Ómöguleiki þess að þingmaður geti boðið Bretum í EES

Auglýsing

David Gunn­laugs­son, sem við þekkjum sem Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­mann Mið­flokks­ins, er maður sem er ansi sýni­legur í breskum fjöl­miðlum þessa dag­ana. Hann skrif­aði grein í Spect­a­tor nýverið og í morgun var hann til við­tals á Sky sjón­varps­stöð­inni þar sem hann sagði Bretum að tíma­bundin aðild að samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) muni „solve all your difficulties“ og að Bret­land muni vera „able to get the good things wit­hout many of the bad“ með þess­ari leið sem hann sé að opna augu þeirra fyr­ir. David telur að Bretar geti farið út úr Evr­ópu­sam­band­inu og inn í EES-­samn­ing­inn fyrir októ­ber­lok. Þ.e. á rúmum tveimur mán­uð­u­m. 

Við þennan mál­flutn­ing er nokkuð margt að athuga. 

Til að byrja með hefur breska þingið þegar kosið um það hvort Bret­land eigi að láta reyna á það að ganga í EES, og hafnað því. Í öðru lagi eru þau mark­mið sem Bretar vilja ná með útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, meiri yfir­ráð yfir sínum mál­um, meiri stjórn á landa­mærum sín­um, útganga úr innri mark­aði Evr­ópu og útganga úr evr­ópska tolla­banda­lag­inu allt ósam­rým­an­leg því að taka upp EES-­samn­ing­inn. Í honum felst enda nán­ast full upp­taka fjór­frelsis Evr­ópu­sam­bands­ins – meðal ann­ars þegar kemur að frjálsri för vinnu­afls – og sú staða að taka upp meg­in­þorra reglu­verks sam­bands­ins, með nokkrum vel skil­greindum und­an­tekn­ing­um, án þess að hafa bein áhrif á samn­ingu þess eða sam­þykkt.

Já, og svo þarf að borga í svo­kall­aðan upp­bygg­ing­ar­sjóð EES fyrir þessa auka­að­ild. Fyrir tíma­bilið 2014 til 2021 nemur sá verð­miði 1.584 millj­ónum evra. Ísland borgar þrjú til fjögur pró­sent þeirra upp­hæð­ar, Liechten­stein minna en Nor­egur nán­ast allt, eða um 95 pró­sent. Ef Bretar myndu ganga inn í þetta fyr­ir­komu­lag myndi þessi tala vænt­an­lega hækka og Bretar þurfa að borga mjög stóran hluta henn­ar. 

Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn veita ekki aðgengi að EES

En það er líka hægt að kafa dýpra til að sýna hversu fjar­stæðu­kennt skrum þessi fram­setn­ing er, að Bretar geti bara gengið tíma­bundið inn í EES á nokkrum vik­um, óháð því hversu sam­rým­an­leg hún yrði Brex­it-­mark­mið­un­um.

Auglýsing
Ríkin þrjú (Nor­eg­ur, Ísland og Liechten­stein), sem eru aðilar að EES-­samn­ingnum við Evr­ópu­sam­band­ið, eru líka aðilar að Frí­versl­un­ar­sam­tökum Evr­ópu (EFTA). Innan EFTA starfar eft­ir­lits­stofn­un, ESA, sem fylgist meðal ann­ars með inn­leið­ingu á til­skip­unum sem telj­ast hluti af EES. Þar er einnig starf­andi yfir­þjóð­legur dóm­stóll sem leysir úr ágrein­ingi sem skapast, EFTA dóm­stóll­inn. Hann þekkjum við til að mynda úr Ices­ave deil­unni, þar sem hann dæmdi Íslandi í hag í máli sem ESA hafði höfð­að. Bretar geta ekki orðið aðilar að EES-­samn­ingnum nema þeir gangi í EFTA.

Til að ganga í EFTA þurfa t.d. bæði Nor­egur (að­ili að EES) og Sviss (að­ili að EFTA en ekki EES) að sam­þykkja slíkt. Það verður að telj­ast ólík­legt að þau tvö ríki, sem eru mjög ánægð að uppi­stöðu með það sem EFTA færir þeim í dag og þau áhrif sem þau hafa innan sam­starfs­ins, muni vilja Breta aftur þangað inn. 

En segj­um, rök­ræð­unnar vegna, að slíkt myndi ganga eftir og Bretar myndu snúa aftur í EFTA, sam­tök sem ríkið yfir­gaf árið 1972 til þess að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Bretar þyrftu þá að semja við Evr­ópu­sam­band­ið, sér­tækt við öll 27 eft­ir­stand­andi ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og þau þrjú ríki sem standa að EES-­samn­ingnum að fá að ganga inn í hann. Stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn á Íslandi geta ekki ein­hliða veitt Bretum aðgengi að samn­ingn­um, hvort sem um væri að ræða tíma­bundna eða var­an­lega ráð­stöf­un. Þjóð­þing allra ofan­greindra ríkja þyrftu svo að sam­þykkja aðild Breta að EES-­samn­ingn­um. 

Við það að taka upp EES-­samn­ing­inn myndu Bretar síðan taka þátt í stofn­unum EES, enda felur samn­ing­ur­inn í sér tveggja stoða kerfi, sem taka ákvarð­anir um inn­leið­ingu og beit­ingu EES-reglna innan þeirri ríkja sem eru hluti af EES. Helstu stofn­anir eru EES-ráðið og Sam­eig­in­lega EES-­nefndin sem tryggir virka fram­kvæmd samn­ings­ins. Innan síð­ar­nefndu stofn­un­ar­innar myndu Bretar meðal ann­ars sitja með full­trúum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og taka ákvarð­anir um inn­leið­ingu gerða sem þeir höfðu ekk­ert að gera með þegar þær voru samd­ar. Sem, aft­ur, er í algjörri and­stöðu við það sem Bretar vilja ná fram með Brex­it.

Vand­ræða­legt en þjónar ákveðnum til­gangi

Adam Boulton, frétta­þulur Sky News, benti David Gunn­laugs­son á sumt af ofan­greindu, án þess að það hafi haft nein áhrif á fram­setn­ing­una. En sam­an­dregið er þessi fram­setn­ing lítið annað en illa ígrunduð og vand­ræða­leg þvæla, sér­stak­lega þegar hún er sett fram af fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands í við­tali við alþjóð­lega sjón­varps­stöð sem hefur gríð­ar­lega mikla útbreiðslu. 

Auglýsing
Það er eðli­legt að velta fyrir sér hver til­gangur svona fram­ferðis sé. Bretar vita það auð­vitað manna best að þeir eru ekki að fara að ganga inn í EES-­samn­ing­inn, þar sem það er bæði ósam­rým­an­legt öllum meg­in­mark­miðum þess sem Brexit á að ná og nær ómögu­legt í fram­kvæmd. 

Kannski er þetta til heima­brúks, enda hefur sú veg­ferð að grafa undan og tor­tryggja EES-­samn­ingnum og Schen­gen-­sam­starf­inu náð áður óþekktu flugi í íslenskum stjórn­málum und­an­farið með fram­göngu Mið­flokks­ins og yfir­lýs­ingum val­inna áhrifa­manna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að það sé nauð­syn­legt að end­ur­skoða eðli og inn­tak EES-­samn­ings­ins, án þess að nokkuð efn­is­legt sé til­greint í þeim efn­um. ­Með nokkuð góðum árangri. Þar hefur þeirri aðferð að mestu verið beitt að skeyta engu um stað­reynd­ir, heldur að beita hræðslu­á­róðri og skrumi til að ná mark­miðum sín­um. Það hljómar kannski mót­sagn­ar­kennt að til­raun til að draga Breta inn í EES sé hluti af veg­ferð til að grafa undan EES, en það á ekki að koma neinum á óvart að póli­tísk orð­ræða úr þess­ari átt sé mót­sagn­ar­kennd og án raka. Það sætti frekar tíð­indum ef hún væri það ekki.

Eitt er víst, að hér hafa menn lært margt af orð­ræð­unni í Brex­it. Þeir hafa búið til strá­menn í útlöndum sem eru að taka ein­hver ímynduð völd af íslenskum almenn­ingi og vilja helst allt gera til að draga úr lífs­gæðum hans. Þeir tala um „gló­balista“ og óskil­greind erlend hags­muna­öfl sem reyni að bregða fæti fyrir frels­is­hetjur í hverju skrefi þeirra. Þeir teikna upp víg­línur í stríði gegn þeim stór­auknu tæki­færum, rétt­indum og lífs­gæðum sem alþjóða­sam­starf hefur fært Íslend­ing­um. 

Þessu skulum við venj­ast vegna þess að stjórn­mála­um­ræðan hér­lendis virð­ist vera að fara að hverf­ast um þessa víg­línu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ketill Sigurjónsson
Átök á raforkumarkaði stóriðju
Kjarninn 2. júlí 2020
Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki
Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 2. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi
Kjarninn 2. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari