Verðbólguskot gengur yfir

Stefán Ólafsson segir að þróun í efnahagsmálum á Íslandi styðji við frekari lækkun vaxta – bæði stýrivaxta Seðlabankans og vaxta neyslu- og húsnæðislána.

Auglýsing

Eftir hækk­andi gengi íslensku krón­unnar frá um 2013 til 2017 fór verð­bólgu­stig lækk­andi hér á landi, þrátt fyrir umtals­verðar launa­hækk­anir í kjara­samn­ingum frá 2015.

Frá miðju ári 2017 snérist þetta við og gengið tók að lækka, sem ýtti undir verð­bólgu á ný, sem kom fram með nokkuð afger­andi hætti á seinni hluta árs­ins 2018. Sumir tengdu það við auk­inn fjár­flótta úr landi sem rekja mætti til ótta íslenskra efna­manna við harðn­andi kjara­á­tök.

Óeðli­lega mikil hækkun íbúða­verðs átti einnig stóran þátt í hækkun verð­lags á árinu 2018 (og raunar einnig á árunum þar á und­an). Ef hús­næð­islið­ur­inn hefði ekki verið inni í verð­lags­vísi­töl­unni hefði verið verð­hjöðnun hér frá seinni hluta 2016 og til fyrri hluta 2018.

Auglýsing

Loks kom verð­bólgu­skot í tengslum við fall WOW Air og kjara­samn­ing­ana í vor, sem náði hámarki í apr­íl.

Þessa þróun á verð­bólgu­stig­inu má glögg­lega sjá á mynd­inni hér að neð­an, en þar er sýnd þróun sam­ræmdrar vísi­tölu neyslu­verðs á Íslandi og að með­al­tali á evr­ópska efna­hags­svæð­inu, frá byrjun árs 2018 til júlí á þessu ári (tölur frá Eurostat og Hag­stofu Íslands).

Aðsend mynd

Fram undir lok árs 2018 var verð­bólgu­stigið á Íslandi undir með­al­tal­inu á evr­ópska efna­hags­svæð­inu en fór þá lít­il­lega yfir það og loks með afger­andi hætti í apríl á þessu ári (bláa línan á mynd­inn­i).

Síðan þá hefur verð­bólgan farið lækk­andi á ný og var í júlí nálægt með­al­tal­inu á evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Stærsti verð­bólgu­kúf­ur­inn frá því í vor hefur þannig gengið til baka.

Góðar horfur eru á að enn muni draga úr verð­bólgu á næst­unni, sem styrkir mögu­leika á að kjara­samn­ing­arnir skili launa­fólki árangri, sem að var stefnt.

Þessi þróun styður einnig við mögu­leika á frek­ari lækkun vaxta, bæði stýri­vaxta Seðla­bank­ans og vaxta neyslu- og hús­næð­is­lána.

Vaxta­stigið á Íslandi ætti þannig að halda áfram að lækka á næst­unni.

Það er mik­il­vægt – bæði fyrir heim­ilin og atvinnu­líf­ið.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu - stétt­ar­fé­lagi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar