Má launafólk ekki fara í paradís?

Benjamín Julian segir að á Íslandi séu tveir heimar. Í öðrum vinni fólk ómissandi vinnu með eigin höndum og borgi af því venjulegan skatt. Hinn heimurinn sé skattaparadís þar sem fólk taki lán og fái arð og kaupi og selji bréf.

Auglýsing

Fólk sem fram­leiðir hug­myndir var að fá snemm­búna jóla­gjöf frá Alþingi: Skattar sem þau borga á tekjur af hug­mynd­unum sínum lækka nú niður í 22%. Jakob Frí­mann Magn­ús­son, sem hefur barist fyrir þess­ari breyt­ingu, segir þetta ein­fald­lega leið­rétt­ingu á miklu órétt­læti. STEF-­gjöld og tekjur af bóka­sölu hafa hingað til verið skatt­lögð sem laun, en núna eru þau fjár­magnstekj­ur.

Nú getur hug­verka­fólk látið hug­mynd­irnar vinna fyrir sig, eins og kap­ít­alistar láta pen­ing­ana (og annað fólk) vinna fyrir sig, og borgað 40% lægri skatt af því en vinn­andi fólk borgar fyrir sínar tekj­ur.

Ég hef ekk­ert nema hrós og ham­ingju­óskir fyrir hinar skap­andi grein­ar, sem Jakob segir að séu atvinnu­greinar fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Það eina sem ég myndi vilja bæta við er hinar fram­tíð­ar­grein­arnar – umönn­un­ar­grein­ar, þjón­usta, og jafn­vel fram­leiðsla á und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, eins og mat­vælum og vegum og vinnslu hrá­efna. Vinn­andi fólk, sem á hvorki hluta­bréf né hug­verk til að láta vinna fyrir sig, á lítið annað en megn sitt og mátt til að skapa verð­mæti og feg­urð í heim­in­um. Jakob segir að „þeir sem leigja út hús eða íbúð­ir“ hafa hingað til greitt 22% skatt, meðan „eig­endur eigna úr öðrum bygg­ing­ar­efnum s.s. orð­um, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekju­skatt.“

Hvað með þá sem eiga bara vinnu­aflið sitt? Eiga tekjur af þeirri eign að vera skatt­lagðar hærra, bara vegna þess að þau þurfa að hafa fyrir eign­inni sinni sér­hverja vinn­andi stund?

Þetta er sér­lega aðkallandi spurn­ing í ljósi þess að ómennt­aðar vinn­andi hend­ur, uppi­staða allra sam­fé­laga frá hirð­ingjum til háborga, eru meðal þeirra verst laun­uðu, hér eftir sem hingað til.

Það er ekk­ert rétt­læti í því að auður hug­mynd­anna greiði hærri skatt en auður verð­bréf­anna. En stærsta órétt­lætið er eft­ir: Að mannauður okkar greiði hæstan skatt allra. Þetta órétt­læti þarf að laga.

Í nýlegum tekju­blöðum kom fram að tekju­hæsta fólk sam­fé­lags­ins okkar fær næstum öll launin sín gegnum fjár­magnstekj­ur. Einn eig­andi fisk­vinnslu­fyr­ir­tækis þurfti að skrimta undir lág­marks­launum í fyrra. Hann fékk hins vegar að með­al­tali 92 millj­ónir á mán­uði í fjár­magnstekjur fyrir sölu á verð­bréf­um. Þessi verð­mæti urðu til með vinnu ann­ars fólks, og þess vegna þurfti hann bara að borga 22% skatt þegar hann skammt­aði sér þau. Starfs­fólkið borg­aði hins vegar 37% tekju­skatt, því það lagði til eigin mannauð, frekar en arf og láns­fé.

Á Íslandi eru tveir heim­ar. Annar heim­ur­inn er sá þar sem fólk vinnur ómissandi vinnu með eigin hönd­um, og borgar af því venju­legan skatt. Hinn heim­ur­inn, skattaparadís­in, er sá þar sem þú tekur lán og færð arð og kaupir og selur bréf. Fyrir þessa atorku, sem mætti segja að heim­ur­inn gæti verið án, færðu hund­rað­falt meira borgað og greiðir 40% lægri skatt. Ríkið afþakkar þessar tekjur og sker frekar niður í vel­ferð­ar­þjón­ustu, hleður skerð­ingum á skerð­ing­ar, og leggur þannig enn meiri byrðar á vinn­andi hend­ur. Allt til að forða paradís­inni frá óþæg­ind­um.

Ég sam­gleðst Jak­obi Frí­mann að hafa sloppið úr tára­dal 37% tekju­skatts, og upp haf­ist í skattapara­dís. En kannski væri betra ef við byggjum öll saman á jörð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar