Auglýsing

Gdansk í Pól­landi er orðin suðu­pottur mann­lífs og vin­sæll heim­sókn­ar­staður fyrir ferða­menn. Íslend­ingar hafa í vax­andi mæli sótt borg­ina heim und­an­farin ár, enda er hún ægi­fögur og mann­líf þar heill­and­i. 

Þekktasta hlut­verk borg­ar­innar í mann­kyns­sög­unni var að vera vett­vangur inn­rásar nas­ista sem ýtti seinni heim­styrj­öld­inni af stað. Hinn 1. sept­em­ber 1939 réð­ust nas­istar til atlögu og inn­lim­uðu svo borg­ina í Þýska­land nas­ism­ans skömmu síð­ar. 

Áróð­urs­svið

Skelf­ing stríðs­ins lék borg­ina illa, svo ekki sé meira sagt. Ekki nóg með að ofbeldi og hryll­ingur hafi verið dag­legt brauð heldur var sér­stök áhersla lögð á að breiða af mik­illi ákefð út erindi nas­ista á þessum slóð­um, og nota það síðan sem fyr­ir­mynd fyrir aðra víg­velli. 

Auglýsing

Skipu­lagðar aftökur á gyð­ingum og nið­ur­læg­ing manns­and­ans þar sem þeir komu var eins og áróð­ursleik­rit á sviði í Gdansk. Aðrar borgir í Pól­landi fylgdu í kjöl­farið og sam­hliða. 

Gdansk hefur mik­il­vægt hern­að­ar­legt gildi, þegar því er velt upp hvernig land­lega borg­ar­innar er á ófrið­ar­tím­um. Hafn­ar­borg við Eystra­salt - sem er tengi­punktur við­skipta og mann­lífs - ein­kennin sem geisla af henni í dag. 

Borgin var svo gott sem jöfnuð við jörðu, undir lok stríðs­ins, og var það gert skipu­lega þegar farið var að halla undan fæti hjá nas­ist­u­m. 

Leitin að lífs­kraft­inum

Til að bæta gráu ofan á svart var borgin undir kúgun yfir­valda komm­ún­ista á eft­ir­stríðs­ár­un­um. Hún náði varla að finna lífs­kraft­inn sem borg fyrr en á níunda ára­tugn­um. 

Mið­borg Gdansk var end­ur­byggð eftir stríðs- og kúg­un­ar­tím­ann. Það sem er merki­legt við end­ur­reisn­ina - fyrir utan aug­ljóst verk­fræði­legt afrek - er að end­ur­bygg­ing borg­ar­innar var þaul­hugsuð ofan í minnstu smá­at­riði sög­unn­ar. 

Helstu fyr­ir­myndir voru ekki sóttar í stöð­una eins og hún var, fyrir 1. sept­em­ber 1939. Heldur var horft lengra aft­ur, eða aftur til 1789. Þá var borgin upp á sitt best, á margan hátt, og ein­kennd­ist ytra útlit af alþjóð­legum straumum sem alþjóða­við­skipti og mann­líf báru með sér. 

Fyrir fimmtán árum heim­sótti ég borg­ina og þá var búið að breyta marm­ara­klæddu neð­an­jarð­ar­byrgi Hitlers í lúx­usveit­inga­stað. Það var í senn hrika­legt og þægi­legt að setj­ast þar inn og borða góðan mat, þar sem ítalskur þjónn sýndi metnað og eft­ir­minni­lega mikla þekk­ing­u.  Allt eins og það á að vera á veit­inga­stað með alþjóð­legt yfir­bragð. 

Ómögu­legt að skilja

Ég er af þeirri kyn­slóð sem aldrei mun skilja stríðs­tím­ann til fulls, enda hefur tím­inn frá lokum seinni heim­styrj­aldar náð 80 árum. Þó átök hafi víða verið frá því stríð­inu lauk, þá er seinni heim­styrj­öldin minn­is­varði um hvað getur gerst þegar alþjóð­leg sam­vinna er ekki fyrir hendi og þjóð­ern­ispopúl­ismi verður að stjórn- og kúg­un­ar­tæki í mann­legum sam­skipt­u­m. 

Leiðin fram á við, í alþjóða­væddum heimi, ætti að vera alþjóð­leg sam­vinna um öll stærstu mál sam­tím­ans. Hönd í hönd, hafa þjóðir heims sýnt að alþjóða­sam­vinna í gegnum alþjóða­stofn­anir og alþjóða­við­skipti, er lík­leg­ust til að tryggja frið og far­sæld. 

Ekk­ert er ein­falt, þrátt fyrir það, og úrlausn­ar­efnin eru fjöl­mörg. Upp­brot alþjóða­sam­vinnu, eins og sést á tolla­stríðum Banda­ríkj­anna og Kína og Brex­it-­stefn­unni í Bret­landi, er ögrun sem þjóðir heims­ins munu von­andi takast á við með nán­ara sam­starfi og sam­vinn­u. 

Ísland á allt undir

Ísland á mann­lífið undir þess­ari sam­vinnu og það er hollt að hugsa til þess - í okkar vel­meg­un­ar­sam­fé­lagi, í sam­an­burði við flest svæði heims­ins - að ekk­ert ger­ist af sjálfu sér, þegar alþjóð­leg sam­vinna er ann­ars veg­ar. Við verðum að taka þátt til að búast við opnum mörk­uðum fyrir okkar vörur og þjón­ustu. Við verðum að taka þátt til að byggja upp traust og trúnað við aðrar þjóð­ir. Við verðum að taka þátt til að miðla góðri reynslu og þekk­ingu, þegar það er hægt. 

Ísland getur lagt sitt af mörkum og verið hluti af sterkri heild, hvort sem það er í alþjóða­stofn­unum eins og NATO eða SÞ, eða á öðrum vett­vangi alþjóð­legrar sam­vinnu. Með henni er best tryggt að heim­ótta­skap­ur­inn brjóti ekki niður gang­verk dag­legs lífs. 

„Sú saga er gömul og ný að stríðsæs­inga­menn ala á ótta og illsku, tor­tryggni og andúð. Þeir mis­nota ætt­jarð­ar­ást, afflytja þjóð­rækni svo að úr verður þjóð­remba og hatur í garð ann­arra. Mörg dæmi eru um þetta, víti til að var­ast. Þann lær­dóm þarf að hafa í huga, nú og endranær.“

Þetta segir Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, í yfir­lýs­ingu vegna heim­sóknar hans til Pól­lands, þar sem upp­hafs seinni heim­styrj­ald­ar­innar var og er minnst. 

Þetta eru góð og gild orð, þegar þess er minnst að flóð­gáttir illsku og hat­urs opn­uð­ust í hinni mögn­uðu og alþjóð­legu borg Gdansk.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari