Óþolandi bakreikningur, brúum bilið og stóra grænmetismálið

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 29. ágúst 2019.

Auglýsing

Ég er eig­in­lega enn að jafna mig eftir frá­bæra Menn­ing­arnótt sem hófst á Reykja­vík­ur­mara­þoni. Og því­lík stemm­ing sem var í loft­inu á þennan morgun í Lækj­ar­göt­unni, eft­ir­vænt­ing og spenna fylltu loftið og gleðin skein úr and­litum allra sem voru að leggja af stað í hlaup­ið. Þessi við­burður er alltaf að festa sig betur og betur í sessi sem upp­haf Menn­ing­ar­næt­ur. Það er gaman að sjá hlaupið þró­ast í þá átt að hlaupa­leiðin dreif­ist víðar um borg­ina og inn í húsa­götur um allt. Það þýðir fleiri lok­anir fyrir bíla­um­ferð en jafn­framt að fleira og fleira fólk fær tæki­færi til að taka þátt með því að hvetja hlauparana áfram þegar þeir fara um götur borg­ar­inn­ar. ÍBR á veg og vanda að þessu hlaupi og ég vil þakka þeim öllum og þeim 600 sjálf­boða­liðum sem störf­uðu við und­ir­bún­ing að hlaup­inu og við hlaupið sjálft, án þeirra væri þetta ekki mögu­legt. Í ár voru tæp­lega 15.000 manns sem tóku þátt í hlaup­inu, þátt­töku­met var slegið í styttri vega­lengd­um, 3 og 10 kíló­metrum en það er ekki síður skemmti­legt að söfn­unin sem er hluti af hlaup­inu, hlaupa­styrk­ur.is hefur aldrei gengið bet­ur, nýtt met var slegið þegar um 170 millj­ónir söfn­uð­ust.

Menn­ing­arnótt er ein­stök, það er aldrei eins gaman að fylgj­ast með mann­líf­inu eins og einmitt þennan dag. Bær­inn fyllist af fólki og skemmti­legir við­burðir eiga sér stað á ólík­leg­ustu stöð­um. Það er hreint út sagt ótrú­legt fram­boð af menn­ing­ar­starf­semi í borg­inni okkar og virki­lega gaman að fá tæki­færi til að labba á milli og upp­lifa ólíka við­burði. Menn­ing­arnótt væri ekk­ert án allra þeirra fjöl­mörgu sem leggja hönd á plóg að gera þetta að eft­ir­minni­legum degi fyrir borg­ar­búa.

Auglýsing

Brúum bilið

Við í borg­inni vinnum áfram að því að brúa bil milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla sem er gríð­ar­lega stórt mál og mik­il­vægt fyrir alla for­eldra. Lyk­il­þáttur í því er að fjölga leik­skólum og því er sér­stak­lega gaman að segja frá því að sam­þykkt var að byggja nýjan leik­skóla á Kirkju­sandi. Þetta er mik­ill þáttur í því að tryggja þjón­ustu við íbúa í þessu vin­sæla hverfi. Nýir leik­skólar munu svo halda áfram að bæt­ast við í borg­inni á næstu miss­erum, áform eru um leik­skóla í Úlf­árs­dal (Dal­skóla), Voga­byggð, Skerja­firði og mið­borg. Einnig er unnið að við­bygg­ingum og nýjum ung­barna­deildum til við­bótar við þær sem opn­aðar hafa verið síð­ast­liðin tvö ár. Það er okkur öllum til bóta sem búum í borg­inni að þetta bil verði brú­að, þessi tími í lífi for­eldra getur verið ákaf­lega stressandi og á tímum þegar kulnun í starfi hefur aldrei verið algeng­ari er mik­il­vægt að við sem störfum á vegum borg­ar­innar gerum það sem í okkar valdi stendur til að styðja við for­eldra.

Stóra græn­met­is­málið

Óhætt er að segja að háværar raddir hafi heyrst í síð­ustu viku þegar umræða skap­að­ist um græn­ker­a­fæði í skólum borg­ar­inn­ar. Allir keppt­ust við að hafa skoð­an­ir, ýmist með eða á móti, og svo virt­ist vera sem ein­hverjir hafi ótt­ast að kjöt­fram­leiðsla á land­inu myndi leggj­ast af ef kjöt­neysla yrði lögð niður í grunn­skólum borg­ar­inn­ar. Öðrum fannst þetta eina leiðin til þess að leysa lofts­lags­vánna en í öllu falli var kýr­skýrt að fólk hefur á þessu miklar skoð­anir og virt­ust óhrædd við að viðra þær. Engin form­leg áform eru uppi um að banna kjöt­neyslu í grunn­skólum eða öðrum mötu­neytum borg­ar­inn­ar. Að því sögðu má þó ekki gleyma að það er bara af hinu góða að borða meira af græn­meti og ávöxt­um. Það hefur aldrei drepið neinn. Mat­ar­stefna borg­ar­innar var sam­þykkt vorið 2018 nú liggur fyrir til­laga í borg­ar­stjórn hvernig hún skuli inn­leidd. Hættum að vera með svart hvíta umræðu og höldum okkur við aðal­efnið sem er lýð­heilsa og heil­næmt umhverfi í for­grunni nú og ávallt þegar kemur að skóla­börnum borg­ar­inn­ar.

Óþol­andi bak­reikn­ingur

Bak­reikn­ingur upp á tæp­lega 1.4 millj­arð vegna mis­taka er ekki eitt­hvað sem hægt er að dusta undir tepp­ið, við því þarf að bregð­ast og kalla til ábyrgð­ar. Í frétta­til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjóra Sorpu sem birt­ist í gær kemur fram að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í byggða­sam­lagi Sorpu, fái nú afar háan bak­reikn­ing vegna van­á­ætl­ana og mis­taka. Svona lagað á ekki að geta gerst en ég er því miður ekki hissa. Kerfið sem sveit­ar­fé­lög um allt land hafa komið sér upp, svokölluð byggða­sam­lög, eru að mínu mati óskilj­an­legt fyr­ir­bæri sem klífur ábyrgð og ákvarð­ana­töku í sund­ur. Ákvarð­ana­taka og fram­kvæmd verða að taka mið af hlut­verki, ábyrgð og umboði sem er til­fellið hjá Sorpu. Mis­tök geta gerst en þegar um er að ræða fjár­hæðir eins og þessa þarf að staldra við og leita skýr­inga. Svo er hægt að meta næstu skref. Það er ljóst að eig­endur og útsvars­greið­endur eiga það skilið að mis­tök sem þessi séu tekin alvar­lega og allra leiða leitað til að tryggja að slíkt geti ekki end­ur­tekið sig. Nú fá sveit­ar­fé­lögin háan bak­reikn­ing sem á að fjár­magna með lán­töku og trygg­ingu sveit­ar­fé­laga. Á sama tíma fjár­festum við í skól­um. leik­skól­um, íþrótta­mann­virkjum og sam­göngum en nú er skulda­staða sveit­ar­fé­lag­anna sett í upp­nám og fram­kvæmda­að­ili setur ábyrgð­ina yfir á sveit­ar­fé­lög­in. Það er ekki hægt að leiða þetta hjá sér, upp­hæð af þess­ari stærð­argráðu mun setja langvar­andi fót­spor á fjár­mál sveit­ar­fé­lag­anna. Borg­ar­ráð mun fá fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­for­mann Sorpu á fund í vik­unni og krefj­ast skýr­inga. Við­reisn hefur frá upp­hafi sett almanna­hags­muni framar sér­hags­munum og það verður haft að leið­ar­ljósi í þessu máli eins og öðr­um. Við­reisn í Reykja­vík lagði ríka áherslu á að lækka skuldir borg­ar­innar og gerir fimm ára áætlun Reykja­vík­ur­borgar ráð fyrir því ásamt auk­inni fjár­festingu í grunn­þjón­ustu. Til að það sé mögu­leg verður að vera hægt að treysta fyr­ir­tækjum til að áætla og vinna sína vinnu vel. Að það sé ekki hægt er hrein­lega ólíð­andi.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar