Nóg komið af veip-hysteríunni

Arnaldur Sigurðarson hvetur lækna, vísindamenn og stjórnmálamenn að standa með þeim sem veipa.

Auglýsing

Nýjar rann­sóknir hafa leitt í ljós að veip inni­heldur mun meira form­al­d­ehýð en hefð­bundnar sígar­ett­ur. Reyndar er þetta ekki ný rann­sókn og reynd­ist hún mein­gölluð við nán­ari skoð­un. Í ljós kom að rann­sak­endur vissu tak­markað hvað þeir voru að gera og mældu „gufu“ sem inni­hélt brenndan bóm­ull. Samt fór þessi rann­sókn í dreif­ingu víða í fjöl­miðlum fyrir nokkrum árum síð­an. Sumir veltu því fyrir sér hvort „ekki væri betra að banna þetta bara fyrst þetta væri svona skað­leg­t?”

Núna hafa fjöl­miðlar virkjað hyster­í­una aftur með umfjöllun um dul­ar­fullan lungna­sjúk­dóm sem virð­ist eyði­leggja lungun á ungu fólki í Banda­ríkj­un­um. En það hefur nú þegar komið í ljós og sjúk­dóms­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna CDC hefur við­ur­kennt að lík­leg­ast sé hægt að rekja þessi til­felli til vökva sem inni­heldur gervi­-THC (virka efnið í kanna­bis) og form af e-vítamíni sem getur verið stór­hættu­legt ef það kemst í lung­un.

Vott­aðir venju­legir nikótín­vökvar – jafn­vel með nammi­bragð­teg­undum – valda ekki þessum skaða. Samt hafa íslenskir læknar fallið fyrir fjöl­miðla­hy­ster­í­unni og kalla nú eftir banni á raf­sí­gar­ettum en hafa ekki kallað eftir banni á alvöru sígar­ett­um, þetta sem stað­fest er að drepur millj­ónir manna árlega á heims­vísu.

Auglýsing

Það er alveg magnað að svona virtir vís­inda­menn sem lækna­stéttin er full af skuli falla fyrir þessu. Sem betur fer virð­ast ekki allir hafa misst sig gjör­sam­lega því horft er á veip með allt öðrum augum í t.d. Bret­landi. Þar virð­ist lækna­stéttin standa við bakið á veip­urum og hvetur hún fólk til að skipta úr sígar­ettum yfir í veip. Ríkið hefur sett sér djarft mark­mið um að útrýma reyk­ingum fyrir árið 2030 og meira að segja má finna veip­búðir á breskum spít­ölum þar sem reyk­ingar eru gjarnan bann­aðar í nágrenn­inu en fólk má veipa í stað­inn.

Ég verð samt að við­ur­kenna að ég er ekki beint hlut­laus þegar kemur að veipi, ég er veip­ari sjálf­ur. Ég var staddur á ráð­stefnu erlendis fyrir fimm árum síðan og ákvað að nýta tæki­færið og prófa að fá mér minn fyrsta veip-penna. Þrátt fyrir að hafa reynt ítrekað að hætta að reykja þá var það ekki mark­miðið með þessu, mig lang­aði bara að prófa. En í ljós kom eftir tvær vikur af því að veipa ein­hvern jarða­berj­anammi­vökva þá var ég ekki búinn að snerta sígar­ettu­pakk­ann minn.

Þetta er gjarnan veru­leik­inn fyrir þús­undir Íslend­inga sem hafa skipt yfir, það er ástæða fyrir því að veip-­búðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur víða um bæ. Fólk vill hætta að reykja, en til þess að það gangi upp þurfa lækn­ar, vís­inda­menn og stjórn­mála­menn að standa með okk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar