Á að taka RÚV af auglýsingamarkaði?

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um stöðu RÚV í aðsendri grein en hann telur að efla eigi stofnunina með öllum ráðum.

Auglýsing

Nýlega til­kynnti mennta­mála­ráð­herra að rík­is­út­varpið yrði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði. Með þessu er að nokkru komið til móts við kröfur rekst­ar­að­ila ann­arra fjöl­miðla. Með því að sitja einir að aug­lýs­inga­mark­að­inum telja þeir fjár­hag sínum borg­ið. Spurn­ingin er hvort það sé hagur neyt­enda og aug­lýsenda að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði og í fram­haldi af því hvort það sé hagur neyt­enda að veikja mögu­leika RÚV til að afla tekna og bæta með því dag­skrá sína. Athuga ber að RÚV leikur ekki lausum hala á aug­lýs­inga­mark­aði. Hlut­deild RÚV er óeðli­lega lítil miðað við vin­sældir fjöl­mið­ils­ins. Ástæðan er að margs­konar hindr­anir hafa þegar verið settar á aug­lýs­inga­öflun þess. Slíkar hindr­anir geta verið rétt­læt­an­legar til að auka fyr­ir­sjá­an­leika í rekstar­um­hverfi sam­keppn­is­að­ila en ganga of langt svo sem með banni á aug­lýs­ingum í vef­miðli RÚV. Aðstæður prent­miðla og sumra vef­miðla eru allt aðrar en sjón­varps eða hljóð­varps. Vanda­mál þeirra er sér­stakt úrlausn­ar­efni og ekki til umræðu hér.

Þýð­ing aug­lýs­inga og mark­aðs­tengsla

Aug­lýs­ingar eru ekki aðeins tæki til að selja vöru og þjón­ustu. Undir þær falla hvers kyns til­kynn­ingar um manna­mót og list­við­burði. Loks falla sumar aug­lýs­ingar eða til­kynn­ingar undir almanna­þjón­ustu og telj­ast varla sölu­vara. Fyrir dag­skár­gerð fjöl­mið­ils er sala aug­lýs­inga mik­il­væg leið­bein­ing um áhorf/hlustun og vin­sældir þátta. Stærð aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins er háð heild­ar­fjölda neyt­enda með þokka­lega greiðslu­getu. Hann helst nokkuð stöð­ugur í þessu sam­hengi en aðrir þættir svo sem hag­þróun hafa einnig áhrif. Spurn­ingin er hvort það fé sem rann áður til aug­lýs­inga í RÚV skili sér til inn­lendra sam­keppn­is­að­ila. Verði RÚV bætt tekju­tapið að fullu þarf dag­skráin ekki að breyt­ast. Þá er óvíst að áhorf og hlustun á RÚV minnki þótt aug­lýs­ingar detti út. Í því til­felli virð­ist lítil ástæða fyrir aug­lýsendur að verja meiru fé til að aug­lýsa fyrir sama hóp og nú þegar næst í utan not­enda­hóps RÚV. Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn brotnar þá upp eða dregst saman með þeim afleið­ingum m.a. að aug­lýs­inga­iðn­að­ur­inn gæti misst spón úr aski sínum þar sem leiknar aug­lýs­ingar hætta að borga sig.

Til að inn­lendir aðilar fái hlut­deild í aug­lýs­inga­tekjum sem áður runnu til RÚV verður að draga úr vin­sældum fjöl­mið­ils­ins og minnka áhorf og hlust­un. Óhjá­kvæmi­lega verður þess kraf­ist að fjár­fram­lög til RÚV verði skert ásamt því að vin­sæl þjón­usta verði aflögð svo sem beinar úsend­ingar frá íþrótta­við­burðum þar með talið Ólymp­íu­leikum og heims­meist­ara­mótum í knatt­spyrnu.

Auglýsing

Mik­il­vægi fjár­hags­legs sjálf­stæðis

Yfir­lýs­ingar um að RÚV verði bættur tekju­miss­ir­inn eru aug­ljós­lega óábyrg­ar. Aldrei verður hægt að treysta á yfir tveggja millj­arða hækkun á fram­lögum frá rík­is­sjóði til lang­frama. Brott­hvarf af aug­lýs­inga­mark­aði þýðir óhjá­kvæmi­lega veru­lega skerð­ingu á tekjum og þjón­ustu. Með því að afnema með öllu fjár­hags­legt sjálf­stæði og teng­ingu við mark­aðs­öflin verður lítið svig­rúm til end­ur­bóta og fram­fara í dag­skrár­gerð. Miklar breyt­ingar hafa orðið á fjöl­miðlun og þró­unin er hröð utan­lands sem inn­an. Vax­andi magn af erlendu efni streymir á inn­an­lands­mark­að. Ljóst er að fyr­ir­tæki eins og Google eða Face­book munu ná sífellt sterk­ari tökum á fjöl­miðla­mark­að­inum og aug­lýsendur munu snúa sér til þeirra mun fyrr ef inn­lendi mark­að­ur­inn brotnar upp. Rík­is­út­varpið hefur djúpar rætur í íslenskri menn­ingu gegnum langa stofn­ana­sögu. Í fámennu sam­fé­lagi er ein­ginn annar ljós­vaka­mið­ill sem hefur minnsta mögu­leika á að mæta sam­keppni utan­frá með fjöl­breyttri inn­lendri dag­skrár­gerð og dreif­ingu á vönd­uðu efni til almenn­ings.

Óháð, þar með talið fjár­hags­lega óháð, rík­is­út­varp með skýr mark­mið um ábyrgan frétta­flutn­ing er brjóst­vörn gegn áróðri og hálf­sann­leik sem virð­ist vax­andi í sam­fé­lagi nútím­ans.

Sókn­ar­færi

Í stað þess að draga úr mögu­leikum RÚV til að veita góða þjón­ustu ætti að efla stofn­un­ina með til­tækum ráð­um. Leyfa þarf aug­lýs­ingar á vef­miðli og nýta sjálf­stæða tekju­öflun sem best til að auka þjón­ust­una og bæta dag­skrána. Til dæmis má leigja útsend­ing­ar­tíma á RÚV 2 til aðila sem vilja koma fram ákveðnum sjón­ar­miðum eða spreyta sig á dag­skrár­gerð. Jafn­framt má nýta þessa rás fyrir meira fræðslu­efni og beinar útsend­ingar á tón­leikum jazz- og pophljóm­sveita. Mark­að­ur­inn fyrir kvik­myndir og sjón­varps­þætti er óseðj­andi og mark­að­ur­inn ótak­mark­aður erlend­is. Með sam­starfi fag­að­ila getur fram­leiðsla sjón­varps­efnis verið umtals­verður útflutn­ings­iðn­aður ef rétt er á málum hald­ið. RÚV getur verið í for­ystu­hlut­verki um upp­bygg­ingu slíks iðn­aðar hér­lend­is.

Almanna­hagur

Það er grund­vall­ar­munur á við­skipta­lík­ani fjöl­mið­ils sem miðar að því að veita sem greiðastan aðgang að sem fjöl­breytt­ustu efni og lík­ani sem byggir á að loka fyrir efni og taka gjald fyrir að opna aðgang­inn. Frá sjón­ar­hóli neyt­enda er opið aðgengi að vin­sælu efni tví­mæla­laust hag­stæð­asti kost­ur­inn en þá er eðli­legt að aug­lýs­ingar beri a.m.k. hluta kostn­að­ar­ins.

Hagur neyt­enda mun versna veru­lega ef RÚV missir aug­lýs­inga­tekjur og fjár­hags­legt sjálf­stæði hverf­ur. Sú styrka stoð sem RÚV hefur verið fyrir óháðan frétta­flutn­ing, íslenska tungu og menn­ingu á ljós­vaka­svið­inu mun veikj­ast eða hverfa. Það þjónar ekki almanna­hags­munum að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar