Ómöguleiki þess að þingmaður geti boðið Bretum í EES

Auglýsing

David Gunn­laugs­son, sem við þekkjum sem Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­mann Mið­flokks­ins, er maður sem er ansi sýni­legur í breskum fjöl­miðlum þessa dag­ana. Hann skrif­aði grein í Spect­a­tor nýverið og í morgun var hann til við­tals á Sky sjón­varps­stöð­inni þar sem hann sagði Bretum að tíma­bundin aðild að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) muni „solve all your difficulties“ og að Bret­land muni vera „able to get the good things wit­hout many of the bad“ með þess­ari leið sem hann sé að opna augu þeirra fyr­ir. David telur að Bretar geti farið út úr Evr­ópu­sam­band­inu og inn í EES-­samn­ing­inn fyrir októ­ber­lok. Þ.e. á rúmum tveimur mán­uð­u­m. 

Við þennan mál­flutn­ing er nokkuð margt að athuga. 

Til að byrja með hefur breska þingið þegar kosið um það hvort Bret­land eigi að láta reyna á það að ganga í EES, og hafnað því. Í öðru lagi eru þau mark­mið sem Bretar vilja ná með útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, meiri yfir­ráð yfir sínum mál­um, meiri stjórn á landa­mærum sín­um, útganga úr innri mark­aði Evr­ópu og útganga úr evr­ópska tolla­banda­lag­inu allt ósam­rým­an­leg því að taka upp EES-­samn­ing­inn. Í honum felst enda nán­ast full upp­taka fjór­frelsis Evr­ópu­sam­bands­ins – meðal ann­ars þegar kemur að frjálsri för vinnu­afls – og sú staða að taka upp meg­in­þorra reglu­verks sam­bands­ins, með nokkrum vel skil­greindum und­an­tekn­ing­um, án þess að hafa bein áhrif á samn­ingu þess eða sam­þykkt.

Já, og svo þarf að borga í svo­kall­aðan upp­bygg­ing­ar­sjóð EES fyrir þessa auka­að­ild. Fyrir tíma­bilið 2014 til 2021 nemur sá verð­miði 1.584 millj­ónum evra. Ísland borgar þrjú til fjögur pró­sent þeirra upp­hæð­ar, Liechten­stein minna en Nor­egur nán­ast allt, eða um 95 pró­sent. Ef Bretar myndu ganga inn í þetta fyr­ir­komu­lag myndi þessi tala vænt­an­lega hækka og Bretar þurfa að borga mjög stóran hluta henn­ar. 

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn veita ekki aðgengi að EES

En það er líka hægt að kafa dýpra til að sýna hversu fjar­stæðu­kennt skrum þessi fram­setn­ing er, að Bretar geti bara gengið tíma­bundið inn í EES á nokkrum vik­um, óháð því hversu sam­rým­an­leg hún yrði Brex­it-­mark­mið­un­um.

Auglýsing
Ríkin þrjú (Nor­eg­ur, Ísland og Liechten­stein), sem eru aðilar að EES-­samn­ingnum við Evr­ópu­sam­band­ið, eru líka aðilar að Frí­versl­un­ar­sam­tökum Evr­ópu (EFTA). Innan EFTA starfar eft­ir­lits­stofn­un, ESA, sem fylgist meðal ann­ars með inn­leið­ingu á til­skip­unum sem telj­ast hluti af EES. Þar er einnig starf­andi yfir­þjóð­legur dóm­stóll sem leysir úr ágrein­ingi sem skapast, EFTA dóm­stóll­inn. Hann þekkjum við til að mynda úr Ices­ave deil­unni, þar sem hann dæmdi Íslandi í hag í máli sem ESA hafði höfð­að. Bretar geta ekki orðið aðilar að EES-­samn­ingnum nema þeir gangi í EFTA.

Til að ganga í EFTA þurfa t.d. bæði Nor­egur (að­ili að EES) og Sviss (að­ili að EFTA en ekki EES) að sam­þykkja slíkt. Það verður að telj­ast ólík­legt að þau tvö ríki, sem eru mjög ánægð að uppi­stöðu með það sem EFTA færir þeim í dag og þau áhrif sem þau hafa innan sam­starfs­ins, muni vilja Breta aftur þangað inn. 

En segj­um, rök­ræð­unnar vegna, að slíkt myndi ganga eftir og Bretar myndu snúa aftur í EFTA, sam­tök sem ríkið yfir­gaf árið 1972 til þess að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Bretar þyrftu þá að semja við Evr­ópu­sam­band­ið, sér­tækt við öll 27 eft­ir­stand­andi ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og þau þrjú ríki sem standa að EES-­samn­ingnum að fá að ganga inn í hann. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn á Íslandi geta ekki ein­hliða veitt Bretum aðgengi að samn­ingn­um, hvort sem um væri að ræða tíma­bundna eða var­an­lega ráð­stöf­un. Þjóð­þing allra ofan­greindra ríkja þyrftu svo að sam­þykkja aðild Breta að EES-­samn­ingn­um. 

Við það að taka upp EES-­samn­ing­inn myndu Bretar síðan taka þátt í stofn­unum EES, enda felur samn­ing­ur­inn í sér tveggja stoða kerfi, sem taka ákvarð­anir um inn­leið­ingu og beit­ingu EES-reglna innan þeirri ríkja sem eru hluti af EES. Helstu stofn­anir eru EES-ráðið og Sam­eig­in­lega EES-­nefndin sem tryggir virka fram­kvæmd samn­ings­ins. Innan síð­ar­nefndu stofn­un­ar­innar myndu Bretar meðal ann­ars sitja með full­trúum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og taka ákvarð­anir um inn­leið­ingu gerða sem þeir höfðu ekk­ert að gera með þegar þær voru samd­ar. Sem, aft­ur, er í algjörri and­stöðu við það sem Bretar vilja ná fram með Brex­it.

Vand­ræða­legt en þjónar ákveðnum til­gangi

Adam Boulton, frétta­þulur Sky News, benti David Gunn­laugs­son á sumt af ofan­greindu, án þess að það hafi haft nein áhrif á fram­setn­ing­una. En sam­an­dregið er þessi fram­setn­ing lítið annað en illa ígrunduð og vand­ræða­leg þvæla, sér­stak­lega þegar hún er sett fram af fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands í við­tali við alþjóð­lega sjón­varps­stöð sem hefur gríð­ar­lega mikla útbreiðslu. 

Auglýsing
Það er eðli­legt að velta fyrir sér hver til­gangur svona fram­ferðis sé. Bretar vita það auð­vitað manna best að þeir eru ekki að fara að ganga inn í EES-­samn­ing­inn, þar sem það er bæði ósam­rým­an­legt öllum meg­in­mark­miðum þess sem Brexit á að ná og nær ómögu­legt í fram­kvæmd. 

Kannski er þetta til heima­brúks, enda hefur sú veg­ferð að grafa undan og tor­tryggja EES-­samn­ingnum og Schen­gen-­sam­starf­inu náð áður óþekktu flugi í íslenskum stjórn­málum und­an­farið með fram­göngu Mið­flokks­ins og yfir­lýs­ingum val­inna áhrifa­manna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að það sé nauð­syn­legt að end­ur­skoða eðli og inn­tak EES-­samn­ings­ins, án þess að nokkuð efn­is­legt sé til­greint í þeim efn­um. ­Með nokkuð góðum árangri. Þar hefur þeirri aðferð að mestu verið beitt að skeyta engu um stað­reynd­ir, heldur að beita hræðslu­á­róðri og skrumi til að ná mark­miðum sín­um. Það hljómar kannski mót­sagn­ar­kennt að til­raun til að draga Breta inn í EES sé hluti af veg­ferð til að grafa undan EES, en það á ekki að koma neinum á óvart að póli­tísk orð­ræða úr þess­ari átt sé mót­sagn­ar­kennd og án raka. Það sætti frekar tíð­indum ef hún væri það ekki.

Eitt er víst, að hér hafa menn lært margt af orð­ræð­unni í Brex­it. Þeir hafa búið til strá­menn í útlöndum sem eru að taka ein­hver ímynduð völd af íslenskum almenn­ingi og vilja helst allt gera til að draga úr lífs­gæðum hans. Þeir tala um „gló­balista“ og óskil­greind erlend hags­muna­öfl sem reyni að bregða fæti fyrir frels­is­hetjur í hverju skrefi þeirra. Þeir teikna upp víg­línur í stríði gegn þeim stór­auknu tæki­færum, rétt­indum og lífs­gæðum sem alþjóða­sam­starf hefur fært Íslend­ing­um. 

Þessu skulum við venj­ast vegna þess að stjórn­mála­um­ræðan hér­lendis virð­ist vera að fara að hverf­ast um þessa víg­línu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari