Evran auma og krónan kræfa

Gauti Kristmannsson fer yfir þann kostnað sem íslenskir lántakendur borga umfram lántakendur á evrusvæðinu.

Auglýsing

Dauða evr­unnar hefur ekki verið jafn­oft spáð og dauða ljóðs­ins, en þó má leiða líkur að því að evran hafi haft vinn­ing­inn upp á síðkast­ið. Alveg frá því evran var tekin upp sem lög­eyrir í all­mörgum ríkjum ESB hefur verið hamrað á þessu og enn heyr­ast þessar raddir og munu heyr­ast áfram. En það er erfitt að spá um fram­tíð­ina eins og hefur sýnt sig á því að spá­menn­irnir hafa ekki enn haft rétt fyrir sér um evr­una; kannski eru þeir líka spá­menn í skiln­ingi þess sem nýskip­aður seðla­banka­stjóri á að hafa sagt um hag­fræð­ina, að hún sé að ein­hverju leyti trú­ar­brögð. Þegar málum er svo komið er þá er kannski betra að snúa aftur til hug­mynda skosku upp­lýs­ing­ar­innar um að nýta sér reynsl­una til að kveða upp úr um til­tekna hluti, jafn­vel þó ekki sé hægt að sanna þá óyggj­andi.

Mikið hefur verið talað um að krónan hafi bjargað okkur Íslend­ingum í hrun­inu af því hún féll um tugi pró­senta og gerði útflutn­ings­at­vinnu­vegum kleift að rísa upp miklu fyrr en ella, sem má kannski til sanns vegar færa að ein­hverju leyti; mér sýnd­ist þó af tekju­blaði Stund­ar­innar nú á dög­unum að mikið af því fé hafi runnið beint í vasa allra þeirra mold­ríku útgerð­ar­manna sem lifa greini­lega í annarri fjár­mála­vídd en almenn­ing­ur. Stundum er líka látið að því liggja að þannig hafi íslenskur almenn­ingur sloppið miklu betur en ella, atvinnu­leysi hafi verið minna og svo fram­veg­is. Reyndar fór atvinnu­leysi upp í 8% í hrun­inu og fjöldi manna flutti úr landi til að fá vinnu (þökk sé EES), það er stað­reynd og engin teor­ía, trú­ar­leg eða hag­fræði­leg.

Auglýsing
En önnur reynsla er kannski enn nær­tæk­ari fyrir mik­inn hluta almenn­ings en það eru vext­irnir sem við borgum fyrir lánin sem við tökum til að koma okkur þaki yfir höf­uð­ið. Við erum með vít­is­vél verð­trygg­ingar sem er í raun annar lög­eyrir en íslenska krónan og verður varla tekin úr sam­bandi, vegna þeirrar stað­reyndar að gíf­ur­legur hluti sparn­aðar lands­manna er líka verð­tryggð­ur, sann­kall­aður víta­hring­ur. Ef við hins vegar berum saman óverð­tryggða vexti sem inntir hafa verið af hendi hér á landi frá alda­mótum og berum saman við vexti sem inn­heimtir eru fyrir hús­næð­is­lán í einu evru­landi, Írlandi, kemur fróð­leg mynd í ljós. Írland er lík­ast til nær­tæk­asta dæm­ið, landið fór næstum eins illa út úr hrun­inu vegna fjár­glæfram­anna og Írland hefur risið upp úr öskustónni nán­ast sam­hliða Íslandi og stendur vel efna­hags­lega nú um stund­ir.

Írland tók upp evr­una um og upp úr alda­mótum eins og ýmis önnur ríki á þeim tíma og hefur verið með hana síð­an. Þetta var á þeim tíma þegar íslensku bank­arnir voru einka­væddir og séu vaxta­tekjur þeirra ein­hver kvarði á rekstur þeirra, þá birt­ist einnig fróð­leg mynd í sam­an­burði á vöxt­um. Vext­irnir sem verið er að bera hér saman eru ann­ars vegar „hæstu vext­ir“ byggðir á með­al­tali vaxta á hús­næð­is­lánum bygg­ing­ar­fé­laga á Írlandi og hins vegar það sem Seðla­bank­inn kallar „Al­menna vexti óverð­tryggðra lána“ og eru áreið­an­lega með lægstu vöxtum sem hægt var og er að fá á óverð­tryggð lán hér á landi.

Þetta hefst árið 2003 þegar bank­arnir voru einka­vædd­ir, þá voru vextir á Íslandi 8,58% að með­al­tali yfir árið, á Írlandi hins vegar 4,2%, vaxta­mun­ur­inn er því 4,38%, það þýðir að Íslend­ingur greiddi 85.800 kr. í vexti á ári fyrir hverja milljón króna, Írinn hins vegar 42.000 kr. Ef við gerum ráð fyrir að hús­næð­is­lánið sé kannski 25 millj­ónir er auð­velt að reikna hitt, Íslend­ing­ur­inn borg­aði 2.145.000 kr. í vexti, Írinn 1.050.000 kr. á einu ári. Þetta var árið 2003, en eins og má sjá á graf­inu sem með fylgir þá fóru vextir hækk­andi á næstu árum, bæði á Íslandi og á Írlandi. En mun­ur­inn er hrika­leg­ur, svo ekki sé minna sagt.

Sem dæmi má nefna voru vext­irnir á Íslandi 13,92% að með­al­tali árið 2006, en á Írlandi 4,86%, vaxta­munur 9,06% sem þýðir á manna­máli að Íslend­ingar þurftu að greiða tæpar 140 þús­und krónur í vexti af hverri milljón á meðan Írar greiddu 48.600 kr. Íslend­ingar þurftu þannig að greiða á þriðju milljón króna meira á ári í vexti en Írar af 25 milljón króna láni á þeim tíma.Vaxtamunur Ísland og Írland 2003-2017. 

Þetta versn­aði enn á næstu árum og örlaga­árið 2008 voru vextir að með­al­tali komnir upp í 17,75%, fóru raunar hæst upp 21% í des­em­ber það ár. Maður spyr sig, hver borg­aði þennan her­kostnað ef ekki almenn­ing­ur? Á sama tíma var dýr­tíð mikil vegna geng­is­fell­inga sem bætt­ist ofan á, en það fór minna fyrir því á evru­svæð­inu.

Þetta ástand hefur lag­ast mikið á und­an­förnum árum og vaxta­mun­ur­inn miðað við þessar for­sendur (sem eru krón­unni fremur í hag) farið niður fyrir 1% árið 2011, en eftir það hefur hann verið milli tvö og þrjú pró­sent, t.d. árið 2017 voru vextir 6,11% að með­al­tali á Íslandi, 3,41% á Írlandi; það þýðir í raun að Íslend­ingur þarf samt að greiða 675.000 kr. meira í vexti af 25 milljón króna lán­inu sínu en Írinn. Það munar alveg um það í veski flestra, ann­arra en kannski útgerð­ar­mann­anna sem gera vita­skuld upp sín við­skipti í erlendum myntum meðan við hin fáum að ströggla með krón­urnar okkar báð­ar. Við skulum vona að nýjum seðla­banka­stjóra tak­ist sigla krónu­skekt­unni okkar milli skers og báru án áfalla. Á meðan borgum við að minnsta kosti hálfa milljón á ári meira í vexti en aum­ingj­ans fólkið á evru­svæð­inu ef marka má reynslu síð­ustu tveggja ára­tuga.

Höf­undur er pró­fessor í þýð­ing­ar­fræði við Haskóla Íslands.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar