Konur vs. Karlar?

Sálfræðingur skrifar um konur og karla, og oft harkalega umræðu um kynin.

Auglýsing

Und­an­farið hef ég orðið var við sífellt harðn­andi átök milli kvenna og karla á inter­net­inu. Kynin reyna að toppa hvort annað í for­mæl­ingum eða and­styggi­legu háði í garð hvors ann­ars. Talað er um konur sem tálm­andi öfga­femínista en karlar eru nauð­garar í boði patri­ar­k­íunn­ar.  

Opin umræða er til góðs

Ég trúi heils­hugar á rétt okkar til að tjá okkur óhindrað um sem flest mál­efni. Ég held að það geti verið hættu­legt lýð­ræð­inu að setja tján­ing­ar­frelsi miklar skorð­ur. Ég trúi því einnig að umræða í sam­fé­lag­inu hafi ekki verið neitt skárri fyrir tíma inter­nets­ins. Það er stór­kost­legt að við höfum nú nægan tíma og orku þegar vinnu­degi lýkur til að ræða sam­fé­lagið út frá flóknum félags­fræði­legum sjón­ar­horn­um. Þetta eru for­rétt­indi sem allir jarð­ar­búar deila svo sann­ar­lega ekki með okk­ur. 

Ég fell í flokk ,,góða fólks­ins”. Ég, eins og aðrir hef orðið fyrir áhrifum frá for­eldrum, félags­stöðu, efna­hag, menntun og sam­fé­lagi og hafa þessi öfl að sjálf­sögðu mótað skoð­anir mín­ar. Ég er frjáls­lyndur í við­horfum til kyn­vit­und­ar, fem­in­is­ma, jafn­að­ar­mennsku, félags­lega kerf­is­ins, trú­mála og Evr­ópu­sam­bands­ins og alls hins sem fólk er ósam­mála um. 

Auglýsing

Ég trúi því í sál minni að með því að færa okkur nær þeim gildum sem ég taldi upp bætum við sam­fé­lagið okk­ar. Þessi afstaða mín hefur þó breyst nokkuð und­an­farið þar sem mér sýn­ist að skoð­ana­syst­kyni mín séu farin að sýna sífellt meira óþol gagn­vart skoð­unum á hinum vængnum og beiti oft bola­brögðum til að kveða íhaldsam­ari raddir í kút­inn. Við gleymum því oft að aðrir hafa líka myndað skoð­anir sínar á sama hátt og við. Munum að það að hafa rétt til tján­ingar þýðir ekki að maður þurfi þess alltaf. Það sýnir þroska að verða ekki alltaf við hneyksl­un­ar­hvötum sínum og bregð­ast við minnsta áreiti á inter­net­inu. Reyna heldur að skoða umræð­una út frá stærra sjón­ar­horni og sýna öðrum skiln­ing. Við berum ábyrgð á orðum okkar og gjörð­u­m. 

For­rétt­indi sál­fræð­ings­ins

Því segi ég að þegar kemur að þessu stríði  milli karla og kvenna er mér eig­in­lega alveg nóg boð­ið.. Ég er jafn­rétt­is­sinni en ég hef hins vegar líka látið mér mjög annt um karllæg gildi í starfi mínu sem sál­fræð­ing­ur. Ég tala fyrir mik­il­vægi þess að meira sé hlustað á til­finn­ingar og raddir karl­manna í umræð­unni .

Ég hef í starfi mínu aldrei hitt vonda mann­eskju þótt ég hafi hitt marga sem hafa gert slæma hluti og meitt aðra. Við höfum öll gengið í gegn um erf­ið­leika og stundum tengj­ast þeir  fólki af hinu kyn­inu. Það eru pabbar sem lemja mömm­ur, mömmur sem drekka of mik­ið, makar sem halda  fram hjá, kyn­bundin skekkja á vinnu­stað, sam­fé­lag sem dregur okkur niður og svo fram­veg­is. Það er eðli­legt að við förum að draga upp mynd af konum eða körlum sem fjand­sam­legum hópi sem við  þarft að bregð­ast við og berj­ast gegn. Við erum jú öll fórn­ar­lömb með ein­hverjum hætt­i. 

Við höfum ítrekað verið særð­ar­/ir af af gagn­stæða kyn­inu og notum tján­ing­ar­frelsið til að ná okkur niðri á þeim. Gott og vel. Þetta er allt skilj­an­legt út frá sál­fræði­legu sjón­ar­horni þess særða en sem sam­skipta­regla milli hópa er þetta afleitt. Þessi átök kynj­anna munu ekki leiða til góðs. Við höfum öll orðið fyrir skaða og liðið illa. 

Konur og áföll

Rann­sókn á áfalla­sögu kvenna er nú í gangi í sam­starfi Háskóla Íslands og Íslenskrar Erfða­grein­ing­ar. Um er að ræða gríð­ar­lega viða­mikla rann­sókn sem nær til meira en 30 þús­und kvenna sem svarað hafa spurn­inga­listum um áföll á lífs­leið­inni og heilsu­far. Sam­kvæmt fyrstu nið­ur­stöðum hefur um fjórð­ungur kvenna orðið fyrir nauðgun eða til­raun til nauðg­unar og fjórar af tíu lent í fram­hjá­haldi eða höfnun frá maka. Sam­kvæmt rann­sókn­inni sýnir ríf­lega fimmt­ungur íslenskra kvenna ein­kenni áfallastreitu sem meðal ann­ars koma fram í stoð­kerf­is­verkj­um, lágu orku­stigi, skap­sveiflum og forð­un. Svona yfir­lits­tölur eru mjög verð­mæt­ar. 

En svo heyrum við per­sónu­legu dæmin þar sem sárs­auk­inn hjá við­kom­andi verður nán­ast áþreif­an­leg­ur. Fleiri og fleiri konur hafa notað kraft­inn  sem losn­aði úr læð­ingi í  Metoo bylt­ing­unni til að tjá sig opin­ber­lega og segja sögu sína. Nýlega hafa tvær konur sem ég þekki per­sónu­lega sagt mér reynslu­sögur sínar af kyn­ferð­is­legri mis­notkun og ofbeldi. Í sál­fræði­við­tölum hafa konur deilt með mér ótal áfalla­sögum í gegn um tíð­ina. Sumar þess­ara kvenna lýsa atburðum sem eru ömur­legri en orð fá lýst á meðan aðrar segja frá hvers­dags­legri hlutum sem hafa samt haft djúp­stæð áhrif. einnig hafa þær sagt frá áföllum sem komu fyrir mæður þeirra eða ömmur til að varpa ljósi á sína eigin stöðu í dag. Konur hafa búið í sam­fé­lagi þar sem þær upp­lifa ótta og varn­ar­leysi í mörgum aðstæðum sem við karlar erum ekki með­vit­aðir um. Konan mín not­aði eft­ir­far­andi dæmi til að útskýrði þetta fyrir mér. 

,,Allar konur sem ég þekki hafa var­ann á sér þegar þær ganga einar heim seint heim um kvöld . Það er  alltaf þessi 20 pró­sent ótti. Ótt­inn við að verða fyrir skyndi­legri árás eða áreiti sem við höfum allar lent í. Aukin spenna, árvekni og með­vit­und um umhverfð. Einu sinni var ég elt af hópi stráka  þegar ég var búsett erlendis sem ætl­uðu sér að nauðga mér. Ég átti fótum mínum fjör að launa. Þetta  er mun­ur­inn á mínum og þínum raun­veru­leika.” 

Við þurfum ekki að láta okkur koma á óvart að konur séu reiðar og vilji breyta þessu. Því verður að sýna skiln­ing. 

Komum sam­an 

En hvað með okkur karl­ana? Er bara allt í gúddí hjá okk­ur? Erum við bara heima að skara eld að eigin köku og efla feðra­veldið við hvert tæki­færi? Að sjálf­sögðu ekki. Karl­menn tjá sig að vísu mun sjaldnar um kyn­ferð­is­legt ofbeldi við mig en lýsa oft lík­am­legu ofbeldi, skorti á föð­urí­mynd, óraun­hæfum kröf­um, fjand­sam­legu skóla­kerfi, fjöl­skyldu­missi og nístandi ein­mana­leika. Ég hef heyrt að í burð­ar­liðnum sé önnur rannókn um áfalla­sögu karla og það er til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. 

Karlar geta ekki meiri skömm. Karlar eru líka fórn­ar­lömb sama kerfis sem skóp van­líðan kvenna. Flest er að breyt­ast í rétta átt. Karlar hafa gegnt stóru hlut­verki í þeirri jafn­rétt­is­bylt­ingu sem orðið hefur síð­ustu tvær kyn­slóðir á vest­ur­lönd­um. Þeir eru þátt­tak­endur í þessum stór­kost­legu breyt­ing­um. Já, karlar gera merki­lega hluti. Ég get ekki stutt að karlar séu úthróp­aðir sem ofbeld­is­seggir eða varð­menn úreltra gilda í sífellu. Þetta er óupp­byggi­leg og meið­andi umræða. Með því að tala svona út í tómið (inter­net­ið) um að allir karlar séu svona eða hins seg­inn þá missir sú gagn­rýni ávallt marks og hittir þá sem eru veik­astir fyr­ir. Karlar eru ekki að tala úr ein­hverjum fíla­beinsturni for­rétt­inda. Sú umræða eykur bara rugl­ing­inn og beiskj­una. Drengirnir okkar þurfa ekki á svona umræðu að halda. Þetta er ein­ungis skað­legt. Syndir feðr­anna verða ekki leystar með því að koma skömm yfir á þá. Styðjum dreng­ina okkar frekar áfram til góðra verka.

Höf­undur er sál­fræð­ing­ur.

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar