Nóg komið af veip-hysteríunni

Arnaldur Sigurðarson hvetur lækna, vísindamenn og stjórnmálamenn að standa með þeim sem veipa.

Auglýsing

Nýjar rann­sóknir hafa leitt í ljós að veip inni­heldur mun meira form­al­d­ehýð en hefð­bundnar sígar­ett­ur. Reyndar er þetta ekki ný rann­sókn og reynd­ist hún mein­gölluð við nán­ari skoð­un. Í ljós kom að rann­sak­endur vissu tak­markað hvað þeir voru að gera og mældu „gufu“ sem inni­hélt brenndan bóm­ull. Samt fór þessi rann­sókn í dreif­ingu víða í fjöl­miðlum fyrir nokkrum árum síð­an. Sumir veltu því fyrir sér hvort „ekki væri betra að banna þetta bara fyrst þetta væri svona skað­leg­t?”

Núna hafa fjöl­miðlar virkjað hyster­í­una aftur með umfjöllun um dul­ar­fullan lungna­sjúk­dóm sem virð­ist eyði­leggja lungun á ungu fólki í Banda­ríkj­un­um. En það hefur nú þegar komið í ljós og sjúk­dóms­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna CDC hefur við­ur­kennt að lík­leg­ast sé hægt að rekja þessi til­felli til vökva sem inni­heldur gervi­-THC (virka efnið í kanna­bis) og form af e-vítamíni sem getur verið stór­hættu­legt ef það kemst í lung­un.

Vott­aðir venju­legir nikótín­vökvar – jafn­vel með nammi­bragð­teg­undum – valda ekki þessum skaða. Samt hafa íslenskir læknar fallið fyrir fjöl­miðla­hy­ster­í­unni og kalla nú eftir banni á raf­sí­gar­ettum en hafa ekki kallað eftir banni á alvöru sígar­ett­um, þetta sem stað­fest er að drepur millj­ónir manna árlega á heims­vísu.

Auglýsing

Það er alveg magnað að svona virtir vís­inda­menn sem lækna­stéttin er full af skuli falla fyrir þessu. Sem betur fer virð­ast ekki allir hafa misst sig gjör­sam­lega því horft er á veip með allt öðrum augum í t.d. Bret­landi. Þar virð­ist lækna­stéttin standa við bakið á veip­urum og hvetur hún fólk til að skipta úr sígar­ettum yfir í veip. Ríkið hefur sett sér djarft mark­mið um að útrýma reyk­ingum fyrir árið 2030 og meira að segja má finna veip­búðir á breskum spít­ölum þar sem reyk­ingar eru gjarnan bann­aðar í nágrenn­inu en fólk má veipa í stað­inn.

Ég verð samt að við­ur­kenna að ég er ekki beint hlut­laus þegar kemur að veipi, ég er veip­ari sjálf­ur. Ég var staddur á ráð­stefnu erlendis fyrir fimm árum síðan og ákvað að nýta tæki­færið og prófa að fá mér minn fyrsta veip-penna. Þrátt fyrir að hafa reynt ítrekað að hætta að reykja þá var það ekki mark­miðið með þessu, mig lang­aði bara að prófa. En í ljós kom eftir tvær vikur af því að veipa ein­hvern jarða­berj­anammi­vökva þá var ég ekki búinn að snerta sígar­ettu­pakk­ann minn.

Þetta er gjarnan veru­leik­inn fyrir þús­undir Íslend­inga sem hafa skipt yfir, það er ástæða fyrir því að veip-­búðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur víða um bæ. Fólk vill hætta að reykja, en til þess að það gangi upp þurfa lækn­ar, vís­inda­menn og stjórn­mála­menn að standa með okk­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar