­sel. Þetta er sagt vegna þess að með sam­þykkt orku­pakk­ans verðum við hluti af reglu­verki hins sam­eig­in­lega orku­mark­aðar í Evr­ópu. Og jafn­vel þótt eng­inn sæstrengur yrði lagður mundi áhrifa hans gæta hér.

Auglýsing
Gömlu nýlendu­veldin eru enn að. Þau eru enn að ásæl­ast auð­lindir ann­arra þjóða. En nú er öðrum aðferðum beitt. Þar er hvorki her­skipum né ann­ars konar hern­að­ar­tólum beitt heldur her skrif­finna í Brus­sel, sem búa til ótrú­legar laga­flækjur til þess að binda við­semj­endur sína í fjötra, sem þeir sjá ekki fyr­ir, þar sem þeir sitja við samn­inga­borð­ið.“

Enn og aftur heldur Styrmir því fram að sam­eig­in­legar reglur þýði yfir­ráð hræði­legs hers „skrif­finna í Brus­sel“. Orku­pakk­inn fjallar fyrst og fremst um neyt­enda­vernd og segir meðal ann­ars: „Að­ild­ar­ríkin skulu tryggja að á yfir­ráða­svæði þeirra eigi allir við­skipta­vinir sem kaupa til heim­il­is­nota og, eftir því sem aðild­ar­ríkin telja rétt, lítil fyr­ir­tæki (nánar til­tekið fyr­ir­tæki með færri en 50 starf­andi ein­stak­linga og árs­veltu eða efna­hags­reikn­ing sem er ekki meiri en 10 milj­ónir evr­a), rétt á alþjón­ustu, þ.e. að fá afhenta raf­orku af til­teknum gæðum á sann­gjörnu verði sem er auð­veld­lega og greini­lega sam­an­burð­ar­hæft, gagn­sætt og án mis­mun­un­ar.“

Styrmir seg­ir: „Enda­lausar laga­skýr­ingar fram og til baka eru ekki kjarni máls­ins. Heldur sú stað­reynd að með því að sam­þykkja orku­pakka 3 erum við að gefa frá okkur yfir­ráð yfir annarri mestu auð­lind okk­ar.“ 

Fyrir þá sem ekki vita er rétt að Styrmir er lög­fræð­ingur að mennt. Hann ætti sem slíkur að vita öðrum betur að laga­texti nær til þess sem í honum stend­ur, en ekki ein­hverju sem gæti gerst og fellur utan laga­bálks­ins (og reyndar líka þjófa­bálks­ins). 

Aum­ingjar og föð­ur­lands­svik­arar

Styrmir fjallar svo um það hvers vegna ein­stakir flokkar styðji mál­ið. Hann hefur ekki mikið álit á flokks­bræðrum sín­um:

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á eftir að taka ákvörðun um ráð­herra. Sú stað­reynd hefur áhrif á afstöðu ein­hverra þing­manna hans, sem gera sér vonir um slíkt emb­ætt­i.“

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru sem sé ves­al­ingar sem láta sem sé hræða sig til hlýðni með von um umbun.

Styrmir heldur áfram: „Það er erf­ið­ara að skilja, hvers vegna Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tekur þátt í þessum leik, vegna þess að hann er ein­fald­lega í lífs­hætt­u.“ Og síð­ar: „Af­staða VG er óskilj­an­leg.“

Það skyldi þó aldrei vera að þing­menn þess­ara flokka hefðu ein­fald­lega kynnt sér mál­ið?

Nú fer Styrmir á flug. Hann tekur fals­kenn­ingu sína um yfir­ráð yfir auð­lindum upp á nýtt stig og seg­ir: „Sam­fylk­ingin og Við­reisn fagna vegna þess að þeir tveir flokkar hafa það bein­línis á stefnu­skrá sinni að færa yfir­ráð yfir íslenzkum auð­lindum í hendur Brus­sel.“ Þetta er auð­vitað auvirði­legur mál­flutn­ing­ur, sem allir sann­gjarnir menn sjá í gegn­um. 

Og þó. Margt ágætt fólk trúir því illa að virðu­legur rit­stjóri blaðs sem nær allir lands­menn keyptu og lásu á sínum tíma fari með fleip­ur. Þess vegna þarf að svara rang­færslum af þessu tagi, þó að þær taki út yfir allan þjófa­bálk.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar