Má launafólk ekki fara í paradís?

Benjamín Julian segir að á Íslandi séu tveir heimar. Í öðrum vinni fólk ómissandi vinnu með eigin höndum og borgi af því venjulegan skatt. Hinn heimurinn sé skattaparadís þar sem fólk taki lán og fái arð og kaupi og selji bréf.

Auglýsing

Fólk sem fram­leiðir hug­myndir var að fá snemm­búna jóla­gjöf frá Alþingi: Skattar sem þau borga á tekjur af hug­mynd­unum sínum lækka nú niður í 22%. Jakob Frí­mann Magn­ús­son, sem hefur barist fyrir þess­ari breyt­ingu, segir þetta ein­fald­lega leið­rétt­ingu á miklu órétt­læti. STEF-­gjöld og tekjur af bóka­sölu hafa hingað til verið skatt­lögð sem laun, en núna eru þau fjár­magnstekj­ur.

Nú getur hug­verka­fólk látið hug­mynd­irnar vinna fyrir sig, eins og kap­ít­alistar láta pen­ing­ana (og annað fólk) vinna fyrir sig, og borgað 40% lægri skatt af því en vinn­andi fólk borgar fyrir sínar tekj­ur.

Ég hef ekk­ert nema hrós og ham­ingju­óskir fyrir hinar skap­andi grein­ar, sem Jakob segir að séu atvinnu­greinar fram­tíð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Það eina sem ég myndi vilja bæta við er hinar fram­tíð­ar­grein­arnar – umönn­un­ar­grein­ar, þjón­usta, og jafn­vel fram­leiðsla á und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, eins og mat­vælum og vegum og vinnslu hrá­efna. Vinn­andi fólk, sem á hvorki hluta­bréf né hug­verk til að láta vinna fyrir sig, á lítið annað en megn sitt og mátt til að skapa verð­mæti og feg­urð í heim­in­um. Jakob segir að „þeir sem leigja út hús eða íbúð­ir“ hafa hingað til greitt 22% skatt, meðan „eig­endur eigna úr öðrum bygg­ing­ar­efnum s.s. orð­um, tónum og myndum til þessa greitt mun hærri tekju­skatt.“

Hvað með þá sem eiga bara vinnu­aflið sitt? Eiga tekjur af þeirri eign að vera skatt­lagðar hærra, bara vegna þess að þau þurfa að hafa fyrir eign­inni sinni sér­hverja vinn­andi stund?

Þetta er sér­lega aðkallandi spurn­ing í ljósi þess að ómennt­aðar vinn­andi hend­ur, uppi­staða allra sam­fé­laga frá hirð­ingjum til háborga, eru meðal þeirra verst laun­uðu, hér eftir sem hingað til.

Það er ekk­ert rétt­læti í því að auður hug­mynd­anna greiði hærri skatt en auður verð­bréf­anna. En stærsta órétt­lætið er eft­ir: Að mannauður okkar greiði hæstan skatt allra. Þetta órétt­læti þarf að laga.

Í nýlegum tekju­blöðum kom fram að tekju­hæsta fólk sam­fé­lags­ins okkar fær næstum öll launin sín gegnum fjár­magnstekj­ur. Einn eig­andi fisk­vinnslu­fyr­ir­tækis þurfti að skrimta undir lág­marks­launum í fyrra. Hann fékk hins vegar að með­al­tali 92 millj­ónir á mán­uði í fjár­magnstekjur fyrir sölu á verð­bréf­um. Þessi verð­mæti urðu til með vinnu ann­ars fólks, og þess vegna þurfti hann bara að borga 22% skatt þegar hann skammt­aði sér þau. Starfs­fólkið borg­aði hins vegar 37% tekju­skatt, því það lagði til eigin mannauð, frekar en arf og láns­fé.

Á Íslandi eru tveir heim­ar. Annar heim­ur­inn er sá þar sem fólk vinnur ómissandi vinnu með eigin hönd­um, og borgar af því venju­legan skatt. Hinn heim­ur­inn, skattaparadís­in, er sá þar sem þú tekur lán og færð arð og kaupir og selur bréf. Fyrir þessa atorku, sem mætti segja að heim­ur­inn gæti verið án, færðu hund­rað­falt meira borgað og greiðir 40% lægri skatt. Ríkið afþakkar þessar tekjur og sker frekar niður í vel­ferð­ar­þjón­ustu, hleður skerð­ingum á skerð­ing­ar, og leggur þannig enn meiri byrðar á vinn­andi hend­ur. Allt til að forða paradís­inni frá óþæg­ind­um.

Ég sam­gleðst Jak­obi Frí­mann að hafa sloppið úr tára­dal 37% tekju­skatts, og upp haf­ist í skattapara­dís. En kannski væri betra ef við byggjum öll saman á jörð­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar