Breytum bönkum í brýr

Þorsteinn Víglundsson telur að hægt sé að losa allt að 300 milljarða króna með sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálakerfinu. Afrakstur slíkrar eignarsölu mætti nýta til nauðsynlegrar innviðafjárfestingar.

Auglýsing

Á sama tíma og hund­ruð millj­arða vantar í fjár­fest­ingar heil­brigð­is- og vega­kerfi lands­manna, auk ann­arra mik­il­vægra inn­viða, er rík­is­sjóður með hund­ruð millj­arða bundna atvinnu­fyr­ir­tækjum á sam­keppn­is­mark­aði. Skýtur það ekki dálítið skökku við að á sama tíma og rík­is­stjórnin treystir sér ekki til að selja hluta af eignum sínum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hyggst hún leita til einka­að­ila um fjár­mögnun nauð­syn­legra inn­viða­upp­bygg­inga. Er betra að einka­væða sam­göngur en fjár­mála­fyr­ir­tæki? Er það sann­gjarnt að ætla íbúum á Suð­ur­landi og Suð­ur­nesjum að greiða veggjöld til að fá nauð­syn­legar sam­göngu­bæt­ur? Þetta er stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Er ekki eðli­legra að losa um eign­ar­hald í bönk­unum og ráð­stafa því í nauð­syn­legar inn­viða­fjár­fest­ing­ar?

Fjár­fest­ingar í innviðum okkar hafa verið van­ræktar und­an­geng­inn ára­tug, eða allt frá hruni. Jafn­vel þótt afkoma ríkis og sveit­ar­fé­laga hafi batnað veru­lega á síð­ustu árum eru fjár­fest­ingar enn langt undir með­al­tali, eins og með­fylgj­andi mynd sýn­ir.

Mynd: Aðsend

Auglýsing

Ef fjár­fest­ingar hins opin­bera hefðu átt að halda í við með­al­fjár­fest­ingu ára­tug­ar­ins fyrir hrun er upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf und­an­geng­ins ára­tugar ríf­lega 400 millj­arðar króna. Það er í sam­ræmi við nið­ur­stöður vand­aðrar úttektar Sam­taka iðn­að­ar­ins sem mat upp­safn­aða fjár­fest­ing­ar­þörf hins opin­bera um 370 millj­arða. Þar vantar reyndar alveg inn mat á upp­safn­aðri þörf í heil­brigð­is­kerf­inu. Bygg­ing nýs Lands­spít­ala mun kosta 60-80 millj­arða króna. Um 24 millj­arða vantar í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma á næstu fimm árum.

Því til við­bótar þarf að leggja um 80 millj­arða króna í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu auk þess sem upp­söfnuð nýfjár­fest­ing­ar­þörf í vega­kerfi nemur tugum millj­arða króna umfram núgild­andi Sam­göngu­á­ætl­un. Ekki er óvar­legt að áætla upp­safn­aða við­halds- og fjár­fest­ing­ar­þörf hins opin­bera upp á rúma 600 millj­arða króna til við­bótar við hefð­bundnar fjár­fest­ing­ar. Eins og sjá má á með­fylgj­andi mynd hefur fjár­fest­ing í vega­kerf­inu alls ekki hald­ist í hendur við stór­aukna umferð á und­an­förnum árum.

Mynd: Aðsend

Umsvif hins opin­bera á Íslandi í sam­keppn­is­rekstri með því mesta á Vest­ur­löndum

Á sama tíma og við glímum við þennan upp­safn­aða vanda bindum við mun meira fjár­magn í sam­keppn­is­rekstri hins opin­bera heldur en við­gengst í nágranna­löndum okk­ar. Rík­is­sjóður er með um 450 millj­arða króna bundna í fjár­mála­starf­semi þegar horft er til eign­ar­hlutar rík­is­ins í við­skipta­bönkum að við­bættum Íbúð­ar­lána­sjóði og LÍN. Eign­ar­hlutur rík­is­ins í bönk­unum einum sam­svarar um 16% af lands­fram­leiðslu sam­an­borið við um 3% í Nor­egi, því Norð­ur­land­anna þar sem eign­ar­hald rík­is­ins er mest utan Íslands.

Ekki verður séð að eign­ar­hald rík­is­sjóðs á fjár­mála­mark­aði hafi haft jákvæð áhrif fyrir neyt­end­ur. Bank­arnir eru allt of óhag­kvæmir í rekstri, vaxta­munur þeirra er mun meiri en í nágranna­löndum okkar og þjón­ustu­gjöld komin langt úr hófi fram. Íslenska fjár­mála­kerfið er auk þess að verða langt á eftir í þróun fjár­tækni­lausna og óhóf­leg reglu­byrði að auki að draga úr sam­keppn­is­hæfni þess. Neyt­endur borga síðan brús­ann í formi hærri vaxta og þjón­ustu­gjalda.

Mynd: Aðsend

Það er ekk­ert óeðli­legt að almenn­ingur sé á varð­bergi þegar kemur að einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja. Síð­ast þegar bank­arnir voru einka­væddir leiddi það til mik­illar áhættu­sækni og skuld­setn­ingar banka­kerf­is­ins sem end­aði eins og kunn­ugt er með ósköp­um. Sú var raunar einnig reynsla hinna Norð­ur­land­anna þegar fjár­mála­mark­aðir þeirra voru opn­aðir upp fyrir um þremur ára­tugum síð­an. Þar þurfti ríkið einnig tíma­bundið að leysa til sín banka en los­aði sig hins vegar að stærstu hluta út þegar tæki­færi gafst.

Marg­vís­legar umbætur hafa hins vegar verið gerðar á reglu­verki fjár­mála­mark­aða í Evr­ópu á und­an­förnum árum og eft­ir­lit eflt til muna til að koma í veg fyrir þá áhættu­sækni sem við­gekkst í fjár­mála­kerf­inu og skatt­greið­endur sátu víða uppi með kostn­að­inn af. Það er mik­il­vægt að hafa í huga að ríkið stýrir einmitt umgjörð mark­aða með laga- og reglu­setn­ingu, ekki með eign­ar­haldi.

Eigna­sölu í stað veggjalda

Það væri hæg­lega hægt að losa allt að 300 millj­arða króna með sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu og halda eftir sem áður eftir kjöl­festu­hlut í Lands­bank­an­um. Afrakstur þess­arar eign­ar­sölu mætti nýta til nauð­syn­legrar inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Það er mun skyn­sam­legri for­gangs­röðun en að reka hið opin­bera eins og fjár­fest­ing­ar­sjóð.

Það er skyn­sam­legri stefna í stað þess að ætla að fjár­magna nauð­syn­legar vega­bætur á Suð­vest­ur­horni lands­ins með veggjöld­um. Rétt er að hafa í huga að hér er um sam­fellt atvinnu­svæði að ræða og fjöldi fólks mun verða fyrir veru­legum kostn­að­ar­auka við að sækja vinnu vegna þess­ara áforma. Það er mark­laust að bera þessi áform saman við bygg­ingu Hval­fjarð­ar­ganga á sínum tíma. Sú stytt­ing sem göngin skil­uðu lækk­aði sam­göngu­kostnað þeirra. Að ljúka tvö­földun Reykja­nes­brautar og Suð­ur­lands­vegar að Árborg, eða bygg­ing nýrrar Ölf­usár­brú­ar, mun ekki lækka ferða­kostnað íbúa á þessu svæði. Veggjöld munu hins vegar aug­ljós­lega hækka hann. Þetta eru nauð­syn­legar fram­kvæmdir til þess að auka öryggi og ætti því að vera borgað með öðrum hætti en beinum hækk­andi álögum á fólk.

Það væri nær lagi að fjár­magna þessi verk­efni með sölu eigna. Það er enda löngu tíma­bært að hefja sölu og hluta af eignum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu. Auð­vitað er mik­il­vægt er að vanda þar til verks. Sporin hræða vissu­lega. En það ger­ist auð­vitað ekk­ert ef aldrei er haf­ist handa, líkt og stefna stjórn­ar­flokk­anna virð­ist vera í þessum efn­um.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar