Óþolandi bakreikningur, brúum bilið og stóra grænmetismálið

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 29. ágúst 2019.

Auglýsing

Ég er eig­in­lega enn að jafna mig eftir frá­bæra Menn­ing­arnótt sem hófst á Reykja­vík­ur­mara­þoni. Og því­lík stemm­ing sem var í loft­inu á þennan morgun í Lækj­ar­göt­unni, eft­ir­vænt­ing og spenna fylltu loftið og gleðin skein úr and­litum allra sem voru að leggja af stað í hlaup­ið. Þessi við­burður er alltaf að festa sig betur og betur í sessi sem upp­haf Menn­ing­ar­næt­ur. Það er gaman að sjá hlaupið þró­ast í þá átt að hlaupa­leiðin dreif­ist víðar um borg­ina og inn í húsa­götur um allt. Það þýðir fleiri lok­anir fyrir bíla­um­ferð en jafn­framt að fleira og fleira fólk fær tæki­færi til að taka þátt með því að hvetja hlauparana áfram þegar þeir fara um götur borg­ar­inn­ar. ÍBR á veg og vanda að þessu hlaupi og ég vil þakka þeim öllum og þeim 600 sjálf­boða­liðum sem störf­uðu við und­ir­bún­ing að hlaup­inu og við hlaupið sjálft, án þeirra væri þetta ekki mögu­legt. Í ár voru tæp­lega 15.000 manns sem tóku þátt í hlaup­inu, þátt­töku­met var slegið í styttri vega­lengd­um, 3 og 10 kíló­metrum en það er ekki síður skemmti­legt að söfn­unin sem er hluti af hlaup­inu, hlaupa­styrk­ur.is hefur aldrei gengið bet­ur, nýtt met var slegið þegar um 170 millj­ónir söfn­uð­ust.

Menn­ing­arnótt er ein­stök, það er aldrei eins gaman að fylgj­ast með mann­líf­inu eins og einmitt þennan dag. Bær­inn fyllist af fólki og skemmti­legir við­burðir eiga sér stað á ólík­leg­ustu stöð­um. Það er hreint út sagt ótrú­legt fram­boð af menn­ing­ar­starf­semi í borg­inni okkar og virki­lega gaman að fá tæki­færi til að labba á milli og upp­lifa ólíka við­burði. Menn­ing­arnótt væri ekk­ert án allra þeirra fjöl­mörgu sem leggja hönd á plóg að gera þetta að eft­ir­minni­legum degi fyrir borg­ar­búa.

Auglýsing

Brúum bilið

Við í borg­inni vinnum áfram að því að brúa bil milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla sem er gríð­ar­lega stórt mál og mik­il­vægt fyrir alla for­eldra. Lyk­il­þáttur í því er að fjölga leik­skólum og því er sér­stak­lega gaman að segja frá því að sam­þykkt var að byggja nýjan leik­skóla á Kirkju­sandi. Þetta er mik­ill þáttur í því að tryggja þjón­ustu við íbúa í þessu vin­sæla hverfi. Nýir leik­skólar munu svo halda áfram að bæt­ast við í borg­inni á næstu miss­erum, áform eru um leik­skóla í Úlf­árs­dal (Dal­skóla), Voga­byggð, Skerja­firði og mið­borg. Einnig er unnið að við­bygg­ingum og nýjum ung­barna­deildum til við­bótar við þær sem opn­aðar hafa verið síð­ast­liðin tvö ár. Það er okkur öllum til bóta sem búum í borg­inni að þetta bil verði brú­að, þessi tími í lífi for­eldra getur verið ákaf­lega stressandi og á tímum þegar kulnun í starfi hefur aldrei verið algeng­ari er mik­il­vægt að við sem störfum á vegum borg­ar­innar gerum það sem í okkar valdi stendur til að styðja við for­eldra.

Stóra græn­met­is­málið

Óhætt er að segja að háværar raddir hafi heyrst í síð­ustu viku þegar umræða skap­að­ist um græn­ker­a­fæði í skólum borg­ar­inn­ar. Allir keppt­ust við að hafa skoð­an­ir, ýmist með eða á móti, og svo virt­ist vera sem ein­hverjir hafi ótt­ast að kjöt­fram­leiðsla á land­inu myndi leggj­ast af ef kjöt­neysla yrði lögð niður í grunn­skólum borg­ar­inn­ar. Öðrum fannst þetta eina leiðin til þess að leysa lofts­lags­vánna en í öllu falli var kýr­skýrt að fólk hefur á þessu miklar skoð­anir og virt­ust óhrædd við að viðra þær. Engin form­leg áform eru uppi um að banna kjöt­neyslu í grunn­skólum eða öðrum mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Að því sögðu má þó ekki gleyma að það er bara af hinu góða að borða meira af græn­meti og ávöxt­um. Það hefur aldrei drepið neinn. Mat­ar­stefna borg­ar­innar var sam­þykkt vorið 2018 nú liggur fyrir til­laga í borg­ar­stjórn hvernig hún skuli inn­leidd. Hættum að vera með svart hvíta umræðu og höldum okkur við aðal­efnið sem er lýð­heilsa og heil­næmt umhverfi í for­grunni nú og ávallt þegar kemur að skóla­börnum borg­ar­inn­ar.

Óþol­andi bak­reikn­ingur

Bak­reikn­ingur upp á tæp­lega 1.4 millj­arð vegna mis­taka er ekki eitt­hvað sem hægt er að dusta undir tepp­ið, við því þarf að bregð­ast og kalla til ábyrgð­ar. Í frétta­til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjóra Sorpu sem birt­ist í gær kemur fram að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í byggða­sam­lagi Sorpu, fái nú afar háan bak­reikn­ing vegna van­á­ætl­ana og mis­taka. Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveit­ar­fé­lög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggða­sam­lög, eru að mínu mati óskilj­an­legt fyr­ir­bæri sem klífur ábyrgð og ákvarð­ana­töku í sund­ur. Ákvarð­ana­taka og fram­kvæmd verða að taka mið af hlut­verki, ábyrgð og umboði sem er til­fellið hjá Sorpu. Mis­tök geta gerst en þegar um er að ræða fjár­hæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýr­inga. Svo er hægt að meta næstu skref. Það er ljóst að eig­endur og útsvars­greið­endur eiga það skilið að mis­tök sem þessi séu tekin alvar­lega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki end­ur­tekið sig. Nú fá sveit­ar­fé­lögin háan bak­reikn­ing sem á að fjár­magna með lán­töku og trygg­ingu sveit­ar­fé­laga. Á sama tíma fjár­festum við í skól­um. leik­skól­um, íþrótta­mann­virkjum og sam­göngum en nú er skulda­staða sveit­ar­fé­lag­anna sett í upp­nám og fram­kvæmda­að­ili setur ábyrgð­ina yfir á sveit­ar­fé­lög­in. Það er ekki hægt að leiða þetta hjá sér, upp­hæð af þess­ari stærð­argráðu mun setja langvar­andi fót­spor á fjár­mál sveit­ar­fé­lag­anna. Borg­ar­ráð mun fá fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­for­mann Sorpu á fund í vik­unni og krefj­ast skýr­inga. Við­reisn hefur frá upp­hafi sett almanna­hags­muni framar sér­hags­munum og það verður haft að leið­ar­ljósi í þessu máli eins og öðr­um. Við­reisn í Reykja­vík lagði ríka áherslu á að lækka skuldir borg­ar­innar og gerir fimm ára áætlun Reykja­vík­ur­borgar ráð fyrir því ásamt auk­inni fjár­festingu í grunn­þjón­ustu. Til að það sé mögu­leg verður að vera hægt að treysta fyr­ir­tækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hrein­lega ólíð­andi.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar