Má launafólk ekki fara í paradís?

Benjamín Julian segir að á Íslandi séu tveir heimar. Í öðrum vinni fólk ómissandi vinnu með eigin höndum og borgi af því venjulegan skatt. Hinn heimurinn sé skattaparadís þar sem fólk taki lán og fái arð og kaupi og selji bréf.

Auglýsing

Fólk sem fram­leiðir hug­myndir var að fá snemm­búna jóla­gjöf frá Alþingi: Skattar sem þau borga á tekjur af hug­mynd­unum sínum lækka nú niður í 22%. Jakob Frí­mann Magn­ús­son, sem hefur barist fyrir þess­ari breyt­ingu, segir þetta ein­fald­lega leið­rétt­ingu á miklu órétt­læti. STEF-­gjöld og tekjur af bóka­sölu hafa hingað til verið skatt­lögð sem laun, en núna eru þau fjár­magnstekj­ur.

Nú getur hug­verka­fólk látið hug­mynd­irnar vinna fyrir sig, eins og kap­ít­alistar láta pen­ing­ana (og annað fólk) vinna fyrir sig, og borgað 40% lægri skatt af því en vinn­andi fólk borgar fyrir sínar tekj­ur.

Ég hef ekk­ert nema hrós og ham­ingju­óskir fyrir hinar skap­andi grein­ar, sem Jakob segir að séu atvinnu­greinar fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Það eina sem ég myndi vilja bæta við er hinar fram­tíð­ar­grein­arnar – umönn­un­ar­grein­ar, þjón­usta, og jafn­vel fram­leiðsla á und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, eins og mat­vælum og vegum og vinnslu hrá­efna. Vinn­andi fólk, sem á hvorki hluta­bréf né hug­verk til að láta vinna fyrir sig, á lítið annað en megn sitt og mátt til að skapa verð­mæti og feg­urð í heim­in­um. Jakob segir að „þeir sem leigja út hús eða íbúð­ir“ hafa hingað til greitt 22% skatt, meðan „eig­endur eigna úr öðrum bygg­ing­ar­efnum s.s. orð­um, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekju­skatt.“

Hvað með þá sem eiga bara vinnu­aflið sitt? Eiga tekjur af þeirri eign að vera skatt­lagðar hærra, bara vegna þess að þau þurfa að hafa fyrir eign­inni sinni sér­hverja vinn­andi stund?

Þetta er sér­lega aðkallandi spurn­ing í ljósi þess að ómennt­aðar vinn­andi hend­ur, uppi­staða allra sam­fé­laga frá hirð­ingjum til háborga, eru meðal þeirra verst laun­uðu, hér eftir sem hingað til.

Það er ekk­ert rétt­læti í því að auður hug­mynd­anna greiði hærri skatt en auður verð­bréf­anna. En stærsta órétt­lætið er eft­ir: Að mannauður okkar greiði hæstan skatt allra. Þetta órétt­læti þarf að laga.

Í nýlegum tekju­blöðum kom fram að tekju­hæsta fólk sam­fé­lags­ins okkar fær næstum öll launin sín gegnum fjár­magnstekj­ur. Einn eig­andi fisk­vinnslu­fyr­ir­tækis þurfti að skrimta undir lág­marks­launum í fyrra. Hann fékk hins vegar að með­al­tali 92 millj­ónir á mán­uði í fjár­magnstekjur fyrir sölu á verð­bréf­um. Þessi verð­mæti urðu til með vinnu ann­ars fólks, og þess vegna þurfti hann bara að borga 22% skatt þegar hann skammt­aði sér þau. Starfs­fólkið borg­aði hins vegar 37% tekju­skatt, því það lagði til eigin mannauð, frekar en arf og láns­fé.

Á Íslandi eru tveir heim­ar. Annar heim­ur­inn er sá þar sem fólk vinnur ómissandi vinnu með eigin hönd­um, og borgar af því venju­legan skatt. Hinn heim­ur­inn, skattaparadís­in, er sá þar sem þú tekur lán og færð arð og kaupir og selur bréf. Fyrir þessa atorku, sem mætti segja að heim­ur­inn gæti verið án, færðu hund­rað­falt meira borgað og greiðir 40% lægri skatt. Ríkið afþakkar þessar tekjur og sker frekar niður í vel­ferð­ar­þjón­ustu, hleður skerð­ingum á skerð­ing­ar, og leggur þannig enn meiri byrðar á vinn­andi hend­ur. Allt til að forða paradís­inni frá óþæg­ind­um.

Ég sam­gleðst Jak­obi Frí­mann að hafa sloppið úr tára­dal 37% tekju­skatts, og upp haf­ist í skattapara­dís. En kannski væri betra ef við byggjum öll saman á jörð­inni.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar