Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins gegn sjálfstæðum dómstólum

Svanur Kristjánsson, prófessor emiritius í stjórnmálafræði, skrifar um skipun dómara í gegnum tíðina.

Auglýsing

Nýlega ákvað Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að yfir­deild dóm­stóls­ins tæki til loka­með­ferð­ar  úrskurð sinn um að íslenska ríkið hefði brotið gegn Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu með skipan dóm­ara í Lands­rétt; dóms­mála­ráð­herra hefði með ólög­mætum hætti tekið miður hæf dóm­ar­ar­efni fram yfir hæf­ustu umsækj­endur og þar með væri vegið að réttar­ör­yggi í land­inu. Lög­lega skip­aður dóm­stóll væri ein af grunn­stoðum rétt­ar­rík­is­ins og sér­hver borg­ari ætti rétt á að slíkur dóm­stóll fjall­aði um mál hans, segir í dóms­orð­um. Í kjöl­farið hafa hinir fjórir miður hæfu Lands­rétt­ar­dóm­arar ekki þátt í störfum rétt­ar­ins. Full­komin óvissa ríkir í rétt­ar­kerfi og stjórn­málum lands­ins.

Nýr dóms­mála­ráð­herra Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir fagn­aði því að yfir­deildin tæki málið til með­ferðar og bætti við að dóm­arar dæmdu sjálfir um sitt hæfi. Hún klykkti út með að segja, „það er kannski eðli­legt að þeir fái tæki­færi til að meta stöð­una í ljósi þess­arar nið­ur­stöðu. Hæsti­réttur hefur auð­vitað kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þeir eru lög­lega skip­að­ir.” (ruv.is, 9. sept­em­ber 2019). 

Auglýsing
Þetta er auð­vitað ekki rétt hjá hinum nýja dóms­mála­ráð­herra. Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra hefði brotið stjórn­sýslu­lög með skipan dóm­ara í Lands­rétt. Hæsti­réttur hefur einnig dæmt miska­bætur og skaða­bætur til handa brota­þol­um, þeim fjórum hæf­ustu dóm­ar­ar­efnum sem ekki voru skipuð í Lands­rétt. Hæsti­réttur hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til þess hvort ógilda eigi skipan þeirra dóm­ara sem sitja í Lands­rétt­i. 

Full­yrð­ing dóms­mála­ráð­herra er því ein­fald­lega ósönn.

 Vís­vit­andi upp­lýs­inga­mengun af þessu tagi er til þess fallin að fela mis­beit­ingu dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins við val á Lands­rétt­ar­dóm­ur­um.

Því miður koma við­brögð nýjasta dóms­mála­ráð­herr­ans úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins ekki á óvart. Þar á bæ er er löng hefð fyrir að taka flokks­hags­muni fram yfir sjálf­stæði dóm­stóla og réttar­ör­yggi. Stað­reyndum er gjarnan snúið á haus; svart skal vera hvítt. 

Sjálf­stæði Hæsta­réttar

Lengst gerði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki til­kall til að láta flokks­hags­muni ráða við skipan dóm­ara í Hæsta­rétt. Hæsti­réttur varð sjálf­stæð­ari en áður gagn­vart Alþingi og rík­is­stjórn um og eftir alda­mótin 2000 og þá breytt­ust þau við­horf. 

Hæsti­réttur kvað meðal ann­ars upp dóma þar sem ríkið var talið vera bóta­skylt vegna ólög­mætrar skerð­ingar á líf­eyr­is­greiðslum til öryrkja vegna tekna maka. Meiri­hluti dóm­ara Hæsta­réttar (Guð­rún Erlends­dótt­ir, Har­aldur Henrys­son, Hrafn Braga­son) taldi skerð­ing­una stang­ast á við mann­rétt­inda­á­kvæði íslensku stjórn­ar­skrár­innar og Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Minni­hluti Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna (Garðar Gísla­son og Pétur Kr. Haf­stein) vildi hins vegar sýkna ríkið af bóta­kröf­unum og töldu hlut­verk lög­gjaf­ar­valds­ins en ekki dóm­stóla að kveða á um inn­tak og umfang þeirrar opin­berru aðstoðar sem öryrkjum væri látin í té.

Athygli vakti að dóm­arnir þrír í meiri­hluta voru skip­aðir af dóms­mála­ráð­herrum úr öðrum flokkum en Sjálf­stæð­is­flokknum en minni­hluta dóm­ar­anir tveir skip­aðir af dóms­mála­ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Minni­hlut­inn gekk þarna í takt við sjón­ar­mið for­ystu­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem þá sátu í rík­is­stjórn og þing­meiri­hluta.

Til varnar völdum Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nú þótti mörgum flokks­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins að völdum hans væri ógn­að. Tvennt var til ráða. Ann­ars vegar hófu for­ystu­menn flokks­ins hat­rammar árásir á „óþæga” dóm­ara og sagt að þeir væru komnir inn á víg­völl stjórn­mála en ættu að halda sig innan ramma laga og rétt­ar. Því miður fyrir for­ystu­menn­ina eru Hæsta­rétt­ar­dóm­arar ævi­ráðnir og virt­ust ekki taka þessa gagn­rýni alvar­lega. Þá var eftir skjót­virkara úrræði: Að skipa Hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem væru lík­legri en önnur dóm­ar­ar­efni til að ganga ekki gegn hags­munum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lúta til­kall­inu um völd flokks­ins. 

Árið 2003 losn­aði staða Hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Björn Bjarna­son dóms­mála­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokki skip­aði Ólaf Börk Þor­valds­son og tók þar með miður hæfan umsækj­anda fram yfir aðra hæf­ari umsækj­end­ur. Með emb­ætta­veit­ingu þess­ari gekk sjálfur dóms­mála­ráð­herra lands­ins – sam­kvæmt áliti Umboðs­manns Alþingis - gegn dóms­stóla­lögum og stjórn­sýslu­lögum Einn hæf­ari umsækj­andi leit­aði til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Nefndin taldi að brotið hefði verið gegn kær­anda – Hjör­dísi Björk Hákon­ar­dótt­ur.  Dóms­mála­ráð­herra Björn Bjarna­son mót­mælti álit­inu en við­ur­kenndi í reynd sök með því veita Hjör­dísi skaða­bætur í formi árs­launa frá störfum dóm­stjóra á fullum laun­um. Á Alþingi kom ekki fram til­laga um van­traust á ráð­herra vegna þess­arar geð­þótta­á­kvörð­unar og sömu­leiðis stóð skipan Ólafs Barkar óhögguð. Af sjón­ar­hóli Sjálf­stæð­is­manna var lokið vel­heppn­aðri aðgerð til varnar völdum flokks­ins.

Auglýsing
Leikurinn var end­ur­tek­inn þegar árið eftir þegar staða losn­aði við Hæsta­rétt. Umsækj­endur voru sjö. Sér­stök hæf­is­nefnd Hæsta­réttar lagði mat á hæfi umsækj­enda eins og lög um dóm­stóla mæltu fyr­ir. Tveir umsækj­end­ur, Eiríkur Tóm­as­son og Stefán Már Stef­áns­son, voru taldir standa öðrum umsækj­endum tölu­vert framar að hæfi. Hjör­dís Björk Hákon­ar­dóttir var talin koma næst á eftir þeim.

Björn Bjarna­son dóms­mála­ráð­herra vék sæti við þessa skipan Hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Sam­kvæmt til­lögu setts dóms­mála­ráð­herra, Geirs H. Haarde fjár­mála­ráð­herra úr Sjálf­stæð­is­flokki, var Jón Steinar Gunn­laugs­son skip­aður dóm­ari við Hæsta­rétt haustið 2004. 

Skipan Jóns Stein­ars Gunn­laugs­sonar var að sönnu harð­lega gagn­rýnd en eng­inn hæf­ari umsækj­andi leit­aði nú til Umboðs­manns Alþingis eða Kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Nú var eins og ríkti von­leysi gagn­vart meintu ofríki valds­manna sem í emb­ætta­veit­ingum virt­ust hafa eina reglu að leið­ar­ljósi að þeir gætu gert svo sem þeim þókn­að­ist og létu alla rök­studda gagn­rýni sem vind um eyru þjóta. Ekki yrði haggað við emb­ætta­veit­ingum þeirra.

Dóms­mála­ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins tókst þannig að koma tveimur miður hæfum dóm­urum í Hæsta­rétt. En til­gang­ur­inn helg­aði með­al­ið; flokks­hags­munir skiptu meira máli en grund­vall­ar­reglur rétt­ar­ríkis og að hæfi umsækj­enda ráði vali við skipan í opin­ber störf og emb­ætti.

Brota­maður verður Hæsta­rétt­ar­dóm­ari

Fyrir skipan í Hæsta­rétt átti Jón Steinar að baki langan feril í lög­mennsku og var þekktur fyrir ein­dreg­inn mál­flutn­ing fyrir sína skjól­stæð­inga. Jón Steinar var til að mynda skip­aður verj­andi manns sem sak­aður var um kyn­ferð­is­brot gegn stjúp­dóttur sinni. Í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur var mað­ur­inn sak­felldur og dæmdur til að sæta fang­elsi í fjögur ár. Dóm­ur­inn var skiptur og taldi einn dóm­ari að sýkna bæri mann­inn. Þrír dóm­arar í meiri­hluta Hæsta­réttar snéru við dómi Hér­aðs­dóms og sýkn­uðu en tveir dóm­arar í Hæsta­rétti vildu stað­festa dóm Hér­aðs­dóms.

Eftir dóm Hæsta­réttar tók við mikil umræða á opin­berum vett­vangi um nið­ur­stöð­una. Margir gagn­rýndu dóm­inn harð­lega en sumir tóku mál­stað föð­ur­ins og mæltu fyrir rétt­mæti nið­ur­stöð­unn­ar. Þar gekk fremstur Jón Steinar sem skrif­aði blaða­grein­ar, veitti við­töl í dag­blöð­um, útvarpi og sjón­varpi og flutti sér­stakt erindi í útvarpi. Stjúp­dóttirin höfð­aði mál á hendur Jóni Stein­ari og taldi hann hafa gert á sinn hlut með mörgum ummælum á opin­berum vett­vangi. Málið fór fyrir Hér­aðs­dóm og síðar til Hæsta­rétt­ar. Þar var Jón Steinar dæmdur brot­legur og tal­inn að ósekju hafa borið stjúp­dótt­ur­inni á brýn að hún hefði borið fram rangar sakir við lög­reglu og dóm­stóla á hendur föður sín­um.

Í dóms­orðum Hæsta­réttar (Mál Nr.306/2001) sagði m.a.;

„Stefndi, Jón Steinar Gunn­laugs­son, braut góða lög­manns­hætti með hátt­semi sinni og ummælum í fjöl­miðlum á tíma­bil­inu frá 20. nóv­em­ber 1999 til 28. sama mán­aðar um mál nr. 286/1999 sem dæmt var í Hæsta­rétti þann 28 októ­ber 1999.

Stefndi, Jón Steinar Gunn­laugs­son, greiði 100.000 kr. Í miska­bæt­ur.

Stefndi, Jón Steinar Gunn­laugs­son greiði 400.000 kr. Í máls­kostnað sem renni í rík­is­sjóð.”

Jón Steinar og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins skipti nákvæm­lega engu máli að Jón Steinar hafði brotið lög þegar hann var skip­aður dóm­ari í æðsta dóm­stól lands­ins. Jón Steinar var ein­fald­lega „einn af okk­ur”. 

Auglýsing
Ekki er vanda­samt að útskýra vel­vild ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins í garð Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar. Jón Steinar inn­vígð­ist og inn­múr­að­ist í flokk­inn á unga aldri. Hann var  for­ystu­maður í SUS (Sam­bandi ungra Sjálf­stæð­is­manna) á yngri árum og hann var var hluti af Eim­reið­ar­hópnum sem þegar hér var komið sögu hafði tekið öll völd í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. For­ing­inn var Davíð Odds­son for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Jón Steinar var einn nán­asti vinur hans og ráð­gjafi. Í öryrkja­mál­inu gagn­rýndi Jón Steinar mjög meiri­hluta Hæsta­réttar fyrir dóma sína. Jón Steinar var því einkar vel til þess fal­inn að snúa Hæsta­rétti frá „villu síns veg­ar” og ganga ekki gegn hags­munum og sjón­ar­miðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Sýn dóms­mála­ráð­herra og rík­is­stjórnar

Á 90. ára afmæl­is­degi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 25. maí 2019 útskýrði fyrrum dóms­mála­ráð­herra, Sig­ríður Á. And­er­sen, í Morg­un­blaðs­grein afstöðu flokks­ins til skipan dóm­stóla meðal ann­ars með þessum orð­um:

„Það er þannig að á meðan við ákveðum að deila lög­unum þurfum við að hafa sjálf­dæmi um hver lögin eru og hver setur þau, Það er því gegn öllum rökum að sjálf­stæðir ein­stak­lingar í sjálf­stæðu ríki lúti fyr­ir­mælum ann­arra. Þess vegna voru mér það sár von­brigði að sjá íslensk stjórn­mál, fjöl­miðla og rétt­ar­kerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekk­ert umboð hefur frá sjálf­stæðum Íslend­ingum gerði atlögu að dóms­kerfi okkar Íslend­inga.”

Í þessum orðum birt­ist kjarn­inn í sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á hlut­verk dóm­stóla: Íslensk stjórn­völd eiga að hafa sjálf­dæmi til að skammta lands­mönnum mann­rétt­indi án aðhalds frá alþjóð­legum sátt­mál­um. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu starfar að mati þessa fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra án nokk­urs umboðs frá íslenskum stjórn­völdum sem eru í fullum rétti til að láta úrskurði dóm­stóls­ins sem vind um eyru þjóta.

Svo virð­ist sem allir dóms­mála­ráð­herrar úr röðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins deili þess­ari afstöðu til laga og rétt­ar. Allar rík­is­stjórnir með dóms­mála­ráð­herra úr þeim flokki hljóta að styðja þetta sér­kenni­lega sjón­ar­mið, ef ekki í orði þá á borði með því að sam­þykkja þegj­andi túlk­anir af þessum toga.

Höf­undur er pró­fessor emi­ritus í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar